Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 14
14 Fréttir 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað L eiguverð á stúdentaíbúðum á Ásbrú í Reykjanesbæ, þar sem áður var bandarísk her- stöð, hefur rokið upp en mýmörg dæmi eru um að myglusveppur hafi tekið sér bólfestu í íbúðum fólks. Íbúðirnar eru leigð- ar út til nemenda frumgreina- og háskólans Keilis og eru í eigu einka- hlutafélagsins Háskólagarða. DV hefur rætt við á annan tug nemenda og leigutaka sem ýmist ráða ekki við hina stórauknu greiðslubyrði og/eða hafa misst heilsuna vegna myglusveppsins. Þeir eru veru- lega ósáttir við framgöngu forsvars- manna Háskólagarða og segja þá hvorki veita skýringar á hækkandi leiguverði, né bætur vegna myglu- sveppsins skæða. Hækkuð leiga „Leigan er búin að hækka um helm- ing frá árinu 2009,“ segir Helgi Kristinn Jakobsson sem býr á Ás- brú ásamt kærustu sinni, Guðrúnu Jónu Guðbjartsdóttur. Hann sýnir blaðamanni greiðsluseðla, annars vegar frá ágúst 2009 og hins vegar frá ágúst 2013, staðhæfingu sinni til sönnunar. „Við fáum engar skýr- ingar frá Háskólagörðum. Þetta er stórundarleg hækkun og langt um- fram verðlagsvísitöluhækkun,“ segir Helgi. Af greiðsluseðlunum tveim- ur má sjá að árið 2009 greiddu þau 98.997 krónur í leigu, ásamt hita og rafmagni, en í dag greiða þau 145.478 krónur, ásamt hita og raf- magni og er það í kringum 50 pró- senta hækkun eins og Helgi bendir á. Á sama tíma hefur vísitala neyslu- verðs, sem leiguverð er gjarnan tengt við, hækkað um 19,5 prósent. Þau er fráleitt þau einu sem eru ósátt við hækkanirnar. Þorgeir Þor- bjarnarson flutti á Ásbrú árið 2009 og segist þá hafa verið að greiða rúmlega 80 þúsund í leigu. Í dag stendur leigan í 131 þúsund krón- um, og námslán hans rétt duga fyrir húsaleigunni. Þorgeir hafði, ásamt konu sinni og fjórum börnum, búið í Reykjavík í íbúð sem fjölskyldan fékk í gegnum félagslega íbúðakerf- ið en flutti síðar til Reykjanesbæjar, meðal annars út af hagstæðari leigu á Ásbrú. Fjölskyldunni finnst þessi gífurlega hækkun vera ákveðinn forsendubrestur. „Þetta hefur hækk- að ansi mikið og það er ekki eins og innkoman hafi hækkað á móti. Þetta er svolítið þungur baggi, sérstak- lega ef þetta heldur áfram að hækka svona – bara eitthvað út í loftið.“ Bæta ekki mygluskemmdir En það er ekki bara hækkandi leigu- verð sem kemur illa við íbúa Ás- brúar. Myglusveppur hefur hreiðrað um sig fjölmörgum íbúðum, eink- um á svokölluðu 1200 svæði. DV hefur áður fjallað um myglu á Ás- brú. Árið 2010 flutti Bettý Díana Combs á svæðið en þurfti að flytja út tveimur mánuðum síðar vegna myglusvepps. Bettý, sem var barns- hafandi á þessum tíma, var sífellt veik þessa tvo mánuði og dvaldi mikið á sjúkrahúsi. Hún fékk ítrekað sýkingar í legið og að lokum kom gat á belginn hjá henni. Barnsfaðir hennar varð einnig oft veikur. Af þessum sökum segist hún hafa til- kynnt leigusalanum að hún þyrfti að flytja út úr íbúðinni, og taldi hún sig þar með hafa sagt upp leigunni. Annað kom á daginn. Þrátt fyrir að hafa aðeins búið í íbúðinni í tvo mánuði var Bettý rukkuð um leigu fyrir fimm mánuði. Ágreiningur- inn fór fyrir Héraðsdóm Reykjaness, sem komst að þeirri niðurstöðu að Bettý þyrfti ekki að greiða upphæð- ina. Svaf og svaf Nú, rúmlega tveimur árum síðar, standa menn enn í stappi við Há- skólagarða vegna myglusvepps- faraldursins. „Í íbúðinni hjá okk- ur greindust tvær þrjár tegundir af myglu, sem flokkast undir lífs- hættulega myglu, og eftir það flutt- um við út úr íbúðinni og alveg út af svæðinu. Við vildum bara ekki taka áhættuna á því að búa hérna,“ segir Eiríkur Sigurðsson, sem hafði búið á Ásbrú í tvö ár ásamt konu sinni og syni. Grunsemdir um að í íbúð þeirra væri myglusveppur fóru að vakna þegar sonur þeirra fór að glíma við krónísk veikindi. „Sonur okkar var alltaf veikur og máttlaus og svaf rosalega mikið. Við vorum alltaf að fara með hann til lækna en þeir vissu aldrei hvað þetta var. Síð- an benti einn læknir okkur á að það gæti verið mygla í íbúðinni hjá okk- ur,“ segir Eiríkur sem lét sérfræðing í kjölfarið rannsaka íbúðina. Þá kom kom sveppurinn í ljós. „Þegar við vorum loksins komin út úr íbúð- inni þá lifnaði sonur minn bara við. Hann lifnaði við; fór að borða, leika sér, vaka lengur og svo framvegis.