Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 28
28 Fólk 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað skapa börnum eins góðar aðstæður og hægt er. Grunnurinn að Hjalla­ stefnunni er bara einlæg löngun til að hjálpa börnum. Því ég veit að það skiptir máli að einhvers stað­ ar er hjálpandi hönd. Ég fékk fólk­ ið á Fjöllunum mínum sem hélt áfram að vera fjölskylda mín þó að við flyttumst í burtu. Við fengum ná­ grannana og fjölskyldur vinkvenna minna, ég fékk skátana og kennara mína sem urðu mér sumir hverjir stoð. Ég fékk brýr.“ 18 ára og dauðhrædd Átján ára var Margrét Pála orðin ráðsett kona, með barn undir belti, nýbúin að skrifa undir kaupsamning og svo skelfingu lostin að hún gat varla leitt hugann að eigin til­ finningum. „Ég var í miðjum menntaskóla þegar ég varð ófrísk. Ég var aldrei að deita eins og vinkonur mínar. Við vorum að rifja upp fyrir nokkru að þegar þær voru að hafa sig til og sjæna sig á leiðinni á Sjallann og gera sig ótrúlega fínar, þá lá ég bara uppi í sófa og las og spurði: Stelpur eruð þið ekki að verða búnar? En svo kynntist ég bara frábærum náunga og við urðum vinir. Það þróaðist eins og sambönd þróast. Ég prófaði að sofa hjá og varð ófrísk. Mér fannst þetta auðvitað skelfi­ legra en nokkur orð fá lýst. Ég var dauðhrædd. Það er svo merkilegt að mamma, sem við vorum alltaf að hlífa, stóð eins og klettur við hlið mér. Hún sagði bara: Elskan mín góða, öll börn eru hamingja þegar þau koma. Hafðu ekki áhyggjur. Þetta barn er velkomið til mín hvort sem er að nóttu eða degi. Og þannig var það. Við fórum að búa. Ég þurfti að skaffa peninga. Ég ætlaði ekki að verða þurfalingur á bænum, svo ég fór hina akureysku leið. Gifti mig, keypti íbúð og fór að vinna. Ég var að daga uppi í menntaskólanum og sá þetta sem ágæta útgönguleið gagn­ vart tilfinningum mínum og öllum mínum sálarháska. Það var gott að við vorum góðir vinir. Rétt rösklega 18 ára var ég komin með mann, búin að undirrita kaupsamning að íbúð og komin með barn. Orðin fullorðin, hræddari en ég þorði að leiða hug­ ann að, og djöflaðist bara einhvern veginn áfram.“ Ætlaði að verða lögfræðingur Starf hennar með börnum hófst fyrir tóma tilviljun. „Ég ætlaði mér aldrei að vinna með börnum eða koma nálægt skólakerfinu. Ég ætlaði að verða rithöfundur. En á unglingsárunum, þegar ég áttaði mig á því að það yrði ómögulegt að framfleyta fjölskyldu með ritstörfum, ákvað ég að verða lögfræðingur. Það sem heillaði mig á því sviði var réttlætishugsunin, þetta virðist vera kjarni í mér. Að sinna réttlætis­ og sanngirnismálum. En síðan bauðst mér vinna í leik­ skóla og þar áttaði ég mig allt í einu á því að ég þessi feimna stelpa og hrædda við lífið gat hjálpað börn­ um. Þetta var dagheimili sem þá hét, aðallega fyrir börn einstæðra foreldra og illa stæðra. Ég tjúttaði með þessum krökkum og knúsaði þau og komst að því að ég gat gert daginn þeirra betri. Þegar ég hafði efni á því að halda áfram námi þá ákvað ég rétt að taka Fósturskólann til að öðlast réttindi og hafa skoðun á því hvernig hlutirnir eru gerðir. Að því loknu ætlaði ég að dengja mér í alvöru lífsins, skella mér í lögfræðina og fara að vinna eins og alvöru manneskja. En í hvert skipti sem ég hef ætlað mér að teygja mig eitthvert í burtu, þá kemur alltaf nýr öngull og ég hef setið pikkföst síðan. Það er einhver galdur í þessu – að skynja að það sé hægt að gera heiminn örlítið betri fyrir einhvern. Ef það tekst er ég sátt.