Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 52
52 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað Þ að getur reynst sumum erfitt að takast á við frægð og frama, peninga og völd, enda ýmsu sem þarf að fórna þegar ná á miklum frama. Brjálaðir aðdáendur, paparazzi-ljósmyndarar og skáldaðar fréttir í dagblöðum eru allt dæmi um ókosti heimsfrægðar en þó virðist einnig sem fræga fólkið lendi oftar fyrir rétti en annað fólk. Blaðamaður DV tók saman nokk- ur málaferli sem frægir einstaklingar hafa þurft að takast á við. „His Airness“ ekki sáttur Körfuboltastjarnan Michael Jordan stefndi matvöruverslunarkeðjunni Dominick‘s sem og móðurfélagi þess, Safeway Inc., árið 2009 fyrir að nota nafn hans í leyfisleysi. Forsaga máls- ins er sú að verslunarkeðjan birti auglýsingu þar sem hún sendi „His Airness“ hamingjuóskir fyrir að kom- ast inn í Hall of Fame. Í auglýsingunni var vissulega notast við þetta fræga viðurnefni Jordan sem og treyjunúm- er hans ásamt skilaboðunum „You are a cut above“ en auglýsingunni fylgdi afsláttarmiði sem veitti tveggja dollara afslátt af steik frá Rancher‘s Reserver. Lögfræðingur Jordan hélt því fram að sanngjarnt verð fyrir að fá að nota viðurnefni Jordan væri fimm milljónir Bandaríkjadala, en dómarinn Milton Shadur sagði það einfaldlega græðgi af hálfu körfuboltakappans. Það var svo ekki fyrr en í júní á þessu ári sem samkomulag náðist á milli stefnanda og stefndu en þær viðræður fóru fram fyrir luktum dyrum. Ósátt við bílaumboð Rappdívan og upptökustjórinn Missy Elliott stefndi bílaumboðinu Fox Valley Motor Cars í lok árs 2012 vegna kaupa á hvítum Lamborg- hini Aventador. Elliott hélt því fram að samningur hennar og umboðsins hafi kveðið á um að hún myndi greiða 30 þúsund dali í reiðufé auk þess sem fyrri bíll hennar, Bentley frá 2005, myndi ganga upp í kaupverðið sem hljóðaði upp á 376 þúsund Banda- ríkjadali, en það gera tæpar 45 millj- ónir íslenskra króna. Hún hafi hins vegar aldrei fengið nýja bílinn, sem hún átti að fá sendan fyrir mitt ár 2012, auk þess sem bílaumboðið hafi hækkað verðið á bílnum. Ekki hefur enn fengist niðurstaða í málið. Megrunarvörurnar virkuðu ekki Bandaríska leikkonan Kirstie Alley hefur barist við aukakílóin í mörg ár og þótti því tilvalið að stofna fyrir tækið Organic Liaison sem framleiðir megr- unarvörur. „Fyrir og eftir“-myndir af Alley prýddu vörur fyrirtækisins og sýndu umtalsverðan árangur í barátt- unni við holdið og var neyslu megr- unarvaranna þökkuð árangurinn. Á síðasta ári var Alley svo stefnt af Mar- inu Abramyan, óánægðum viðskipta- vini, sem sagði vörurnar ekki virka og benti á að ástæðan fyrir sjáanleg- um mun á leikkonunni væri sú að hún hefði stundað mikla líkamsrækt og auk þess borðað afar hitaeininga- snauðan mat eftir ströngu matarpl- ani. Á meðan Alley tók þátt í dansþátt- unum Dancing With the Stars hafi hún til dæmis stundað líkamsrækt í fimm til sjö klukkutíma á dag. Dómarinn féllst á rök Abramy- an og skipaði Alley að breyta um- búðum á vörum sínum þannig að tekið yrði sérstaklega fram að ekki væri sannað að vörurnar virkuðu. Þá þarf Alley að greiða Abramyan og lögfræðingum hennar samtals 130 þúsund Bandaríkjadali, en það gera rúmar 15 milljónir króna. Vill heita 50 Cent Bandaríski rapparinn 50 Cent, sem heitir réttu nafni Curtis Jame Jackson III, vill sannarlega ekki að nafn hans sé notað í leyfis- leysi. Árið 2008 stefndi hann skyndibitakeðjunni Taco Bell fyrir einmitt það eftir að keðjan sendi fjölmiðlum víðs vegar um Bandaríkin bréf þar sem rapparinn var beðinn á gamansaman hátt um að breyta nafninu sínu í 79 Cent, 89 Cent eða 99 Cent en uppátækið var liður í að auglýsa ódýran matseðil keðjunnar þar sem réttir á matseðli kostuðu ekki meira en 99 sent. Taco Bell virðist þó hafa gleymt að senda slíkt bréf á rapp- arann sjálfan sem var afar óánægður með uppátækið og krafði skyndibita- keðjuna um fjórar milljónir Banda- ríkjadala í skaðabætur, en það gera rúmar 476 milljónir íslenskra króna. Ráðið var fram úr deilunni í nóvem- ber 2009 með samkomulagi. n topp 5 Áhrifamestu í tónlistinni 1 Lady Gaga Lady Gaga halaði inn rúmar 168 milljónir Banda- ríkjadala í janúarmánuði vegna tón- leikaferðarinnar Born This Way. Hún er auk þess með afar stóran hóp aðdáenda, en 38 milljónir manna eru fylgjendur stjörnunnar á Twitter og 58 milljónir á Facebook. Aðdáendur hennar eru þeir allra tryggustu í bransanum. 