Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 2
Þ að kemur mikið af styttum eftir Guðmund frá Miðdal, tugir styttna á hverju. Það er ekkert leyndarmál og hefur alltaf verið í gegnum árin,“ segir Friðrik Ragnarsson, verslunar- stjóri í Góða hirðinum, aðspurður um magn verka eftir þekkta myndlistar- menn sem berast versluninni. „Þessi verk hafa oft verið boðin upp á upp- boðum hérna í gegnum árin.“ Guðmundur Einarsson frá Mið- dal var þekktur listamaður, fjallamað- ur og veiðimaður sem gerði meðal annars styttur og höggmyndir. Með- al þeirra styttna sem hann gerði voru styttur af dýrum, til að mynda fálkum og rjúpum. Guðmundur fæddist árið 1895 og lést árið 1963. Hann er fað- ir listamannsins Errós, Guðmundar Guðmundssonar, og Ara Trausta Guð- mundssonar, jarðfræðings og rithöf- undar. Ógrynni hluta Góði hirðirinn er nytjamarkaður Sorpu og skilja viðskiptavinirnir lista- verkin eftir í gámum á starfsstöðvum Sorpu. Verkin eru svo seld á uppboð- um hjá Góða hirðinum, líkt og aðrir munir sem viðskiptavinir Sorpu skilja eftir til að selja í versluninni. Frið- rik segir að ógrynni af hlutum berist Góða hirðinum og að oft geti verið erfitt að henda reiður á þá alla. „Það kemur svo ofboðslega mikið af hlut- um hingað þannig að yfirleitt staldrar hugurinn ekki lengi við einstaka hluti því þetta selst jafnt og þétt.“ Seldar á allt að hundrað þúsundum Friðrik segir að styttur Guðmundar frá Miðdal seljist á nokkur þúsund krón- ur og allt upp í meira en hundrað þús- und á uppboðum í Góða hirðinum. Því er um að ræða verðmæti sem ýms- ir eru reiðubúnir að greiða ágætt verð fyrir. „Það er voða misjafnt hvað þess- ar styttur fara á: Allt frá 8 til 10 þús- unda að lágmarki – stundum eru þær brotnar og við þurfum að líma þær – og upp í meira en hundrað þúsund,“ segir Friðrik. Kvittur um Kjarvalsverk Sú saga hefur spurst út að Góða hirðinum hafi fyrir skömmu borist verk eftir Jóhannes Kjarval sem skilið hafi verið á endurvinnslustöð Sorpu – væntanlega þá af einhverjum sem ekki hefur vitað að um Kjarvalsverk hafi verið að ræða. Samkvæmt þeirri sögu átti Kjarvalsverkið að hafa ver- ið selt á 85 þúsund krónur á uppboði í Góða hirðinum. „Nei, við höfum aldrei séð svoleiðis verk hér. Við höf- um aldrei fengið Kjarvalsverk hingað inn, ég myndi muna það. Við erum að selja listaverk hérna allan ársins hring á öllu verði, meðal annars því sem þú nefnir í tilfelli Kjarvalsverksins en ég kannast ekki við að hafa séð það hér,“ segir Friðrik. Aðspurður hvort hann muni eftir því að Góða hirðinum hafi borist verk eftir þekkta íslenska listamenn eins og Gunnlaug Scheving, Jón Stefánsson, Louisu Matthíasdóttur eða aðra slíka segir Friðrik að hann reki ekki minni til þess. Miðað við orð hans er hins vegar algengt að þokkalega verðmætum listaverkum sé hent á Sorpu í stað þess að vera seld annars staðar; listaverk- um sem geta farið á meira en 100 þús- und á uppboðum Góða hirðisins. n 2 Fréttir 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað Lánaði bæturnar 3 Georg Viðar Björnsson, fyrrver-andi varaformaður Breiðavíkur- samtakanna, lánaði Hauki Haralds- syni, sem gjarnan er kenndur við danshópinn Pan, milljón krónur af bótafé sem hann fékk frá ríkinu