Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 16
M aður finnur hvernig fólk er að missa vonina,“ seg­ ir Vilhjálmur Bjarnason, formaður Hagsmuna­ samtaka heimilanna, sem telur ríkis stjórn Framsóknarflokks­ ins og Sjálfstæðisflokksins ekki hafa staðið undir væntingum. „Við skilj­ um alveg að það taki þau tíma að standa við stóru orðin en við getum ekki beðið endalaust.“ Sjálfstæðis­ flokkurinn siglir lygnan sjó um þessar mundir en fylgið hrynur af Framsóknarflokknum, enda eru for­ sprakkar flokksins hættir að tala jafn afdráttarlaust fyrir skuldaniðurfell­ ingum og þeir gerðu fyrir kosningar. „Ný sókn“ Í lok mánaðarins á ný ríkisstjórn hundrað daga starfsafmæli. Þegar formenn stjórnarflokkanna skrif­ uðu undir stjórnarsáttmálann við hátíðlega athöfn í Héraðsskólanum á Laugarvatni lýstu þeir því yfir að með myndun nýrrar ríkisstjórnar­ innar hæfist „ný sókn í þágu lands og þjóðar“. Framsóknarandinn sveif yfir vötnunum og þjóðlegra áhrifa gætti í stefnuyfirlýsingunni. En hinum al­ menna kjósanda var líklega helst umhugað um stóru kosningalof­ orðin; hvort ráðist yrði tafarlaust í stórfelldar skuldaniðurfellingar, eins og framsóknarmenn höfðu boðað fyrir kosningar, og hvort skattar fólks og fyrirtækja yrðu lækkaðir „í þágu heimilanna“, líkt og sjálfstæðismenn lögðu áherslu á í sinni kosningabar­ áttu. Lofaði kjarabótum í sumar Margt var óskýrt og þokukennt í stjórnarsáttmálanum en Sigmundur Davíð gerði landsmönnum það ljóst í viðtali á RÚV að staðið yrði við stóru orðin – og það strax í sumar. „Hvenær munu skuldir heimilanna taka breytingum?“ spurði fréttakona eftir blaðamannafundinn og Sigmundur svaraði: „Heimilin munu væntan­ lega strax finna mun vegna hinna ýmsu breytinga sem verða innleidd­ ar og einhverjar þeirra koma til fram­ kvæmda strax á sumarþinginu.“ Nú er sumarþingi lokið og engar áþreifanlegar kjarabætur fyrir skuld­ sett heimili komnar til framkvæmda. Hins vegar hefur fjöldi fólks mátt þola hið gagnstæða. Í ljósi þess að bráða­ birgðaákvæði fyrri ríkisstjórnar um vaxtabætur rennur út um áramótin mun hámarksfjárhæð vaxtabóta lækka um helming hjá þeim heimil­ um sem eiga við verstan skuldavanda að etja. Þeir sem njóta fyrirfram­ greiðslu finna þegar fyrir lækkuninni. Fjármálaráðherra sagði í sjónvarps­ fréttum RÚV fyrr í vikunni að mögu­ leg framlenging bráðabirgðaákvæðis­ ins yrði ekki tekin til skoðunar fyrr en í fjárlagavinnunni á næsta ári. Ef ekkert verður að gert munu þúsundir heim­ ila verða fyrir kjaraskerðingu í milli­ tíðinni; ekki síst fátækt og skuldugt fólk, sem Framsóknarflokkurinn sæk­ ir líklega stóran hluta fylgis síns til. „Þetta bitnar harðast á þeim sem hafa það verst,“ sagði Ágúst Bogason, upp­ lýsingafulltrúi BSRB, þegar DV ræddi við hann um lækkunina. Óvissan er verst „Það sem okkur finnst eiginlega sárast er að þeir skuli ekki einu sinni hafa getað stöðvað gjaldþrot og nauð­ ungarsölur í sumar,“ segir Vilhjálmur hjá Hagsmunasamtökum heimilanna og furðar sig á aðgerðaleysi ríkis­ stjórnarinnar. „Þetta er að verða ansi sérstakt. Þeir hafa verið um það bil þrjá mánuði við völd án þess að gera nokkuð áþreifanlegt sem skiptir fólk máli.“ Að sögn Vilhjálms er óvissan verst af öllu; ólíðandi sé að skuldar­ ar séu látnir bíða í fullkominni óvissu um það hvort kjör þeirra verði bætt. DV fjallaði um önnur áhrif þessarar óvissu fyrr í sumar. „Hún hefur áhrif á fasteignamarkaðinn og kælir hann. Fólk verður að vita nokkurn veginn hvað stjórnvöld hyggjast gera til að geta tekið ákvarðanir á grundvelli þess,“ sagði Grétar Jónasson, fram­ kvæmdastjóri Félags fasteignasala, og hvatti stjórnvöld til að tala hreint út um það hver áform þeirra nákvæm­ lega væru varðandi skuldaniðurfell­ ingar. Lofuðu tafarlausum skuldaniðurfellingum Forsprakkar Framsóknarflokks­ ins töluðu á þá leið fyrir kosningar að þeir hefðu skýra áætlun til að koma til móts við skuldug heimili. „Til að það sé á hreinu kemur leið­ rétting skulda fram strax,“ skrifaði Sigmundur Davíð á Facebook­síðu sína skömmu fyrir kosningar. Að sama skapi fullyrti frambjóðandinn Frosti Sigurjónsson á vefsíðu sinni að skuldaniðurfellingar yrðu strax að veruleika ef Framsóknarflokkurinn fengi til þess umboð. Óhætt er að full­ yrða að helsta ástæðan fyrir kosninga­ sigri Framsóknarflokksins var þessi: kjósendur stóðu í þeirri trú að Sig­ mundur og félagar, ólíkt öðrum flokk­ um, vissu upp á hár hvernig best væri að koma til móts við skuldsett heimili. Því kom þingsályktunartillagan sem Sigmundur lagði fram í sumar mörg­ um á óvart. Með henni má segja að forsætisráðherra hafi falið Alþingi að fela ríkisstjórninni að fela nefndum og starfshópum að kanna hvort og hvernig mætti efna loforð flokksins. „Var það þá þannig að Framsóknar­ flokkurinn hafði ekkert plan?