Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 12
12 Fréttir 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað Fimm staðir brutu reglur n Voru ekki með matseðil við inngang staðarins eins og reglur gera ráð fyrir F imm veitingastaðir brutu reglur um verðmerkingar þegar fulltrúar Neytendastofu könnuðu stöðu mála í júlí- mánuði. Alls var farið á 97 veitinga- staði á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að skoða hvort farið væri eftir reglum um verðmerkingar. Skoðað var hvort matseðill með verðupplýsingum væri við inn- göngudyr og hvort magnupplýs- ingar drykkja kæmu fram. Á vef Neytendastofu kemur fram að veitingahúsum beri að hafa matseðil með verði við inn- göngudyr sínar svo neytendur geti kynnt sér vöruúrval og verð áður en þeim er vísað til borðs. Í flestum tilvikum var matseðill við inngang eða á 92 veitingastöðum af 97. Þeir fimm staðir sem ekki höfðu mat- seðil við inngang voru Kopar, Le- bowski Bar, Sushi samba, Íslenska hamborgarafabrikkan og Grillhús- ið. „Erfitt getur verið að átta sig á verðinu ef magns er ekki getið. Til þess að neytendur geti betur áttað sig á verðinu á að gefa upp magn á drykkjarföngum hvort sem það er í flösku eða glasi, auk verðs. Á 14 veitingastöðum vantaði magnupp- lýsingar á verðskrá drykkja. Einnig var skoðað hvort að vínmálin væru löggild og þar af leiðandi að mæla rétt, niðurstöður þeirrar skoðunar verða birtar síðar,“ segir á vef Neyt- endastofu. Þar eru neytendur hvattir til að vera á verði og koma ábendingum til skila í gegnum raf- ræna neytendastofu á vefslóðinni neytendastofa.is. n „Það er von“ M ig langar að vekja athygli á sjúkdómnum því hann er ekki mjög þekktur hér líkt og hann er víða annars staðar, til dæmis í Banda- ríkjunum en umræðan um hann hefur þó aðeins opnast undanfarin ár,“ segir Guðjón Reykdal Óskarsson. Guðjón er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúk- dóminn, sjaldgæfan hrörnunarsjúk- dóm sem einungis drengir fá. Einn af hverjum 3.500–4.000 drengjum sem fæðast greinast með sjúkdóminn. Hér á landi er vitað um í kringum tíu drengi sem eru með sjúkdóminn. 12 ára í hjólastól Guðjón greindist með sjúkdóminn þegar hann var um sex ára gamall sem hann segir vera nokkuð seint mið- að við þá sem greinast í dag en flestir séu að greinast um 3–4 ára aldur. Fyrir þann aldur eru einkenni sjúkdómsins yfirleitt ekki sjáanleg fyrir utan að um helmingur þeirra sem greinast voru seinir til að byrja að ganga. „Ég fann ekki mikið fyrir sjúkdómnum fyrr en ég varð tólf ára en þá þurfti ég að byrja nota hjólastól,“ segir hann aðspurður hvernig einkenni Duchenne hafi lýst sér í hans tilfelli til að byrja með. „Áður hafði ég fundið fyrir máttleysi og var oft að detta og meiða mig og svona. En þegar ég varð 12 ára fann ég fyrir þessu fyrir alvöru,“ segir hann. Í lyfjafræði í Háskólanum Þrátt fyrir að vera bundinn við hjóla- stól lætur Guðjón það ekki stöðva sig í því sem hann vill gera. Hann hefur aðstoðarkonu sem hjálpar honum við flestar hans daglegu athafnir, meðal annars að sækja nám. Guðjón er mik- ill námshestur og segist alltaf hafa haft gaman af náminu. „Það hefur eigin- lega allur minn tími farið í það.“ Guðjón hefur verið verðlaunaður fyrir frammistöðu sína í námi en hann var dúx frá Fjölbrautaskóla Suður- lands. Að loknu stúdentsprófi fór hann í lyfjafræði við Háskóla Íslands og í haust byrjar hann á þriðja árinu sínu þar. „Pabbi minn og systur hans eru læknar þannig áhuginn kemur svolítið þaðan. Ég vildi fara í eitthvað heilbrigðistengt en vildi ekki fara í jafn langt nám og læknisnámið er þannig ég valdi milliveginn og fór í lyfja- fræðina,“ segir Guðjón sem kann vel við námið. „Þetta er æðislega gaman.“ Miklar framfarir í rannsóknum Guðjón segist ekki vita hvað hann geri að námi loknu en vonast til þess að geta nýtt sér þekkinguna úr nám- inu til þess að þróa lyf við Duchenne- sjúkdómnum. „Ég reikna með að fara í rannsóknarvinnu. Mig langar að þróa lyf og eftir að ég fór á ráðstefnu í London og sá hvað það var mikið að gerast í þessum málum þá fékk ég mikinn áhuga á þessu,“ segir hann. Síðastliðið haust sótti hann ráð- stefnu um sjúkdóminn í London. Þar komst hann sér til mikillar ánægju að því að miklar framfarir eru í rann- sóknum á sjúkdómnum. „Margar meðferðir sem eru á tilraunastigi lofa góðu og það er vonast til þess að fyrsta meðferðin komi á markað í lok árs 2014,“ segir hann en um er að ræða lyf sem vonast er til að hjálpi þeim sem eru með vissa tegund sjúkdóms- ins. „Ég er með þá tegund af galla sem þetta myndi virka á. Það er ekki kom- ið á markað en komið langt á tilrauna- stigi þannig að kannski get ég fengið það á næstu árum. Það er allavega gott að sjá hvað það er margt í gangi í rannsóknum á sjúkdómnum og að það er von.