Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Page 29
Helgarblað 21.–24. mars 2014 Fólk Viðtal 29
Eins brjálað og þetta virðist vera þá
hefur allt sína merkingu, hver handa-
hreyfing þýðir eitthvað.“
Lífið á Wall Street var framandi fyrir
ungan mann frá Reykjavík. „Þarna var
ég kominn, einhver gaur frá Íslandi
þegar enginn vissi hvar Ísland var.
Bara það að fara með lyftunni upp á
50. hæð var algjört ævin týri. En það
vandist fljótt,“ útskýrir hann.
Hratt, stórt og mikið eru orðin sem
hann notar til að lýsa lífi verðbréfasal-
ans á Wall Street. „Hjartað slær öðru-
vísi þarna. Það gerist allt hratt og þú
þarft að fylgjast með öllu, því það hef-
ur allt áhrif á það sem þú ert að gera.
Hver dagur er ólíkur öðrum og þú ert
alltaf að takast á við ný vandamál, ný
tækifæri og nýtt fólk. Þú þarft alltaf að
vera á tánum og vera skarpur til að
vita hvað þú ert að gera.
Þú sérð menn í kringum þig
brenna upp vegna streitunnar en á
sama tíma virðast aðrir þrífast best í
umhverfi þar sem allt er alltaf tryllt.
Þú lærir fljótt að láta ekkert koma þér
á óvart.“
Vildi meira
Fljótlega sá Guðmundur Franklín að
þetta litla fyrirtæki var ekki það sem
hann var að leita að. Ári eftir komuna
þangað sannfærði hann samstarfs-
mann sinn um að færa sig um set
með honum. „Ég sýndi honum fram
á að við gætum grætt meira annars
staðar. Það væri betra að vera hjá
öðru fyrirtæki þar sem möguleikarn-
ir væru meiri en í þessum litlu þræla-
búðum. Wall Street er fullt af pínulitl-
um fyrirtækjum þar sem allir eru að
reyna að gera eitthvað.
Þar sem pabbi hans var hátt skrif-
aður í bransanum töluðum við við
hann. Hann reddaði okkur í vinnu hjá
Oppenheimer, sem var gott gyðinga-
firma. Við fórum þangað sem teymi
og vorum þar í nokkur ár. Þá fórum
við nokkrir saman sem klíka yfir til
Burnham Securities, sem var frægt
fyrirtæki.
Einn stofnenda þess var fyrsti
gyðingurinn sem varð formaður sam-
taka verðbréfasala. Hann var svo
gamall að hann mundi eftir sjálfum
sér í Kauphöllinni í Pennsylvaníu í
hruninu 1929. Hann var enn að. Þeir
deyja margir fram á skrifborðið sitt,
því það er svo erfitt að hætta. Fyrir
utan það hvað það er góður matur
þarna.“
Græddi aldrei nóg
Í þrettán ár var Guðmundur Franklín
verðbréfasali og allan þann tíma sner-
ist lífið fyrst og fremst um að græða
peninga. „Lífið var bara vinnan. Ég
var alltaf í vinnunni. Ég gat aldrei far-
ið í frí því ég var að vinna fyrir sjálf-
an mig og fékk prósentur af því sem
ég seldi. Því meira sem ég vann og
því meira sem ég seldi því meira fékk
ég. Sem þýddi að ég var alltaf að. Á
morgnana tók ég símtöl til Evrópu og
á kvöldin hringdi ég til Hawaii. Ég gat
verið að alla nóttina þess vegna. Það
var engin regla á neinu.“
Og þó. Þar sem Guðmundur
Franklín var fjölskyldumaður reyndi
hann að eiga helgarnar fyrir fjöl-
skylduna og fara þá út úr bænum eða
gera eitthvað skemmtilegt. „En ég var
alltaf með símann á mér og áreitið
var stanslaust. Því lengra sem þú ert
þarna því dýpra sekkur þú. Þetta var
partur af mynstrinu, ofið í teppið sem
þú varst að vefa.
Þetta snerist allt um að búa til pen-
inga og hvað var nóg, 100 dollarar,
1.000 eða milljón? Það var aldrei neitt
nóg. Í raun var vinnan fúsk, algjört
„bullshit“. Að búa til eitthvert djöfuls-
ins bull og fá menn til að kaupa það.
Þetta er bara brjálæði.“
Seldi málaferli
Hugmyndaauðgin var takmarkalaus.
