Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 45
Lífsstíll 45Helgarblað 16.–18. ágúst 2013 L eiðin upp í Miðstrandar- skarð var brött og það tók á að klöngrast upp frá Neskaupstað áleiðis til Mjóafjarðar. Leiðin lá framhjá nýreistum varnar- görðum vegna snjóflóða sem eiga að tryggja íbúum öryggi. Mér varð hugs- að til þeirra hörmunga sem urðu á átt- unda áratugnum þegar snjóflóð skall á bænum og kostaði fjölda manns lífið. Það er til mikils að vinna að slíkur harmleikur endurtaki sig ekki. Ég hafði keypt fokdýrt göngukort í Veiðiflugunni á Búðareyri. Þar er merktur inn fjöldi gönguleiða í Fjarða- byggð. Leiðir sem merktar voru rauð- ar táknuðu að þær væru óstikaðar. Hinar grænu þýða að göngumaður á að vera öruggur um að hafa vegvísa á leið sinni. Ég ákvaðað ganga úr Norð- firði yfir í Mjóafjörð þar sem finna má þorpið Brekku sem ekki hefur orðið nútímanum að bráð. Í stað þess að fara rauðu leiðina framhjá Goðaborg valdi ég stikaða leið meðfram Orms- staðatindi. Þetta átti að verða einföld og skemmtileg ganga. Með í för var tíkin Jasmín sem fylgir mér gjarnan á fjallaferðum. Það merki- lega við tíkina er að hún er ratviss. Reynslan hefur kennt henni að stik- ur eru eitthvað sem marka leið okk- ar. Þegar við förum um fjöll leitar hún uppi vegvísana og bíður svo eftir mér. Þegar ég var hálfnaður upp fjallið varð mér ljóst að græna gönguleiðin var ekki eins einföld og lýst var í kortinu. Á efsta þriðjungi gönguleiðarinnar upp í skarðið voru flestar stikurnar fallnar og jafnvel horfnar. Það var bjart og sólin skein í heiði þannig að ég hafði ekki miklar áhyggjur. Þó vissi ég sem var að gjarnan er stutt í Austfjarðaþok- una. Við komum upp í skarðið í rúmlega 600 metra hæð. Þegar fegurð Mjóafjarðar opnaðist mér stóð ég hugfanginn. Ótrúleg lista- verk náttúrunnar voru þeim megin. Kastalamyndaðar klettaborgir römm- uðu inn sviðsmynd. Ég gleymdi eitt andartak áhyggjunum af brotnu stik- unum og því hvernig ég ætti að velja leiðina niður. Eftir að hafa teygað að mér Mjóafjarðarloftið og borðað eina brauðsneið var tímabært að leggja af stað niður. Þá vandaðist málið. Hvergi sáust stikur. Jasmin er skynsemisvera eins og aðrir hundar. Hún er með nægan orðaforða til þess að samskipti okkar séu á sæmilega vitrænu plani. Þar sem ég rýndi árangurslaust í urðina eftir stikunum ákvað ég að tími tíkarinnar væri komin. „Laus,“ sagði ég og hund- urinn skokkaði af stað. Svo stoppaði hún og beið. Viti menn. Þarna kom í ljós brotin stika. Þannig gekk þetta koll af kolli. Við gengum meðfram snarbrattri fjallaskál yfir fannir og urð. Þá sá ég stiku sem vísaði til þess að við ættum að fara um annað fjallaskarð. Hugfanginn af fegurð klettanna gekk ég sem leið lá upp skarðið. Leiðin nið- ur í Mjóafjörð blasti við. Tíkin skondraði á undan og það mátti merkja á henni gleði í hvert sinn sem hún fann fallna stiku. Við fórum hratt yfir og fyrr en varði náðum við niður að sjávarmáli. Þá tók við löng ganga inn allan fjörð, eftir vegaslóða en yfir óbrúuð vatnsföll. Fyrr en varði náðum við leiðarenda. Ég klappaði hundinum sem bjargaði húsbónda sínum. 16 kílómetra ganga um ævin- týraslóðir var að baki. En ég hugsa til þess með hrolli ef einhver hundlaus ætlar að treysta á kortið og fylgja stik- um í dimmviðri. Þá getur farið illa. n Hundur bjargar húsbónda Reynir Traustason Baráttan við holdið Kastali Klettarnir í Mjóafirði. Seldu húsið og skoða heiminn n Rocky Vachon og Paula Fatioa fóru í heimsreisu á mótorhjóli n Fengu höfðinglegar móttökur í Reykjanesbæ Seldu allt Rocky og Paula ætla að vera á ferð um heiminn næstu misseri. Hér eru þau við Louise–vatn í Kanada. Mynd: RocKy VacHon Fjölbreyttir áfangastaðir Parið lét draum sinn rætast. Þau sögðu upp í vinnunni, seldu húsið sem Paula átti, og héldu á vit ævintýranna. Gerði við hjólið sjálfur Rocky, sem kunni ekki að bæta dekk, ákvað að gera sjálfur við hjólið sitt. Hann tók myndir af öllu ferlinu, og setti skrúfur í merkta poka, til að vera viss um að koma öllu rétt saman á nýjan leik. Vel tekið Rocky og Paula hafa ferðast um mið-Ameríku og ætla nú að leggja Evrópu að fótum sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.