Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 24
24 Umræða 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað Kristín Sævarsdóttir Sæll Gylfi. Þú hefur tengt umræðuna um samkyn- hneigða við barnaníð. Finnst þér það sanngjarnt? Heldurðu að allir sem misnoti börn séu samkynhneigðir? Hvar er mannkærleikurinn sem þú þóttist a.m.k. hafa þegar þú samdir lagið Þið þekktuð þennan mann? Ég vona að þú sýnir mér þá virðingu að svara spurningunni ekki með hálfkæringi. Þú værir maður að meiri (og það er ekki of seint) ef þú bæðist afsökunar á særandi ummælum þínum um hinsegin fólk. Kveðjur frá barnelskri, lesbískri konu úr Kópavogi.  Gylfi Ægisson Ég er alltaf að svara þessu sama en fólk virðist ekki skilja þetta ennþá. Ég lít á þetta sem barnaníð að vera með svo mikinn klámkjaft að fólk þurfi að flýja með börnin úr göngunni. Ef þú trúir því ekki, er ég með bréf upp á það sem ég get sýnt. Mannkær- leikur minn er sá að ég þoli ekki barnaníðinga. Ég hef skrifað ljóð um Breiðavíkurstrákana sem voru misnotaðir af bæði mönnum í Breiðavík og öðrum sem voru þarna. Þessi fullorðni maður sem misnotaði mig var bæði barnaníð- ingur og hommi. Fólk lætur oft í veðri vaka að hommarnir geri þetta aldrei. Skipstjóravinur minn fór í partí í Reykjavík, góður karlmaður, svo þegar hann er orðinn dauða- drukkinn þá nauðguðu honum fjórir. Hann lá þarna eftir með sár í rassinum og gat varla hreyft sig. Árni Þór Árnason Hefurðu fengið hótanir í gegnum síma?  Gylfi Ægisson Einn skrifaði: „Brennum Gylfa!“ Ég skrifaði og sagðist geta mætt honum hvenær sem er og gaf honum upp símanúmerið mitt. En hann hringdi aldrei, en þá hafði hann verið að fíflast og gera at. Svo sendi maður mér einkaskilaboð um að hann ætlaði að halda brennu með 200 stykkjum af diskunum mínum. Sá heitir Garðar Garðarsson. John Lennon er uppáhaldstónlistarmað- urinn minn erlendur. Hann sagði að hann væri frægari en Jesús Kristur. Jesús Kristur frelsaði mig fyrir 34 árum og ég elska hann. John Lennon er uppáhaldstónlistarmað- urinn minn. Það er líkt með okkur Bítlunum að plöturnar okkar eru brenndar. Það munar ekki um að þeir brenni 200 plötur, ég hef selt marga tugi þúsunda í gegnum árin. Erna Björt Gerirðu þér grein fyrir því að sjálfsmorð meðal ungs fólks er mest hjá samkynhneigðum og einmitt vegna fordóma í samfélaginu? Þess vegna er mikilvægt að koma því áleiðis að maður fæðist svona þetta er ekki ákvörðun (eins og trúarbrögð og fordómar). Vilt þú vera með líf einhvers barns/unglings á samviskunni? Reyndu nú að setja þig í spor annarra og ímynda þér það hvernig þér myndi líða ef þú lentir í aðkasti fyrir að fæðast hvítur karlmaður!  Gylfi Ægisson Ég ber engan kala til hinsegin fólks sem er eins og fólk, langt frá því. Og ég er ekki kynþáttahatari. Árið 1969 var ég á Hofsjökli ásamt skipshöfn- inni og Palla skipstjóra. Þá kom blökkumaður einn inn og fólk fór að áreita hann. Ég rotaði foringjann og Palli bauð okkur að borðinu sínu, bauð okkur veitingar það kvöld. Honum fannst þetta svo vel gert. Ég er alltaf vinur litla mannsins. Þess vegna hef ég enga fordóma gagnvart þessu fólki. En ég vil ítreka það sem ég hef sagt áður: Það er ólíðandi að samkynhneigðir séu með svo mikinn klámkjaft að fara þurfi burt með börnin. Rafn Steingrímsson Gylfi. „Verndum börnin“ rökin eru uppáhaldsrök þeirra sem vilja skerða réttindi og stundum hvetja til ofbeldis gegn hinsegin fólki. T.d. í Rússlandi og Úganda, en þar koma stuðningsmenn laga gegn samkyn- hneigðum með ótrúlegustu fullyrðingar um að samkynhneigð skaði á einhvern hátt börn og hinsegin fólk oft samsamað við barnaníðinga án nokkurra haldbærra raka. Myndir þú styðja sambærilega lagasetningu á Íslandi eins og rússnesk stjórnvöld hafa sett um að banna LGBT „áróður“?  