Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 35
N ýjasta afurð tékkneska bílaframleiðandans Skoda er þriðja kynslóð af Octavia og var hún kynnt hér á landi í vor. Væntingarnar eru miklar til þessa bíls því undanfarar hans hafa reynst mjög vel við íslenskar aðstæður og bíllinn verið vinsæll valkostur bæði sem fjölskyldu- og fyrirtækjabíll. Octavia eins og við þekkjum hann í dag kom fyrst hingað til lands árið 1996 en nafnið fékk bíllinn hins vegar frá mun eldri bíl er framleiddur var af verksmiðjunum frá 1959 til 1971. Hann fékk einnig þá arfleið frá gamla Skod- anum að vera meiri bíll fyrir minni pening en flestir samkeppnisaðilar ná að bjóða upp á og varð því fljótt vinsæll valkostur um allan heim. Rúmbetri Þriðja kynslóðin er byggð á MQB- undirvagni, rétt eins og flestir VW bíl- ar, og er þessi nýja gerð 9 cm lengri og 4,5 cm breiðari en gerðin á undan. Hjólhafið hefur einnig verið aukið um 8,9 cm. Þá er bíllinn einnig 102 kílóum léttari en önnur kynslóð sem ætti að koma sér vel í rekstri hans. Mun meira er lagt upp úr innan- rými en áður og meðal valkosta sem eru í boði eru 20 cm snertiskjár, sem einnig er í boði í Golf og stórt raf drifið sólþak. Það er nóg pláss fyrir farang- ur í þessari þriðju kynslóð Octavia, því farangursrýmið rúmar 590 lítra. Það er með því besta sem gerist á markaðn- um í þessum stærðarflokki, og er raun- ar meira en 565 lítra farangursrýmið í Volkswagen Passat, sem er stærri bíll. Opnun á afturhlera er líka mjög góð og auðveldar aðgengi í skottið. Nýjar vélar Þessi þriðja kynslóð Octavia er með tveimur gerðum bensínvéla, 1,2 lítra 105 hö og 1,4 lítra 138 hö og jafnframt með tveimur gerðum dísilvéla, 1,6 lítra 105 hö og 2,0 lítra 150 hö. Grunngerðin er 1,2 lítra bensínvél með forþjöppu og grænni tækni („Green Tec“), 77 kW við 4.500 til 5.500 snúninga á mín- útu. Snúningsvægið er dágott, eða 175 Nm/1.400 til 4.000 sn/mín. Hin bens- ínvélin er 1,4 lítra, einnig með grænni tækni og forþjöppu, 103 kW/4.500 til 6.000 sn/mín og snúningsvægið er mikið eða 250 Nm/1.500 til 3.500 sn/ mín. Minni dísilvélin er 1,6 lítra með grænni tækni, forþjöppu og sam- rásarinnsprautun, 77 kW/3.000–4.000 sn/mín og snúningsvægið er 250 Nm/1.500-2.750 sn/mín. Gírkassar í boði eru 6 gíra handskipting sem er staðalbúnaður með báðum bensín- vélunum en að auki er stærri bensín- vélin í boði með 7-gíra DSG sjálfskipt- ingu. Minni dísilvélin er í boði með 5 gíra handskiptum gírkassa eða 7-gíra DSG sjálfskiptingu, en stærri dísilvél- in aðeins í boði með 6-gíra DSG sjálf- skiptingu. 4x4 útgáfa væntanleg Einn kost hefur Octavia líkt og aðrir bílar frá Skoda sem eru á markaði hér- lendis, en það er meiri veghæð en al- mennt er. Staðalgerðin er með 160 mm í stað 140 mm. Þetta kemur sér vel hér á landi þar sem vegir eru misjafnir, gott í snjó og vetrarfæri. Fjöðrunin í bílnum vekur líka athygli en bíllinn er nú með McPherson-sjálfstæðri gormafjöðrun sem er með þríhyrndum lið og jafn- vægisstöng að framan og sjálfstæð fjölliðafjöðrun að aftan með einum langstæðum lið og þremur þverstæð- um ásamt jafnvægisstöng. Þessi bún- aður tryggir bílnum enn meira grip en fyrri gerðum og gerir hann öruggari og skemmtilegri í akstri. Með haustinu er svo von á 4x4 útgáfunni en það er sá bíll sem væntanlega mun verða hvað vinsælastur hér á landi. n n Þriðja útgáfan af Skoda Octavia n Mjög rúmgóður og betri vélbúnaður Nýr 4Runner Á næsta ári kemur í sölu nýr Toyota 4Runner en þeir bílar voru um tíma nokkuð vinsælir hér á landi. Þetta er millistór jeppi og mun verða með V-6 fjögurra lítra bensínmótor sem er 270 hestöfl. Aftan við hann er svo ECT-i fimm gíra sjálfskipting en ekki verður hægt að fá hann beinskiptan til að byrja með. Bíllinn verður í þremur grunn- útgáfum, SR5, Trail (bara 4x4) og svo í Limited-útgáfu. Bíllinn verður áfram með læstum milli- kassa, „downhill“ hjálparbúnaði og mun einnig verða fáanlegur með driflæsingum. Honda Civic Station Honda Civic Tourer verður nafnið sem skutbílsútgáfa Civic fær og mun bíllinn verða kynntur í Frankfurt í næsta mánuði. Bíllinn er væntanlegur á almennan markað árið 2014. Bíllinn verður smíðaður í Swindon og mun koma með 1,6 lítra dísilmótor og 1,8 lítra bens- ínmótor. Samkvæmt tilkynningu frá Honda þá á þessi bíll að vera með hvorki meira né minna en 624 lítra farangursrými sem er mun meira en þekkist í bílum af þessari stærð. Útlitinu gæti þurft að venjast því það er engu líkara en það hafi verið soðinn aukatoppur á skottútgáfuna – og það er í raun málið. Eyðslugrannur og góður Skoda Afturhleri Nýr Octavia er með afturhlera sem opnast hátt og auðveldar aðgengi í skottið. Glæný vél Allar vélar Octavia eru nýjar frá grunni, þessi er með 1,6 lítra dísilmótor og skilar 105 hestöflum. Bílar Björgvin Ólafsson bilar@dv.is Skoda Octavia ✘ Kostir: Gott innanrými, aðgengi í skott, lítil eyðsla ✔ Gallar: Hik í „start and go“ búnaði, litl-ar merkingar á miðstöðvarstillingum Eyðsla: 3,9 l/100 (blandaður akstur) Hestöfl: 105 Gírar/þrep: 7 þrepa sjálfskipting Árekstrarpróf: 77% Verð: Frá 3.670 þús. Sambærilegir bílar: Mercedes C Class, VW Passat, Mazda 6, MMC Lancer Bílar 35Helgarblað 16.–18. ágúst 2013 Falleg innrétting Innréttingin í bílnum er öll mjög falleg en erfitt er að sjá merkingar á miðstöð. Endurbætt útlit MKIII Skoda Octavia ber svip forvera sinna vel en er í raun mikið breyttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.