Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 32
32 Fólk 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað Fæddur 1966 Baltasar Kormákur Samper fæðist 27. febrúar 1966 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Kristjana Guðnadóttir Samper og spænski listmálarinn Baltasar Samper. Baltasar bjó fyrstu æviárin í Fossvoginum en fluttist svo í Kópavog fimm ára þar sem hann ólst upp. Á þessum árum var Kópavogur ennþá „sveit“ og voru hestamennska og veiðar honum hugleikin. Baltasar ólst upp við sjóinn og hefur sagt frá því að listsköpun föður síns hafi verið honum mikill innblástur. Þegar Baltasar var barn beið faðir hans þar til allir höfðu sofnað til að fá næði og skapaði list sína á nóttunni. Leiklistarskólinn og fyrstu frægðarsporin Baltasar útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1990 en hann vakti tölu­ verða athygli strax árið 1992 fyrir hlutverk sitt í myndinni Veggfóðri. Þó Baltasar hafi alltaf verið vinsæll leikari hafði hann ávallt mikinn áhuga á leiklist. Frumraun hans í atvinnuleikhúsi var þegar hann leikstýrði Hárinu árið 1994. Verkið varð gríðarlega vinsælt. Baltasar hélt áfram að vekja athygli sem leikari og leikstjóri á leikhúsfjölunum en á hvíta tjaldinu var hann áberandi í myndunum Agnes og Djöflaeyjunni. Baltasar fékk svo enn og aftur lof fyrir leik sinn í Englum alheimsins árið 2000 en hann var tilnefndur til Eddunnar sem besti leikari í aukahlutverki. Leikhússigrarnir Þó Baltasar hafi gert það gott í kvikmyndum má ekki gleyma afrekum hans í leikhúsinu. Hann fékk mikið lof fyrir leikstjórn sína á sýningunum Pétri Gauti og Þetta er allt að koma. Baltasar hlaut Grímuverðlaunin fyrir leikstjórn á báðum sýningum auk þess sem þær voru verðlaunaðar sem sýningar ársins. Baltasar hefur einnig verið tilnefndur fyrir leik­ stjórn á Gerplu og Ívanov en annað þekkt verk eftir hann er meðal annars Hamlet. 101 Reykjavík Fyrsta kvikmyndin sem Baltasar leikstýrði var 101 Reykjavík árið 2000 með Hilmi Snæ Guðna­ syni í aðalhlutverki. Baltasar fór einnig með hlut­ verk í myndinni en hún var tilnefnd til Edduverðlauna sem besta myndin auk þess sem Baltasar var tilnefndur fyrir leikstjórn. Englar alheimsins í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar hirti hins vegar flest verð­ launin þetta árið. Hafið og gluggi til Hollywood Eftir 101 fór Baltasar að snúa sér meira og meira að leikstjórninni. 101 Reykja­ vík var nokkuð vinsæl hér heima og lögðu tæplega 27.000 manns leið sína á hana í bíó. Hafið frá 2002 fór þó skrefinu lengra í vinsældum en tæplega 58.000 manns sáu myndina í kvikmyndahúsum hérlendis. Baltasar fékk Edd­ una fyrir leikstjórn og handrit auk þess sem Hafið var mynd ársins og hreppti flest leikaraverðlaun sem í boði voru. Það setti þó nokkurn skugga á framleiðsluna að gamla frystihúsið í Neskaupstað skemmdist illa í bruna þegar tökur stóðu yfir. Málið fór alla leið fyrir dómstóla og þurfti framleiðslufyrirtækið að greiða Síldarvinnslunni skaðabætur. Næsta verkefni Baltasars var A Little Trip to Heaven árið 2005 og má segja að þá hafi hann komið litlu tánni inn fyrir dyrnar í Hollywood. Stjörnu­ rnar Forest Whitaker og Julia Stiles fóru með aðalhlutverkin en þau voru bæði mjög vinsæl á þessum tíma. Þá fór Jeremy Renner einnig með hlutverk en hann er orðin ein helsta hasar­ stjarnan vestanhafs í dag. Mýrin sló í gegn Árið 2006 kom svo Mýrin út sem er byggð á sögu Arnaldar Indriðasonar. Myndin sló ræki­ lega í gegn hér heima og er í hópi vinsælustu íslensku kvikmyndanna