Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 18
18 Fréttir 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað
Hreyfing viðheldur
testósterónmagni
K
arlmenn í hópi Tsimane-
ættbálksins í Bólivíu
framleiða meira af karl-
hormóninu testósterón
við skógarhögg en hægt
er með knattspyrnuiðkun. Þetta
kemur fram í niðurstöðum rann-
sóknar sem mannfræðingarn-
ir Ben Trumble og Michael Gur-
ven frá Kaliforníu-háskóla í Santa
Barbara. Niðurstöðurnar sýna líka
að frumbyggjarnir halda testó-
sterónmagni mun stöðugra út
ævina en menn á Vesturlöndum.
Mannfræðingarnir skoðuðu
sérstaklega aukningu testósteróns
í líkama karlmanna flokksins í kjöl-
far líkamlegs erfiðis. Tekin voru
strokusýni úr munnviki þeirra fyrir
og eftir skógarhögg annars vegar
og knattspyrnuiðkun hins vegar.
Grein um rannsóknina birtist ný-
verið í netútgáfu Evolution and
Human Behavior.
Hormónamagn og fæðuframboð
Markmið rannsóknarinnar var að
skoða samspil hormóna, atferlis
og umhverfis. Testósterón var sér-
staklega skoðað þar sem það helst
í hendur við fæðuframboð. „Þegar
ungir menn sleppa jafnvel bara
einni máltíð getur testósterón-
magn í líkamanum fallið um allt
að 10 prósent. Fasti þeir í nokkra
daga lækkar magnið það mikið að
það verður á pari við geldingu,“
segir Trumble en hann segir það
sama eiga við um sýkingar. „Sýking
vegna sníkjudýrs eða sýkils, jafn-
vel meiðsli, bruni eða aðgerð geta
gert það að verkum að testósterón
lækkar mikið.“
Í rannsóknum sínum komust
Trumble og Gurven að því að
við iðkun knattspyrnu hækkaði
testósterónmagn karlmannanna
tímabundið um 30,1 prósent en
46,8 prósent við skógarhögg.
Haldast hraustir lengur
Mannslíkaminn notar orku úr
fæðu til að keyra marga mikil-
væga ferla og einn af þeim er að
byggja vöðvamassa og halda uppi
sterku ónæmiskerfi. Þegar fæða
er af skornum skammti þarf lík-
aminn að velja á milli þessara
þátta. Trumble segir þetta skipta
máli því fyrir Tsimane-fólkið þarf
það að hafa mjög mikið fyrir öll-
um hitaeiningum sem það inn-
byrðir með veiðum eða öðrum
aðferðum. Á meðan hann sjálfur
geti gengið inn í verslun í Banda-
ríkjunum og safnað saman 20.000
kaloríum á tíu mínútum án þess
að svitna. Einnig sé Tsimane-fólk-
ið berskjaldað gegn sníkjudýrum
og sýklum og því fari einnig orka í
að berjast gegn þeim.
Þessi ólíku lifnaðarhættir gera
það að verkum að grunntestó-
sterónmagn hjá Tsimane-mönn-
um er 33 prósentum lægra en hjá
bandarískum karlmönnum. Hins
vegar halda Tsimane-mennirnir
sínu testósteróni stöðugu út ævina
á meðan það lækkar oft með aldr-
inum hjá karlmönnum í iðnvædd-
um ríkjum.
Mikilvægt í ljósi þróunar
Fyrir suma kann þetta að hljóma
tilgangslaust rannsóknarefni en
Trumble segir þetta mikilvægan
lið í því að skilja þær breytingar
sem hafa orðið á neyslu- og hreyfi-
mynstri manna.
„Yfir þróun mannkynsins höf-
um við haft líkamlegt plan fyrir
framleiðslu kaloría. Það er mikil-
vægt að skoða hvernig testósterón
passar inn í það plan. Við þurfum
að halda í testósterónframleiðslu
til að framleiða vöðvamassa og auk
þess til að fá toppana þegar þess er
þörf. Ef þú ert fimmtugur Tsimane-
maður áttu sennilega sex eða fleiri
börn og þú þarft að geta fætt þau.
