Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 54
54 Fólk 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað Fastráðin við Metropolitan n Dísella Lárusdóttir fráskilin og með nýjan kærasta D ísella Lárusdóttir er fyrsti Íslendingurinn til að fá fastráðningu í hinni virtu Metropolitan-óperu í New York. Velgengni hennar innan óperunnar hefur farið stigvaxandi. Fyrir nokkrum árum skráði hún sig í söngkeppni á vegum óperunnar. Þar komst hún í undanúrslit og í kjölfarið var henni boðinn tímabundinn samningur. Stjórnendur óperunnar hafa hins vegar verið svo ánægðir með hana að nú hefur hún fengið fastráðningu. Margt hefur gengið á í lífi Dísellu í New York en hún er nýlega skilin, og komin með nýjan kærasta. Hún segir frá ævintýralegu lífi sínu í viðtali í Vikunni og því þegar hún fluttist með ungan son sinn í litla einstaklingsíbúð í stórborginni New York. Þar voru aðstæður fremur fábrotnar. „Meðferðis höfðum við einungis þrjá poka af flíkum, snyrtivörur, bleyjur og kaffikönnu,“ segir Dísella frá. Kærasti Dísellu heitir Bragi Jóns- son og deilir söngástríðunni með henni. Hann er sjálfur efnilegur ba- ssasöngvari sem nýlega út skrifaðist úr Royal College of Music í London. Bragi stefnir á að flytja yfir Atlants- hafið til Dísellu, þar sem tækifærin bíða þeirra. nBjörgvin Páll eignast dóttur Handboltakappinn viðkunnan- legi Björgvin Páll Guðmundsson eignaðist sitt fyrsta barn á dögun- um með eiginkonu sinni, Karenu Einarsdóttur. Það var dóttir sem kom í heiminn og hefur hún nú þegar fengið nafnið Emma. Hamingjuóskunum rignir yfir lukkuleg hjónin á Facebook-síð- um þeirra. Litla fjölskyldan býr í Þýskalandi þar sem Björgvin Páll spilar með Bergischer HC. Gengur vel Velgengni Dísellu er ævintýraleg. V ið ætlum aðeins að stýra skipinu frá of mikilli pólitískri umræðu,“ segir Kristófer Dignus Pétursson en hann mun stýra áramótaskaupinu í ár. „Að sjálfsögðu verður einhver póli- tík, það er óhjákvæmilegt, en það hef- ur verið dálítið mikil pólitísk ádeila í síðustu skaupum og það hefur verið þungamiðjan í þessu en okkur langar að létta þetta aðeins upp. Fara meira bara í fyndnina og minna í að uppræta hlutina. Við erum ekki að fara í það að leysa einhver mál.“ Kristófer segir aðstandendur skaupsins þvert á móti ætla að leggja áherslu á að hafa það skemmtilegt og fyndið. „Við ætlum að reyna að nota þess- ar 70 mínútur sem við fáum til að gera í alvörunni skemmtilegan gamanþátt, fyrst það eru nú allir að horfa á þetta.“ „Við erum sérvitur og skrýtin þjóð“ En hvar verður áherslan fyrst pólitíkin verður ekki í forgrunni? „Áherslan er úti um allar trissur, bara eins og áherslan er hjá Íslending- um. Við erum náttúrlega ADHD-þjóð; verðum brjáluð við minnsta tæki- færi og í mjög stuttan tíma og finnum svo eitthvað annað daginn eftir til að vera brjáluð yfir. Skaupið verður dá- lítið þannig og athyglisbrestur verð- ur þema í skaupinu. Þannig að þetta verður mikið hingað og þangað og við reynum að snerta á mörgu, bæði því sem hefur gerst á árinu og líka því sem einkennir okkur sem Íslendinga í dag. Við erum sérvitur og skrýtin þjóð þannig að við ætlum svolítið að leika okkur með það.“ Ríkisstjórnin tekin fyrir Árið í ár hefur verið ansi viðburða- ríkt og segist Kristófer hafa úr nógu að vinna. Alþingiskosningarnar verði til að mynda teknar fyrir. „Svo býður þessi „bromance“ á milli Bjarna og Sigmundar náttúr- lega upp á ýmislegt sem og allir þessi nýju flokkar sem buðu sig fram í kosn- ingunum, það er fullt af gullmolum þar,“ segir hann og bætir við að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks sé hrein gullnáma. „Hún er dugleg að gera alls konar skemmtilega hluti til að búa til efni fyrir okkur þannig að það er úr nógu að moða.