Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 30
Helgarblað 21.–24. mars 201430 Fólk Viðtal
hægt að selja góða hluti. Með því að
selja hótelið náði ég að losa okkur úr
þessari stöðu.“
Eiginkona hans flutti heim með
börnin sumarið 2009. Guðmundur
Franklín varð eftir til þess að ganga
frá sölunni á hótelinu og kom heim í
nóvember.
Flokkurinn
Fljótlega eftir heimkomuna fór Guð-
mundur Franklín að velta viðjum
samfélagsins fyrir sér. Svo upptekinn
varð hann af samfélagslegum vanda-
málum að hann talaði um skoðan-
ir sínar alla daga þar til félagar hans
fengu hann til að stofna stjórnmála-
flokk. Aðallega til að losna við nöldrið
í honum. Eða svo segir hann.
Hægri grænir, flokkur fólksins,
hafði það á stefnuskránni að afnema
verðtryggingu og leiðrétta skuldir
heimilanna. „Ég hafði nægan tíma til
að hugsa og móta stefnuskrá flokks-
ins, sem varð mun ítarlegri en ég lagði
upp með. Margt af því hafði þó kom-
ið fram áður. Ég var ekki að reyna að
finna upp hjólið,“ segir Guðmundur
Franklín þar sem hann situr í sófan-
um og fylgist náið með manni sem
gengur fram hjá glugganum í sér-
merktum klæðnaði. Spyr síðan hvort
þetta sé nokkuð stöðumælavörður.
Tilhugsunin um mögulega stöðu-
mælasekt truflar hann ekki lengi
og hann heldur áfram: „Ég er ekki
mjög pólitískur en ég sá snemma að
skuldaniðurfelling yrði aðalmálið í
kosningabaráttunni. Vandinn felst í
því að fólk geti ekki keypt sér fasteign
án þess að lenda í skuldafangelsi fyrir
lífstíð. Fyrir utan það hvað leiguverðið
er hátt hér á landi.“
Ekki kjörgengur
Á tímabili mældist flokkurinn með
meira fylgi en Vinstri græn í að-
draganda kosninganna, eða um sex
prósenta fylgi. Í apríl kom hins vegar
í ljós að eftir áralanga búsetu erlendis
hafði formanninum láðst að flytja lög-
heimilið aftur til Íslands. Sem þýddi
að hann var ekki á kjörskrá og var þar
af leiðandi ekki kjörgengur. Frestur-
inn til þess að flytja lögheimilið og
komast þannig á kjörskrá var runninn
út. Og sem íslenskur ríkisborgari bú-
settur erlendis hefði hann þurft að
sækja um að komast á kjörskrá mörg-
um mánuðum fyrr. Fyrir mann í fram-
boði var þetta vonlaus staða og Guð-
mundur Franklín neyddist til að finna
annan mann í sinn stað. „Veistu. Ég
hef ofsalega lítinn áhuga á pólitík.
En auðvitað var þetta klúður,“ viður-
kennir hann. „Af því að ég tók þátt í
þjóðaratkvæðagreiðslunni í október
2012 hélt ég að ég væri alveg öruggur.
Mér datt ekki í hug að það gætu verið
einhverjar reglur í gildi sem myndu
allt í einu kippa undan mér fótun-
um. Þegar ég uppgötvaði mistök mín
var orðið of seint að bæta úr þeim. En
ég er ekkert svekktur. Ímyndaðu þér
hvernig það væri að vera þarna niður
frá,“ segir hann og við Alþingi.
Ölvunaraksturinn
Satt best að segja lítur
hann á sig sem sigur-
vegara kosninganna.
Af því að hann þurfti
ekki að taka sæti á
þingi en kom sín-
um málum inn í um-
ræðuna, eins og hann
segir frá: „Okkar
mál voru málin sem
unnu. Skuldaniður-
fellingin og þjóðarat-
kvæðagreiðslan um
ESB voru mál sem
hinir flokkarnir öp-
uðu upp eftir okkur.