frá upphafi. Tæplega 85.000 manns sáu myndina. Aftur fékk Baltasar Edduna fyrir leikstjórn og Mýrin var valin mynd ársins. Myndin gerði það einnig nokkuð gott erlendis undir nafninu Jar City. Halló Hollywood Árið 2008 kom út myndin Brúðguminn eftir Baltasar og hlaut hún Edduna sem besta mynd en það sama ár ákvað hann að spreyta sig á leiklistinni á ný. Hann fór með aðalhlutverkið í Reykjavík­Rotterdam og var tilnefndur fyrir frammistöðuna. Það var hins vegar leikari í hans eigin mynd, Hilmir Snær, sem hreppti verðlaunin. Baltasar var þá að undirbúa aðra Hollywood­mynd, Inhale. Myndin skart­ aði leikurum eins og Diane Kruger, Dermot Mulroney og Sam Shepard. Myndin fékk blandaða dóma en var eitt þrepið enn upp metorðastigann í Hollywood. Árið 2012 kom svo Contraband út en hún er byggð á Reykjavík­Rotterdam. Stjörnuljóminn í kringum myndir Baltasar hélt áfram að aukast en nú voru það Mark Wahlberg, Kate Beckinsale, Ben Foster og Giovanni Ribisi sem fóru með aðalhlutverkin. Árið 2012 kom svo Djúpið út en hún fékk frá­ bærar móttökur landsmanna. Rúmlega 50.000 manns sáu myndina. Beint á toppinn Segja má að Baltasar hafi endanlega kom­ ist í hóp með „stóru strákunum“ í Hollywood þegar mynd hans 2 Guns fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Enn stækkuðu stjörnurnar og nú var sjálfur Denzel Washington kominn í aðal­ hlutverkið ásamt Mark Wahlberg. Myndin hefur fengið nokkuð góða dóma. Hún er með 55 af 100 á Metacritic og 64% Rotten Tomatoes. Þá fékk myndin hjá 70 af 100 hjá Variety og The Hollywood Report en góðar tölur frá þessum tímaritum geta skipt sköpum upp á framhaldið. Framtíðin Næst á dagskrá hjá Baltasar er stórmyndin Everest. Án efa hans stærsta verkefni til þessa en að þessu sinni eru það Jake Gyllen­ haal, Josh Brolin, Jason Clarke og John Hawkes sem fara með aðalhlutverkin. Myndin fjallar um gönguleiðangur á fjallið háa sem fer úrskeiðis. Þá er einnig væntanleg á árinu sjónvarpsmyndin The Missionary frá Baltasar auk þess sem hann er með í pípunum sjónvarpsþætti byggða á Eve Online. Baltasar hefur einnig keypt kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólki og er vinna við myndina hafin. Ferill Baltasars - frá 101 til Hollywood að gæta og háar fjárhæðir í húfi. „Það er ekkert grín að fara á risa- fundi hjá Universal Studios sem eru eins og maður sér í bíómyndunum; það sitja 20 manns í jakkafötum og spyrja af hverju þú ættir að fá að leikstýra þessari mynd. Maður þarf að hafa í sér að hrökkva en ekki stökkva á réttu augnablikunum.“ Eins segir Baltasar að samskipti sín við Denzel Washington hafi ver- ið skrautleg. Mikil pressa var á hon- um að landa leikaranum fræga sem settist niður með honum á kaffihúsi í borg englanna. „Hann sat þarna eins og leigu- morðingi á móti mér; svartklædd- ur og með derhúfu og horfði varla á mig allan tímann. Svo stóð hann upp eftir einn og hálfan klukkutíma og sagði: „I really like you. We‘re doing this.“ Það voru allir á nálum yfir því hvernig þessi fundur færi á milli okkar enda margir sem höfðu hagsmuna að gæta. Síminn var al- veg glóandi því vanalega taka þess- ir fundir ekki svona langan tíma og Jessica Alba, sem var að reyna að komast inn í verkefnið, sat þarna á næsta borði og beið eftir mér heillengi. En þetta var mikið stress og ef ég hefði klikkað á fundinum þá hefði ég misst ákveðinn trúverð- ugleika. Maður er alltaf með haus- inn á gapastokknum.