Ef þú tapar eiginleikanum til að
geta fengið toppa í testósterón-
framleiðsluna minnkar það getu
þína til þess að höggva tré. Höggva
lengur og fastar. Það hefði áhrif á
fæðuframboð til fjölskyldunnar.
Trumble og Gurven rannsökuðu
ekki testósterónmagn kvenna sér-
staklega í þessari rannsókn. Hann
segir þó fyrri rannsóknir hafa sýnt
að konur fái líka toppa í testó-
sterónmagn þó grunnmagnið sé
mjög lágt. Þessi rannsókn sýni
því að testósterón sé ekki aðeins
mikil vægt í keppni við vinina held-
ur fyrir marga íbúa jarðar lykil-
þáttur í að afla fæðu og halda í þá
getu út ævina. n
n Skógarhögg eykur testósterón meira en fótbolti
Ásgeir Jónsson
blaðamaður skrifar asgeir@dv.is
„Þegar ungir menn
sleppa jafnvel
bara einni máltíð getur
testósterónmagn í líkam-
anum fallið um allt að 10
prósent.
Arnold
Schwarzenegger
Hefur sennilega verið
„extra“ duglegur
við að höggva tré í
gegnum tíðina.
Vinna alla ævina Karlmaður úr hópi Tsimane-frumbyggja í Bólivíu.
Yfirgefa
Sómalíu
Mannréttindasamtökin Læknar
án landamæra hafa tekið þá
ákvörðun að hætta starfsemi sinni
í Afríkuríkinu Sómalíu. Sextán
fulltrúar samtakanna hafa verið
drepnir í landinu frá árinu 1991
en árið 2011 voru tveir myrtir.
Morðingja þessara tveggja fulltrúa
var sleppt úr fangelsi á dögunum
við litla hrifningu samtakanna.
Samtökin Læknar án landamæra
voru stofnuð árið 1971 með það
að leiðarljósi að allir eigi rétt á
læknishjálp. Hefur starfsemin
einkum farið fram á stríðshrjáðum
svæðum og í löndum þar sem fá-
tækt er útbreidd. Fulltrúar sam-
takanna segja að árásir á fulltrúa
samtakanna í Sómalíu hafi færst í
vöxt og jafnvel með stuðningi yfir-
valda í Sómalíu.
Nauðgaði 7
ára stelpu
Sjö ára gamalli stelpu var nauðgað
á klósetti lestar í Indlandi um síð-
ustu helgi. Nauðgunin hefur vakið
gríðarlega reiði en mikil mótmæli
hafa staðið yfir í landinu undan-
farna mánuði vegna öldu nauð-
gana og ofbeldis gegn konum.
Stúlkan var lokkuð af manni frá
móður sinni og vinkonu hennar í
borginni Raipur á föstudag. Mað-
urinn fór með stúlkuna um borð í
lestina og er grunaður um að hafa
misnotað hana þar.
Lögreglan leitar nú gerandans
en hann er sagður hafa verið
kunnugur vinkonu móður
stúlkunnar. Ekki hefur verið greint
frá nafni mannsins sem er um
fertugt. Stúlkan dvelur nú á spít-
ala en hún fannst á lestarstöð á
laugardagsmorgun.
Mótmæli og hávær krafa um
umbætur hófust eftir að 23 ára
konu var nauðgað af hópi manna
um borð í rútu í desember í fyrra.
Árásin átti sér stað í Nýju-Delí en
konan lést á sjúkrahúsi skömmu
seinna.
Í síðasta mánuði voru sex
menn dæmdir í lífstíðarfangelsi
fyrir að nauðga svissneskri konu
í Madhya-fylki. Konan var í
hjólaferð um Indland ásamt eigin-
manni sínum. Hópur manna réðst
að þeim og lömdu eiginmanninn
og nauðguðu konunni þegar
þau hugðust tjalda nærri skógi.
Mennirnir tilheyrðu ættbálki sem
býr í nágrenni við skóginn.
Mótmælendur hafa krafist þess
að stjórnvöld bregðist við en þau
hafa verið sökuð um aðgerðaleysi.
Lögregla hefur einnig verið sök-
uð um aðgerðaleysi og virðingar-
leysi gagnvart fórnarlömbum
kynferðis ofbeldis.