Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 23
Hann sagði mér að hætta að drekka kaffi og sendi mig heim Ætli þetta hafi verið streitarar? Fráleitt að ég segi af mér Andrea Gunnarsdóttir var send heim af lækni en fékk hjartaáfall um nóttina. – DVGylfi Ægisson á beinni línu á DV.is. – DVVigdís Hauksdóttir alþingiskona sem hefur gagnrýnt RÚV. – DV Gamlir kunningjar Spurningin „Mér finnst hún frekar hægrisinnuð.“ Laufey Ýr Jónsdóttir 20 ára sjálfstætt starfandi „Mér finnst þeir frekar bláir.“ Guðjón Sigurður Hermannsson 23 ára barþjónn „Ég horfi ekki mikið á sjónvarp en mér finnst hún frekar hlutlaus.“ Adrian Chroscilsky 26 ára pítsubakari „Mér finnst fréttastofan í heild hlutlaus en sumir fréttamenn hafa sína slagsíðu.“ Hjördís Erlingsdóttir 54 ára starfar við sölu- og markaðsmál „Ég horfi ekki á fréttir.“ Frans Jörgensen 19 ára nemi Hefur fréttastofa RÚV pólitíska slagsíðu? 1 Smokkur gegn nauðgun sem skaðar getnaðarlim Sonnet Ehlers er hjúkrunarfræðingur frá Suður- Afríku og hún fann upp kvennmanns- smokk gegn nauðgunum. Skurðaðgerð þarf til að fjarlægja smokkinn. 2 „Hann var frábær maður“ Útför Péturs Róberts Tryggvasonar sjúkraflutningamanns fór fram frá Akur eyrarkirkju á fimmtudag. Hann lést í flugslysi þann 5. ágúst síðastliðinn. 3 Hlaupa til minningar um Lovísu Hrund Lovísa lést í bílslysi við Akranes í apríl á þessu ári, aðeins 17 ára. 4 167 milljónir afskrifaðar hjá félagi Engilberts Landsbankinn hefur afskrifað 167 milljónir króna hjá eignarhaldsfélagi í eigu Engilberts Runólfssonar athafnamanns. 5 Bachelor-stjarna látin Bachelor-stjarnan Gia Allemand er látin. Það var kærasti hennar, körfuboltamaðurinn Ryan Anderson, sem kom að henni meðvitundarlausri á heimili hennar. 6 Páll og Hulda sameinuð Páll Bergþórsson fær að sofa við hlið konu sinnar, Huldu Baldursdóttur, á nýjan leik. Hann er nýfluttur inn á Hrafnistu í Kópavogi. Mest lesið á DV.is Heimspeki hjartans É g reyni alltaf annað veifið að vekja athygli á fallegri hugsun; skapandi hugflæði og ekki síst gagnrýninni hugsun þeirra sem leitast við bæta heiminn. Meðvitað og ómeðvitað vitna ég því oft í heimspekinga og stórmenni sem auðgað hafa mannlíf með gæsku sinni og göfuglyndi. Ég held nefni- lega að fögur hugsun sé það afl sem við þurfum meira og minna að treysta á. Sumt fólk segir, að tal um fagra hugsun, ást, dygðir og góð gildi, fái oftast á sig tilgerðarlegan blæ; að ástarhjal verði svo auðveldlega að vemmilegri klisju. Sumir halda því meira að segja fram að allt tal um réttlæti sé ekki annað en væm- in tugga. En hvað sem líður dóm- um manna, vil ég – fyrir alla muni – halda á lofti fallegri hugsun og reyni að sýna jákvæðni og bjartsýni í verkum mínum. Að vísu neyðist ég alltaf annað slagið til að tuða og þarf stundum að brjóta odd af of- læti mínu og ráðast að mönnum sem ég tel að skaði samfélag okk- ar með orðum sínum og gjörðum. Reyndar tel ég það hreina og klára skyldu mína að benda á það sem miður fer og betur mætti fara. Og, það sem meira er, ég rembist við að vera réttlátur og sýni alla þá sann- girni sem ég hef yfir að ráða. Ég reyni t.d. að láta klingja hressilega í viðvörunarbjöllum, þegar mér sýn- ist að fólk ætli að hjálpa fulltrúum helmingaskipta aftur til sætis við stjórnvöl skútunnar góðu. Og ég hika ekki við að taka upp hanskann fyrir þá ríkisstjórn sem af veikum mætti hefur á síðustu þremur árum reynt að rétta kúrsinn. Ég held nefnilega að í jöfnuði felist réttlæti og ég held að það beri vott um mik- inn andlegan þroska, þegar fólk kýs nægjusemi í stað græðgi. Þegar ég tala um heimspeki hjartans, er ég að tala um hugtak sem ég ætla svo sannarlega að vona að eigi eftir að festa sig í sessi. Reyndar gæti ég notað blaðsíður margra doðranta til að útskýra hvað ég á við með heimspeki hjartans. En svo ég grípi til stuttu setning- anna (sem ég hef lært að láta virka), þá er grunntónn hugtaksins sá, að með hjartagæsku verði heimurinn betri. Ég vil einfaldlega benda fólki á þá yndislegu staðreynd, að ef við komum auga á okkar innri fegurð og náum að virkja einlæga