“ Þýðir ekki að vaða yfir fólk „Þetta gerðist bara strax þegar ég gerði 101 Reykjavík,“ segir Baltasar, spurður um upphaf Hollywood- ævintýrisins. „Þegar ég vann verðlaun á kvik- myndahátíðinni í Toronto byrjuðu „agentar“ að hafa samband við mig. Stóru fyrirtækin úti fylgjast mjög vel með því sem er að gerast og þeim líkaði myndirnar mínar og þá fóru hlutirnir að gerast.“ En hvernig lærir maður á brans- ann þarna úti? „Ég byrjaði náttúrlega að leika í fullt af bíómyndum hérna heima og þá lærði maður svolítið hvernig þetta gengur fyrir sig. Svo varð ég leikstjóri og þá lærði ég enn meira. Svo bara hægt og rólega þá áttar maður sig á því hvernig bransinn virkar. Svo snýst þetta bara um að vera góður að vinna sig út úr að- stæðum og vera góður mannþekkj- ari, að skilja stöðu sína og átta sig á því hvar með stendur og hversu miklar kröfur maður getur gert. Ef maður ætlar að vaða yfir fólk og vera með frekju þá er maður bara sendur heim.“ Erfitt fyrir karla að gera mynd um konur „Ég get svo sem ekki mikið rifið kjaft enda ekki mikið um konur í 2 Guns eða þessum myndum sem ég hef verið að gera,“ segir Baltasar, spurð- ur um skoðun sína á stöðu kvenna í heimi kvikmyndanna. „Og það er kannski ekkert óeðli- legt þegar maður er karlmaður að aðalhlutverkin séu gjarnan karl- ar. Mig hefur samt lengi langað til að gera mynd um konu en hef bara ekki fundið rétta efnið. Það er oft erfiðara að gera verk um konu þegar maður er karlmaður en sum- ir samkynhneigðir menn hafa náð árangri í því. Þeir hafa þá kannski meira innsæi í hugarheim kvenna.“ Baltasar segir þá staðreynd að fáar myndir hans skarti konum í að- alhlutverki ekki stafa af meðvitaðri ákvörðun. „Mér finnst meira að segja skemmtilegra að leikstýra konum, það er þegar um er að ræða flóknari hlutverk en til dæmis í 2 Guns. Sál- arlíf kvenna er oft flóknara og það er áhugaverðara að taka það fyrir.“ „Ekki hengja bakara fyrir smið“ Mér finnst mjög mikil synd að það séu ekki fleiri konur að gera mynd- ir – ekki bara á Íslandi heldur alls staðar í heiminum. En ég er hins vegar ekki til í að kaupa bara ein- hver sjoppuleg rök og maður er alltaf gerður að einhverjum anti- femínista ef maður leyfir sér að opna munninn í þessari umræðu. Eins og ég benti til dæmis á í sam- bandi við Edduna að það er fínt að vekja á þessu athygli, það er alveg nauðsynlegt, en ekki hengja bakara fyrir smið.“ Baltasar segir kvikmyndabrans- anum hérlendis að miklu leyti stjórnað af konum. „Þegar þetta gerðist var mennta- málaráðherra kona. Hún ræður yfir mann kvikmyndasjóðs sem er kona og af þeim fulltrúum sem lesa og velja verkefni hefur alltaf annar verið kona, ef ekki báðir. Ég efast hins vegar um að það hafi verið tveir karlmenn á sama tíma. Eins er norræni sjóðurinn rekinn af konu þannig að alls staðar þar sem þú sækir peninga eru konur við völd og ég á mjög erfitt með að trúa að þær séu að setja fótinn fyrir aðrar konur og neita að fjármagna verk- efnin þeirra. Umsóknirnar frá kon- um eru bara svo miklu færri og hlutfallslega þá fá fleiri konur styrki en karlar. Svo er verið að kalla þetta karlaklúbb og eitthvað slíkt en það er ekki verið að beina spjótunum að vandamálinu heldur að einhverj- um einföldum lausnum.“ n „Hann sat þarna eins og leigu- morðingi á móti mér; svartklæddur og með derhúfu og horfði varla á mig allan tímann. „Þó þetta sé að mörgu leyti flott borg þá er þetta ekki staður sem ég myndi vilja ala börnin mín upp á. Hamingjusöm Baltasar og eiginkona hans, Lilja Pálmadóttir, búa að stórum hluta í Skagafirði þar sem þau eiga hátt í hundrað hesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.