Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 29
Fólk 29Helgarblað 16.–18. ágúst 2013
„Upp í átta ára
börn trúa því
að ég sé Batman
Kemur af fjöllum
„Það gerist eitthvað
sérstakt í hjartanu á
mér þegar ég er með
náttúruna í kringum
mig. Enda er ég alin
upp í 415 metra hæð
yfir sjávarmáli. Ég
kem af fjöllum,“ segir
hún glettin í fasi.
mannssálir og mannssálin er bara
ein. Alheimssálin veit ég í hjarta
mér að er bara ein, þannig að ef
einn einstaklingur fær örlítið betri
lífstækifæri en ella þá hef ég ýtt
sálinni áfram.“
… þá er ég Batman
Margrét Pála Ólafsdóttir er með
lítið snoturt húðflúr – leðurblöku
– á handleggnum. Tákn ástar
hennar og Lilju Sigurðardóttur,
tákn endurfæðingar. Börn eru ekki
upptekin af merkingarfræði og trúa
því helst að hún sé Batman.
„Þetta er leðurblaka, börnin elska
þetta. Upp í átta ára börn trúa því að
ég sé Batman. En sagan af þessu húð-
flúri er sú að þegar við vorum að festa
heitin þá vildum við ekki trúlofa okk-
ur eða gifta okkur. Það fannst okk-
ur báðum of borgaralegt. Þá hafði ég
verið gift áður og vildi ekki lofa því
aftur. Þannig að við ákváðum að fá
okkur hvor sitt tattúið og gerðum það
fyrir 20 árum. Leðurblakan er tákn
endurfæðingar, það er það sem ég hef
gert aftur og aftur í lífinu. Umbreyst.
Einu sinni var ég róttæk alþýðu-
bandalagskona, seinna var ég farin
að reka fyrir tæki utan um hugsjónir
mínar, sitjandi í stjórn viðskiptaráðs,
ég hætti að drekka áfengi, kom úr fel-
um, skildi við allt mitt gamla líf. Ég
vona að ég eigi nægar endurfæðingar
eftir. Í vetur ætla ég að leyfa mér að
sitja við skriftir, leðurblakan er kjark-
urinn um endursköpunina. Fyrir utan
þessa miklu dýpt, þá er ég Batman. Ég
þori bara að trúa á mig þótt ég verði
stundum óvinsæl, það eru nefnilega
ekki allir hrifnir af leður blökum. Ég er
kannski ekki Batman nema í augum
barnanna, en ég get fyllilega staðið
við það að ég er örlagatöffari.“ n