Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 20
20 Sport 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað Mourinho landar titlinuM n Spá DV fyrir ensku úrvalsdeildina sem hefst um helgina n Chelsea landar titlinum n Brotthvarf Ferguson fellir United 1 Chelsea Jose Mourinho er kominn aftur á Stamford Bridge og með honum mun ákveðinn stöðugleiki fást sem liðið hefur skort undanfarin ár. Chelsea er einfaldlega sigurstranglegasta liðið í ár eftir brotthvarf Sir Alex Ferguson hjá Manchester United. Félagið hefur haft hægt um sig á leikmannamarkaðnum enn sem komið er en öflugir leikmenn hafa snúið aftur úr láni. Nægir þar að nefna Romelu Lukaku og Kevin de Bruyne. Jose Mourinho er fæddur sigurvegari og auk þess með mikil- væga reynslu úr ensku úrvalsdeildinni. Leikmannahópurinn er auk þess vel samsettur af reynsluboltum á borð við Frank Lampard og John Terry og yngri en frábærum leikmönnum eins og Eden Hazard, Oscar og Romelu Lukaku. Lykilmaður: Juan Mata Fylgstu með: Andre Schurrle 2 Manchester City Manchester City hefur farið hamförum á leikmannamarkaðnum í sumar og keypt leikmenn fyrir 97 milljónir evra, 15 milljarða króna. Nýr stjóri, Manuel Pellegrini, er tekinn við liðinu en hann gerði frábæra hluti með Malaga í Meistaradeildinni í vetur. Pellegrini er reynslumikill stjóri sem ætti að geta haft góða stjórn á stjörnum prýddu liði Manchester City. Á pappírunum er City líklega með sterkasta sóknarliðið en það mun ekki duga lengra en í annað sætið í vor enda mun það væntanlega taka Pellegrini tíma að slípa demantana í City-liðinu til. Þá hafa spurningarmerki verið sett við varnarleik liðsins en stuðningsmenn ættu ekki að hafa of miklar áhyggjur af honum enda kann Pellegrini að láta lið sín leika öflugan varnarleik. Lykilmaður: Vincent Kompany Fylgstu með: Alvaro Negredo 4 Arsenal Arsene Wenger skilar Arsenal alltaf í Meistaradeildina og tímabilið sem hefst um helgina verður engin undantekning. Sem fyrr hefur Arsenal átt erfitt með að lokka til sín öfluga leikmenn en þrátt fyrir það er hópurinn nokkuð sterkur. Liðið hefur leikið mjög vel á undirbúningstímabilinu og fór illa með Manchester City í æfingaleik um liðna helgi. Nái liðið að klófesta 1–2 öfluga leikmenn gæti Arsenal vel blandað sér í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn en miðað við gang mála á leikmannamarkaðn- um í sumar verður það að teljast ólíklegt. Lykilmaður: Laurent Koscielny Fylgstu með: Alex Oxlade-Chamberlain 5 Tottenham Gott gengi Tottenham í vetur veltur á því hvort Gareth Bale verði áfram í herbúðum félagsins. Tottenham-liðið með Gareth Bale í því formi sem hann var í á síðustu leiktíð er til alls líklegt enda eru öflugir leikmenn á borð við Paulinho og Roberto Soldado komnir til félagsins. Verði Bale seldur mun það hafa mikil áhrif á baráttu liðsins fyrir sæti í Meistaradeildinni. Að þessu leyti er erfitt að spá fyrir um gengi liðsins. Hvað sem framtíð Bale líður er Tottenham-liðið með mjög öflugan hóp en líklega ekki nógu öflugan til að blanda sér í baráttuna um titilinn. Fimmta sætið er því raunhæfasta niður- staðan en verði Bale áfram – og í því formi sem hann var í á síðustu leiktíð – mun liðið án nokkurs vafa gera tilkall til að hirða fjórða sætið af Arsenal. Lykilmaður: Gareth Bale Fylgstu með: Roberto Soldado 6 Liverpool Stuðningsmenn Liverpool eru án efa bjartsýnni fyrir þetta tímabil en mörg undanfarin tímabil. Liðið hefur heilt yfir leikið vel á undirbúningstímabilinu og fengið til sín nokkra spennandi leikmenn. Liverpool gæti hæglega blandað sér í baráttuna um fjórða sætið ef liðið spilar jafn vel og það gerði undir lok síðustu leiktíðar. Ef það á að takast verður að nást meiri stöðugleiki og þá sérstaklega á heimavelli. Á síðustu leiktíð vann Liverpool aðeins 9 af 19 heimaleikjum sínum sem er óásættanlegt. Þegar litið er á leikmannahópinn er Liverpool þó enn býsna langt frá toppliðunum og því er 6. sætið niðurstaðan. Lykilmaður: Steven Gerrard Fylgstu með: Philippe Coutinhov 7 Swansea Swansea er orðið stöðugt úrvalsdeildar- félag sem mun halda áfram að gera góða hluti í vetur. Liðið hefur fengið til sín öfluga leikmenn í sumar og nægir að nefna Wilfred Bony í því samhengi. Meiri breidd er komin í hópinn sem orðinn þéttari fyrir vikið. Það sem gæti valdið Swansea erfiðleikum í vetur er þó þátttaka liðsins í Evrópudeildinni. Það muna allir eftir Newcastle í fyrra; liðið náði 5. sætinu tímabilið 2011/12 en spilamennsk- an hrundi á síðustu leiktíð enda leikmanna- hópurinn ekki mjög stór. Michael Laudrup hefur verið sniðugur á leikmannamarkaðn- um í sumar og fengið til sín fjölda leikmanna og ætti að geta dreift álaginu vel. Lykilmaður: Michu Fylgstu með: Wilfred Bony 8 Everton Roberto Martinez tók við Everton í vetur af David Moyes sem fór til Manchester United. Útlit er fyrir að lykilmennirnir Marouane Fellaini og Leighton Baines verði áfram í herbúðum Everton sem eru góðar fréttir. Rétt eins og með Manchester United er erfitt að spá fyrir um áhrif brotthvarfs David Moyes enda hafði hann stýrt liðinu lengi áður en hann fór. Leikmannahópur Everton er samt nokkuð sterkur og mun heima- völlurinn áfram verða mikilvægur. Everton nær 8. sætinu eftir erfiða byrjun. Lykilmaður: Leighton Baines Fylgstu með: Gerard Deulofeu 3 Manchester United Englandsmeistararnir misstu mikið þegar Sir Alex Ferguson ákvað að hætta í vor. Liðið hefur ekki verið sérstaklega sannfærandi á undirbúningstímabilinu og átt erfitt með að klófesta leikmenn. United er samt alltaf United og það skyldi enginn afskrifa meistarana strax enda þekkja allir leikmenn liðsins hvað þarf til að vinna ensku deildina. Brotthvarf Ferguson mun þó hafa þau áhrif að United verður ekki í beinni titilbaráttu í vor heldur mun baráttan snúast um að ná þessu þriðja sæti sem United mun takast eftir erfiða byrjun. Nái liðið að fá til sín öflugan miðjumann gæti þó allt gerst en líklega mun ákveðinn óstöðugleiki einkenna spilamennsku United í vetur. Lykilmaður: Robin van Persie Fylgstu með: Wilfried Zaha
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.