“ Óvenju oft veik Leikskólakennari á leikskóla svæð- isins, sem vildi ekki láta nafns síns getið, segir að börnin á leikskólan- um séu óvenjulega oft veik. „Ég hef unnið í mörgum öðrum leikskólum, og það er alltaf mikið um veikindi, en þau eru talsvert tíðari þarna; mér finnst þau alltaf vera veik,“ segir hann. Eins og áður greinir fengu Eirík- ur og kona hans myglusérfræðing til að skoða íbúðina. Sá mælti með að þau skildu alla búslóðina eft- ir í íbúðinni, til þess að þau flyttu mygluna ekki í nýju húsakynnin. Háskólagarðar hafa hvorki viljað endurgreiða fjölskyldunni hluta af greiddri leigu né veita bætur vegna búslóðarmissisins. „Þeir sögðu bara þetta væri eitthvað væl í okkur; að þetta væri ekki þeirra mál heldur okkar.“ Hjónin hafa nú ráðið sér lögmann, Gunnar Inga Jóhanns- son, til að ná fram rétti sínum. „Þeir telja þetta vera smámál, sem það er alls ekki,“ segir Gunnar og bætir við: „Við gerum þá kröfu að innbúið verði bætt. Ég tel að það sé eðli- leg krafa svona í ljósi þess að þeim var leigt húsnæði sem heilbrigðis- eftirlit Suðurnesja úrskurðaði síðar óíbúðarhæft. Enginn starfsmaður Keilis gat tjáð sig um málið, þegar eftir því var leitað, en blaðamanni var vísað á Háskólagarða ehf. Auðmaður meðal eigenda Háskólagarðar ehf. er í eigu Há- skólavalla ehf., sem aftur er í eigu fimm mismunandi félaga: Klasa ehf., Sparisjóðs Keflavíkur, Fjár- festingarfélagsins Teigs ehf., Mið- engis ehf. og VBS Fjárfestingabanka. Sem kunnugt er yfirtók Landsbank- inn Sparisjóð Keflavíkur. Einkahlutafélögin Háskóla- garðar, Háskólavellir og Klasi eru öll skráð til heimilis á sama stað, Bíldshöfða 9, og hafa sama fram- kvæmdastjóra, Ingva Jónasson. Samkvæmt síðast ársreikningi Há- skólavalla á Klasi stærstan hluta í félaginu. Eigendur Klasa eru, í gegnum önnur einkahlutafélög, auðkýfingurinn Finnur Reyr Stef- ánsson og Tómas Kristjánsson. Í út- tekt sem Viðskiptablaðið vann árið 2012 kom fram að Finnur Reyr, og kona hans, Steinunn Jónsdóttir, væru í þriðja sæti yfir mesta eigna- fólk landsins. Þau áttu þá 4,7 millj- arða í hreina eign. „Ekkert ósanngjarnt“ Blaðamaður sló á þráðinn til Ingva Jónassonar. Hann gerir lítið úr bæði húsaleiguhækkuninni og myglu- málinu. Aðspurður um leiguhækk- unina segir Ingvi: „Hún byrjaði mjög lágt og hefur hækkað eitt- hvað umfram verðlagsvísitöluna, það er rétt. En hún er ennþá mjög lág í saman burði við margt annað.“ Inntur svara við því, hvort helm- ingshækkun sé réttlætanleg, sem er langt umfram hækkun neysluvísi- tölu segir Ingvi: „Eins og ég segi þá hefur verðlag hækkað og svo hef- ur leigan hækkað umfram verðlag síðustu ár. Hins vegar er það gert við endurnýjun samninga; þegar samningar eru lausir. Ég get ekki út- skýrt þetta sérstaka dæmi.“ Ingvi bendir blaðamanni á að Háskólagarðar séu einkafyrirtæki sem ráði sinni verðskrá. „Ég skil ekki alveg hvert þú ert að fara. Við erum bara fyriræki, einkafyrirtæki, og við ráðum okkar verðskrá. Við byrjuð- um með mjög hagkvæm kjör og svo hefur þetta þróast í gegnum tíðina. Í sjálfu sér er ekkert meira um það að segja,“ segir Ingvi og bætir við aðspurður að honum þyki helm- ings hækkun ekki ósanngjörn. „Nei, leigan hækkaði bara við endurnýjun samnings; það er ekkert ósanngjarnt við það. Fólk verslar vöru; okkar vöru. Hún er í boði á þessu verði. Hún mun alveg örugglega hækka enn frekar á næstu misserum.“ Minnið bregst „Það koma alveg upp slík mál í okk- ar eignum eins og annars staðar, eins og gengur og gerist,“ segir Ingvi um myglusveppinn. Hann man ekki hvort þeir hafi boðið afslátt eða bæt- ur vegna þessa. „Það getur vel verið að það hafi einhvern tíma gerst. Ég bara man það ekki.“ Manstu það ekki? „Nei, það getur vel verið að það hafi gerst. Ég bara man það ekki,“ segir Ingvi en bætir við að fólki standi alltaf til boða að flytja út. n n Námsmenn ósáttir við Háskólagarða n Leiga hækkað um helming frá árinu 2009 Mygla í íbúðum og leiguverð hækkar Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Greiðsluseðlar Helga Hér sést, svart á hvítu, hversu mikið leigan hefur hækkað frá árinu 2009. Bettý Díana Combs Bettý er í hópi þeirra sem leigðu íbúð sem mygla var í. Ingvi Jónasson Ingvi er framkvæmdastjóri Háskólagarða, Háskólavalla og Klasa. Halldór Eyjólfsson er þróunarstjóri. Gamla herstöðin Þar sem áður bjuggu banda- rískir hermenn búa nú íslenskir nemar. Þeir eru ósáttir við hækkun leigu og óbætt myglutjón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.