“ Tíu kílómetrar í hjólastólnum Guðjón ætlar þrátt fyrir að vera í hjólastól að fara tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fer þann 24. ágúst næstkom- andi. Hann hefur nú þegar safnað um 90 þúsund krónum til styrktar Duchenne-samtökunum á Íslandi og vonast til þess að ná upp í 100 þúsund krónur. „Það er markmiðið,“ segir hann en rannsóknir á sjúkdómnum hafa að miklu leyti verið fjármagn- aðar með fjármagni frá samtökum líkt og þeim íslensku. Þeim sem vilja heita á Guðjón er bent á að fara inn á heimasíðuna: hlaupastyrkur.is. n n Guðjón er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne Duchenne Muscular Dystrophy (DMD) er arfgengur vöðvarýrnunarsjúkdómur sem leiðir til vaxandi vöðvamáttleysis, hjarta- og öndunarbilunar en drengir setjast alfarið í hjólastól 10–12 ára. Genagallinn er á X-litningi því fá drengir sjúkdóminn en mæður þeirra eru oftast arfberar. Í dag er engin lækning til við DMD. Samtökin eru með síðu á facebook: facebook.com/DuchenneCharityIceland. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Ég fann ekki mikið fyrir sjúkdómnum fyrr en ég varð tólf ára en þá þurfti ég að byrja nota hjólastól. Öflugur Guðjón er að fara að byrja á þriðja ári sínu í lyfja- fræði við Háskóla Íslands. Hann vonast til þess að geta nýtt sér námið við að þróa lyf við Duchenne- sjúkdómnum sem hann sjálfur er með. Mynd KrisTinn Magnússon Spá óbreyttum stýrivöxtum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun taka ákvörðun um stýrivexti í næstu viku og verður niðurstaðan tilkynnt miðviku- daginn 22. ágúst næstkomandi. Á vef Hagfræðideildar Lands- bankans er því spáð að nefndin ákveði að halda vöxtum bank- ans óbreyttum að þessu sinni. „Það ræðst helst af því að hag- þróun frá síðasta fundi nefndar- innar 12. júní síðastliðinn hefur verið tíðindalítil og ekk- ert sérstakt gerst sem kallar á breytingu vaxta,“ segir á vef Hag- fræðideildar bankans. Aflinn jókst lítillega Heildarafli íslenskra skipa í ný- liðnum júlímánuði, metinn á föstu verði, var 0,8 prósentum meiri en í júlí 2012. Það sem af er árinu veiddist 0,1 prósent meiri afli en á sama tímabili árið 2012, sé aflinn metinn á föstu verði samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands. Frá þessu er greint á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, en þar kemur fram að aflinn hafi alls numið 101.444 tonnum í júlí 2013 samanborið við 113.051 tonn í júlí 2012. Botnfiskafli jókst um tæp 2.800 tonn frá júlí 2012 og nam tæpum 27.100 tonnum. Þar af var þorskaflinn tæp 13.200 tonn, sem er aukning um tæp 2.900 tonn frá fyrra ári. Ýsu aflinn nam rúmum 1.700 tonnum sem er 295 tonnum minni afli en í júlí 2012. Karfaaflinn nam tæp- um 4.000 tonnum í júlí 2013 sem er rúmlega 1.200 tonnum meiri afli en í fyrra. Rúm 5.000 tonn veiddust af ufsa sem er 170 tonna aukning frá júlí 2012. Afli uppsjávartegunda nam rúmum 70.900 tonnum, sem er rúmlega 14.400 tonnum minni afli en í júlí 2012. Samdráttinn má rekja til um 6.500 tonna minni síldarafla, sem nam 8.900 tonnum í júlí 2013, og rúmum 8.100 tonna minni makrílafla, sem nam rúmum 61.800 tonn- um í júlí 2013. Nær engar aðrar uppsjávartegundir voru veiddar í mánuðinum. Flatfiskaflinn var rúm 2.300 tonn í júlí 2013 og jókst um 709 tonn frá fyrra ári. Skel- og krabbadýraafli nam 913 tonnum samanborið við tæplega 1.600 tonna afla í júlí 2012. Afli á föstu verði er reiknað- ur út til þess að finna breytingu á verðmæti heildaraflans að gef- inni þeirri forsendu að verðhlut- föll milli einstakra fisktegunda séu þau sömu og á ákveðnu við- miðunartímabili sem hér er fisk- veiðiárið 2011–2012. Hér er því um að ræða hliðstæðu við um- reikning á afla yfir í þorskígildi. Aflinn í tonnum sýnir hins vegar magn aflans án tillits til þess að fisktegundir eru misjafnlega verðmætar. Hamborgarafabrikkan Kopar, Lebowski Bar, Sushi samba, Íslenska hamborgarafa- brikkan og Grillhúsið brutu reglur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.