Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 13
Fréttir 13Helgarblað 16.–18. ágúst 2013 „Fráleitt að ég segi af mér“ n Vigdís segir þrýsting ekki hafa áhrif á sig Þ að er fráleitt að ég segi af mér, segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður, formaður fjár­ laganefndar og nefndarmaður í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinn­ ar. Hún segist fyrst og fremst ætla að halda áfram að sinna vinnunni sinni. Rúmlega 2.700 manns hafa sett nafn sitt við undirskriftalista og vilja að Vigdís segi af sér vegna ummæla hennar um RÚV í gær. Hún hefur lítið að segja um undir­ skriftalistann nema að fólki sé frjálst að stofna til þeirra. Í texta sem fylgir söfnuninni segir: „Við undirrituð skorum á Vigdísi Hauksdóttur að segja af sér formennsku í Fjárlaganefnd Al­ þingis sem og Hagræðingarhópi Ríkisstjórnarinnar vegna þeirra um­ mæla sem hún hefur látið falla um Ríkis útvarpið ohf. og sérstaklega fréttastofu RÚV. Þar tengir Vigdís Hauksdóttir saman pólitík og fjár­ veitingar Alþingis og lætur í veðri vaka að beygi RÚV sig ekki undir stefnu ríkjandi stjórnvalda verði fjár­ veiting stofnunarinnar skert.“ Að auki er það sagt ótækt að viðhorf minni­ hluta þjóðarinnar sem telja fréttastof­ una draga hlut ákveðinna málefna verði til þvingunaraðgerða af þessu tagi, og krefjast undirritaðir að sjálf­ stæði stofnunarinnar verði virt. Vigdís ræddi í gær um niðurskurð hjá RÚV, en hún var að auki ósátt við fréttaflutning fréttastofu stofnunar­ innar. Í því samhengi sagði hún: „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingar­ hópi og þar liggur allt undir.“ Vigdís gefur lítið fyrir það að þrýst sé á hana að segja af sér og seg­ ir þrýstinginn koma frá bloggsam­ félaginu. „Ég er fyrst og fremst að sinna minni vinnu sem ég var kosin til, og þess vegna tel ég það vera frá­ leitt að ég segi af mér, þrátt fyrir að það sé krafa um það frá bloggsamfé­ laginu,“ segir hún. n 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is Einstaklingar sem festu kaup á íbúðarhúsnæði eða hófu byggingu á árunum 2004 – 2008 og tóku jafnframt lán með veði í fasteign annars einstaklings eiga rétt á sérstökum vaxtabótum – lánsveðsvaxtabótum. Skilyrði fyrir ákvörðun lánsveðsvaxtabóta eru þessi: Umsóknir berist ríkisskattstjóra í síðasta lagi 15. september 2013. Ákvörðun lánsveðsvaxtabóta fer fram svo fljótt sem unnt er, þó eigi síðar en 17. mars 2014. Nánari upplýsingar um fjárhæðir, ákvörðun bóta og umsóknareyðublað má finna á vef ríkisskattstjóra; www.rsk.is Lánsveðsvaxtabætur Íbúðarhúsnæði hafi verið keypt eða byggt til eigin nota og lán tekin því til öflunar á tímabilinu frá 1. janúar 2004 til 31. desember 2008 Lán hafi verið tekið með veði í fasteign í eigu annars einstaklings Íbúðin hafi verið í eigu umsækjanda í ársbyrjun 2009 Eftirstöðvar fasteignaveðlána vegna þess íbúðarhúsnæðis, sem fengin voru með lánsveði, hafi samtals verið hærri en 110% af fasteignamati eignarinnar á söludegi eða í árslok 2010 Höfuðstóll veðlána hafi ekki verið lækkaður fyrir 9. apríl 2013 Hvergi bangin Vigdís Hauksdóttir lætur ekki að sér hæða. Mynd: dV eHf / Sigtryggur Ari niðurskurður Vigdís vill skera niður framlög til RÚV. „Sýnir sitt rétta andlit“ n