sjálfs- virðingu til góðra verka, þá munum við uppskera allt hið besta. Víst er letin lýjandi, hennar afl er þó þess virði að halda á lofti, því ef hún kemur okkur hjá neikvæðri framkvæmd, þá á hún fyllilega rétt á sér. Andleg leti er þó allajafna til óþurftar og ætti ekki að fá frið hjá neinum manni. Við þurfum engan æsing, ekkert tildur og ekkert prjál, því sú hugsun sem á rætur í full- kominni kyrrð getur blómstrað og fært okkur meiri fegurð en öll þau verk sem unnin eru með óhófi græðgi, siðblindu og dekri við fáa á kostnað heildarinnar. Og það vill svo skemmtilega til, að heimspeki hjartans kemur akkúrat við sögu á tónleikum núna um helgina, þar eð Þorvaldur Gylfa- son (sem er með pistil á síðunni hérna við hliðina), hefur samið tón- list við 13 sonnettur eftir mig og þá tónlist hefur Þórir Baldursson útsett. Frumflutningur herlegheit- anna verður í Kaldalóni í Hörpu, klukkan 20.00 á Menningarnótt. Flytjendur: Garðar Cortes tenór, Bergþór Pálsson barítón, Selma Guðmundsdóttir píanó og Gunnar Kvaran selló. Og auðvitað er ókeypis inn. Einn þann kostinn á ég þó sem öllum getur líkað; af hógværðinni hef ég nóg en henni er lítið flíkað. A lþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur í nýjustu úttekt sinni á efnahagsþróun á Íslandi haldið því fram, að unnt væri að spara háar fjárhæðir í mennta- og heilbrigðiskerfi þjóðarinn- ar án þess að þjónusta skertist. Sjóð- urinn setur jafnframt fram nokkrar tillögur um hvernig slíkt megi gerast. Viðbrögðin bæði hjá stjórnendum og hagsmunaaðilum eru nokkuð dæmi- gerð. Hávær mótmæli. Dýrt kerfi – rýr árangur Flestar af þessum tillögum eru hins vegar gamalkunnar og hafa margoft verið orðaðar þó ekki hafi eftir þeim verið farið nema að takmörkuðu leyti. Það er til dæmis á almannavitorði, að kostnaður íslenska grunnskólakerfisins er einn sá mesti ef ekki sá allra mesti í ríkjum OECD. Þá hefur líka lengi ver- ið vitað að þrátt fyrir það er árangur íslenska grunnskólakerfisins talsvert undir meðallagi í samanburði. PISA- kannanirnar, sem gerðar eru reglu- lega, staðfesta þetta bæði hvað varðar þekkingu grunnskólanema í stærð- fræðum og náttúrufræði jafnframt því sem ítrekaðar niðurstöður hafa sýnt að fjórði hver drengur, sem útskrifast úr grunnskóla eftir 10 ára skyldunám sem kostað hefur 13 milljónir króna, getur ekki lesið sér til skilnings. Lítil kennsluskylda – lág laun Þá er líka á almannavitorði, að launakröfum kennara hefur oftar en ekki verið mætt með því að stytta kennsluskyldu í stað þess að hækka laun. Afleiðingin er sú, að mun fleiri kennara á mun lægri launum þarf til þess að sinna nemendum en þyrfti ef kennsluskylda væri í samræmi við það sem gerist og gengur í flestum – ekki þó öllum – samanburðarríkjum. Auðvitað verður kennsluskylda ekki lengd án þess að greiða kennurum hærri laun. Hvort eða hversu mikið kynni að sparast við slíka breytingu er ómögulegt að segja fyrirfram en slík breyting er hvað sem því líður skynsamleg. Við það verður kennslan eftirsóknarverðara starf og „fram- leiðni“ meiri á hvert kennslustarf en nú er. Dýrt brottfall og dýr bið Þá hefur líka lengi legið fyrir að brott- fall úr framhaldsnámi er óvenju mik- ið á Íslandi og að íslensk ungmenni eru einu til tveimur árum lengur en nemendur í samanburðarlöndum að ljúka framhaldsnámi. Væri þessu breytt til samræmis við samanburðar- þjóðir myndi ekki aðeins mikið spar- ast í fjármunum og tíma heldur myndi starfsævi Íslendinga lengjast um eitt til tvö ár til mikils fjárhagslegs ávinn- ings bæði fyrir viðkomandi einstak- linga sem og þjóðarbúið. Núverandi menntamálaráðherra hefur ásett sér að standa að slíkum breytingum. Farnist honum vel. Sjö háskólar Þá hefur þjóðin vitað lengi að fráleitt er að 330 þúsunda manna þjóð geti rekið sjö sjálfstæða háskóla svo sæmandi sé. Slíkt er þjóðinni algerlega ofviða enda ná fæstir þessir skólar – kannski að- eins einn – að sinna þeim kröfum um rannsóknar- og vísindastörf sem al- mennt eru gerðar til skóla á háskóla- stigi í samanburðarlöndum. Lengi hafa beðið tillögur um að skólarnir séu