Gylfi Ægisson Ég hef ekkert á móti fólki og ég mundi ekki vilja það. En klámvæðinguna verður að tala um. Þetta er ekkert eðlilegt. Hvað yrði gert ef við Megas löbbuðum niður Laugaveginn eftir hádegi í leðurbuxum með rassana út? Annaðhvort yrðum við settir aftur á Kleppsspítalann eins og í gamla daga, og Rúnar Þór með okkur líka, eða þá bara beint í steininn! Það þætti eflaust einhverjum homma flott að sjá okkur, en okkur yrði engu að síður stungið inn. Arnar Jónsson Sæll Gylfi. Varstu viðstaddur Gleði- gönguna og skemmtiatriðin á Arnarhóli um síðustu helgi?  Gylfi Ægisson Nei, en fólk hefur skrifað mér um þetta eftir að umræðan fór að berast. Sumir eru hræddir, segjast hugsa eins og ég en ekkert þora að gera. Vinkona mín þorði ekki með mér í bæinn í gær, hún var svo hrædd vegna þessarar heiftar sem beinist að mér. Það hafa margir kommentað hjá mér og talað um þetta og nú eru að verða nærri 2.000 komnir sem styðja vísuna á Vísi og það voru nærri 900 hjá DV í gær. Svo þetta nálgast 3.000. Jónas Haux Þú veist að búningarnir eru satíra á steríótýpum sem hinsegin fólk lendir í, er það ekki? Og hvernig geturðu gagnrýnt sorakjaft á einhverju sem þú varst ekki viðstaddur? Ekki hef ég tekið eftir því.  Gylfi Ægisson Heldurðu að krakkar hafi gaman af því að horfa á bera rassa út um leðurbuxur? Í gamla daga þegar maður fór á skylm- ingarmynd á Siglufirði, þá voru bara allir að skylmast úti um allan bæ á eftir. Auðvitað hefur allt svona áhrif á börnin, ef þau eru alltaf að sjá það sama og þeim er sagt að þetta sé eðlilegt þá verður þetta eðlilegt í þeirra augum. Mig langaði alltaf að eignast skammbyssu og sverð og nú á ég hvort tveggja. Ég get gagnrýnt sorakjaftinn vegna þess að ég hef fengið einkaskilaboð frá fólki sem bókstaflega segist ekki hafa þorað að segja neitt. Það sé bara hrætt. Jóhann Sigurbjörnsson Þarftu ekki að fara að búa til annan disk með leiknum barnasögum sem krakkar eru ennþá að hlusta á og fá aldrei nóg af og þá kannski gleyma krakkarnir hvað þeir sáu í Gleðigöngunni?  Gylfi Ægisson Ég sá margar myndir í gamla daga og ég man mest allt úr mörgum þeim skemmtilegustu sem ég sá. Enginn þarf að segja mér, þótt verið sé að snúa út úr þessu, að það sé hollt fyrir börn að heyra um klám, talað um að betra sé að vera með tvenn leggöng og eitt typpi heldur en ein leggöng og eitt typpi. Fólk þurfti að hlusta á kynna tala og syngja um leggöng og typpi. Þetta segir fólkið mér sem var þarna. Garðar Jónsson Finnst þér það að tveir karlmenn sem kyssast á almannafæri vera klám sem þarf að vernda börn fyrir?  Gylfi Ægisson Ég er orðinn það fullorðinn að mér finnst það ekkert voðalega geðslegt. En ég skil það. Hins vegar veit ég ekki hvort börnin myndu skilja það. Nú á að brenna 200 geisladiska og plötur. Garðar Garðarsson hótar því. Þegar ég skemmti í Vogunum á laugardaginn sendi hann mér einkaskilaboð og ég hef ekkert gert þessum manni, svo ég tel mjög líklegt að hann sé hinsegin – nema hann hafi snöggklikkast. Heiða Heiðars Hvað með öskudagsbúninga? Ég varð vitni að því þegar lítill drengur trylltist af hræðslu þegar hann mætti einum klæddum beinagrindarbúningi á Laugarveginum. Ég veit ekki hvort hann jafnaði sig á því.  