Einu sinni seldi Guðmundur Frank-
lín málaferli. „Til mín leitaði maður
sem hafði lent uppi á kant við risa-
banka. Bankinn hafði farið illa með
hann og hann var kominn með góða
lögfræðistofu í málið, en það var ansi
kostnaðarsamt. Þannig að mér datt
í hug að það gæti verið sniðugt að
selja málaferlin sem skuldabréf. Sem
hann myndi borga til baka ef hann
tapaði málinu. En ef hann ynni mál-
ið og fengi bætur þá væri það bónus
fyrir alla. Ég náði að selja málið, hann
vann og það voru allir glaðir,“ seg-
ir Guðmundur Franklín hlæjandi.
„Þetta hafði aldrei verið gert áður og
þótti helvíti smart.
Í þessum bransa varstu alltaf að
selja nýja vöru. Þú þurftir bara að vera
nógu frakkur og vera skrefi á undan
öðrum svo þú gætir boðið eitthvað
sem kúnnanum þætti áhugavert. Ef
ég legg mig fram við það þá get ég selt
allt. Ég seldi hugmyndir og allt sem
mér datt í hug að hægt væri að selja.
Ef þú ert rosalega duglegur ertu tíu
ár á toppinn, en það er líka auðvelt að
tapa öllu.“
Tapaði öllu
Því fékk hann að kynnast upp úr
aldamótunum þegar internetbólan
sprakk. Þá tapaði hann háum fjár-
hæðum. „Ég tapaði ansi miklu. Í raun
kom þetta mér ekki á óvart. Ég vissi að
þetta myndi gerast. Ég tók samt þátt
í þessu því ég hélt alltaf að ég gæti
reddað mér út úr þessu. Þegar þú vilt
ekki að þetta gerist þá viltu ekki trúa
því að þða muni gerast. Þannig að þú
heldur áfram þar til það er orðið of
seint að hætta.
Sem betur fer er ég ekki svo pen-
ingagráðugur að peningar séu aðalat-
riðið í lífi mínu. Þannig að ég sá aldrei
eftir því sem ég tapaði, en lífið breytt-
ist auðvitað.
Svo sendi Osama bin Laden sitt
fólk fljúgandi inn í tvíburaturnana.
Þá hrundi allt. Markaðnum var lok-
að og hann var lokaður í marga daga.
Á meðan hrundu verðbréfin í verði.
Með tímanum jafnar markaðurinn
sig alltaf en eftir stóð þessi spurning –
hvort þetta væri rétti staðurinn til að
vera á. Ég komst að þeirri niðurstöðu
að svo væri ekki og við ákváðum að
flytja frá New York.“
Ljúfa lífið
Fram að því hafði lífið leikið við hann.
Guðmundur Franklín hafði komið ár
sinni vel fyrir borð og græddi á tá og
fingri. Hann sem bjó í pínulítilli stúd-
íóíbúð fyrst eftir komuna til New York
átti orðið rúmgóða íbúð á besta stað í
Upper West Side-hverfinu á Manhatt-
an. Þar bjó hann í Oliver Cromwell-
byggingunni, á sögufrægum slóð-
um, en hinum megin götunnar stóð
Dakota-byggingin þar sem John
Lennon var ráðinn bani. „Ég sé eftir
þeirri íbúð. Hún var æðisleg. Við vor-
um með stórkostlegt útsýni og svalir
yfir Central Park. Ég lifði góðu lífi og
var góðu vanur.“
Bestu stundirnar voru samt ein-
faldar. Þær fólust í því að borða góða
steik, „prime rib“, í góðum félags-
skap. Á tímabili tók hann upp á því
að hlaupa maraþon og ganga á fjöll.
„Aðallega af því að það fór í taugarnar
á mér að menn væru að monta sig af
því að hafa hlaupið maraþon eða klif-
ið einhver helvítis fjöll þegar þúsund-
ir manna gera það á hverjum einasta
degi.
Ég gerði þetta til að sanna kenn-
inguna um að þetta væri ekkert mál
og þetta var ekkert mál. Ég mæli samt
ekki með þessu því þetta er bæði
hundleiðinlegt og eyðileggur á þér
hnén. Jújú, það er fínt útsýni ofan af
fjallinu en það er ekki þess virði.“
Mont Blanc var á meðal áfanga-
staða, sem og Kilimanjaro. Um hæsta
fjall Evrópu segir hann: „Ég fór bara
upp og niður. Það var ekkert mál.