“ Rigning og samkynhneigð fyrir sunnan Hún fluttist suður, skráði sig til náms í Fósturskólanum og gerðist rammpólitísk og virk í öllu félagsstarfi. Hún átti bara eftir að greiða úr svolítilli flækju. Nefnilega að segja foreldrum sínum frá því að hún væri samkynhneigð. „Þegar ég kom alfarið úr felum gagnvart foreldrum mínum var ég búin að búa með fyrri konu minni í fjögur ár. Ég var komin úr felum gagnvart öllum – vinnustaðnum, vinum og systkinum. Öllum nema mömmu og pabba. Ég byrjaði á því að segja föður mínum frá þessu. Það gerði ég þegar ég var að skilja við fyrri konuna mína. Það var erfitt að útskýra að við værum að skilja þegar hann vissi ekki einu sinni að við værum saman. Pabbi vildi ekkert mikið ræða þetta. Þetta truflaði hann svolítið og hann sagði: Ræddu þetta ekki við móður þína. En ég varð að gera það. Ég hélt þetta ekki út. Alheimurinn vissi af samkynhneigð minni en ekki mamma. Hversu fáránlegir geta hlutirnir orðið?“ Einn daginn tók Margrét Pála af skarið. Reif sig upp úr sófanum og í símann og hugsaði að móðir hennar geti þá bara fengið enn eitt þunglyndiskastið. „Ég hringdi í mömmu og sagði einfaldlega: Mamma, ég er lesbía. Ég var búin að hugsa um hvaða orð ég ætti að nota, hún skildi örugglega ekki orðið lesbía. Gamla konan sagði bara: Já, elskan er það? Er þetta algengt? spurði hún svo. Já, svaraði ég. Eins og þetta væri nýr stjórnmálaflokkur. Já, elskan ertu ánægð með þetta, líður þér vel? Ég játti því. Já, elskan sagði hún, hvernig er annars veðrið hjá ykkur þarna fyrir sunnan? Þá var það ekkert flóknara en það. Rigning og samkynhneigð fyrir sunnan. Þannig að þetta er mjög merkilegt, að þegar virkilega reyndi á, þá var hún öllum dýpri og traustari. Svona er lífið, kemur á óvart, endalaust.“ Frjáls undan áfengisbölinu Áfengisbölið fylgdi Margréti Pálu langa hríð með tilheyrandi sulli og álagi á fjölskylduna. Það var ekki fyrr en eftir að hún hætti að drekka að hún byrjaði markvisst að þakka fyrir sig með því að gera samfélagið betra með öllum sínum gjörðum. „Ég hætti að drekka áfengi fyrir 12 árum og þá loksins fór ég að skilja hvað lífið er gott. Ég var mjög skemmtileg með víni. En stundum ekki og það var heila málið. Ég gat lent í vandræðum með víni, með tilheyrandi rifrildum og leiðindum. Ég er mjög aktíf og orkumikil og notaði áfengi til að róa mig á kvöldin. Á endanum var drykkjan orðin það mikil og ég svo leiðinleg að ég fór í meðferð á Vog. Ég var þar í tíu daga og fór svo í kvöldmeðferð. Eftir að ég hætti tók við betra líf. Ég hugsa um það flesta daga, hvað ég er lánsöm. Mig langar svo að þakka fyrir mig á einhvern máta og hef reynt að gera það alla daga síðan.