Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 37
Menning 37Helgarblað 16.–18. ágúst 2013 „Lélegur Gossi“ Only God Forgives Leikstjóri: Nicolas Winding Refn Að skemmta er mitt dóp núna til að bóka mig á skemmt- un myndi ég svara að ég væri bók- aður fram í febrúar 2014. Þannig er staðan.“ Siggi segist njóta þess að fá sér bjór en hann drekki sér ekki til óbóta. „Nei, þá væri búið að leggja mig inn hjá Tóta Tyrfings. Þú getur ekki verið í rugli og staðið í þessu á sama tíma. Auðvitað sér maður allar hlið- ar á þessu í þessum bransa. Slags- mál og rifrildi og svoleiðis. En ég hef verið heppinn. Það er mikið stuð á þeim stöðum sem ég er að spila á og ég mæti yfirleitt um ellefu og er far- inn klukkan tvö um nóttina.“ Lifir ekki í fortíðinni Þátturinn hans Sigga er fullur af for- tíðarþrá. Það er stundum sagt að sá sem lifir í fortíðinni geti ekki not- ið nútíðarinnar – augnabliksins. Ég spyr Sigga hvort sú sér raunin. Er hann fastur í fortíðinni? „Ef þú myndir skoða iPodinn minn þá myndir þú sjá Pittbull og alla nýjustu tónlistina. Þegar ég „Dj´a“ þá byrja ég kannski á gömlu tónlistinni en enda á Jay Lo og þeim heitustu í dag. Ég nenni ekki að velta mér upp úr fortíðinni en finnst samt margt heillandi við gamla tímann. Lífið var einhvern veginn miklu ein- faldara. Ekkert sjónvarp í júlí. 21 var drykkurinn. Og allir héldu að þeir væru afskaplega töff en voru það ekki. Þetta var ansi skrautleg tíska. En ég er ekki fastur í fortíðinni.“ Uppnefndur maskínan Siggi Hlö er tveggja barna faðir. Börnin hans eru 18 og 23 ára og hann segir gaman að djamma með þeim. Hann vinnur á auglýsingastofunni Pipar á daginn en er skemmtana- lögga og fjölmiðlamaður á kvöldin. Hann byrjaði í útvarpinu árið 1986, þá aðeins 18 ára gamall. Og hann vann ein tíu ár á Stöð 2 og Bylgjunni, var til dæmis klippari í sjónvarpinu. Það eru ein 25 ár síðan hann kynnt- ist konunni sinni og hann segist vera hamingjusamlegu giftur. Eflaust grunaði Sigga ekki að hann ætti eftir að verða þekktur sem kyntákn á fimmtudagsaldri. Ég spyr hann út í viðurnefnið „maskínuna“. „Já, viðurnefnið. Það hringdi einu sinni kona inn og talaði um „Hlö Machine“ og þá fóru fleiri að nota þetta. Ég byrja bara að heyra þetta frá einhverjum dúddum í bænum. „Hei, þarna er Siggi Hlö. Maskínan!“ Þeir halda víst að ég hafi svona mik- ið „sex appeal“, heyra hvernig konur flippa og skríkja í símanum þegar þær hringja inn,“ segir Siggi og hlær. Eina markmiðið að skemmta Hann hefur verið að skemmta fólki alveg síðan hann byrjaði í gaggó og var fenginn til að þeyta skífum í skólanum. Hann á risavaxinn að- dáendahóp sem eflaust á eftir að stækka þegar sjónvarpsþættirnir hefja göngu sína nú um helgina. Hann hugsar ekki um lágmenningu eða hámenningu, hefur upplifað sigra og mótlæti á löngum ferli í fjölmiðlum. Kannski er hann loks- ins kominn heim, í Hemma Gunn- settinu þar sem hann hefur alla þræði í höndum sér. „Ég kalla hlustendur mína Bylgjugengið eða Fellihýsafólkið. Þetta er ákveðin týpa sem ákveður á miðvikudegi eða fimmtudegi hvað eigi að grilla um helgina. Þetta er fólk sem hefur gaman af lífinu, börnin eru að vaxa úr grasi og það getur leyft sér að slaka svolítið á í lok vinnuvikunnar, skella sér í pott- inn og opna einn kaldann. Ég er vanur því að fólk kalli nafnið mitt á djamminu. „Nei, þarna er Siggi Hlö.“ Ég hef gaman af því. Fyrir mig skiptir frægðin engu máli. Eina markmið mitt er að fólk hafi gaman af því sem ég er að gera,“ segir Siggi og bætir svo við: „Hlö out.“ n 12. ágúst 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Blái naglinn leitar nú til félagasamtaka og íþró�afélaga sem vilja afla sér tekna með sölu Bláa naglans og vinna um leið til góðs. Blái naglinn stendur fyrir �áröflunarátaki dagana 13.