Þannig að við get-
um með sanni sagt
að Hægri grænir hafi
verið áhrifaríkur
þrýstihópur.
Þegar við náðum flugi og
vorum komin með nokkurra
prósenta fylgi þá leist mér
ekkert á blikuna. Ég hefði gert
hvað sem var til að losna úr
þessu. Svo mér leið ágætlega
þegar þetta fór svona. Það var
hálfgerður léttir. Því það er eitt
að koma fram með hugmynd-
ir, annað að hrinda þeim í
framkvæmd.“
Guðmundur Franklín hélt
engu að síður stöðu sinni sem
formaður flokksins. En vand-
ræðin héldu áfram. Tíu dög-
um eftir að það uppgötvaðist
að hann væri ekki kjörgengur sendi
hann út yfirlýsingu á fjölmiðla þar
sem hann játaði á sig ölvunarakstur. Í
yfirlýsingunni sagðist hann hafa ver-
ið í matarboði þar sem hann hefði
drukkið hvítvín en verið stöðvaður
við umferðareftirlit á leiðinni heim
og látinn blása í blöðru. Áfengismagn
hefði reynst vera yfir mörkum, um al-
gjört dómgreindarleysi væri að ræða
og þakkaði hann lögreglunni árvekn-
ina. „Ég var tekinn fyrir of hraðan
akstur eftir að hafa fengið mér einn
bjór með Ara.“
Brúðkaupið
Að stofna stjórnmálaflokk var ein
besta ákvörðun lífsins. Sem og það að
flytja til Ameríku, ganga í hjónaband
og eignast börn. „Það er auðvitað það
besta sem ég hef gert,“ segir hann
um hjónabandið en verður allur
hinn vandræðalegasti þegar hann er
inntur eftir því hvar brúðkaupið hafi
farið fram. „Ég man ekki hvað kirkjan
heitir,“ viðurkennir hann svo. „Enda
hafði ég aldrei komið þangað fyrr
og aldrei aftur eftir þetta. En kirkjan
stóð við Bústaðaveg, á æskuslóðum
fyrrverandi eiginkonu
minnar.“
Faðir Ásdísar var
mikilsvirtur í samfé-
laginu, Árni Vilhjálms-
son, fyrrverandi pró-
fessor við Háskóla
Íslands, einn aðaleig-
andi útgerðarfyrirtækis-
ins Granda og einn auð-
ugasti maður landsins.
„Þrátt fyrir ólíkan bak-
grunn fann ég aldrei fyrir
stéttaskiptingu í okkar
sambandi. Jú, pabbi
hennar var vellauðugur
en hann var mikill vin-
ur minn. Hann kenndi
mér að veiða og var
hreint út sagt æðislegur
maður. Við vorum mjög
góðir vinir.“
Það var því erfitt að
kveðja þegar Árni lést á
síðasta ári, áttræður að
aldri.
Skilnaðurinn
Um hálfu ári síðar fór
eiginkona Guðmundar
Franklíns fram á skiln-
að. Hann vill lítið tjá
sig um ástæður þess
en segir að þau hafi
gert samkomulag sín
á milli. „Það var ekkert framhjáhald
eða neitt slíkt í gangi. Málið er bara
að ég funkera ekki í þessu þjóðfélagi.
Mér finnst alveg ofboðslega erfitt að
búa á Íslandi. Heimsmynd Íslendinga
er svo skökk. Við höldum alltaf að all-
ir séu alltaf að tala um okkur og að við
skiptum máli, þegar við gerum það
ekki.
Það hvernig komið er fyrir þjóð-
inni er vegna þess að agaleysið er al-
gjört. Við höldum alltaf að allt reddist.
Spillingin og viðbjóðurinn sem við-
gengst hér er djöfullegur.“
Aðspurður hvernig þetta tengist
hjónaskilnaði hlær hann og segist
bara tala út í loftið. Aftur að skilnaðin-
um: „Dísa er móðir barnanna minna
og mér þykir afspyrnuvænt um hana.