“ Veiktist af Afríkuþrá Ein leið Margrétar Pálu til þess að þakka fyrir sig er að styðja ríkulega við Hjallastefnuna. Þá hafa hún og Lilja stofnað munaðarleysingjahæli í Afríku. „Leið mín lá til Tansaníu. Þangað var systir Lilju að flytja tímabundið með eigin manni sín­ um og eins og sönn sveitakona vildi ég nota ferðina. Við Lilja vor­ um búnar að vera að skoða sam­ félagið og Tansanía er í raun fyrir­ myndarríki um margt, skólakerfið er ókeypis, heilsugæslan er fyrir hendi en skugga ber á allt saman því þrjár milljónir barna eru mun­ aðarlausar. Það samsvarar því ef 20 þúsund börn væru munaðarlaus á Íslandi. Ég ákvað að gera eitthvað fyrir þessi börn. Ég er búin að fara tvisvar til Tansaníu. Um páskana fékk ég salmonellusýkingu en það má nú lækna það og það gengur yfir. En í næstu ferð á eftir þá veiktist ég af svonefndri Afríkuþrá. Ólæknandi ástand, ekkert til við þessu,“ segir hún og brosir. Amma Hjallastefnunnar „Einhverjir munu segja: En er ekki nóg að gera hjá Hjallastefnunni? Þá svara ég: Ég er ekki Hjallastefn­ an. Ég er bara amma. En ég er viss um að ég lyfti einhverjum gunnfána fyrir aldarfjórðungi og sagði: Hei, þeir sem eru uppteknir af jafnrétti og sanngirni og réttlæti, þeir sem vilja prófa að gera eitthvað sérstak­ lega fyrir stelpur og sérstaklega fyr­ ir stráka, þeir sem vilja hverfa frá markaðshugmyndinni og fara inn í sköpun og einfaldleika, þeir sem vilja gömul íslensk gildi, eins og já­ kvæðan aga og kennslu í samskipt­ um og kærleika þar sem allt samfé­ lagið umfaðmar alla – þeir sem eru spenntir fyrir þessum hugmyndum, komið með. Það urðu margir spenntir fyrir þessum hugmyndum, en það hefur ekkert með mig að gera. Ég hef verið lærimóðir og mentor, ég verð svolítið feimin þegar ég segi það upphátt, af því þetta snýst bara um hugmyndirnar og börnin. Nú eru yfir 400 manns að sinna börnum eftir Hjallastefnunni og það finnst mér frábært.“ Gera mikið fyrir fáa Stúlknaheimili Margrétar Pálu og Lilju hýsir 12 stúlkur. Ástæðuna fyrir því að svo mörg börn eru munaðar­ laus má rekja til alnæmisógnarinn­ ar. „Alnæmi hefur tekið stærsta toll­ inn. Mörg þessara barna hafa misst foreldra sína úr sjúkdómnum og sum þeirra eru smituð af HIV. Þess vegna segir fólk oft ósatt um bak­ grunn barna sem þarf að koma fyrir á munaðarleysingjaheimilum – af ótta við að barnið verði ekki tekið. Við getum ekki bjargað álfunni. Það eru rosalega margir að gera lítið fyrir marga. Þetta er djúp setn­ ing sem þýðir að fjölmörg og yfirfull munaðarleysingjaheimili gefa börn­ um lágmarksfæði, hirða jafnvel ekki um heilsugæslu fyrir þau en flest fá þau einhverja lágmarksskólagöngu í skólum hins opinbera sem þykja miklu lakari en einkaskólarn­ ir. Við ætlum að fara aðra leið og gera mikið fyrir fáa. Við erum með 12 stelpur, stefnum á að vera með 16 og þær skulu fá góða menntun og heilsugæslu. Dóttir mín, sem er barnahjúkrunarfræðingur, var með í för í seinni ferðinni. Við táruðumst báðar þegar læknirinn sagði okkur að engin stúlknanna væri HIV­já­ kvæð. Auðvitað hefði það engu breytt um veru þeirra á litla heim­ ilinu okkar, en það gerir bara líf­ ið svo miklu auðveldara. Vandamál þeirra voru auðleysanleg, augnupp­ skurður, malaría og vannæring. Allt leysan legt. Við vorum bara þakk­ látar fyrir þetta.