“ spurði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum á Al­ þingi skömmu eftir að ályktunin var lögð fram og aðrir stjórnarandstöðu­ þingmenn tóku í sama streng. Til að mynda hæddist Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, að því að „ríkisstjórnin ætlaði að fara þess á leit við Alþingi að það samþykkti til­ lögu þess efnis að ríkisstjórnin færi að kosningaloforðum sínum.“ Ívilnanir til sérhagsmunahópa Hvað með skattalækkanirnar? Bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðis­ flokkurinn lofuðu lægri og einfaldari sköttum fyrir kosningar. Í byrjun júní hafði Mbl.is eftir Sigmundi Dav­ íð að stefnt yrði að lækkun skatta strax í sumar og ráðist yrði í einfaldar skattalækkanir. Sjálfstæðis flokkurinn boðaði ýmiss konar skattalækkan­ ir og lofaði að létta byrðar almenn­ ings, til dæmis með því að lækka tekjuskatta, virðisaukaskatt, elds­ neytisgjald, tolla og vörugjöld. Einu skattabreytingarnar sem komu til framkvæmda á sumarþingi voru hins vegar lækkun sérstaka veiðigjalds­ ins og afturköllun á hækkun virðis­ aukaskatts á gistinætur. Þær skatt­ breytingar sem Sigmundur Davíð sagði að kæmu til framkvæmda í sumar beinast því einungis að út­ gerðarmönnum og hóteleigendum. Samneyslan undir hnífinn Ákvarðanir nýrrar ríkisstjórnar verða ríkissjóði dýrkeyptar. Lækkun sérs­ taka veiðigjaldsins, sú ákvörðun að framlengja ekki auðlegðarskattinn, afturköllun skattahækkunarinnar á gistinætur og niðurfelling IPA­ styrkja; samtals mun þetta valda ríkissjóði tekjutapi upp á tugi millj­ arða á næsta fjárlagaári. Það væri glapræði að mæta tekjutapinu með lántökum, enda eru vaxtagreiðslur ríkisins orðnar einn helsti útgjalda­ liður þess og nema 88 milljörðum á fjárlagaárinu 2013. Að sama skapi væri fráleitt af flokkum sem lofuðu skattalækkunum að hækka skatta á almenning. Eini kostur ríkisstjórnar­ innar virðist því vera róttækur niður­ skurður. Eins og DV fjallaði nýlega um hef­ ur ríkisstjórnin sett á fót sérstakan hóp sem hefur það verkefni að leita leiða til sparnaðar í rekstri hins opin­ bera. Til að mæta fyrrnefndu tekju­ tapi mun ríkisstjórnin þurfa að skera niður af mikilli hörku. Ólíklegt er að nokkur sátt náist um slíkar aðgerð­ ir, hvað þá ef starfsmönnum hins opin bera verður sagt upp í hrönn­ um. Hyggist stjórnarflokkarnir enn fremur efna kosningaloforð sín um almennar skattalækkanir þarf að auka niðurskurðinn enn frekar. PR-mál í ólestri Ljóst er að gríðarlegar kröfur eru gerðar til nýrrar ríkisstjórnar enda spenntu Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn bogann hátt fyrir kosningar. Ýmislegt bendir til þess að stjórnin eigi í stökustu vand­ ræðum með að efna loforðin sem gefin voru. Ráðherrar kvörtuðu snemma undan því að staða ríkis­ fjármála væri verri en þeir hefðu búist við og hver nefndin á fætur annarri var stofnuð. Ætla mátti að ný ríkisstjórn myndi standa sig betur en sú fyrri í kynn­ ingarmálum og almannatengslum, enda vann stjórnarandstaðan á síð­ asta kjörtímabili ófáa PR­sigra gegn vinstristjórn Jóhönnu Sigurðar­ dóttur. Úr þessu hefur hins vegar ekki ræst. Ráðherrar gefa út yfirlýs­ ingar sem hver stangast á við aðra, aðstoðarmaður sendir tölvupóst á yfirmann pólitísks andstæðings og forsætisráðherra skrifar lang­ loku í Morgunblaðið þar sem hann kveinkar sér undan gagnrýni á störf sín. Loforð á eindaga n Skuldarar að missa vonina n Ríkisstjórnin lofaði kjarabótum fyrir heimilin í sumar n Hagsmunir stórútgerðarinnar nutu forgangs 16 Fréttir 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is „Til að það sé á hreinu kemur leiðrétting skulda fram strax
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.