Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Síða 42
Helgarblað 21.–24. mars 201442 Sport Chelsea verður meistari n mourinho og félagar eiga auðveldustu andstæðingana eftir n meistaradeildin gæti hins vegar komið í bakið á þeim n City hefur tapað fæstum stigum C helsea á áberandi léttari and­ stæðinga eftir en hin þrjú liðin sem bítast um Englands­ meistaratitilinn í knattspyrnu. Manchester City, sem á þrjá leiki til góða og vinnur titilinn ef það vinnur síðustu 11 leikina, á mjög erfiða leiki eftir, rétt eins og Arsenal. Liverpool á einnig frekar erfiða leiki eftir í samanburði við Chelsea. Verði úrslitin samkvæmt bókinni er því líklegast að Chelsea verði Eng­ landsmeistari í vor. Liðið hefur núna fjögurra stiga forystu á næsta lið. Liðið á aðeins eftir einn leik gegn liði sem fær tvö stig eða fleiri að meðaltali út úr viðureignum sín­ um. Samkvæmt úttekt DV á liðið eftir þrjá heimaleiki eftir gegn liðum sem fá eitt stig eða ekkert á útivöll­ um að jafnaði. Liðið á eftir fjóra miðlungs erfiða leiki (þeirra erfið­ astur er leikurinn um næstu helgi á móti Arsenal). Auðveldur, miðlungs eða erfiður andstæðingur Þessar skilgreiningar miðast við að andstæðingur sem hefur fengið eitt stig eða minna að meðaltali í leik, ýmist á heimavelli eða útivelli eftir því hvað við á, flokkast sem auðveld­ ur. Miðlungs erfiður andstæðingur er lið sem hefur fengið á bilinu eitt til tvö stig að meðaltali í leik. Erfið­ ur leikur er gegn liði sem hefur feng­ ið tvö stig eða meira að jafnaði. Það gildir til dæmis um útileiki Arsenal og City gegn Everton. Everton hefur fengið 2,36 stig að meðaltali á sínum Baldur Guðmundsson Einar Þór Sigurðsson baldur@dv.is/ einar@dv.is Chelsea – 66 stig n spilaðir leikir: 30 n sigrar: 20 n Jafntefli: 6 n töp: 4 n titlar: 4 n síðast meistarar: 2010 Leikir sem eru eftir: Fjórir heimaleikir, fjórir útileikir Leikir gegn topp fimm: Tveir Chelsea þarf á sigri að halda gegn Arsenal á laugardag eftir vonbrigðin gegn Aston Villa um liðna helgi. Eftir Arsenal-leikinn tekur við tímabil þar sem liðið mætir tiltölulega þægilegum andstæðingum; Crystal Palace (17. sæti), Stoke (11. sæti) og Sunderland (18. sæti). Liðið verður að fá níu stig úr þeim leikjum ætli það sér að hampa Englandsmeist- aratitlinum. Eftir þessa leiki tekur við stórleikur gegn Liverpool á Anfield. Vel gæti farið að sá leikur skeri úr um hvaða lið stendur uppi sem sigurvegari. Lokaleikir Chelsea í deildinni eru svo gegn Norwich (15. sæti) áður en liðið heimsækir Cardiff (19. sæti) á útivelli í lokaumferðinni. Ályktun: Chelsea mætir fjórum af sex neðstu liðunum í síðustu átta leikjunum sem þýðir að liðið á eitt auðveldasta prógrammið eftir af toppliðunum fjórum. Chelsea er þó eina liðið sem enn er eftir í Meistaradeild Evrópu og komist liðið lengra en í 8-liða úrslit gæti það haft áhrif á lokasprettinum þegar þreyta fer að sækja að leikmönnum. liverpool – 62 stig n spilaðir leikir: 29 n sigrar: 19 n Jafntefli: 5 n töp: 5 n titlar: 18 n síðast meistarar: 1990 Leikir sem eru eftir: Fimm heimaleikir, fjórir útileikir Leikir gegn topp fimm: Þrír Liverpool er líklega heitasta lið úrvalsdeildarinnar eins og sakir standa. Liðið hefur skorað 18 mörk í síðustu 5 leikjum sínum sem allir hafa unnist. Liðið er auk þess eina lið deildarinnar sem enn hefur ekki tapað leik á árinu 2014. Liverpool mætir Cardiff á útivelli um helgina áður en liðið tekur á móti Sunderland og Tottenham í lok mánaðarins. Upp úr miðjum apríl gæti tímabilið ráðist; þann 14. apríl fá þeir Manchester City í heimsókn áður