“ Víða er að finna bandamenn Margrét Pála lagði mikið upp úr að byggja upp tengsl við nágranna í götunni þar sem stúlknaheimilið stendur. Það hefur hún lært af ævi sinni. Víða er að finna bandamenn. Það þarf bara að byggja brýrnar til þeirra. „Við erum í litlu húsi í mjög afrískri götu. Við héldum veislu fyrir nágrannana með afrískum mat, músík og dansi í því skyni að kynn­ ast öllum. Það er þegar orðinn mik­ ill stuðningur við heimilið í götunni. Ein kona kemur og greiðir stúlkun­ um á hverjum degi, það er heilmikil og óeigingjörn vinna. Við réðum tvær ömmur til að annast þær og fengum matargjafir til heimilisins frá nágrönnum okkar.“ Þær eru orðnar stærri partur af nærsamfélaginu í götunni en þær hefði getað grunað. Fyrir tveimur vikum lenti nágrannakona þeirra í bílslysi og fimm ára dóttir hennar hefur fengið inni á heimilinu. „Afskaplega sorglegt, við munum eftir henni úr veislunni. Ein dóttir götunnar orðin munaðar laus. Hún er nú á heimilinu flesta daga en sefur hjá móðursystur sinni. Við erum því orðnar partur af samfélaginu. Við förum aldrei úr þessari götu og úr þessu hverfi. Við erum einmitt í götu sem minnir mig um margt á gömlu samfélögin sem ég bjó í og þáði hjálp frá.“ Flytur ef fjölskyldan vill með Gæti hún hugsað sér að flytja til Afríku? „Ef ég fengi dóttur mína með mér, elskuna mína, tengdasoninn og öll börnin með mér þá væri ég til í að flytja til Tansaníu. Á meðan það er ekki, þá læt ég mér duga að fara í styttri heimsóknir. Ég mun búa þarna á hverju ári í einhverja mánuði. Þess­ ar stelpur eru allar komnar inn í hjartað mitt. Þaðan fer ekkert barn sem ég hef annast. Þau eru öll þar. Fjölskylda mágkonu minnar og svila sem hefur verið úti, er algjör­ lega inni í verkefninu með okkur. Nokkrir Hjallastefnuskólar hafa einnig ákveðið að taka þátt í þessu verkefni. Safna fé í skólasjóðinn þeirra. Og svo er verndarengillinn okkar, Mariam Twahir. Móðir svila míns. Hún er á mínum góða aldri. Hefur byggt upp líf sitt, sjálfgerð kona eins og ég lít á sjálfa mig. Við sendum fjármagnið til hennar og hún dreifir því. Hún er líka fín fyrir­ mynd fyrir þessar stelpur.“ Alheimssálin er ein Það er rík hugsun að baki því að stofna stúlknaheimili. „Við ákváðum að taka stúlknaheimili, það er eins og sagt hefur verið, ef þú menntar dreng þá menntar þú karlmann. Ef þú menntar stúlku, þá menntar þú heila fjölskyldu. Ef kona er menntuð, þá mun hún mennta börnin sín og hún mun byggja upp samfélag. Svo er hitt, að stúlkur þurfa meiri stuðning. Drengir og karlar hafa meiri tækifæri. Við viljum leggja okkar af mörkum til þess að þessar stúlkur muni í framtíðinni hafa áhrif á þeirra fjölskyldur. Í mínum djörfustu hugsunum sé ég fyrir mér að við séum að leggja eitt sandkorn á vogarskálar þess að mennta konur fyrir þessa álfu. Ef margir leggja sandkorn þá mun það skipta máli. Það hefur aldrei flögrað að mér að þetta sé svo lítið verkefni að það skipti ekki máli. Ef ein stúlka fær tækifæri sem hún hefði ekki fengið, þá hefur þetta allt saman skipt máli. Þetta snýst um „Í maníunni var allt svo skakkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.