–27. ágúst og safnar til kaupa á tækjum fyrir LSH sem nýtast við krabbameins- meðferðir. 20% af söluandvirðinu rennur til söluaðila en afgangur- inn til tækjakaupanna. Skráning og nánari upplýsingar eru á blainaglinn@blainaglinn.is www.blainaglinn.is Tekjuöflun sem gerir gagn ÍSRAEL, AP Ísraelsk stjórnvöld hafa gefið landtökumönnum leyfi til að reisa byggingar með 1.200 nýjum íbúðum á herteknum svæðum í austan verðri Jerúsalemborg og á Vesturbakkanum. Aðeins fáir dagar eru þangað til friðarviðræður Ísraela og Palestínu- manna, sem legið hafa niðri í fimm ár, eiga að hefjast á ný í Jerúsalem eftir eindregna hvatningu frá John Kerry, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Múhamed Shtajed, samninga- maður Palestínu, segir þessa ákvörðun sanna að Ísraelum sé engin alvara með friðar samningum. Ísraelar standa hins vegar fast á sínu: „Ekkert ríki má láta önnur ríki skipa sér fyrir um hvar það má byggja og hvar ekki,“ segir Uri Ariel byggingamálaráðherra í yfir- lýsingu. Árið 1967 hertóku Ísraelar Vestur bakkann, austurhluta Jerúsalem borgar og Gasasvæðið. Palestínumenn gera tilkall til þess- ara svæða og krefjast þess að landa- mæri Palestínuríkis miðist við það. Framkvæmdir landtökumanna á herteknu svæðunum eru meðal þess sem torveldað hefur friðar- viðræðurnar. Frá hernáminu 1967 hafa ísraelskir landtökumenn lagt stór svæði undir byggðir sínar og Segja Ísraela hafa staðfest að þeim sé engin alvara Ísraelar hafa heimilað 1.200 nýjar íbúðir landtökumanna á herteknu svæðunum sem Palestínumenn gera tilkall til. Palestínumenn segja þetta sanna að Ísraelum sé engin alvara með friðarsamningum, sem eiga að hefjast í vikunni eftir að hafa legið niðri árum saman. Ísraelar hafa lofað að veita tugum fanga frelsi í vikunni. LANDTÖKUBYGGÐ Í AUSTUR-JERÚSALEM Palestínskur drengur situr í garðinum heima hjá sér en að baki blasir við Har Homa-hverfið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur lagt mikla áherslu á að koma friðarvið- ræðum Ísraela og Palestínu- manna af stað á nýjan leik. Undanfarna mánuði hefur hann ítrekað haldið til Mið-Austurlanda á fundi með ráðamönnum beggja ríkjanna og segist nú gera sér vonir um að viðræðunum geti verið lokið innan níu mánaða með samningi um tveggja ríkja lausn. Takist það væri það harla óvæntur árangur og jafnframt mikill sigur, bæði fyrir Ísraela og Palestínumenn en einnig fyrir Bandaríkjastjórn. Tilkynning Ísraela í gær um að leyfðar yrðu 1.200 nýjar íbúðir landtökumanna í austanverðri Jerúsalemborg ýta þó ekki undir bjartsýni á framhaldið. ➜ Dregur úr bjartsýni MALÍ, AP Seinni umferð forseta- kosninga í Malí var haldin í gær. Þetta eru fyrstu frjálsu kosning- arnar eftir átökin sem geisuðu í norðanverðu landinu mánuðum saman á síðasta ári. Upphaflega átti að halda þessar kosningar á síðasta ári en upp- reisnin í norðurhlutanum tafði þau áform. Frambjóðendurnir tveir eru Ibrahim Búbakar Keita, sem var forsætisráðherra árin 1994 til 2000, og Súmaíla Sisse, fyrrver- andi fjármálaráðherra. Ekki er búist við að úrslitin liggi fyrir fyrr en á föstudaginn næsta. Keita fékk nærri 40 pró- sent atkvæða í fyrri umferð kosn- inganna en Sisse tæplega 20 pró- sent. Forsetans bíða erfið verk, bæði við að reisa við bágborinn efnahag landsins og finna varan- legar lausnir á aðskilnaðardeilunni í norðurhluta landsins. Það eru hirðingjar af ættbálkum túarega sem hafa áratugum saman gert sér vonir um að geta stofnað sjálfstætt ríki í norðurhlutanum. Á síðasta ári gengu íslamistar tengdir al-Kaída til liðs við upp- reisn túareganna. Fyrir bragðið urðu átökin mun harðari. „Við erum orðin þreytt á átök- unum og þeirri óvissu sem við höfum búið við,“ sagði Amara Traore, einn kjósendanna sem flykktust á kjörstað í gær. - gb Forsetakosningar í Malí eftir langvarandi ólgu: Keita keppir við