vegna Breiðavíkurmálsins. Nú eru liðnir átta mánuðir frá lánveitingunni og enn hefur Georg ekki fengið krónu af höf- uðstólnum til baka, þrátt fyrir ítrek- aðar innheimtutilraunir, en fær þó himinháar vaxtagreiðslur frá dans- kónginum fyrrverandi. Þetta kom fram í DV á mánudag og þar sagðist Georg hafa séð eftir að hafa lánað bæturnar. Meintur ritsóði rannsakaður 2 Lögreglan á Vopna- firði rannsakar nú meint ærumeið- andi ummæli Em- ils Thorarensen í garð lögreglu- mannsins Þórs Þórðarsonar, sem hann kallar Ofur- Þór. Ummælin lét Emil falla í opnu bréfi sem hann birti á Facebook-vegg sínum og stílað var á Inger L. Jóns- dóttur, sýslumann á Eskifirði. Emil og Þór eru búsettir á Eskifirði, en sökum vanhæfis lögreglunnar á staðnum var lögreglumaður frá Vopnafirði fenginn til að annast skýrslutöku á hinum meinta ritsóða. Á milli þessara tveggja kaupstaða eru 179 kílómetrar. Hræðilegt slys 1 „Ég er heppinn að vera ekki lamaður,“ sagði athafnamað- urinn Róbert Wessman í DV á mánudag. Róbert lenti í slæmu hjól- reiðaslysi á Krýsuvíkurvegi föstudaginn 12. júlí síðastliðinn. Slysið varð á síðustu hjólaæfingu Róberts fyrir hreysti- keppnina Járnkarlinn 2013. „Ég var að hjóla á svona 48 kílómetra hraða,“ sagði Róbert en á undan honum var bíl ekið, sem allt í einu staðnæmdist úti á miðjum vegi. Róbert lenti á full- um hraða aftan á bílnum og allt varð svart. Róbert hryggbrotnaði í slysinu en er á batavegi. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Verðmætri list hent í Sorpu n Verk þekktra listamanna enda í Góða hirðinum og eru seld á uppboðum Seljast fyrir fínt verð Styttur Guðmundar frá Miðdal seljast oft fyrir ágætt verð í Góða hirðin- um, allt upp í meira en hundrað þúsund krónur. Hér sést Guðmundur mála mynd árið 1934. „Upp í meira en hundrað þúsund. Virðast ekki átta sig Viðskiptavinir Sorpu virðast ekki átta sig á hvað þeir gætu fengið mikið fyrir sum af þeim listaverkum sem enda í Góða hirðinum. Mynd RÓbeRt ReyniSSon Íslendingar óhultir Sendiráð Íslands í Ósló hefur verið í sambandi við Íslendinga sem vitað er að búa í Egypta- landi og eru þeir allir óhultir. Skálmöld ríkti í höfuðborginni Kaíró á miðvikudag og á fimmtu- dag var staðfest að rúmlega 500 manns hefðu látið lífið þegar ör- yggissveitir gerðu áhlaup á mót- mælabúðir stuðningsmanna Mohammeds Morsi í borginni. Sendiráðið í Ósló er sendiráð Íslands gagnvart Egyptalandi og samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu eru þeir Íslendingar sem búsettir eru á svæðinu „í góðu lagi.“ Ráðuneytið beinir þeim til- mælum til Íslendinga að forðast ferðalög til Egyptalands vegna ástandsins þar. Sigmundur hittir Barack Obama Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun funda með Barack Obama Bandaríkjaforseta í september. Sigmundur verður í Stokkhólmi þann 4. september á fundi með forsætisráðherrum Svíþjóðar, Danmerkur og Finn- lands en Barack Obama verður einnig í Svíþjóð og mun hann eiga kvöldverðarfund með for- sætisráðherrunum. Samkvæmt danska utanríkisráðuneytinu verður samvinna Bandaríkjanna og Norðurlandanna á ýmsum sviðum, meðal annars utan- ríkis- og þróunarmála, rædd á kvöldverðarfundinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.