Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 17
Yfirlýsingagleði stjórnarliða, bæði ráðherra og óbreyttra þingmanna, hefur bakað ríkisstjórninni vandræði. Oftar en einu sinni hafa ráðherrar talað hver í kross við annan og neyðst til að leiðrétta yfirlýsingar samherja sinna. Haft var eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, varaformanni Framsóknarflokksins og ráðherra umhverfis-, auðlinda-, landbúnaðar- og sjávarútvegsmála, í byrjun júnímánaðar að vel kæmi til greina að leggja um- hverfisráðuneytið niður. Skömmu áður hafði Sigmundur Davíð fullyrt á vefsíðu sinni að það stæði ekki til og neyddist Sigurður til að draga ummæli sín til baka. Að sama skapi fullyrti Sigurður Ingi í viðtali í Bændablaðinu að ekki stæði til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið eins og ríkisstjórnin hafði gefið til kynna að yrði gert. Daginn eftir sagði Sigmundur Davíð í viðtali við fréttastofu RÚV að engin stefnubreyting hefði verið tekin í málinu. Fréttir 17Helgarblað 16.–18. ágúst 2013 22. maí Formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kynna stjórnar- sáttmála nýrrar ríkisstjórnar í Héraðs- skólanum á Laugarvatni. Tilkynnt er um ráðherraskipan um kvöldið og tvennt vekur sérstaka athygli: annars vegar að einungis þrjár konur fá ráðherrastól og hins vegar að einn og sami maðurinn gegnir stöðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. 23. maí Ný ríkisstjórn tekur formlega við stjórnartaumunum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. 28. maí Fjöldi fólks safnast saman fyrir utan forsætisráðuneytið og skorar á forsætisráðherra og umhverfisráðherra að vernda náttúruna. Mótmælin eru haldin á fjórða embættisdegi ríkisstjórnarinnar en tilefnið er ummæli Sigmundar Davíðs um að megnið af athugasemdunum sem bárust við lög um rammaáætlun hafi verið ein og sama athugasemdin. 29. maí Gunnar Bragi Sveinsson, nýr utanríkisráðherra, stöðvar alla vinnu í ráðuneytinu sem tengist umsókninni um aðild að Evrópusambandinu. 31. maí Fram kemur í kvöldfréttum RÚV að ekki standi til að afgreiða skuldaniður- fellingar á sumarþingi. 4. júní Sigmundur Davíð segir í viðtali við- Reuters að niðurfelling skulda sé möguleg fyrir árslok. 6. júní Sumarþing hefst. 10. júní Forsætisráðherra flytur stefnu- ræðu sína við eldhúsdagsumræðum og er gagnrýndur fyrir að vera á harðahlaupum undan kosningaloforðum sínum. „Því sjáum við hér engar efndir, bara nefndir,“ segir Katrín Júlíusdóttir, þingkona Sam- fylkingarinnar, í umræðunum. 11. júní Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, boðar breytingar á lögum um Ríkisútvarpið og vill færa Alþingi aftur vald til að skipa í stjórn þess. 12. júní Sigmundur Davíð og Bjarni Bene- diktsson halda sérstakan blaðamanna- fund til að lýsa slæmri stöðu ríkissjóðs. Um leið boða þeir niðurskurð í ríkisrekstrinum. Sama kvöld leggur landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra fram frumvarp um lækkun sérstaka veiðigjaldsins. Mun ríkissjóður verða af milljörðum á næsta fjárlagaári vegna lækkunarinnar. 13. júní DV greinir frá því að ládeyða ríki á fasteignamarkaðinum vegna óvissunnar um efndir ríkisstjórnarinnar. Gunnar Bragi ræðir við stækkunarstjóra Evrópusam- bandsins og formleg tilkynning er gefin út um að gert hafi verið hlé á aðildarvið- ræðunum. 14. júní Illugi Gunnarsson skipar Jónas Fr. Jónsson sem stjórnarformann LÍN. DV rifjar upp að Jónas var ávíttur í skýrslu rannsóknarnefndar og Jónas bregst við með yfirlýsingu um að rannsóknarskýrslan hafi verið „stemmningsskýrsla“. Sama dag gagnrýnir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áform stjórnvalda um að lækka sérstaka veiðigjaldið og ráðast í skuldaniðurfell- ingar. 17. júní Sigmundur Davíð heldur þjóð- hátíðarræðu sem einkennist af þjóðernis- orðræðu og andúð í garð þeirra erlendu stofnana sem gagnrýnt hafa áform ríkisstjórnarinnar. 