Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 38
38 Menning 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað Mætti Baltasar í karakter n Bill Paxton dreymdi um hlutverk í 2 Guns B ill Paxton er sannkölluð goðsögn sem hefur unnið með mörgum af stærstu leikstjórum samtíman – var til dæmis fastur gestur í myndum James Cameron þar sem hann stal yfirleitt senunni. Í viðtali við frétta- vefinn Den of Geek segir Bill Paxton frá því hvernig hann landaði hlut- verki Earl í myndinni 2 Guns eftir Baltasar Kormák – hlutverki sem Bill Paxton dreymdi um að fá. Í viðtalinu segir Bill Paxton frá því að hann hafi fengið símtal frá um- boðsmanni sínum varðandi hlut- verkið. Hann hafi lesið handritið og ekki trúað sínum eigin augum. Hann hafi áttað sig á að þarna væri hlut- verk sem passaði honum vel enda blómstrar Bill Paxton yfirleitt í auka- hlutverkum. Svo hrifinn hafi hann verið af hlutverkinu að þegar hann mætti á fundinn með Baltasar á veitingastað í Beverly Hills hafi hann ákveðið að mæta „í karakter“. Hann klæddi sig líkt og persónan og breytti rödd sinni – allt til að heilla Balta. Svo langt gekk Bill Paxton að tveim vikum fyrir fundinn með Baltasar fór hann til rakara og klippti hárið svo það passaði persónunni betur. Hann safnaði yfirvaraskeggi og keypti sér jakkaföt í stíl. Hann segist í viðtalinu aldrei hafa hitt Baltasar áður en hafi treyst dóm- greind Marks Wahlberg sem hafi unnið með Baltasari að Contraband. Blaðamaðurinn spyr þá Bill Paxton hvort hann hafi nokkuð hrætt Baltasar með framkomu sinni. Bill Paxton svarar neitandi. Hann segir að kynni þeirra hafi verið eld- fim – líkt og kviknað væri í húsi, eins og hann orðar það. Og svona lýsir Bill Paxton Baltasar Kormáki: „Hann er ekki upptekinn af því hvað öðrum finnst um vinnu hans. Hann er ná- kvæmur og getur pyntað mann til dauða til að ná sem mestu út úr hon- um. Hann er engum háður og fer sínu fram en tjáir sig á fallegan hátt og líkar vel við að hlusta á sjálfan sig tala.“ n simonb@dv.is B yrjum á hinu einfalda. Mark Wahlberg og Denzel eru Murtaugh og Riggs (þeir úr Lethal Weapon) fyrir 21. öldina. Og þar sem Mel og Danny létu sér nægja að kýta keyra þeir á hvorn annan, slást og skjóta. Myndin hefst á mikilli keyrslu, hvert glæpagengið á fætur öðru, sem mörg hver heyra undir Bandaríkjastjórn, eru kynnt til sögunnar. Ef það eru hnökrar í plottinu ferðast myndin of hratt til að hægt sé að taka eftir því. Spennuatriðin forðast það að vera hreinar endurtekningar af því sem maður hefur áður séð, sem er meira en lítið mál þessa dagana. Jafnvel línurnar eru ágætar. „Þetta er ekki frjáls heimur, þetta er frjáls markaður,“ segir einn vondi kallinn. Mexíkóskur glæpamaður bendir Bandaríkjamönnum á að það henti þeim vel að halda Mexíkó fátæku til að framleiða neysluvörur fyrir þá sjálfa. Við höfum oft séð mexíkóska glæpamenn áður, en þeir hafa sjaldnast velt stöðu sinni fyrir sér svo opinskátt. Valinn maður er í hverju rúmi, og auk aðalleikaranna tveggja má nefna sérstaklega Bill Paxton sem spillta CIA-manninn og gamla lög- reglustjórann úr Miami Vice, Edward James Olmos, sem hér er kominn hinum megin við lögin í hlutverki sem er eins og skrifað fyrir hann. Fyrri hlutann reynist 2 Guns vera afbragðs spennumynd, en enn hærra rís hún um miðbikið þegar hlutirnir taka óvænta vendingu og það sem sóst var eftir er horfið fyrir full og allt. „Verðum við ekki samt að hefna okkar og drepa vondu gaurana?