Sisse Á KJÖRSTAÐ Kjósendur leita að nafni sínu á kjörskrám, sem festar eru upp á veggi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TRÚMÁL Frans páfi hvatti í gær múslíma og kristna menn til samvinnu í ræðu á Péturstorgi í Róm. Það gerði hann í tilefni þess föstumánuði mús- líma er nýlokið. Páfi telur nauðsynlegt að leiðbeina nýrri kynslóð trúaðra og koma á gagn- kvæmri virðingu á milli krist- inna og múslíma. Ólíkt fyrirrenn- urum sínum hefur Frans verið að störfum yfir sumarmánuðina, en hefð hefur verið fyrir því að páfi fari í frí í smáþorpinu Castel Gandolfo yfir sumarið. - hva Frans páfi vill samvinnu: Virðing milli trúarbragða AFGANISTAN Tuttugu og tveir hafa látist í skyndiflóði nærri Kabúl í Afganistan. Flóðið reið yfir þorp í Shakardara-héraði en mikill fjöldi fólks hafði lagt leið sína til héraðsins til þess að halda hátíð- ina Eid al-Fitr hátíðlega. Samkvæmt vef BBC lést fólkið er flóðið reið yfir vegi og götur og hreif með sér bifreiðar. Flóðin hafa einnig eyðilagt heimili og ræktunarland. Fyrr í mánuðinum létust hundrað manns í flóðum í austur- hluta Afganistan og Pakistan vegna monsúnrigningar. - sm Skyndiflóð í Afganistan: Tuttugu og tveir látnir FRANS PÁFI Vill leiðbeina nýrri kynslóð trúaðra. NORDICPHOTOS/AP alls búa þar meira en 500 þúsund Ísraelar nú. Flest ríki heims gagnrýna ísra- elsku landtökustefnuna, þar á meðal Evrópusambandið. Það samþykkti nýverið að refsa Ísraelum með því að ísraelskar vörur sem fram- leiddar eru á herteknu svæðunum verði sérstaklega merktar þannig að neytendur geti greint þær frá vörum sem framleiddar eru innan lögmætra landamæra Ísraels. Mahmúd Abbas, forseti Palestínu- stjórnar, neitaði lengi vel að fallast á nýjar viðræður fyrr en Ísraelar hefðu stöðvað allar framkvæmdir landtökumanna. Hann féll þó frá þessari kröfu eftir að John Kerry fékk Ísraela til að fallast á að láta lausa tugi fanga sem sumir hverjir hafa líf Ísraels- manna á samviskunni og hefðu að öllum líkindum annars setið í fang- elsi til æviloka. Alls hafa Ísraelar lofað að láta 104 fanga lausa, þar af 26 nú í vikunni. gudsteinn@frettabladid.is Barist við uppvakninga World War Z Leikstjóri: Mark Forster Blóðbað í anda Bollywood The Act of Killing Leikstjóri:Joshua Oppenheimer Ný myndlistar- ess í Da örku n Gallerí i8 sýnir verk Ragnars Kjartans og Ólafs Elíassonar C hart Art Fair, fyrsta myndlistar messan sem legg- ur eingöngu áherslu á nú- tímalist í Danmörku, verð- ur opnuð í Kaupmannahöfn þann 30. ágúst. Gallerí i8 var boðið að taka þátt í hátíðinni og mun sýna verk eftir Ragnar Kjartansson og Ólaf Elíasson en sýning á verkum Ólafs stendur nú yfir í galleríinu. „Þessi messa er haldin í Kunsthal Charlottenburg sem er gamall sýn- ingarstaður í Kaupmannahöfn. En hátíðin er ný af nálinni og sú fyrsta í Danmörku þar sem áherslan er á nútímalist. Þó það sé öflugt listalíf í Kaupmannahöfn hafa þeir ekki átt svona sterkar listamessur eins og maður þekkir í Þýskalandi og víð- ar,“ segir Þorlákur Einarsson starfs- maður Gallerí i8. Þorlákur segir heiður fyrir gall- eríið að vera valið í hóp þeirra sem kynna verk listamanna á messunni. „Við unum sýna verk eft- ir Ragnar Kjartansson í okkar bás. Þarna er um eldri ver að ræða, ídeó verk, málverk og skissur. Á sýningarsvæðinu er svo stór geimur og þar unum við sýna innsetn- ingu eftir Ólaf Elíasso í samstarfi við Andersen´s Contemporary- galleríið í Kaupmannahöfn e verk- ið heitir Your chance encounter og er frá árinu 2009.“ Sýning á verkum eftir Ólaf Elías- son stendur yfir í galleríi i8 og er síð- asti sýning rda ur laugardagurinn 17. ágúst. n simonb@dv.is Úr verkinu Your chance encounter Þetta verk eftir Ólaf Elíasson verður sýnt á listamessunni í Kaupmanna- höfn í lok ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.