Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Side 20
20 Fréttir Erlent Helgarblað 21.–24. mars 2014 Hvað varð um vélina? n 10 kenningar um afdrif farþegaþotu Malaysia Airlines n Var henni flogið til Kasakstans eða er hún vandlega falin í norðurhluta Pakistans? M eð hverjum degi sem líður verður hvarf far- þegaþotu Malaysia Airlines sífellt dular- fyllra. Vélin hvarf spor- laust fyrir tæpum hálfum mánuði þegar hún var á leið frá Malasíu til Kína. Síðan þá hefur fjöl mörgum kenningum, misgáfu legum, verið varpað fram um hvarfið. Rannsókn á afdrifum vélarinn- ar er enn í fullum gangi og á hverj- um degi berast nýjar fréttir af gangi hennar. Á fimmtudag komu áströlsk yfirvöld auga á brak sem mögulega er úr vélinni, en gervihnattarmynd- ir sýndu tvo hluti á floti í sjónum undan ströndum landsins. Yfirvöld hvöttu fólk þó til að halda ró sinni, enda langt því frá öruggt að um sé að ræða brak úr vélinni. Annar þessara hluta er 24 metrar á lengd og lét samgönguráðherra Malasíu hafa eftir sér að vísbendingin væri nokkuð „áreiðanleg“. DV tók saman tíu kenningar sem verið hafa fyrirferðarmikl- ar í umræðunni undanfarinn hálf- an mánuð. Þó að sumar þeirra kunni að vera langsóttar skyldi ekki útiloka neitt varðandi hvarf vélarinnar. n Fréttir hafa verið sagðar af því að vélin hafi á einum tímapunkti stefnt að Andaman- og Nicobar- eyjunum á Indlandi. Það svæði er í austasta hluta indverskrar loft- helgi – á milli Taílands og Búrma. Fréttir hafa verið sagðar af því að jafnvel hafi verið slökkt á rat- sjá hersins á því svæði, þar sem alla jafna er lítil þörf fyrir eftirlit á þeim slóðum. Fréttamaður Andaman Chronicle-dagblaðsins hefur útilokað að flugvélin gæti hafa lent á svæðinu. Um sé að ræða fjórar flugbrautir og að eftir því hefði verið tekið ef vélin hefði lent þar. Frá þessu greindi CNN. Á hinn bóginn eru eyjarnar á svæð- inu um 570 – aðeins er búið á 36 þeirra. „Ef vélinni hefur verið rænt er þetta svæði fýsilegur kostur til að lenda henni, svo lítið beri á,“ segir Steve Buzdygan, fyrrverandi BA 777-flugmaður. Hann segir að þó það væri erfitt, væri vissulega hægt að lenda vélinni á strand- lengju. „Hættan er sú að hjólin grafi sig í sandinn. Ef ég ætti að lenda á sandi myndi ég ekki setja niður hjólin, heldur lenda vélinni á kviðnum.“ Hann segir að við slík- ar aðstæður sé vængjunum hætta búin. Í þeim sé eldsneyti og það geti leitt til sprengingar. Ólíklegt sé að flugvél sem lent hefur verið á sandi geti tekið á loft aftur. Hugsanlegt er að vélinni hafi verið flogið til Kasakstans, sem er nyrst á því svæði sem skilgreint hefur ver- ið sem leitarsvæði. Flugmaðurinn Sylvia Wrigley, höfundur bókar- innar Why Planes Crash, segir að vélinni hafi mögulega verið lent í eyðimörk í landinu, sem er gríðar- stórt. Það sé í það minnsta senni- legri lendingarstaður en að lenda henni á strönd. Hún bendir hins vegar á að ef þetta sé raunin hafi vélinni verið lent í órafjarlægð frá byggð, á mjög einangruðu svæði. Enn hefur ekki komið fram hvað leyndist í farmi vélarinnar. Vangaveltur hafa verið uppi um að farmurinn hafi verið afar dýrmæt- ur – og þar með eftirsóttur. Einnig hafa verið vangaveltur um að um borð hafi verið einhverjir millj- arðamæringar. Eftirlitsstofnanir í Kasakstan hafa útilokað þetta og fullyrða að ekki hefði verið hægt að fljúga vél- inni óséð inn í þeirra lofthelgi. Vélin hafi auk þess, til að komast til Kasakstans, þurft að fljúga um lofthelgi Indlands, Pakistans og Afganistans. Vart þarf að fjölyrða um eftirlitið sem þar er haft með loftförum hvers konar. Wrigley seg- ir hugsanlegt að gloppur séu í rat- sjáreftirliti þessara landa. Tækja- búnaður sé víða úr sér genginn og gamaldags. 