en þeir taka á móti Chelsea hálfum mánuði síðar. Góðu fréttirnar eru þær að Liverpool hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í allan vetur. Liverpool endar tímabilið á leikjum gegn Crystal Palace á útivelli (17. sæti) og Newcastle (8. sæti) á heimavelli. Ályktun: Úrvalsdeildin er eina verkefni Liverpool til vors; engin Evrópukeppni eða bikarkeppni er til að trufla liðið. Ef liðið nær í sex stig úr heimaleikjunum gegn Chelsea og City ætti titillinn að verða þeirra. Liðið er á ótrúlegu skriði og fátt sem bendir til þess að það breytist. Staðan 1 Chelsea 30 20 6 4 56:23 66 2 Liverpool 29 19 5 5 76:35 62 3 Arsenal 29 19 5 5 53:28 62 4 Man.City 27 19 3 5 71:27 60 5 Tottenham 30 16 5 9 37:38 53 6 Everton 28 14 9 5 40:28 51 7 Man.Utd 29 14 6 9 46:34 48 8 Southampton 30 12 9 9 43:37 45 9 Newcastle 29 13 4 12 37:40 43 10 Aston Villa 29 9 7 13 32:38 34 11 Stoke 30 8 10 12 32:44 34 12 West Ham 29 8 7 14 32:38 31 13 Hull 29 8 6 15 30:37 30 14 Swansea 29 7 8 14 38:43 29 15 Norwich 30 7 8 15 24:48 29 16 WBA 29 5 13 11 33:43 28 17 Cr.Palace 29 8 4 17 19:38 28 18 Sunderland 27 6 7 14 26:42 25 19 Cardiff 30 6 7 17 23:52 25 20 Fulham 30 7 3 20 30:65 24 Næstu leikir 22.3.14 Chelsea - Arsenal 22.3.14 Everton - Swansea 22.3.14 Cardiff - Liverpool 22.3.14 Norwich - Sunderland 22.3.14 Newcastle - Cr. Palace 22.3.14 Man. City - Fulham 22.3.14 Hull - WBA 22.3.14 West Ham - Man. Utd 23.3.14 Tottenham - S'ton 23.3.14 Aston Villa - Stoke Aron fær samkeppni Aron Jóhannsson, leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi og bandaríska landsliðsins, fær meiri samkeppni um framherjastöðuna í lands­ liðinu á næstunni. Julian Green, einn efnilegasti leikmaður Bayern München, tilkynnti í vikunni að hann hygðist leika fyrir lands­ lið Bandaríkjanna í framtíðinni. Green, sem er 18 ára, er fæddur í Bandaríkjunum en alinn upp að mestu í Þýskalandi. Hann hefur leikið vel fyrir varalið Bayern München að undanförnu, en í heildina hefur hann skorað 15 mörk í 20 leikjum. Jürgen Klins­ mann, landsliðsþjálfari Bandaríkj­ anna, sagði að hann væri himin­ lifandi með ákvörðun Greens. Coleman ekki til United Roberto Martinez, stjóri Everton, gefur lítið fyrir þann orðróm að Seamus Coleman, hægri bak­ vörður félagsins, sé á leið til Man­ chester United. Colemen er einn allra besti bakvörður deildarinn­ ar, en þessi 25 ára Íri hefur átt frá­ bært tímabil með Everton. „Þeir hljóta að vera í viðræðum við annan Coleman því við höfum aldrei átt í viðræðum við neinn um hann,“ sagði Martinez við breska fjölmiðla og bætti við að Coleman væri orðinn mjög mik­ ilvægur hluti af Everton­liðinu. Þrátt fyrir að leika sem bakvörður er Coleman næstmarkahæsti leikmaður Everton í deildinni á tímabilinu með sex mörk, fjórum færri en Romaleu Lukaku og jafn­ mörg mörk og Kevin Mirallas. spurs á toppnum San Antonio Spurs er með hæsta vinningshlutfall allra liða í banda­ rísku NBA­deildinni í köfubolta. Aðfaranótt fimmtudags vann liðið sinn ellefta leik í röð og er vinn­ ingshlutfallið nú 76,1 prósent. Oklahoma City Thunder er í öðru sæti Vesturdeildarinnar með 73,1 prósents vinningshlutfall en Los Angeles Clippers og Houston Rockets koma þar á eftir. Meistari síðustu tveggja ára, Miami Heat, er með næstbesta vinningshlutfallið í Austur­ deildinni, eða 69,7 prósent. Indi­ ana Pacers virðist ætla að vinna Austurdeildina, en liðið er með 73,5 prósenta vinningshlutfall. Flest lið deildarinnar eiga eftir að leika um 20 leiki áður en úrslita­ keppnin hefst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.