Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 21
Sport 21Helgarblað 16.–18. ágúst 2013 Mourinho landar titlinuM n Spá DV fyrir ensku úrvalsdeildina sem hefst um helgina n Chelsea landar titlinum n Brotthvarf Ferguson fellir United 9 Southampton Einhverjir myndu segja það djarft að spá Southampton 9. sætinu. Staðreyndin er sú að liðið er með hörkumannskap og hefur Mauricio Pochettino fengið fáa en afar sterka leikmenn í sumar. Má þar nefna miðjutröllið Victor Wanyama frá Celtic og varnarmanninn Dejan Lovren frá Lyon sem munu koma til með að styrkja liðið mikið. Þá hefur Southampton haldið öllum lykilmönnum sínum frá síðustu leiktíð. Liðið mun halda áfram að byggja á fínum árangri sem liðið náði í fyrra, en þá endaði Southampton í 14. sæti. Lykilmaður: Ricky Lambert Fylgstu með: Morgan Schneiderlin 10 West Ham Sam Allardyce mun halda áfram að leika kraftfótbolta í vetur með fínum árangri. Liðið festi kaup á Andy Carroll og Stewart Downing frá Liverpool sem gætu reynst varnarmönnum erfiðir viðureignar. West Ham náði 10. sætinu í fyrra og flest bendir til þess að West Ham verði áfram í baráttunni um miðja deild í vetur. Leikmannahópurinn er nokkuð sterkur en án þess að vera framúrskarandi á neinum sviðum. Lykilmaður: Kevin Nolan Fylgstu með: Ravel Morrison 11 Norwich Norwich verður ekki í neinum vandræðum í vetur og mun sigla lygnan sjó um miðja deild allt til loka tímabilsins. Chris Hughton hefur styrkt liðið mikið frá því í fyrra og fengið tvo öfluga framherja, þá Gary Hooper frá Celtic og Ricky van Wolfswinkel frá Sporting Lissabon. Þá datt liðið í lukkupottinn þegar Leroy Fer, hollenskur miðjumaður, ákvað að ganga í raðir félagsins en sá gæti vakið mikla athygli í vetur. Á hverju tímabili eru eitt til tvö lið sem koma á óvart og gæti Norwich komið þægilega á óvart í vetur. Lykilmaður: Robert Snodgrass Fylgstu með: Ricky van Wolfswinkel 12 Newcastle Leikmannahópur Newcastle er á pappírunum nógu sterkur til að berjast um sæti í Evrópudeildinni. Hann var það líka í fyrra en þá endaði liðið í 16. sæti deildarinnar og var í raun heppið að sleppa við fall. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Newcastle það tímabilið en fyrir fyrstu umferðina um helgina eru nær allir lykilmenn liðsins heilir. Alan Pardew þarf að ná að skapa góða liðsheild ef liðið á ekki að lenda í vand- ræðum í vetur. Í fyrra skein það í gegn að ósamstaða var í hópnum sem gæti reynst helsti óvinur liðsins í vetur. Lykilmaður: Yohan Cabaye Fylgstu með: Loic Remy 14 Aston Villa Eftir erfitt tímabil í fyrra mætir ungur og efnilegur leikmannahópur Aston Villa til leiks reynslunni ríkari í vetur. Paul Lambert tókst að sannfæra Christian Benteke um að vera áfram og munar um minna. Þá hefur Villa fengið til sín tvo spennandi Dani, þá Jores Okore og Nicklas Helenius. Lambert er í uppbyggingarstarfi á Villa Park og mun halda áfram að bæta leik liðsins. Mikil batamerki voru á spilamennsku Villa á seinni hluta síðustu leiktíðar. Ef deildin hefði byrjað um áramót hefði Villa endað í 8. sæti í vor. Lykilmaður: Christian Benteke Fylgstu með: Jores Okore 15 Sunderland Paolo di Canio er stjóri sem nýtur mikill- ar virðingar og hann náði að hífa Sund- erland upp úr fallsæti á síðustu leiktíð og skilaði liðinu í 17. sæti deildarinnar. Sunderland hefur átt þokkalega leiki á undirbúningstímabilinu og fengið til sín ógrynni leikmanna. Gæðin í Sunderland- liðinu eru þó takmörkuð en með Paolo di Canio við stjórnvölinn gæti hann vel skilað liðinu ofar en í 15. sæti. Hvað sem því líður verður Sunderland í miðjumoði en ætti að sleppa nokkuð örugglega við fall. Lykilmaður: