Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Side 63

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Side 63
Helgarblað 21.–24. mars 2014 Páskaferðir 7 F iskurinn er klár og í raun og veru er þessi kuldi mjög góður fyrir bleikjuna. Henni líður mjög vel í köldu vatni.“ Þetta segir Ingi­ mundur Bergsson, stofnandi og fram­ kvæmdastjóri Veiðikortsins. Segja má að vorveiðin hefjist formlega eftir rúma viku, þann 1. apríl, þó veiða megi í nokkrum vötnum allt árið eða þegar ísa leys­ ir. 1. apríl markar oft upphaf veiði­ tímabilsins hjá stangveiðimönnum. Það er því handan við hornið. Veiði­ kortið veitir aðgang að 36 vatnasvæð­ um, landið um kring. Kortið kostar 6.900 krónur fullu verði en stéttar­ félögin veita flest góðan afslátt. Á meðal þeirra vatnasvæða sem verða opnuð núna 1. apríl eru Hraunsfjörður á Snæfellsnesi, Meðal fellsvatn í Kjós, Vífilsstaðavatn í Garðabæ og Elliðavatn. Ingimund­ ur segir að óvenju mikill ís hafi verið á vötnum á suðvesturhorninu í vetur. „Ég kíkti á Vífilsstaðavatn í fyrradag og það er byrjað að ryðja sig,“ en vatnið er afar vinsælt á vorin – enda stutt fyrir íbúa höfuðborgarsvæðis­ ins að fara. Ingimundur segir að ís­ inn sé meiri fyrir norðan enda verði flest vötnin þar ekki opnuð fyrr en 1. maí. Víða í vötnum á Íslandi hefur bleikjan átt erfitt uppdráttar undan­ farin ár. Urriðinn hefur sótt á. Ingi­ mundur segir, þó hann sé ekki fiski­ fræðingur, að kuldinn sem verið hefur í vetur sé ef til vill góður fyrir bleikjuna. Ef til vill eigi hún betri tíð í vændum ef veturnir fari að verða kaldari á nýjan leik. Tvö ný vötn hafa bæst við Veiði­ kortið þetta árið; Vestmannsvatn í mynni Reykjadals í S.­Þingeyjarsýslu og Gíslholtsvatn í Holtum. Veiða má á flugu, maðk og spún alls staðar þar sem veiðikortið gildir að frátöldu Þingvallavatni, en sá háttur er nú á að aðeins má veiða á flugu frá opnun þar, 20. apríl, til 1. júní. Eftir það má veiða á maðk og spún líka. n baldur@dv.is Fiskurinn er klár Vorveiðin hefst formlega 1. apríl Fiðringur Aðeins 10 dagar eru í vorveiðina. Barcelona fyrir 120 þúsund Lággjaldaferðasíðan Price of Travel hefur síðastliðin ár haldið úti svokallaðri bakpokaferða­ mannavísitölu sem sýnir hvaða borgir í Evrópu eru ódýrastar sem og dýrastar fyrir ferða­ menn. Vísitalan tekur saman kostnað við næturgistingu á ódýrasta farfuglaheimili borg­ arinnar sem þó fær góða dóma, tvær ferðir með almennings­ samgöngum, þrjár ódýrar mál­ tíðir á dag og þrjá ódýra bjóra á dag. Það kemur eflaust fáum á óvart að allar ódýrustu borgir Evrópu eru í austurhluta álfurn­ ar. Búkarest í Rúmeníu er ódýr­ ust evrópskra borga en þar getur ferðalangur lifað á tæpum þrjú þúsund krónum á dag. Ódýrasta borgin sem Ís­ lendingar fjölmenna til er Tenerife á Kanaríeyjum. Sú borg er í sautjánda sæti yfir ódýrustu borgir Evrópu og er sam­ kvæmt vísi­ tölunni vel hægt að lifa á um sex þús­ und krón­ um á dag þar. Af þeim borgum í Evrópu sem flogið er beint til frá Íslandi er Barcelona á Spáni ódýrust, þar þarf daglegt uppihald ekki að kosta meira en tæpar átta þús­ und krónur á dag. Miðað við að flug sé pantað tímanlega þarf heildarkostnaður við vikuferða­ lag til Barcelona ekki að kosta meira en um hundrað og tutt­ ugu þúsund krónur á mann. Sé hins vegar skoðað hvaða borgir Evrópu séu dýrastar fyrir ferðalanga má sjá að áætlunarstaðir sem eru vin­ sælir meðal Íslendinga raða sér í efstu sætin. London er næstdýrasta borgin, þar kostar dagurinn að meðaltali um tutt­ ugu og fimm þúsund krónur. Höfuðborgir Norðurlanda eru samkvæmt vísitölunni sömuleiðis mjög dýrar borgir fyrir íslenska ferðaferðamenn, Helsinki og Kaupmannahöfn þó ódýrastar en þar kostar dagurinn um tuttugu þúsund. Til gamans má geta að Reykja­ vík er langódýrust höfuðborga Norður landa en samkvæmt vísi­ tölunni kostar dagurinn þar að jafnaði um fimmtán þúsund krónur. www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong n Rokkhátíð alþýðunnar tíu ára n Best að huga snemma að gistingu A ð vera vel skóaður og nestaður, er það ekki alltaf gott ráð?