Við erum búin að vera gift í þrjátíu ár.
Við erum búin að vera lengur saman
en ekki. Ég er líka búinn að búa leng-
ur erlendis en ekki.
Í lífi hvers manns kemur alltaf að
þeim tímapunkti að hann veltir því
fyrir sér hvernig hann ætlar að verja
framtíðinni. Ég er að flýja landið, af
því að ég funkera betur í stærra sam-
félagi. Hún á sínar vinkonur og sitt
líf hér á Íslandi og hér vill hún vera.
Þannig að við stöndum á tímamót-
um. Við eigum ekki samleið lengur.
Það er meginástæða þess að við
erum að skilja en auðvitað kemur
margt annað inn í það líka.
Í kringum okkur er stórt og mikið
fólk og eins gott að haga seglum eftir
vindi. Auðvitað vildi ég að staðan væri
önnur en ég get ekki tekið ákvarðanir
fyrir annað fólk. Hún vildi skilnað og
það er eitthvað sem ég þarf að lifa við.
Eftir að hafa verið svona lengi í starfi
þar sem ég var stöðugt að víla og díla
um allt mögulegt er ég kominn með
þykkja brynju og það kemur ekkert á
óvart lengur. Ekki einu sinni þetta.“
Farinn úr landi
Um leið og hún fór fram á skiln-
að flutti Guðmundur Franklín út af
heimilinu. Hann fékk inni á hóteli þar
sem hann hefur búið síðan í október.
„Ég trúi því að þegar þú ert búinn að
taka ákvörðun þá þýðir ekki að ætla
að skipta um skoðun seinna. Þannig
að ég fór á hótel þar sem ég hef ver-
ið í fínu hornherbergi og þarf ekki
að hugsa um neitt. Ég þarf ekki einu
sinni að elda. Það truflar mig ekki að
vera fráskilinn. Í raun líður mér af-
skaplega vel einum.“
Og nú er hann á leið úr landi.
Nánar tiltekið til Danmerkur þar
sem hann ætlar að reka lítið hótel í
Gudhjem á Borgundarhólmi. Hann
dregur fram símann og sýnir mynd-
ir af huggulegu dönsku þorpi og litlu
hóteli við sjávarsíðuna. „Ég hef lifað á
loftinu síðustu mánuði. Eins og fugl-
arnir. Þar til þetta datt upp í hend-
urnar á mér. Þetta er eitthvað sem ég
kann og ég mun nýta sumarið til að
læra dönsku. Í haust ætla ég síðan að
setjast á skólabekk og næra í mér heil-
ann. Það er ástæða fyrir öllu. Þetta er
ekki bara sól og sandur.
Fyrst ég hef ekki gert neitt merki-
legt enn er kannski kominn tími á
það. Ég er svo mikill ævintýramað-
ur að mig langar alltaf til þess að gera
eitthvað spennandi og nú ætla ég að
velja mér annan leikvöll. Þannig að ég
er farinn – og segi bless.“ n
„Peningarnir fóru til
„money heaven“.
Þetta brann allt upp í
hruninu.
„Ég er
farinn –
og segi bless
Versta lífsreynslan Guðmundur stóð og horfði á tvíburaturnana hrynja. Áður hafði hann
lent í annarri hryðjuverkaárás en nú ákvað hann að láta gott heita og fara.
Verðbréfasalinn Í þrettán ár snerist lífið um að græða peninga en Guð-mundur fékk aldrei nóg. Myndin var tekin árið 1990 fyrir Frjálsa verslun.
Fjallagarpur Á tímabili ákvað Guðmundur að
ganga á fjöll til að
sanna að það væri ekkert mál. Hér er hann
á Mont Blanc.
m
y
n
d
S
ig
tr
y
g
g
u
r
a
r
i