20. júní DV tekur viðtal við nýkjör- inn þingmann Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálm Árnason, sem er fyrrverandi lögreglumaður og hvetur til rafbyssu- notkunar lögreglunnar á Íslandi. Fram kemur að talsverður áhugi er á þessu meðal stjórnar liða. Annar þingmaður Sjálfstæðis flokksins ratar í fjölmiðla þegar hann leggur í bílastæði fyrir fatlaða og það nást myndir af því. 21. júní Forsvarsmenn undirskriftasöfn- unar gegn lækkun veiðigjaldsins eru boðaðir á fund til landbúnaðar- og sjávar- útvegsráðherra. Uppi verður fótur og fit þegar yfirmanni annars þeirra er sent afrit af bréfinu. Sama dag ákveður ráðherrann að endurskoða friðun Þjórsárvera og hætta við að skrifa undir friðlýsingarskil- málana. Send höfðu verið út boðskort þar sem undirskriftin var tilkynnt. 24. júní DV greinir frá því að skorið verði niður um 1,5 prósent hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og brugðist við hagræðingar- kröfunni með því að herða lánaskilmála og hækka lágmarkseiningafjölda lánþega. 25. júní 34 þúsund undirskriftir hafa safn- ast gegn lækkun veiðigjaldsins. Sigmundur Davíð skrifar grein í Morgunblaðið þar sem hann sakar fjölmiðla og stjórnarandstöðuna um loftárásir gegn sér og ríkisstjórninni. Alþingi samþykkir að afturkalla ákvörðun fyrri ríkisstjórnar um hækkun gistinátta- skattsins. 26. júní Fjármálaráðherra boðar flatan niðurskurð til allra ráðuneyta upp á 1,5 pró- sent. Í ljósi þess að mennta- og menningar- málaráðuneytið og velferðarráðuneytið eru þau ráðuneyti sem mest útgjöld fara til er niðurskurðurinn að sama skapi mestur hjá þeim. Samkvæmt skoðanakönnun MMR hefur stuðningur við ríkisstjórnina dregist saman. 28. júní OECD leggst gegn áformum ríkisstjórnarinnar um skuldaniðurfellingar. „Hvað hins vegar OECD varðar, og Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og allar þessar stofnanir þá hef ég ekki miklar áhyggjur af því hvað hinum og þessum skammstöfunum finnst um þetta frumvarp,“ segir Sigmundur Davíð í kvöldfréttum RÚV. 29. júní Bjarni Benediktsson tilkynnir að ríkisstjórnin hyggist leggja niður landsdóm. Eygló Harðardóttir leggur fram frumvarp um breytingar á lögum um almanna- tryggingar. Í ljós kemur að tugþúsundir aldraðra og öryrkja fá engar hækkanir bóta þvert á það sem lofað var fyrir kosningar. 2. júlí Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð er kynnt á blaðamanna- fundi. Þar eru fyrrverandi stjórnendur sjóðsins gagnrýndir fyrir vanhæfni og eftirlits- og valdastofnanir snupraðar vegna pólitískra ráðninga og sinnuleysis. Sama dag segist Páll Jóhann Pálsson, nýr þingmaður Framsóknarflokksins og einn af eigendum Vísis hf., líta á sig sem sérstakan fulltrúa sjávarútvegarins og útgerðarinnar á Alþingi. Áður hafði komið fram í DV að Vísir er annað af þeim tveimur útgerðarfélögum sem græða hlutfallslega mest á lækkun veiðigjaldsins. 3. júlí Alþingi samþykkir frumvarpið um Ríkisútvarpið. 4. júlí Alþingi samþykkir frumvarpið um lækkun sérstaka veiðigjaldsins. 5. júlí Bjarni Benediktsson fundar með fyrrverandi fjármálaráðherrum Sjálfstæðis- flokksins í fjármálaráðuneytinu. Um kvöldið er frumvarp landbúnaðar- og sjávarút- vegsráðherra um lækkun veiðigjaldsins samþykkt. 6. júlí Forsvarsmenn undirskriftalista gegn lækkun veiðigjaldsins afhenda forseta Íslands 35 þúsund undirskriftir. 8. júlí Skipaður er sérstakur hagræðingar- hópur sem hefur það hlutverk að leggja fram tillögur að niðurskurði og betri forgangsröðun í rekstri ríkisstofnana. Ás- mundur Einar Daðason er formaður hópsins og með honum starfa Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, Guðlaugur Þór Þórðarson og Unnur Brá Konráðsdóttir. 9. júlí Forseti Íslands skrifar undir veiði- gjaldslögin. 10. júlí Sigmundur Davíð boðar starfshóp sem mun leiðrétta villur í rannsóknarskýrsl- unni um Íbúðalánasjóð. 12. júlí Framsóknarflokkurinn hefur misst töluvert fylgi samkvæmt könnun MMR og er kominn niður í 16,7 prósent. 