“ segir Birna Jón­ asdóttir, rokkstjóri tónlist­ arhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, aðspurð hvað gestir hátíðarinn­ ar eigi að hafa í huga, en hátíðin ísfirska fagnar tíu ára afmæli sínu um páskana. „Ég myndi mæla með góðum skóm, því ert stendur á skemmugólfi eins lengi og þú þolir að vera á tón­ leikum þannig að það er ekki gott að vera á óþægilegum hörðum hæla­ skóm eða strigaskóm sem blotna um leið og komið er í snjó þannig að það borgar sig að vera vel búinn til fótanna til að halda á sér hita. Svo getur veðrið breyst á svipstundu.“ Hún segir engan vanda að vera hvort tveggja hlýtt og töff. „Lopapeysurnar hafa verið ríkj­ andi síðustu ár og það er oft talað um lopapeysufólkið sem kemur að sunn­ an,“ segir Birna. „Það eru ýmsar týpur sem maður sér sem maður ímyndar sér að væru aldrei í lopapeysu nema þegar þær fara út á land á rokkhátíð.“ Allra veðra von Flug til Ísafjarðar tekur aðeins um hálftíma en ef fólk ætlar að keyra vestur mælir Birna með því að fólk sé á vel útbúnum bílum því þrátt fyrir að komið sé fram í apríl sé allra veðra von. Það gildi því það sama og með klæðnaðinn á hátíðinni að vera við öllu búinn. Birna segir mikilvægt fyrir þau sem ætla á hátíðina að fara að huga að gistingu. „Það er fljótt að bókast upp og ekki seinna vænna að fara að vinna í þeim málum. Bærinn fyllist og erfitt að mæta bara á svæðið og vera ekki með fyrirfram bókaða eða ákveðna gistingu. Ef það er allt uppbókað á Ísafirði er upplagt að kíkja á bæjarfé­ lögin í kring, Bolungarvík, Súðavík, Flateyri og Suðureyri og ýmsa staði í grenndinni. Þannig að það eiga allir sem vilja að komast fyrir,“ segir hún. Pakkfullt af snjó Skíðavika fer einnig fram á Ísafirði um páskana og hefst hún á miðvikudegi og stendur alla páskahelgina. „Skíða­ svæðið er troðfullt af snjó þannig að ég myndi ekki hika við að hafa með mér skíðagræjurnar ef maður hefur gaman af slíku. Hér er líka endalaust hægt að labba og njóta,“ segir Birna og bætir við: „Svo eru sundlaugar í öll­ um bæjarkjörnum og sniðugt að hafa sundfötin með sér til að skella sér í sund eftir skíðin eða til að fríska sig upp daginn eftir góða tónleika.“ Ljósmyndasýning á afmælisári Í tilefni af 10 ára afmæli hátíðarinnar verður efnt til ljósmyndasýningar með myndum af hátíðinni gegnum árin en enn hefur ekki komið fram hvar hún verður sett upp. Undirtitillinn „Rokkhátíð alþýð­ unnar“ vísar í það að ókeypis er inn á hátíðina og engin miðaútgáfa. Það þýðir að oft getur orðið ansi þröngt á þingi í skemmunni. Auk þess fær hvert band einungis 20 mínútur til að spila og sitja allar hljómsveitir við sama borð hvað það varðar. Enginn fær greitt fyrir að koma fram á hátíð­ inni og allir sem starfa að henni gera það í sjálfboðavinnu en hátíðin nýtur ýmissa styrkja. Hátíðin fer fram föstudaginn 18. og laugardaginn 19. apríl næst­ komandi í húsnæði Gámaþjónustu Vestfjarða þar sem hátíðin hefur verið haldin undanfarin ár. n fifa@dv.is Lopapeysufólkið kemur að sunnan Fram koma Endanlegur listi í næstu viku n Maus n Retro Stefson n Cell 7 n Mammút n Grísalappalísa n Tilbury n DJ. flugvél og geimskip n Glymskrattinn n Sigurvegari Músíktilrauna Grísalappalísa Ein fjölmargra hljómsveita sem koma fram á Aldrei fór ég suður í ár. mynd dAvíð þór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.