sam- einaðir, þeim fækkað að miklum mun og þannig staðið að málum að þeir há- skólar – einn eða fleiri – sem reknir eru af þjóðinni geti staðið undir nafni sem vísinda- og fræðastofnanir. Núverandi menntamálaráðherra ætlar að takast á við þetta löngu tímabæra verkefni. Farnist honum vel. Þekkt úrræði Meðal tillagna Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins í heilbrigðismálum er að lögð sé aukin áhersla á notkun samheitalyfja og almennt útboð í lyfjakaupum hins opinbera. Ekki eru þessar tillögur held- ur nýjar. Hvort tveggja þetta og meira til hefur verið gert á liðnum árum af yfirvöldum heilbrigðismála auk þess sem reynt hefur verið að stemma stigu við óhóflegri lyfjanotkun Íslendinga á dýrum sýklalyfjum, geðlyfjum og öðr- um lyfjategundum sem Íslendingar nota í miklu óhófi. Mikill árangur hefur nú þegar náðst af slíkum ráðstöfunum. Sjálfsagt er hægt að gera þarna eitthvað meira en þetta eru þekkt viðfangsefni eins og flest annað í tillögum AGS. Tilvísanakerfið Þá er sú tillaga AGS ekki aldeilis ný, að skipulagi heilbrigðisþjónustunnar verði breytt þannig að þekking heimil- islækna og hjúkrunarfólks verði notuð til þess að beina sjúklingi að hagkvæm- ustu úrræðunum. Slíkt kerfi nefnist til- vísanakerfi og eru nú liðnir meira en þrír áratugir frá því Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin (WHO) gerði sínar fyrstu til- lögur til Íslendinga um slíkt kerfi. Tví- reynt hefur verið á Íslandi að koma því á. Þáverandi ráðherra, Guðmundur Bjarnason, lagði upp með slíkar til- lögur en hörfaði frá í miðju kafi vegna mikillar andstöðu sérfræðilækna. Sá, sem þetta skrifar, keyrði tilvísanakerfið í gegn í miklum átökum sem ráðherra en sama dag og hann lét af störfum var kerfið afnumið af eftirmanninum í ráðherrastóli og varð því aldrei að veruleika. Sérfræðilæknar færðu henni blómvönd fyrir. Síðari ráðherrar hafa margir séð að sú aðgerð var misráðin og talað um endurupptöku tilvísana- kerfisins undir öðru heiti „valfrjálst stýrikerfi“. Enginn þeirra hefur þó fylgt þeim áformum eftir þó sumir hafi um það talað enda er nú svo komið, þar sem vantar hvorki fleiri né færri en 60 heimilislækna og þúsundir lands- manna eiga ekki aðgang að heimil- islækni, að grunnheilbrigðiskerfið er orðið svo veikt að vafasamt er að heilsugæslan ráði lengur við það vandasama og þarfa hlutverk sem til- vísanakerfi leggur henni á herðar. Því er meira en vafasamt að slík kerfis- breyting geti eins og nú er komið stuðl- að að betri nýtingu fjármuna þó svo hafi tvímælalaust verið á árunum áður. Er það mikill skaði frá heilsufarslegu sjónarmiði því heimilislæknar eiga að vera eins konar þjónustufulltrúar sjúk- linga í flóknu kerfi. Þeirra sérmenntun lýtur að því umfram sérmenntun sér- fræðinga á sínu afmarkaða sviði að veita sjúklingnum leiðsögn um bestu og hagkvæmustu úrræðin og halda samræmda skrá yfir þá þjónustu sem sjúklingur fær í kerfinu og þær aðgerðir sem hann þarf að undirgangast og ár- angur af því í stað þess sem nú er þar sem enginn einn heldur utan um svo lífsnauðsynlegar upplýsingar og einn og sami einstaklingur getur á sama tíma verið í meðferð hjá mörgum sér- fræðingum, jafnvel innan sömu sér- greinar, þar sem enginn veit af öðrum. Þumbast við – og þagað Ég hef í þessari grein minni bent lesendum á að ástæðulaust er fyrir hagsmunaaðila, almenning og stjórn- endur í kerfinu að hrökkva upp af hjörunum vegna hugmynda AGS um hvernig ná megi meiri árangri í heil- brigðis- og menntakerfi þjóðarinnar. Flestar eru þetta gamalkunnar tillögur og hugmyndir sem legið hafa sumar á biðstofunni áratugum saman. Öfugt við Njál á Bergþórshvoli þarf hins vegar að segja nútíma Íslendingi sömu söguna oftar en þrisvar – og trúir hann þó ekki. Trúir aldrei ef útlendingur gef- ur ráðin. Því er komið sem komið er. Þeim farnast aldrei vel sem bara vilja hlusta á það sem þeim þykir þægilegt að heyra. Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Umræða 23Helgarblað 16.–18. ágúst 2013 Kjallari Sighvatur Björgvinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.