2 Flugvélin lenti á Andaman-eyjum 1 Vélinni flogið til Kasakstan Baldur Guðmundsson Einar Þór Sigurðsson baldur@dv.is/ einar@dv.is 3 Vélinni flogið suður Fram hefur komið að vélin hafi gefið frá sér merki í fimm til sex tíma eftir að hún flaug út úr loft- helgi Malasíu. Norman Shanks, fyrrverandi yfirmaður hjá BAA og prófessor í flugöryggi hjá há- skólanum í Coventry, telur að líklegra sé að vél, sem ekki hafi sést á ratsjám, hafi verið flog- ið suður á bóginn. Leita ætti frá ystu leitarmörkum í suður og þaðan norður, frekar en öfugt. Getgátur hafa verið uppi um að vélinni gæti hafa verið rænt af að- skilnaðarsinnum úr röðum Uighur- múslima, sem rekja þjóðerni sitt til Mið-Asíu og hafa sakað Kínastjórn um kúgun og undirokun með því að hefta menningu þeirra, tungu- mál og trú. Komið hefur fram að 153 farþegar af 239 hafi verið kínverskir ríkisborgarar. Hugsanlegur áfanga- staður, miðað við þessa kenningu, sé Taklamakan-eyðimörkin. Eyði- mörkin, sem í alfræðiorðabókum er þekkt undir heitinu „Great Desert of Central Asia“ er einhver sú víðáttu- mesta í heimi. Þar er í það minnsta enginn hörgull á plássi til að lenda flugvél. Fréttamaður BBC, Jonah Fisher, hafði eftir malasískum ráða- mönnum þann 15. mars síðastliðinn að líklegast væri að vélina væri að finna í námunda við landamæri Kína og Kirgisistan. Það myndi hins vegar þýða, eins og raunar um fleiri tilgátur, að vélin hafi farið óséð um lofthelgi nokkurra landa. Engu nær um hvarfið Atburðarásin síðustu tvær vikur 8. mars Vélin lagði af stað frá Kuala Lumpur klukkan 00.41 að staðartíma. Vélin missti samband við flug- umferðarstjórn eftir klukkustundarflug. Síðast var vitað um vélina þegar hún var stödd 120 sjómílur út af austurströnd bæjarins Kota Bharu í Malasíu. Veður var gott þegar hún hvarf. Í kjölfarið hófst leit. 9. mars Frumrannsókn leiddi í ljós vísbendingar um að vélinni hefði verið snúið við á leið til Peking. Leitarsvæði var stækkað og fleiri þjóðir buðu fram aðstoð við leitina, þar á meðal Kín- verjar og Bandaríkjamenn. Interpol staðfesti að tveir farþegar vélarinnar hefðu notað stolin vegabréf til að komast um borð. 10. mars Malasísk yfirvöld könnuðu olíu- brák sem grunur lék á að væri eldsneyti úr vélinni. Niðurstöður þeirrar rannsóknar leiddi í ljós að svo var ekki, um var að ræða olíu sem flutningaskip nota. Leitarsvæðið var stækkað enn frekar og náði nú einnig yfir stóra hluta Taílandsflóa, milli Víetnam og Malasíu. 11. mars Interpol tilkynnti að mennirnir tveir sem notuðu stolin vegabréf væru Íranar, 18 og 29 ára. Við sama tilefni tilkynnti Interpol að ekki léki grunur á að vélinni hefði verið grandað. Leyniþjónusta Bandaríkjanna vildi ekki útiloka hryðjuverk. Malasísk yfirvöld könnuðu frekar hvort vélinni hefði verið snúið við eftir að hafa flogið yfir Kota Bharu. Lögreglan í Malasíu hóf rannsókn á afdrifum vélarinnar. 12. mars Leitarsvæðið var stækkað enn frekar og náði til Suður-Kínahafs og Malacca-flóa. 42 skip og 39 flugvélar tóku þátt í leitinni. Víetnamar til- kynntu að þeir myndu draga úr leitinni í landhelgi sinni. Kínversk fréttastofa birti gervihnattarmynd- ir af braki sem jafnvel var talið vera af vélinni. 13. mars Samgönguráðherra Malasíu sagði ekkert hæft í fréttum Wall Street Journal að möguleiki væri á að vélin hefði flogið í fjórar klukkustundir eftir að síðast spurðist til hennar. Flug- málastjórn Kína sagði að brakið sem fannst daginn áður væri ekki úr vélinni. „… það er engin þörf á að eyða þessum gögnum. 4 Taklamakan-eyðimörkin í norðvesturhluta Kína

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.