Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 40
40 Lífsstíll 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað Manuela ætlar sér stóra hluti n Alltaf þegar ég rekst á hann, þá brosi ég smá n Kjóll frá Balmain væri toppurinn M anuela Ósk Harðardóttir mun hefja nám í fata- hönnun í haust við Lista- háskóla Íslands. Hún á tvö börn, þau Jóhann Grétar, átta ára, og Elmu Rós, þriggja ára. Á heimilinu er líka kötturinn Tóta og hundurinn Koddi. Manuela var gift knattspyrnumanninum Grétari Rafni Steinssyni í ein fjögur ár og bjuggu þau í Manchester á Bretlandi þann tíma. Þau skildu árið 2011 og þá fluttist hún til Íslands ásamt börnum sínum og hefur hún búið sér og sínum glæsi- legt heimili í Áslandinu í Hafnarfirði. Manuela er mikill fagurkeri og klæð- ir sig smart en þó látlaust. Hún hefur gott auga fyrir tísku og fallegum hlut- um. Manuela tók á móti blaðamanni DV og var klædd í gallabuxur, blá- ar Louis Vuitton-mokkasíur og Ralph Lauren-blazer-jakka. Hún er yfirveguð og segist hafa það mottó að sýna ávallt öðrum virðingu og hlýju sama á hverju gengur. Manuela ræddi um tískuna, framtíðarplanið og rauða kjólinn sem hnefaleikakappinn Tyson gaf henni. Hvenær kviknaði áhugi þinn á tísku? Ég held að áhuginn hafi alltaf verið til staðar, alla vega miðað við hvern- ig mamma lýsir mér sem krakka. Ég safnaði vasapeningunum og keypti mér tískublöð, klippti út myndir og límdi upp um alla veggi og hafði alltaf miklar skoðanir á því hvernig ég var klædd. Áhuginn hefur svo alltaf auk- ist og verður líklega í sögulegu há- marki í vetur. Hvaða hönnuðir eru í upp- áhaldi og af hverju? Það eru alveg rosalega margir hönnuðir í uppáhaldi hjá mér – og mér finnst mjög erfitt að velja úr – en ætli Riccardo Tisci, Isabel Mar- ant og Phoebe Philo séu ekki efst á blaði þessa dag- ana. Ég er algjörlega sjúk í Givenchy – sérstaklega herralínuna. Hverju þurftir þú að skila inn við umsókn þína í fatahönnun HÍ? Ég þurfti að skila inn umsókn og möppu, en í henni voru teikningar, ljósmyndir, úrklippur og í raun allt sem ég hef gert og skapað sem mér fannst lýsa mér og því sem mig langar að gera. Áttu enn rauða kjólinn fræga og hef- ur þú einhvern tímann pælt í að selja hann? Já, ég á hann enn og nei, ég sé engan tilgang í að selja hann. Hann hangir inni í skáp heima hjá ömmu minni þannig að ég gleymi honum oft. Alltaf þegar ég rekst á hann, þá brosi ég smá. Hvert stefnir þú með þína hönnun i framtíðinni? Ég stefni auðvitað sem lengst. Ég á mér stóra drauma sem ég ætla mér að láta rætast. Maður verður að vera ákveðinn og einbeittur því tískubransinn er ekki það auð- veldasta að kljást við. Hvað ættu allar konur að eiga í fata- skápnum í haust að þínu mati? Mér finnst erfitt að setja allar konur undir sama hatt en ég held að góð og hlý úlpa eða kápa sé nauðsynleg flík fyrir allar íslenskar konur. Sjálfa langar mig mest í mokkajakka og stóra loðhúfu fyrir veturinn. Þér er boðið á stefnumót með stutt- um fyrirvara. Hvað gerir þú og í hvað ferðu? Ég fer í svartar gallabuxur með flottu belti, ljósa silkiskyrtu, leður- jakka og svarta pinnahæla. Svo set ég á mig rauðan varalit og passa að hárið sé í lagi. Það er mjög nauðsynlegt. Í hverju myndir þú bara alls ekki láta sjá þig? Maður á víst aldrei að segja aldrei – en ég sé mig ekki fara í magabol í nánustu framtíð. Einhver tískuslys af þinni hálfu í fortíðinni? Já, heldur betur, en mér finnst það allt í lagi, því á þeim tíma fannst mér ég hrikalega smart í Buffalo-skóm, öfugri joggingpeysu (mögulega tveimur í einu!) og gólf- síðu glanspilsi. Dýrmætasta flíkin í fataskápnum er? Ég á fullt af fallegum hlutum sem mér þykir mjög vænt um eins og til dæm- is handtösku frá Hermés sem ég gaf sjálfri mér eftir að hafa staðið mig vel í mjög erfiðum aðstæðum í mínu lífi. Hvað langar þig til að eignast mest af öllu í fataskápinn? Ég verð að segja kjól frá Balmain. Það væri toppurinn. Uppáhaldshlutir þínir í fata- og skart- skápnum eru? Svarti leðurjakkinn minn sem passar alltaf við allt. Síða loðvestið mitt sem er líklegast mest notaða flíkin í skápnum mínum, svart- ir klassískir Louboutin-skór, hvítu Isabel Marant-buxurnar mínar og allir Nike-skórnir mínir. n Íris Björk Jónsdóttir blaðamaður skrifar iris@dv.is Hvítar og smart Þessar buxur eru ein af uppáhaldsflíkum hennar. Nike er toppurinn Manuela á mörg pör af Nike-skóm. Þessir skora hátt á vinsælalistanum. Töskufrík Manuela á fallegt safn af töskum. Balmain Efst á óskalista Manuelu er kjóll frá Balmain. MyNd MoNica Feudi/FeudiguaiNeri .coM Klassík Síða loðvestið er flík sem Manuela notar mikið og lakkskórnir eru hennar uppáhald. glæsilegt Manuela hefur búið sér og börnum sínum glæsilegt heimili þar sem fagurkerinn í henni kemur vel fram. Falleg mæðgin Manuela ásamt syni sínum Jóhanni Grétar, átta ára. MyNdir KrisTiNN MagNússoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.