Steven Fletcher Fylgstu með: Emmanuele Giaccherini 16 Fulham Fulham hefur lengi verið í deild þeirra bestu og ávallt verið í miðjumoði. Fátt bendir til annars en að Fulham verði í sama farinu á þessu tímabili. Liðið hefur fengið til sín nokkra nýja leikmenn og ber helst að nefna varnarmanninn Fernando Amorebieta og markvörðinn Martin Stekelenburg. Leikmannahópur Fulham er ekki mjög stór og gæðin auk þess takmörkuð. Ef til dæmis Dimitar Berbatov meiðist er liðið í vondum mál- um. Liðið verður í basli framan af leiktíð en nær að bjarga sér frá falli í síðustu umferðunum. Lykilmaður: Dimitar Berbatov Fylgstu með: Sascha Riether 17 Cardiff Cardiff rúllaði upp Championship- deildinni á síðustu leiktíð. Nýliðarnir munu þó eiga erfitt uppdráttar í deild þeirra bestu eins og oft vill verða hjá nýliðum. Cardiff mun þó njóta góðs af því að hópurinn er nokkuð reynslumikill og þá hefur stjórinn, Malky Mackey, gert sniðug kaup í sumar og meðal annars fengið Steven Caulker og Gary Medel. Liðið vantar þó alvöru markaskorara og mun mikið mæða á hinum unga en óreynda Andreas Cornelius sem kom í sumar. Cardiff nær að bjarga sér frá falli og endar í 17. sæti deildarinnar í vor. Lykilmaður: Peter Whittingham Fylgstu með: Andreas Cornelius 18 Stoke Tími Stoke City í deild þeirra bestu fer að líða undir lok. Stoke var ósannfærandi stóran hluta síðustu leiktíðar og endaði sex stigum frá fallsæti. Afar lítið hefur verið í gangi á leikmannamarkaðnum hjá Stoke í sumar og hafa einungis tveir leikmenn bæst við hópinn á meðan sjö eru farnir. Liðið hefur átt erfitt með að skora mörk og þar að auki átt afar erfitt uppdráttar á útivelli í deildinni. Nái liðið ekki að styrkja sig með öflugum sóknar- mönnum mun fara illa í vor. Lykilmaður: Asmir Begovic Fylgstu með: Mark Muniesa 19 Crystal Palace Palace komst upp í úrvalsdeildina í vor eftir að hafa endað í 5. sæti Champ- ionship-deildarinnar. Wilfried Zaha átti stóran þátt í velgengni Palace í fyrra en hann er nú horfinn á braut til Englandsmeistara Manchester United. Í liðinu er þó fjöldi ungra og efnilegra leikmanna sem eru tilbúnir að berjast fyrir liðið og gera vel. Reynsluleysi mun þó að líkindum verða liðinu að falli líkt og raunin hefur verið þegar liðið hefur komist í úrvalsdeildina. Lykilmaður: Mile Jedinak Fylgstu með: Dwight Gayle 20 Hull Hull City mun fara rakleiðis aftur niður í Championship-deildina. Leikmannahópur liðsins er fljótt á litið einfaldlega sá slakasti. Liðið komst beint upp í úrvalsdeildina í fyrra og það tókst með öguðum varnarleik. Hull vantar alvöru markaskorara enda skoraði liðið einungis 61 mark á síðustu leiktíð. Til samanburðar skoraði falllið Peterbrough 66 mörk. Danny Graham er kominn til félagsins og verður það hlutverk hans að sjá um markaskor- un. DV spáir því að Hull falli í vor og verði hálfgert fallbyssufóður fyrir stóru liðin. Lykilmaður: Robby Brady Fylgstu með: Allan McGregor 13 West Brom West Brom kom allra liða mest á óvart í fyrra og endaði í 8. sæti deildarinn- ar. Þá var liðið með Romelu Lukaku innanborðs sem er nú farinn til Chelsea. West Brom hefur haft tiltölulega hægt um sig á leikmannamarkaðnum í sumar og byggir liðið á sama kjarna og í fyrra. Miklar vonir eru bundnar við reynslu- boltann Nicolas Anelka sem hefur staðið sig vel á undirbúningstímabilinu og skorað nokkur mörk. Miðað við leik- mannahópinn er ekki raunhæft að spá liðinu sama gengi og í fyrra. Liðið mun þó aldrei verða í neinni fallbaráttu og tryggja sæti sitt örugglega í deildinni. Lykilmaður: James Morrison Fylgstu með: Nicolas Anelka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.