Þetta tók tvo daga og var ekki eins
hræðilegt og af er látið.“
Mont Blanc er 4.800 metra hátt. Al-
mennt er talað um að menn séu þrjá
daga að fara þessa leið af því að þeir
þurfa að venjast þunna loftinu. Guð-
mundur Franklín segir það ekki hafa
verið vandamál. „Ekki á Mont Blanc.
Á Kilimanjaro fékk ég háfjallaveiki og
tók einhverja pillu til að jafna mig á
henni. Síðan hélt ég áfram daginn eft-
ir. Mér finnst alls ekkert merkilegt að
hafa farið þessar ferðir, ekkert til að
tala um.“
Stærstu mistökin
Svo kom að því að hann tapaði öllu.
„Ég segi bara eins og Bjöggi: Pen-
ingarnir fóru til „money heaven“.
Þetta brann allt upp í hruninu.
Það sorglega við það er að ég
ætlaði alltaf að hætta eftir tíu ár en ég
var orðinn svo gráðugur að ég gerði
þau mistök að fylgja ekki eigin sann-
færingu. Ég ætlaði mér aldrei að daga
uppi þarna. Ég ætlaði að vera þarna
í tíu ár og fara síðan að gera eitthvað
annað til að halda heilanum virkum
og brjóta upp rútínuna. Af því að það
kemst allt upp í vana. En ég gat ekki
hætt, ég ánetjaðist þessum lífsstíl.
Það er meira en að segja það að hætta
þegar þér er farið að ganga vel. Það er
varla hægt.
Eftir að ég fór hefur mér margoft
verið boðið að koma aftur. Ég hef bara
ekki áhuga á þessum heimi. Hann
skilur ekkert eftir sig. En ég sé ekki
eftir neinu, skárra væri það nú.“
Eftir stutta umhugsun tekur hann
þetta til baka. „Eða jú,“ segir hann,
„það er reyndar eitt sem ég sé eftir.
Að hafa kynnt Guðmund Birgisson
frá Núpum fyrir vinkonu minni Sonju
Zorrilla.“
Sonju kynntist hann þegar hann
sló á þráðinn til hennar og kynnti sig.
„Það voru ekki margir Íslendingar á
New York á þessum tíma. Og enginn
sem hafði sömu stöðu og hún. Hún
var einstök. Með okkur tókst mikil og
sterk vinátta.“
Listin var henni hugleikin og átti
hún mörg merkileg verk í sínu safni.
Eitt þeirra var verk eftir Picasso sem
hún sagði alltaf að Guðmundur
Franklín ætti að fá eftir sinn dag.
„Guðmundur vissi af því og ætlaði
alltaf að koma myndinni til mín eftir
andlát hennar. Einhverra hluta vegna
hef ég ekki enn fengið myndina. Ég
rukkaði hann einu sinni um hana en
síðast þegar ég vissi hékk þessi mynd
uppi á vegg heima hjá honum. En ef
ég skyldi einhvern tímann fá þessa
mynd þá myndi ég selja hana á upp-
boði og gefa peninginn til Barna-
heilla.“
Hótelrekstur í Prag
Frá New York lá leiðin til Prag. Guð-
mundur Franklín var farinn að sjá
það fyrir sér í hillingum að búa í gam-
alli borg í Evrópu og hægja aðeins á.
Þegar það atvikaðist svo að hótel í
miðborg Prag endaði í höndunum á
honum í gegnum viðskiptasamning
ákváðu þau hjónin að flytja til Tékk-
lands og reka hótelið. Hótelrekstur er
eitthvað Guðmundur Franklín hafði
aldrei komið nærri áður. „En ég hafði
allnokkrum sinnum gist á hóteli og
vissi hvernig ég vildi hafa hlutina. Ég
fór eftir því og þetta gekk glimrandi
vel.“
Eftir sjö ár fór hins vegar að halla
undan fæti. Árið 2008 rann upp,
kreppan skall á og túristarnir létu sig
hverfa. „Verðið á gistinóttum hrundi
úr 200 dollurum niður í 20 dollara.
Árið 2007 hafði hótelum fjölgað mik-
ið á svæðinu og það hjálpaði ekki til.
Sjálf höfðum við opnað annað hótel.
Það var ekki rétti tíminn til þess og í
rekstri skiptir tímasetningin öllu. Við
klikkuðum á því.
En sem betur fer er alltaf
Skilinn
og farinn
„Ég held að sorgin
hafi komið seinna,
þegar ég ætlaði að
hringja en hann var
ekki lengur á lífi.
m
y
n
d
S
iG
Tr
y
G
G
u
r
a
r
i