“ Halda öllu opnu Handritshöfundar skaupsins eru þau Ilmur Kristjánsdóttir, Ari Eldjárn, Pétur Jóhann Sigfússon, Baggalútarn- ir Bragi Valdimar Skúlason og Guð- mundur Pálsson og Steinþór Hró- ar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr. og segist Kristófer einstak- lega ánægður með hópinn. „Mesta vinnan fer í handritaskrifin þannig að við byrjuðum snemma í sumar að hittast. Svo þyngist róðurinn núna í september, bæði í „hittingum“ og skrifum, og við ljúkum handritinu svona 85 prósent í október en skiljum 15 prósent eftir ef eitthvað skemmti- legt skyldi gerast rétt fyrir áramót,“ segir Kristófer og bætir við að tökur fari fram í lok nóvember. „Við ætlum að halda þeim möguleika opnum að geta skipt út einhverju atriði ef það er eitthvað nýtt sem við tökum upp rétt fyrir áramót.“ Laddi staðfestur í skaupið „Laddi verður að vera með,“ seg- ir Kristófer, spurður hvort búið sé að velja leikara í skaupið. „Ég veit ekkert hvað hann er að fara að gera en ég get lofað þér því að hann verður með. Það er það eina sem er orðið staðfest.“ Eins segir Kristófer að handritshöf- undarnir verði einnig nýttir í leik. „Við erum náttúrlega með fanta- góða grínleikara í skrifteyminu og ætl- um að nýta það, svo þau munu bæði skrifa og leika,“ segir hann og nefn- ir þar Ilmi, Pétur Jóhann, Steinda og Sögu sem dæmi. Blendnar tilfinningar En hvernig leggst það í Kristófer að bera þá miklu ábyrgð að stýra sjálfu skaupinu? „Ég er mjög spenntur núna en svo verð ég örugglega mjög hræddur líka. Þannig að þetta eru blendnar tilfinn- ingar en þetta eru allt skemmtilegar tilfinningar. Hann segist undirbúinn fyrir gagn- rýni en að Íslendingar séu þó ekki mjög langræknir. „Það eru alltaf allir brjálaðir í viku, eða rosa glaðir í viku, og svo er fólk bara búið að gleyma hvernig skaup- ið var.“ n Pólitík ekki í forgrunni Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is n Kristófer Dignus leikstýrir skaupinu n Pétur Jóhann, Ari og Ilmur meðal höfunda Seldi pítsur og kandífloss Leikarinn og baráttumaðurinn Stefán Karl Stefánsson safnar nú fé til að fjármagna samtök sín Regnbogabörn. Stefán Karl var í fréttum nýverið þegar hann seldi kandífloss í miðborginni og kom út í mínus vegna himinhás raf- magnskostnaðar. Nú selur Stefán Karl pítsur með aðstoð Domino‘s á Íslandi. Þeir sem vilja styrkja starfsemi Regnbogabarna geta pantað Góðgerðapítsu Domino‘s og rennur þá féð til baráttu Stefáns Karls gegn einelti. Gleymdi að láta greina sig Hugleikur Dagsson frumsýnir brátt teiknimyndaþáttinn Hulli og ræddi um athyglisbrest sinn í viðtali við Monitor. Hann sagðist vera með svo mikinn athyglisbrest að hann hafi hreinlega gleymt að láta greina sig. „Eftir að athyglisbrestur komst í umræðuna sagði ein vinkona mín mér að ég hlyti að vera með athyglisbrest og upp frá því hef ég velt því fyrir mér af alvöru. Ég ætlaði alltaf að fara að láta greina mig en það gæti verið merki um athyglisbrest og upp frá því hef ég velt því fyrir mér af alvöru. Ég ætlaði alltaf að fara og láta mig greina mig en það gæti verið merki um athyglisbrest og ég hef aldrei komið því verk,“ sagði Hugleikur. MynD GauiEMiLs Kristófer Dignus Kristófer segir minni áherslu verða á pólitík en oft áður. Handritshöfundar Einvalalið grínista mun skrifa skaupið í ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.