Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Side 21
Fréttir Erlent 21Helgarblað 21.–24. mars 2014 Hvað varð um vélina? n 10 kenningar um afdrif farþegaþotu Malaysia Airlines n Var henni flogið til Kasakstans eða er hún vandlega falin í norðurhluta Pakistans? 14. mars Greint var frá því að merki hefðu borist frá vélinni að minnsta kosti fjórum tímum eftir að hún hvarf af ratsjá. Ekki var þó hægt að nota umrædd merki til að staðsetja vélina eða komast að því í hvaða átt hún var að fara. 15. mars Forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, tilkynnti á blaðamannafundi að svo virtist sem ákvarðanir sem teknar voru um borð, meðal annars að slökkva á samskiptatækjum vélarinnar og beina henni í aðra átt, hefðu verið teknar af yfirlögðu ráði áður en hún náði austurströnd Malasíu. Razak staðfesti að vélin hefði snúið við og flogið í vestur áður en hún breytti um stefnu til norðvesturs. Sér- fræðingar töldu að vélin hefði annaðhvort haldið í norður, áleiðis til Kasakstans eða Túrkmenistans, eða í suður að Indlandshafi. 16. mars Leitarflokkar frá 25 þjóðum tóku þátt í leitinni. Svartsýni gætti hjá samgöngu- ráðherra Malasíu sem sagði að leitin væri mjög „erfið“. Farþegar og áhöfn vélarinnar var rannsökuð nákvæmlega og sagði lögreglustjóri Malasíu að ekkert væri útilokað, hvorki flugrán eða slys. Greint var frá því að húsleit hefði verið fram- kvæmd á heimilum flugmannanna, en á heimili annars þeirra fannst flughermir. 17. mars Leit á mögulegum svæðum norður og suður af Malasíu hófst. Miðaðist leitin við þær upplýs- ingar sem fyrir lágu; að vélin hafi annaðhvort flogið í norður eða suður. Leitarflokkar í Ástralíu og Indónesíu leituðu í sinni landhelgi, en án árangurs. 18. mars Kínverjar sendu skip til leitar að vélinni og var leitarsvæðið nú orðið gríðarstórt, eða á stærð við Ástralíu. Kenning um að eldur hafi kviknað í einu af dekkjum vélarinnar var fyrirferðarmikil. Gekk hún út á það að reykur hefði fyllt læstan flugstjórnarklefann með þeim afleiðingum að flugmennirnir létust. Vélinni hafi verið snúið af leið til að komast sem fyrst á næsta flugvöll. Vélin hafi hins vegar verið á sjálfstýringu og væntanlega brotlent þegar hún varð eldsneytislaus. 19. mars Yfirvöld í Taílandi tilkynntu að þau hefðu séð vélina á flugi sex mínútum eftir að hún hvarf augum flugumferð- arstjórnar Malasíu. Þetta þótti renna stoðum undir þá kenningu að vélinni hafi ver- ið flogið til vesturs. Engar upplýsingar voru þó um stefnu vélarinnar eftir það. Nýjar vísbendingar komu þó fram þess efnis að íbúar Maldíveyja hefðu mögulega séð vélina. Sögðust nokkrir íbúar hafa séð þotu fljúga mjög lágt yfir suðurhluta eyjanna. Chris Goodfellow, sérfræðingur sem bloggar um flugtengd málefni, hefur skrifað að ýmislegt bendi til þess að eldur hafi komið upp í vélinni. Skyndileg stefnubreyting sem vél­ in tók, til vinstri, hafi getað verið ör­ væntingarfull tilraun flugmannanna til að komast sem fyrst til lendingar. „Flugstjórinn gerði allt rétt í stöðunni. Hann brást við bráðum vanda með því að beygja af leið og fara stystu leið að næsta flugvelli,“ skrifar Goodfell­ ow. Hann hafi viljað koma í veg fyrir að vélin hrapaði yfir miðri borg eða í fjalllendi. Því hafi hann tekið beina stefnu að Palau Langkawi. Engar hindranir séu í vegi í því aðflugi. Ef hann hefði tekið stefnuna aftur á Ku­ ala Lumpur hefði hann þurft að fljúga yfir 4.000 metra háan fjallshrygg. Kenning Goodfellow gerir ráð fyrir því að vélin hafi hrapað áður en hún náði að Langkawi. New York Times hefur fullyrt að kenningin standist ekki. Ef upp hafi komið neyðartilvik hefði vélinni ör­ ugglega verið snúið með stýrinu. Í ljós hefur hins vegar komið að einhver í stjórnklefanum hafi slegið inn sjö eða átta stafa kóða inn í tölvu sem staðsett er á milli flugstjórans og fyrsta flug­ manns. Blaðið segir að þetta bendi til þess að það hafi verið yfirveguð og fyrirfram tekin ákvörðun að beygja af leið á þessum tímapunkti. Það bendi til þess að brögð hafi verið í tafli. 