Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Qupperneq 54
Helgarblað 21.–24. mars 201454 Fólk „Þessi 87 ára öðlingur er með ólíkindum“ Frændurnir Skapti Ólafsson og Siggi Björns hittust í fyrsta sinn V ið Pálmi Sigurhjartar píanó leikari, hittumst í Berlín, þar sem ég bý, í fyrravetur þegar Pálmi bjó hér tímabundið,“ seg- ir Sigurður Björnsson eða Siggi Björns tónlistarmaður eins og hann er jafnan kallaður, um til- urð þess að hann og Skapti Ólafs- son söngvari tóku saman upp lagið Tveir vinir. Þar leikur sameiginleg- ur vinur þeirra beggja, Pálmi Sig- urhjartarson stórt hlutverk. Skapti er hvergi nærri hættur að syngja þrátt fyrir að vera orðinn 87 ára en hann var hvað þekktastur upp úr miðri síðustu öld þegar hann sló í gegn með lög eins og Allt á floti alls staðar og Syngjum hátt og dönsum. Skapti gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2008, þá 81 árs. Fannst þeir líkir Það er skemmtileg sagan af því hvernig samstarf þeirra Sigga og Skapta kom til. „Þegar Pálmi var hér úti í Þýskalandi þá héldum við nokkra tónleika saman og byrjuð- um að semja tónlist saman. Þetta var í fyrsta skipti sem við Pálmi gerðum eitthvað saman og það fór að pirra Pálma eitthvað að það var svo margt við mig sem kom honum kunnuglega fyrir sjónir án þess að hann hefði orð á því við mig þá. Það var svo ekki fyrr en að við sátum í bíl á þýskri hraðbraut að Skapti Ólafs- son barst í tal, en Pálmi og hann höfðu starfað saman við leikhús- verk fyrir nokkrum árum og orðið góðir vinir. Þegar ég sagði Pálma að við Skapti værum náfrændur, hló hann mikið og sagði að þarna væri komin skýringin því sem kom svo kunnuglega fyrir sjónir – við vær- um svo líkir að ýmsu leyti. Ég hafði aldrei hitt Skapta þrátt fyrir þenn- an skyldleika, hafði aldrei mætt á ættarmótin sem hann kom á og við höfðum alltaf farið á mis við hvorn annan,“ segir Siggi. Mikil gleði Það var svo í síðustu viku sem ná- frændurnir Siggi og Skapti hittu- st í fyrsta skipti fyrir tilstilli Pálma. Það var mikið fjör í hljóðverinu þegar þeir loksins hittust. „Það var þegar við Pálmi ákváðum að taka upp nokkur þessara laga sem við höfðum unnið að úti og að ég kæmi heim í málið. Pálmi hringdi svo í mig rétt áður en ég kom til Íslands í upptökurnar og sagðist vera búinn að semja lag fyrir mig og Skapta og hvort við ættum ekki bara að taka það upp. Ég samþykkti það með mikilli gleði. Hann hafði svo sam- band við öldunginn og með sín 87 ár sló Skapti til og mætti í stúdíó,“ segir Siggi. Skapti fór á kostum Siggi segir lagið sem Pálmi samdi fyrir þá frændur vera í djössuðum stíl en texti lagsins er eftir Kára Waage. Þeir skemmtu sér vel í stúd- íóinu en Skapti hafði aldrei heyrt lagið áður og lærði það á staðn- um. „Þetta varð hin skemmtileg- asta uppákoma og mér þótti mik- ið til koma að vera syngja dúett með manni sem var „on the road“ löngu áður en ég fæddist og er ég ekki með yngstu mönnum. Skapti fór á kostum og var greinilegt að þetta hafði hann gert áður, röddina þekkir maður aftur þó það séu komin mörg ár síðan hann þeyttist um sveitir landsins í spilamennsku. Þessi 87 ára öðlingur er með ólík- indum,“ segir Siggi um frænda sinn Skapta, en lagið er væntanlegt í spilun á næstu vikum. n Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Engu gleymt Skapti sýndi það og sann- aði að þrátt fyrir að vera orðinn 87 ára þá getur hann enn sungið. Myndir SjöFn ÓlaFSdÓttir ræddu málin Það var Pálma Sigurhjartarsyni að þakka að frændurnir hittust. Hann samdi lagið fyrir þá. „Skapti fór á kostum Þ átturinn fjallar um misheppn- aða rannsóknarblaðamanninn Hjálmar sem langar til að vera frægur og áhrifamikill en það gengur ekkert upp