Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 53
Fólk 53Helgarblað 16.–18. ágúst 2013 Þau hlaupa til góðs n 26 milljónir hafa safnast n Börnin njóta góðs af framtakinu É g er voðalega lítið að hlaupa af mér aukakílóin – meira svona að hlaupa af mér táneglur. Nú er ein farin og önnur er á góðri leið með að detta af, sem er al- veg hryllilega óþægilegt og ólekkert, en góðu fréttirnar eru þær að áheitin mokast inn! Ég kann svo sannar- lega að meta það – takk!“ segir Marta María Jónasdóttir, Smartlandsstýra á Mbl.is. Marta María hleypur fyrir Duchenne-samtökin sem sonur hennar tilheyrir. „Með því að safna peningum fyrir þetta málefni aukast líkur á því að hægt sé að þróa lyf sem stöðva framgöngu sjúkdómsins. Ef rétt lyf koma á markað eru meiri líkur á að sonur minn geti lifað eðlilegu lífi,“ segir Marta María sem hafði safnað hátt í tvö hundruð þúsund krónum á fimmtudag. Tekur þátt í hjólastól Mikill fjöldi fólks mun hlaupa til góðs á laugardag í næstu viku í Reykja- víkurmaraþoni Íslandsbanka. Nú þegar hafa safnast rúmlega 26 millj- ónir til margs konar góðgerðamála. Mestu hefur Dagur Steinn Elfu Ómarsson safnað. 660 þúsund krónum til styrktar sumarbúðum í Reykjadal. Hann er í hjólastól og fær stuðning félaga síns til að komast 10 kílómetra og yfir marklínuna. „Peningurinn fer á mjög góðan stað – það er mjög dýrt að reka Reykjadal en við sem förum þangað þurfum öll mjög mikla aðstoð í okkar lífi – við verðum að halda Reykjadal opnum! Hjálpið mér.“ Hleypur fyrir unga vinkonu sína Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson læt- ur ekki sitt eftir liggja og hleypur 10 kílómetra fyrir AHC-samtökin vegna vináttu sinnar við Sunnu Valdísi Sig- urðardóttur sem er eini AHC-sjúk- lingurinn sem greindur hefur verið á Íslandi. „Maður finnur ekki betra fólk en Sunnu Valdísi og fjölskyldu henn- ar. Þau hafa sýnt ótrúlegt hugrekki og æðruleysi í baráttu við AHC-sjúk- dóminn. Endilega hjálpaðu mér að styrkja yndislega litla stelpu og fólkið hennar,“ segir Ólafur Darri sem hefur safnað rúmlega hálfri milljón. Fimmtugur í góðu formi Lögfræðingurinn Sveinn Andri Sveinsson átti fimmtugsafmæli á ár- inu og stefnir á að hlaupa heilt mara- þon, 42 kílómetra, og hefur safnað 307 þúsund krónum. Svein Andra langaði að sýna í verki þakklæti fyrir að eiga hraust börn og safna áheitum fyrir SKB, samtök sem hafa það að markmiði að gera líf krabbameins- sjúkra barna bærilegra. „Fyrir hverjar 100 þúsund krónur sem safnast hleyp ég einn kílómetra. Nái ég að safna meira en 300 þúsund krónum, hleyp ég 10 kílómetra, safnist meira en ein milljón króna, hleyp ég hálft mara- þon og heilt maraþon fari áheitin yfir 2,1 milljón krónur. Allt er undir ykkur komið og munið að margt smátt gerir eitt stórt og að það munar um hvert framlag, lítið og stórt,“ lýsir Sveinn Andri yfir. Markaðsgúrú á hlaupum Markaðsgúrúinn Jón Gunnar Geirdal hleypur 10 kílómetra fyrir Rjóðrið, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn. Hann hefur safn- að 269 þúsund krónum. „Rjóður er yndislegur staður sem gleður mig mikið að geta hjálpað,“ segir Jón Gunnar. „Þó ekki nema með litlum hætti eins og að hlaupa eitt stykki 10 kílómetra hlaup og angra gott fólk með áheit.