14. júlí Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra fullyrðir í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni að ríkið sé ekki best til þess fallið að annast heilbrigðis- þjónustu. 16. júlí Heildarlaun forstjóra og fram- kvæmdastjóra hjá ríkinu hækka um allt að 287 þúsund krónur samkvæmt úrskurði kjararáðs. 25. júlí Ríkisstjórnin ákveður að styrkja hlaupadrottninguna Anítu Hinriksdóttur um fjórar milljónir króna. 26. júlí Matsfyrirtækið Standard and Poor‘s tilkynnir um neikvæðar lánshæfis- horfur íslenska ríkisins. Vigdís kallar tilkynninguna hótun. 7. ágúst Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fagna stofnun hagræðingarhópsins. 10. ágúst Skrúfað er fyrir IPA-styrki Evrópusambandsins til Íslands vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að stöðva viðræðurnar. 14. ágúst Vigdís Hauksdóttir hótar fréttastofu Ríkisútvarpsins niðurskurði vegna meintrar vinstrislagsíðu. Fjöldi fólks skorar á hana að segja sig úr hag- ræðingarnefnd stjórnvalda. Loforð á eindaga n Skuldarar að missa vonina n Ríkisstjórnin lofaði kjarabótum fyrir heimilin í sumar n Hagsmunir stórútgerðarinnar nutu forgangs Tímalína ríkis- stjórnarinnar Veiðigjaldið lækkað Ríkisstjórnin gerði lækkun sérstaka veiðigjaldsins að forgangsmáli í sumar. Um leið voru skuldamál heimilanna sett í nefndir. Kátir formenn Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson voru bjart- sýnir á kosningavökunni og hefur eflaust hlakkað til að taka til óspilltra málanna. Talað í kross Þingmennirnir Brynjar Níelsson og Vigdís Hauksdóttir hafa valdið talsverðu fjaðrafoki. Brynjar er þekktur fyrir að segja skoðanir sínar umbúðalaust. Mörg- um blöskraði þegar haft var eftir honum að nokkrir dauðir fiskar í Lagarfljóti væru ekkert tiltökumál og betra væri ef ekki sætu margir vinstrimenn í stjórn Ríkisút- varpsins. Nú síðast gekk hneykslunaralda yfir netheima þegar Vigdís hvatti til niðurskurðar hjá RÚV í beinu framhaldi af því að hafa gagnrýnt fréttastofuna og sakað hana um vinstrislagsíðu. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningar- málaráðherra, mælti sérstaklega gegn því í viðtali við Ríkisútvarpið að umræðunni um fréttamennsku og fjárveitingar til stofnunarinnar væri blandað saman með þessum hætti. Um leið og yfirlýsingar á borð við þessar valda ríkisstjórninni vandræðum gagnast þær henni. Yfirlýs- ingaglaðir þingmenn bægja athygli og reiði almennings frá ríkisstjórninni sjálfri og aðgerðum og aðgerðaleysi hennar. Þingmenn rugga bátnum Forgangsröðun og fórnarkostnaður Með því að lækka veiðigjaldið tókst nýrri ríkisstjórn að gera að engu eitt helsta forgangsmál fyrri ríkisstjórnar, baráttumál sem tók hana rúm þrjú ár að keyra í gegnum þingið. Þannig vann ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins pólitískan sigur, en um leið beið hún málefna- legan ósigur. Þúsundir Íslendinga settu nafn sitt á undirskriftalista gegn lækkun veiðigjaldsins og mótbyrinn úr röðum fræðimanna, alþjóðastofn- ana og hagsmunasamtaka gerði það að verkum að ríkisstjórnin varð undir í þjóðmálaumræðunni. Með lækkun veiðigjaldsins voru andstæðingum ríkisstjórnarinnar færð spil í hendur sem þeir munu lík- lega nýta sér á kjörtímabilinu. Ætla má að hvers kyns kjaraskerðingar gagnvart almenningi verði túlkaðar sem fórnarkostnaður ívilnana fyrir sérhagsmunaöflin. Fjárlögin í haust verða afdrifarík fyrir ríkisstjórnina, enda munu þau gefa almenningi skýra mynd af forgangsröðun hennar. Hvort ríkisstjórninni tekst að efna stærstu kosningaloforðin mun fram- tíðin leiða í ljós. Takist henni það ekki þurfa stjórnaliðar að halda vel á spilunum hvað varðar kynningarmál og almannatengsl. Ella gætu kjós- endur refsað Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í næstu þingkosningum – rétt eins og flokk- ar Jóhönnu og Steingríms fengu að kynnast. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.