Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 11
Fréttir 11Helgarblað 16.–18. ágúst 2013 Hlaupa til minningar um Lovísu Hópur hlaupara sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu hleypur til minningar um Lovísu Hrund Svavarsdóttur sem lést 6. apríl síð- astliðinn í hörðum árekstri á Akra- fjallsvegi. Drukkinn ökumaður sem kom úr gagnstæðri átt keyrði í veg fyrir Lovísu Hrund með þeim af- leiðingum að hún lést aðeins 17 ára gömul. Þeir sem hlaupa til minn- ingar um Lovísu Hrund safna um leið áheitum sem renna til Minn- ingarsjóðs Lovísu Hrundar en til- gangur hans er að safna fjármagni til að stofna fræðslu- og forvarnar- sjóð um afleiðingar ölvunaraksturs. „Allt fé sem safnast inn á minn- ingarsjóð Lovísu Hrundar mun ein- göngu vera notað til þess að stofna nýjan löglegan forvarnarsjóð, en til þess þarf 1.000.000.- Það er vel við hæfi að starta sjóðnum hér á hlaupastyrkur.is vegna þess hve áhugasöm Lovísa Hrund var um heilsu og heilbrigðan lífsstíl,“ segir á síðunni hlaupastyrkur.is þar sem greint er frá tilgangi sjóðsins en sjóðurinn er stofnaður af foreldrum Lovísu Hrundar. Gróf í sundur stofnlínu Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt verktaka til að greiða Mílu ehf. 710 þúsund krónur vegna skemmda sem hann olli á stofnlínu á Þórshöfn sumarið 2010. Verktak- inn var við vinnu á vélgröfu þegar skófla gröfunnar rakst í stofnstreng með þeim afleiðingum að hann slitnaði. Í dómi héraðsdóms kem- ur fram að verktakinn hafi látið forsvarsmenn Mílu vita af óhapp- inu og voru þrír viðgerðarmenn kvaddir á vettvang frá Egilsstöðum. Að mati forsvarsmanna Mílu bar verktakinn fulla ábyrgð á tjóninu sem varð enda hafði hann ekki gætt ítrustu varúðar áður en hann hóf vinnu við gröftinn. Dómari héraðs- dóms tók undir þessi rök og gerði verktakanum að greiða Mílu rúmar 710 þúsund krónur ásamt vöxtum. Þá var honum gert að greiða 350 þúsund krónur í málskostnað. Benedikt aðstoð- ar Sigurð Inga Benedikt Sigurðsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann hóf störf í ráðuneytinu á fimmtudag. Benedikt hefur starfað sem sviðs- stjóri ytri og innri samskipta Act- avis á Íslandi undanfarin ár og sat einnig í framkvæmdastjórn fyrir- tækisins. Hann var áður aðstoðarmaður formanns Framsóknarflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar, fjölmiðlafulltrúi Kaupþings banka, en lengst af starfaði hann sem fréttamaður á fréttastofu Sjón- varpsins. Benedikt hefur bakkalárgráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands. „Ein elti hefur alltaf lifað góðu lífi í Bolungar vík“ n Faðir og sonur segja sögu sína á BB.is A lmennt eiga börn rétt á að vera börn og foreldrar eiga að geta treyst því að í skipu- lögðu skóla- og íþróttastarfi sé hugsað um þau, að þau séu pössuð og andleg og líkamleg vellíðan gangi fyrir. Ef börnum líður mjög illa á þessum stöðum og verða fyrir ítrekuðu einelti, andlegu eða líkamlegu, í lengri tíma, eru þeir sem bera ábyrgð á þessum málum ekki að standa sig. Krafa foreldra á þessa aðila er að málin leysist farsællega og fljótt. Það er ekki ásættanlegt að vera látinn taka þátt í einhverju til- raunaverkefni, þessir aðilar eiga að vita hvað þeir eru að gera,“ segir faðir barns í Bolungarvík sem hefur orðið fyrir einelti frá upphafi skólagöngu sinnar, en barnið er að byrja í þriðja bekk. Málið er tekið fyrir á vefnum BB.is en þar kemur fram að bæði hann og drengurinn séu orðnir lang- þreyttir á ráðaleysi í málinu. Hann skrifaði um málið á Face- book í upphafi og í umræðum þar sagði einn Bolvíkingur: „Einelti hefur alltaf lifað góðu lífi í Bolungarvík frá því ég man eftir mér og er enn til staðar.“ Soffía Vagnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Bolungarvíkur, segir að fólk taki umræðu um einelti nærri sér og að því verði oft heitt í hamsi þegar slík umræða kemur upp. Hún segir þó mikilvægt að muna að bar- áttan gegn einelti sé eilífðarverkefni og aldrei megi sofna á verðinum. „Ég vil biðla til foreldra sem eiga börn í Grunnskóla Bolungarvíkur að gefast ekki upp fyrr en þeir hafa fengið áheyrn. Mál eru oft flókin og erfitt að koma auga á hlutina, en við afneitum því ekki að einelti sé hér eins og annars staðar og leggjum okkur fram um að vinna með sam- skipti nemenda,“ segir Soffía. „Ég tala sem skólastjóri grunnskólans, en um leið og ég fer út úr skólanum er ég eins og hver annar íbúi sem ber ábyrgð á að gera samfélagið sterkara og að öllum líði vel.“ n Bolungarvík Soffía Vagnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Bolungarvíkur, segir að fólk taki umræðu um einelti nærri sér og að því verði oft heitt í hamsi þegar slík umræða kemur upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.