Gylfi Ægisson Mig langaði nú alltaf í svoleiðis búning þegar ég var lítill en var samt alltaf svo myrkfælinn á Siglufirði að mig langaði helst að sjá draug til að ég væri ekki einn! Vitna beint í orð Tómasar skálds Tómassonar. Arnar Jónsson Hefurðu einhvern tímann farið á Gleðigönguna? Ég get alla vega skrifað þér og sagt frá upplifuninni. Ég var þarna í fyrsta skipti um síðustu helgi, tók öll börnin með og ekkert okkar heyrði neinn klámkjaft, hvorki í göngunni eða af sviðinu. Ég myndi alveg þora að segja frá því ef það hefði gerst. Leitt að vinkona þín sé hrædd við heift og ofsóknir. Þið getið kannski ráðfært ykkur við samkynhneigða; margir þeirra hafa reynslu af baráttu við heift, ofsóknir og skilningsleysi hér á landi.  Gylfi Ægisson Ég ætla að sýna DV-mönnum það sem mér var sent á eftir. Þeir geta þá eflaust staðfest það sem þeir sjá. Ég hef séð glefsur þegar ég gekk niður Laugarveginn fyrir nokkrum árum og hef ekki haft áhuga á að fylgjast með þessu síðan … Anna Evudóttir Ármanns- dóttir Nú vísar þú í drag-klæðnað borgarstjór- ans og fordæmir klámvæðingu, er það rétt skilið hjá mér? Ef svo er hvað finnst þér þá um húmorinn í lagi eins og Sjúdderarírei?  Gylfi Ægisson Það er ekkert klám í þeim texta. Það fer bara eftir því hvernig þú hugsar. En borgarstjórinn er að skíta út íslenska þjóðbúninginn sem gamla fólkið elskaði – sem liggur nú grafið í fjölda kirkjugarða. Það hefur líklega snúið sér við þegar það komst að því að hann gerði þetta. Mér finnst að hann eigi að hafa skömm fyrir, bara fyrir að hafa móðgað það fólk sem sá karl málaðan í honum. Það var aldrei ætlunin þegar hann var búinn til. Jónína Bjarnadóttir Nú snýst Gleðigangan um að efla mannréttindi og gerir öðrum kleift að styðja baráttu samkyn- hneigðra og annarra! Gleðigangan snýst um gleði og fögnuð að Ísland er loksins að minnka fordóma í garð samkynhneigðar. Þú segir meðal annars að börn þurfi að horfa upp á karlmenn í sleik eða kvenmenn í sleik og þú ásamt öðrum segir að börnin eigi ekki að þurfa horfa upp á þetta. Hvernig er það öðruvísi þegar börn sjá karlmann og kvenmann í sleik niðri í bæ? Er það eitthvað minna skaðlegt fyrir börnin? Einnig spyr ég líka. Hvort er meira skaðlegt fyrir börn? Að sjá ást milli tveggja persóna, finna fyrir öryggi til þess að vera eins og barnið vill vera eða þá að heyra hatur, og niðrandi ummæli um að vera ekki eins og allir hinir? Hvað finnst þér?  Gylfi Ægisson Svar við fyrri spurningunni: Allir eiga rétt á að eiga mömmu og pabba. Persónu- lega gæti ég ekki hugsað mér að vera lítill strákur og fara í skólann með tveimur pöbbum sem svæfu saman. Annar væri pabbi minn og hinn væri mamma mín. Myndi lenda í einelti í skólanum fyrir þetta og aðhlátri – slíkt myndi ég ekki vilja óska mér. Ég tel að flest börn vilji bæði eiga mömmu og pabba. Þess vegna er ég ekki hlynntur því að hommar eða lesbíur ættleiði börn – barnanna vegna (þó hommar og lesbíur yrðu góð við þau). Sigríður Eyjólfsdóttir Sæll Gylfi hvenær kemur út nýtt efni frá þér?  Gylfi Ægisson Ég er nú að semja lag fyrir þjóðþekktan mann sem kemur út bráðlega. Ég má ekki tala um það. Síðan hitti ég sennilega Kristján Snorrason í Upplyftingu á morgun (ef þeir fara á erlendan markað verða þeir skírðir Viagra!). Við snæðum í hádeginu og hann hefur áhuga á að fá efni frá mér. Síðan gef ég út nýjan disk sennilega fljótlega upp úr áramótum en er núna að rokselja í gegnum síma safndiskinn minn með original flytjendum, 25 lög. Og nýjasta diskinn sem heitir Á frívaktinni, hann kom út á síðasta ári og er með nýjum lögum og textum. Og svo er ég að selja Valla og snæ- álfana, fimm ævintýradiska sem rjúka út eins og heitar lummur, mála málverk og skemmta. „Ber engan kala til hinsegin fólks“ Gylfi Ægisson vakti athygli fyrir ummæli um Gleðigönguna. Mætti á Beina línu á miðvikudag. Nafn: Gylfi Ægisson Aldur: 66 ára Starf: Tónlistarmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.