“ spyr Wahl berg, eða eitthvað í þá áttina. „Til hvers?“ spyr Denzel á móti. Á þessu augnabliki virðist myndin geta farið hvert sem er og jafnvel rifið sig út úr Hollywood-formúlunni þar sem allt gengur út á hefndina. En það er einmitt hér sem hún bregst sjálfri sér, því allt fer eins og búist var við. 2 Guns hefur mátulega ferska sýn á eitt helsta minni Hollywood-mynda, söguna af löggunum tveim sem eiga erfitt með að vinna saman. Hún er yfir meðallagi spennumynd og ef til vill er ósanngjarnt að biðja um meira en það. En einmitt vegna þess að hún gefur meira í skyn getur maður ekki annað en orðið fyrir vonbrigðum með lokin. Tækifæri gafst til að endurskrifa formúluna en það er ekki nýtt. Baltasar hefur nú aftur sýnt að hann getur gert Hollywood-myndir betur en margir í Hollywood gera, en hafandi „meistrað“ formúluna fer að koma tími á að brjótast út úr henni. Það verður spennandi að fylgjast með honum takast á við alvarlegri verkefni. n Til hvers að hefna? n Baltasar berst við formúluna og kemst nálægt því að sigra Bíómynd Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com 2 Guns IMDb 7,0 Metacritic 39 Leikstjórn: Baltasar Kormákur Aðalhlutverk: Denzel Washington, Mark Wahlberg og Paula Patton Handrit: Blake Masters, eftir sögu Steven Grant Baltasar að störfum 2 Guns er hans stærsta mynd til þessa. Mark Wahlberg og Denzel Washington 2 Guns hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum. Bill Paxton í 2 Guns Gerði allt til að heilla Balta upp úr skónum. Ást á Akureyri Hjá Leikfélagi Akureyrar eru hafnar æfingar á nýju leikverki, Sek, eftir Hrafnhildi Hagalín. Sek er magnað leikrit sem byggir á dómsmáli frá 19. öld. Lífsþræðir ábúenda og vinnumanns í Rifs- hæðarseli á Melrakkasléttu flétt- ast saman í örlagaríkum ástarþrí- hyrningi. Með því að styðjast við texta og tilsvör úr dómskjölum frá þessum tíma byggir Hrafnhildur upp spennandi atburðarás sem kemur áhorfandanum sífellt á óvart. Leikstjórinn, Ingibjörg Huld Haraldsdóttir, útskrifaðist vorið 2011 úr Fræði og framkvæmd við Listaháskóla Íslands. Verkið verð- ur frumsýnt í Samkomuhúsinu 4. október. Menningar Fótbolti og skáldskapur Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur n Fótbolti og skáldskapur ráða ríkjum um helgina. Á föstudags- kvöldið fer ég í fótbolta á batta- vellinum við Austurbæjarskóla, á laugardaginn jafna ég mig á harð- sperrunum, skrifa á Cafe Roma og kíki síðan á bikarúrslitaleikinn í sjónvarpinu. Ég reyni svo að ná upp góðum skriftum líka á sunnu- daginn allt þar til ég fer í Kópavog- inn til að horfa á Breiðablik–KR. GusGus og partí Ástríður Viðarsdóttir dagskrárgerðarkona n Það verður heldur betur mikið í gangi um helgina. Mig langar að kíkja í Garðpartí Hressingarskál- ans á föstudagskvöldið þar sem GusGus spilar ásamt Sísí Ey og plötusnúðum. Svo er ég að fara í snarskemmtilegt kveðjupartí (já, ég er búin að ákveða að þau verði snarskemmtileg) hjá vinum mín- um Tótu og Jóni sem eru að fara að flytja til útlanda og annað gott teiti hjá Birni Teitssyni sem er bú- inn að vera í sumarafleysingum sem fréttamaður á RÚV. Þannig að það er partístand og tónleikar á dagskránni þessa helgi. helgin 16.–18. ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.