hjá honum,“ segir Hjálmar Örn Jóhannsson sem, ásamt Sigurði Hannesi Ásgeirssyni, stendur að baki þáttunum Háski sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Bravó. „Það hafði lengi verið draumur hjá mér að gera sjónvarpsþátt,“ segir Hjálmar. Þegar þeir Sigurður fréttu af sjónvarpsstöðinni Bravó þá sendu þeir inn prufuþátt til stjórnenda stöðvar- innar sem veittu þeim tækifæri til þess að láta ljós sitt skína. „Þetta er ótrú- lega skemmtilegt og sérstaklega þar sem 20 ára draumur er að rætast,“ seg- ir Hjálmar sem starfaði í fjölda ára sem bílasali en faðir hans á bílaumboðið Brimborg. Fyrir nokkrum árum venti hann hins vegar kvæði sínu í kross og ákvað að róa á ný mið. „Núna vinn ég á leikskóla fyrir skammarlega léleg laun en hef gaman af,“ segir Hjálmar sem er óhræddur við að taka áhættu og prófa nýja hluti. Þátturinn Háski er hluti af því en þar leikur hann einmitt nafna sinn Hjálmar. „Karakterinn Hjálmar er dálítið misheppnaður. Það gengur eiginlega ekkert upp hjá honum en hann langar rosalega að vera góður rannsóknar- blaðamaður og á sér stóra drauma en er engan veginn tilbúinn að leggja mikið á sig.“ Hjálmar lítur mikið upp til Sölva Tryggvasonar sem vill þó lítið með hann hafa en Sölvi kemur við sögu í þáttunum. „Í næsta þætti reynir Hjálmar að hringja í Sölva þegar hann sér hann á förnum vegi en sér svo Sölva líta á símann og setja hann aftur í vasann þegar hann sér að Hjálmar er að hringja. Við gerð þáttanna sækja þeir innblástur í eigið líf. „Já, ég lenti einu sinni í svipuðu. Ég hringdi í vin minn sem var að rölta Laugaveginn og sá hann taka upp símann og setja hann í vasann þegar hann sá mig hr- ingja,“ segir Hjálmar og skellir upp úr. Hægt er að sjá Háska-þættina á sjónvarpsstöðinni Bravó og einnig á heimasíðu stöðvarinnar bravotv.is. n viktoria@dv.is „Lengi verið draumur að gera sjónvarpsþátt“ Hjálmar leikur misheppnaða rannsóknarblaðamanninn Hjálmar Háski Hjálmar og aðstoðar- maðurinn, sem Sigurður Hannes leikur. Ríkisstjórn Kína mætti Barði Ólafsson og Bang Gang eru á tónleikaferðalagi um heim- inn og hafa spilað í sjö borgum í Kína, frá Peking til Guang Zhou. Barði er samhliða tónleik- haldinu að leggja lokahönd á fjórðu Bang Gang-plötu sína sem von er á í lok ársins 2014. Tónleikahaldið hefur samkvæmt heimildum DV gengið vel og verið afar forvitnilegt á köflum en á einum tónleikunum voru viðstaddir fjölmargir úr ríkis- stjórn Kína. Orðin leið á leikhúsinu Leikkonan Ólafía Hrönn Jóns- dóttir segir frá því í viðtali við Séð og heyrt að hún sé á leið í tímabundið leyfi frá leikhús- inu þar sem hún hafi fundið fyrir leiða. Fríinu ætlar hún að eyða í útlöndum með börnunum sínum. „Ég hef þó fundið fyrir leiða upp á síðkastið og þá sérstaklega þegar ég frumsýni eitt verk á föstudegi og byrjuð að æfa fyrir nýtt næsta mánudag. Það er engum leikara hollt,“ segir hún í viðtalinu. Kenndi nemum Beyoncé-dansa Sirkuslistamaðurinn, dans- kennarinn og athafnakonan Margrét Erla Maack tók sig til á dögunum og bauð fram- haldsskólanemum upp á frían danstíma. Ástæðan er verkfall framhaldsskólakennara sem nú stendur yfir en fjölmargir lögðu leið sína í danstímann þar sem nemendur lærðu að dansa eins og sjálf poppdrottningin Beyoncé. Margrét skrifaði um uppátækið á Facebook-síðu sína á dögunum þar sem hún skor- aði á fleiri að standa fyrir ein- hverju svipuðu fyrir eirðarlausa framhaldsskólanema. „Gaf nemum í verkfalli Beyoncé-danstíma. Mæting var vonum framar. Skora á fleiri að gefa menntaskólanemum til- breytingu á þessum tímum,“ skrifaði Margrét. „Þegar ég sagði Pálma að við Skapti værum náfrændur, hló hann mikið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.