“ Hlaupa í minningu Sjonna Brink Aron Brink hleypur í minningu föður síns, Sjonna Brink, og hefur safnað 74 þúsundum fyrir Heilavernd. Það gera líka fleiri fjölskyldumeðlimir, Haukur Örn Brink og systir hans Sjonna heitins, Nína Dögg Filippusdóttir. „Ég hleyp í minningu pabba míns Sjonna Brink sem lést af völdum heilablóðfalls langt fyrir aldur fram,“ segir Aron. Hleypur í minningu frænda síns Rakel Garðarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Vesturports, hleypur 10 kílómetra til styrktar Hringnum í minningu frænda síns. Hún hefur safnað 33 þúsund krónum. „Svo margar fjölskyldur þurfa á Barnaspítala Hringsins að halda þegar veikindi koma upp hjá litlu kríl- unum þeirra. Ekkert er jafn sorglegt og þegar börn þurfa að ganga í gegn- um erfið veikindi,“ segir Rakel. „Þetta skiptir allt svo miklu máli þegar veita skal börnum bestu heilbrigðisþjón- ustu og aðbúnað sem mögulegt er og hjálpa þeim til heilsu á ný. Ég hleyp í minningu elskulegs frænda míns, Gríms Fjalars.“ Safnar í minningarsjóð Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn hleypur í minningu sonar síns, Krist- jáns Eldjárns gítarleikara. „Ekkert heiðrar minningu tónlistar manns betur en efling tón- listar,“ segir Þórarinn. Vel valin orð Þórarins sem hefur safnað 63 þúsund krónum í minningarsjóðinn. n kristjana@dv.is Marta María „Ef rétt lyf koma á markað eru meiri líkur á að sonur minn geti lifað eðlilegu lífi,“ segir Marta María. Dagur Steinn Dagur Steinn er í hjólastól og fær stuðning félaga síns til að komast 10 kílómetra og yfir marklínuna. Ólafur Darri „Endilega hjálpaðu mér að styrkja yndislega litla stelpu og fólkið hennar,“ segir Ólafur Darri sem hefur safnað rúmlega hálfri milljón. Sveinn Andri Lögfræðingurinn Sveinn Andri Sveinsson átti fimmtugsafmæli á árinu og stefnir á að hlaupa heilt mara- þon, 42 kílómetra og hefur safnað 307 þúsund krónum. Jón Gunnar Geirdal „Rjóður er yndislegur staður sem gleður mig mikið að geta hjálp- að,“ segir Jón Gunnar. Aron Brink „Ég hleyp í minningu pabba míns, Sjonna Brink, sem lést af völdum heilablóðfalls langt fyrir aldur fram,“ segir Aron. Rakel Garðarsdóttir „Ekkert er jafn sorglegt og þegar börn þurfa að ganga í gegnum erfið veikindi,“ segir Rakel. Þórarinn Eldjárn Safnar í minningarsjóð sonar síns Kristjáns. „Ef rétt lyf koma á markað eru meiri líkur á að sonur minn geti lifað eðlilegu lífi. Dularfullt partí ELLU „Myndi aldrei missa af einhverju sem tengist ELLU & Bar Hemingway! En hvað er plottið?“ segir Elínrós Líndal eigandi ELLU í boðsbréfi í kokteilpartí í verslun sinni á Ingólfsstræti. Elínrós gefur lítið annað uppi en að til standi að kynna fyrstu vörur verslunarinnar fyrir haustið. Dj Margeir heldur uppi stuðinu og stemningin verður í anda Heming way. The Hemingway Bar er fyrsta flokks píanóbar, þar sem vel klæddir ferðamenn panta fín vín og hlusta á klassíska músík og upplifa þá tíma er skáldið gekk um París að kvöldlagi og skemmti sér með bóhemum borgarinnar. Myndband Ásgeirs frumsýnt Myndband við lagið King and Cross með Ásgeiri Trausta fór á vefinn fyrr í vikunni. Um er að ræða enska útgáfu lagsins Leyndarmál af plötunni Dýrð í dauðaþögn. Platan er frumraun hins unga tónlistarmanns og náði miklum vinsældum hérlendis. Hún var til að mynda mest selda plata ársins 2012 en hún seldist í 22 þúsund eintökum. Ásgeir, sem heillaði hug og hjörtu Íslendinga með útgáfu plötunnar, reynir nú fyrir sér á erlendum markaði og er tónlistarmyndbandið við King and Cross það fyrsta sem gert er við enska útgáfu plötunnar. Kjarninn farinn í loftið Kjarninn, nýr og ókeypis vef miðill, fór í loftið í gærdag. Miðillinn er aðgengilegur á netinu sem og í gegnum spjaldtölvur og snjall- síma og verður lögð meiri áhersla á erlendar fréttir en í öðrum miðl- um. Ritstjóri Kjarnans er Þórður Snær Júlíusson en aðrir sem koma að vefmiðlinum eru Magnús Halldórs son, Ægir Þór Eysteins- son, Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson en þeir eru einnig eigendur miðilsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.