Svandís gagnrýnir áform iðnaðarráðherra R agnheiður Elín sýnir sitt rétta andlit sem blygðunar­ laus nýtingarsinni,“ segir Svandís Svavarsdóttir, fyrr­ verandi umhverfisráðherra, í samtali við DV. Tilefnið er málflutn­ ingur iðnaðarráðherra um að æski­ legt sé að nýta Norðlingaölduveitu til raforkuframleiðslu. Nýlega fór hún í skoðunarferð um Þjórsá á vegum Landsvirkjunar sem kynnti henni breytta útfærslu Norðlingaölduveitu. Í fréttatíma Stöðvar 2 fullyrti Ragn­ heiður að Norðlingaölduveita væri bæði hagkvæm og umhverfisvæn. Nýta mætti virkjunarkostinn án þess að Þjórsárver biði skaða af. Svandís bendir á að Norðlinga­ alda sé í verndarflokki rammaáætl­ unar. „Ráðherrann lætur hins vegar eins og landið allt sé í nýtingarflokki. Norðlingaalda er í friðlýsingarferli en ráðherrann vekur máls á því í fúlustu alvöru að taka hana úr vernd og setja í nýtingu,“ segir Svandís og fullyrð­ ir að með þessu sýni Ragnheiður 40 ára baráttu náttúruverndarsinna fyrir stækkun friðlandsins fullkomna lítilsvirðingu. „Hún kallar virkjun, sem myndi eyðileggja þrjá stórkost­ lega fossa um aldur og ævi, um­ hverfisvæna.“ Fossarnir sem um er að ræða eru Dynkur, Gljúfurleitar­ foss og Kjálkaversfoss en ljóst er að ásýnd þeirra mun breytast verulega ef hugmyndir Landsvirkjunar og Ragnheiðar verða að veruleika. Árni Finnsson, formaður Nátt­ úruverndarsamtaka Íslands, mót­ mælir áformunum harðlega og tek­ ur undir með Svandísi. „Þau komast ekki í sultukrukkuna nema með því að breyta fyrst rammaáætlun og náttúruverndaráætluninni með póli­ tísku handafli. Lögin kveða á um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum og sú stækkun hefði útilokað Norð­ lingaölduveitu,“ segir hann. Árni bendir á að fossarnir hafi þegar tek­ ið breytingum vegna Kvíslarveitu. „Ef Landsvirkjun fengi Norðlingaöldu­ veitu myndi vatnið í þessum fossum minnka enn meira. Þeir segjast ætla að hafa sumarrennsli, en ég sé ekki að það sé neitt að marka það sem Landsvirkjun segir. Það er ekkert að marka fyrri yfirlýsingar forstjóra Landsvirkjunar um að hann vildi vinna þessi mál í sátt við almenning.“ Lög um rammaáætlun voru sam­ þykkt með miklum meirihluta á síðasta þingi. Hafa þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ítrekað haldið því fram að undirbúningur ramma­ áætlunar hafi verið færður í póli­ tískan farveg á lokametrunum og þannig verið vikið frá sjónarmiðum sérfræðinga og vísindamanna. Þessu hefur Stefán Gíslason, formaður verk efnisstjórnar rammaáætlun­ ar og umhverfisstjórnunarfræðing­ ur, vísað alfarið á bug. „Ragnheiður Elín og Sigurður Ingi eru þeir tveir ráðherrar sem hafa hvað mest sakað fyrri ríkisstjórn um að beita pólitísku handafli við gerð rammaáætlunar. En það sem þau ætla að gera núna er akkúrat það,“ segir Árni sem vonar að stjórnvöld hverfi frá virkjanastefn­ unni. n Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is gagnrýnir iðnaðarráðherra Svandís Svavars- dóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, gagnrýnir Ragn- heiði Elínu harðlega og kallar hana „blygðunarlausan nýtingarsinna“. „Hún kallar virkjun, sem myndi eyði- leggja þrjá stórkostlega fossa um aldur og ævi, umhverfisvæna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.