2 Beyoncé Knowles Beyoncé græddi umtalsverðar fjárhæðir á árinu en nýjasta tónleikaferð hennar hefur halað inn rúmar tvær milljónir Bandaríkjadala í hverri borg. Þá er hún með sína eigin fatalínu auk þess að vera með samning við stórfyrirtæki á borð við H&M og Pepsi. Beyoncé er dáð af milljónum og stútfyllir stærstu tónleikahallir heims með skömmum fyrirvara. 3 Madonna Madonna hefur halað inn gríðarlegar fjárhæðir á árinu og þá aðallega vegna tónleikaferðarinnar MDNA sem hefur náð um 305 milljónum Bandaríkjadala í kassann. Þá er hún með fatalínuna Material Girl og ilminn Truth or Dare svo eitthvað sé nefnt en þessi amma poppsins er hvergi nærri hætt í bransanum. 4 Taylor Swift Söngkonan unga er meðal ríkustu tónlistarmanna heims en hún gaf út sína fjórðu breiðskífu í lok síðasta árs og seldust yfir 1,2 milljónir eintaka á einni viku. Þá hefur Swift einnig landað fjölmörgum samningum við stór fyrirtæki á borð við Coca Cola, Sony og Covergirl og vinsældir hennar í hámarki um þessar mundir. 5 Bon Jovi Töffararnir í Bon Jovi hafa verið á tónleikaferðalagi síðan í byrjun febrúar en hljómsveitin hefur halað inn meira en þrjár milljónir Bandaríkjadala í hverri borg og þar með grætt meira á árinu en Kanye West, Jennifer Lawrence og Rafael Nadal til samans. Þeir eru sívinsælir og alls staðar fylla þeir tónleikasalina. M ichelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, undirbýr nú útgáfu plötu þar sem rapp og hip-hop verður í aðal- hlutverki. Platan er hluti af verkefni á hennar vegum sem nefnist Let‘s Move! en það snýst um að binda enda á offitu hjá bandarískum börn- um og unglingum auk þess að stuðla að auknu heilbrigði hjá yngri kyn- slóðinni. Obama mun hvorki rappa né syngja inn á plötuna sjálf en hefur fengið fjölmargt tónlistarfólk með sér í lið, svo sem Ashanti, Jordin Sparks, Run DMC og Doug E. Fresh. Hún mun hins vegar birtast í myndbönd- um við lögin á plötunni en fyrirhugað er að útbúa tíu tónlistarmyndbönd og sýna þau í grunn- og framhalds- skólum víðs vegar um Bandaríkin. Platan, sem nefnist Songs for a Healthier America, er væntanleg í næsta mánuði og inniheldur 19 lög um ágæti hreyfingar og holls matar- æðis. Má þar nefna lög á borð við U R What You Eat, sem á íslensku myndi útleggjast sem Þú ert það sem þú borðar, og Veggie Luv, eða Græn- metisást. Let‘s Move!-verkefnið hófst í byrj- un árs 2010 og hefur Michelle Obama ferðast víðs vegar um Bandaríkin til að kynna það í skólum, íþróttafélögum og öðrum stofnunum þar sem börn koma við sögu. Markmið átaksins er að uppræta offitu á meðal barna og unglinga í Bandaríkjunum með öllu innan örfárra kynslóða svo að börn sem fæðist í dag verði í heilbrigðri þyngd er þau ná fullorðinsaldri. n Michelle Obama gefur út plötu n Hluti af átaki gegn offitu barna og unglinga Áhyggjufull Michelle Obama hefur miklar áhyggjur af offitu banda- rískra barna og unglinga. Panettiere trúlofuð Bandaríska leikkonan Hayden Panetti- ere mætti á alþjóðlega flugvöllinn í Los Angeles fyrr í vikunni með stóran demantshring á fingri. Fjölmiðlar vest- anhafs hafa velt því fyrir sér um nokkra hríð hvort leikkonan smávaxna hafi hlotið bónorð frá kærasta sínum til nokkurra ára, úkraínska þungavigtar- kappanum Wladimir Klitschko, en nú hafa þær sögusagnir verið staðfestar. Panettiere og Klitschko hófu ástarsam- band árið 2009 en hættu saman tveim- ur árum síðar. Ekki leið þó á löngu þar til þau byrjuðu saman á ný og nú virð- ist brúðkaup vera í vændum. Stjörnurnar fyrir rétti n Lögsóknir einn af fylgifiskum frægðar og frama„ His Airness Michael Jordan Missy Elliott Kirstie Alley50 Cent Organic Liaison Óánægður viðskiptavinur sagði megrunarvörur Kirstie Alley ekki virka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.