5 Vélinni var flogið í átt að Langkawi- eyju vegna elds eða annarrar bilunar Fjölmiðlamógúllinn Rubert Murdoch vakti talsverða athygli þegar hann tísti á samskiptavefnum Twitter. Sagði Murdoch að mögu­ lega hefði vélinni verið stolið, henni flogið til norðurhluta Pakistans þar sem hún var falin – rétt eins og Osama bin Laden gerði. Pakistan­ ar hafa borið þessa kenningu til baka og segja að það væri ómögu­ legt. Fulltrúi forsætisráðherra landsins tjáði sig um kenninguna á dögunum og sagði að þar sem vélin hefði ekki sést á ratsjám væri ekki möguleiki á að hún væri í Pakistan. Líklega hefur hann rétt fyrir sér enda er óvíða jafn mikið eftirlit og í lofthelgi Pakistans. Og þó að hálf­ gerð vargöld hafi ríkt í norðurhluta landsins er eftirlit úr lofti þar mik­ ið, þar sem drónar og gervihnettir vakta flest það sem fram fer. 6 Vélinni flogið til Pakistans 9 Átök um borð Enn sem komið er hefur öllum heims­ ins sérfræðingum ekki tekist að útskýra með nákvæmum hætti hvers vegna vélin breytti um stefnu og hvers vegna hún flaug jafn óreglulega og hún gerði. Hún flaug í 45 þúsund feta hæð, (13,7 kílómetrar) langt yfir ráðlagðri hæð fyrir vélar af sömu tegund, áður en hún lækkaði flugið aftur. Þessar miklu sveiflur renna stoðum undir þá kenn­ ingu að einhvers konar átök hafi átt sér stað í flugstjórnarklefanum, að sögn Steve Buzdygan. Eftir 11. september var öryggi flugmanna betur tryggt, en þrátt fyrir það er alls ekki ómögulegt að komast inn í klefann. Buzdygan, sem hefur reynslu af því að fljúga sömu þotutegund og hvarf, segir að hann myndi ekki hika við að freista þess að rugla mögulega flugræningja í ríminu með því að hækka og lækka flugið til skiptis – allt til þess að komast hjá því að óprúttnir aðilar nái stjórninni. Flugmálabloggarinn Keith Ledger­ wood, sem þykir nokkuð virtur á sínu sviði, heldur því fram að vél Malaysia Airlines hafi flogið í „skugganum“ af vél Singapore Air­ lines. Vitað er að vél Singapore Air­ lines (SA) hafi verið á svipuðum slóðum og vélin sem hvarf. Hann segist hafa skoðað fyrirliggjandi gögn og séð að malasíska flugvél­ in hafi breytt um stefnu og flogið beint fyrir aftan vél SA. Þannig hafi flugumferðarstjórar á jörðu niðri ekki numið merki vélarinnar á rat­ sjám. Ledgerwood segir að lík­ lega hafi hún elt vél SA og komist óséð í gegnum lofthelgi Indlands og Afganistans. Þar sem slökkt var á fjarskiptatækjum hafi flugmenn SA ekki áttað sig á að því að farþegaþot­ an væri steinsnar frá vélinni. Vél SA var flogið til Spánar en á einhverj­ um tímapunkti hefur vél Malaysia Airlines breytt um stefnu og flogið annað, að sögn Ledgerwood; mögu­ lega til Kína, Kirgisistans eða Túrk­ menistans. Hugh Griffiths, ratsjár­ sérfræðingur við University College í London, segir að þessi kenning sé ekki svo fráleit. 8 Flaug í skugga annarrar vélar 7 Farþegar létust úr eitrun Ein kenning um hvarf vélarinnar snýst um það að vélinni hafi verið flogið upp í 45 þúsund feta hæð til að drepa farþegana um borð á skjótan hátt. Þetta segir Sean Maffet, fyrrverandi sérfræðing­ ur hjá breska flughernum, við BBC. Tilgangurinn með þessu hafi verið sá að koma í veg fyrir að farþegar gætu notað farsímana sína. Eftir þetta hafi vélin lækkað flugið. Vegna þrýstingsminnkun­ ar myndu súrefnisgrímur falla úr loftinu í farþegarýminu, en súr­ efnið væntanlega klárast eftir 12 til 15 mínútur. Farþegarnir – þjakaðir af kolsýrlingseitrun – myndu falla í yfirlið og deyja að lokum. Flug­ mennirnir, eða þeir sem voru um stjórn, hefðu einnig fengið kol­ sýrlingseitrun – nema þeir hafi haft aðgang að aukabirgðum af súrefni. 10 Rænt og notuð til voðaverka Ein langsóttasta kenningin er sú að vélinni hafi verið rænt af hryðjuverkamönnum í þeim til­ gangi að nota hana til að fremja hryðjuverk, líkt og gert var 11. september 2001. Halda einhverj­ ir því fram að vélin hafi lent heilu og höldnu á afviknum stað og hún verði vandlega falin. Hryðjuverka­ mennirnir sem rændu vélinni bíði færis eftir rétta augnablikinu til að fljúga henni á ákveðið skotmark. Það sem gerir þessa kenningu langsótta er það að afar erfitt er að fela heila flugvél og fljúga henni svo aftur, að sögn Seans Maffetts, sérfræðings í flugöryggismálum, sem BBC ræddi við. Það er samt ekki útilokað, að hans mati. Hann segir að hvarf vélarinnar sé svo dularfullt að taka verði tillit til allra möguleika, sérstaklega í ljósi þess að flestar eðlilegar skýringar á hvarfi vélarinnar hafi leitt lítið ljós.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.