Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Síða 26
Páskablað 15.–22. apríl 201426 Fréttir Erlent Þ eir leggja sig daglega í lífs- hættu til þess að við fáum að vita sannleikann um það sem raunverulega gerist. Þeir vinna oft við ömurlegar að- stæður og stórhættulegar og á hverju ári fellur fjöldi þeirra í valinn, eða er hnepptur í fangelsi. Við erum að tala um blaða- og fréttamenn í fremstu víglínu, sem fórna sér fyrir sannleik- ann. Stríðsfréttaritara. Við sjáum þá á CNN, Al-Jazeera, BBC og öðrum álíka stöðvum. Þeir færa okkur fréttir frá Bagdad, Kabúl, Kiev, Homs og Aleppo, skuggalegum svæðum í Afríku, Asíu og S-Ameríku. Oftar en ekki eru þeir með hjálm á höfðinu og íklæddir skotheldu vesti, merktu PRESS. Skotin þjóta hjá og sprengjur springa í nágrenninu. Adrenalínið flæðir um líkamann. Yfir 1.000 myrtir frá 1992 Það er kannski flott og spennandi að vera blaðamaður í fremstu víglínu, en það hefur líka ýmsar skuggahlið- ar í för með sér. Nær daglega verða blaðamenn fyrir barðinu á yfirvöld- um, þeir eru líka myrtir og eða fang- elsaðir. Samkvæmt vefsíðunni CPJ. org, sem berst fyrir vernd blaða- manna og framgangi frjálsrar fjölmið- lunar hafa 14 blaðamenn verið myrtir það sem af er þessu ári. Frá árinu 1992 hafa yfir 1.000 blaða- og fréttamenn verið myrtir við störf sín. Um þess- ar mundir eru einnig yfir 200 blaða- menn sem sitja í fangelsum víða um heim, flestir í Tyrklandi, eða um 40, og Íran, 35 talsins. Þetta er því í raun stórhættuleg starfsgrein. Flestir þeirra sem hafa verið myrtir eða sitja í fang- elsi eru karlmenn, en það er þó ekki algilt og í greininni sem hér fer á eftir verður meðal annars fjallað um örlög eins frægasta blaðamanns Rússlands, hún hét Anna Politkovskaja og fannst myrt í stigaganginum að íbúð sinni í Moskvu í október 2006. Fyrsta fjölmiðlastríðið á Krímskaga Ekki ætti að hafa farið framhjá nein- um að nú ríkir gríðarlega ólga og stríðsástand í Úkraínu og hefur ver- ið svo vikum skiptir. Rússar hafa inn- limað Krímskaga, sem einu sinni tilheyrði Sovétríkjunum, og í austur- hluta landsins er mikil spenna, þar sem rússneskir íbúar krefjast sjálf- stæðis. Augu heimspressunnar hafa því undanfarið verið á Úkraínu og Krímskaga, en þar fór einmitt fyrsta fjölmiðlastríðið fram á árunum 1853– 1856, þegar Rússar glímdu við banda- lag Breta, Frakka og Tyrkja um yfirráð á skaganum og í Kákasus-héruðun- um. Í því stríði voru fyrstu stríðsljós- myndirnar teknar. 100 ár frá 1914 Síðan þá hafa fjölmiðlar og stríð bundist ævarandi böndum og um leið og átök eða stríð hefjast, flykkjast fjöl- miðlar á staðinn. Þess er nú til dæm- is minnst að hundrað ár eru liðin frá upphafi fyrri heimsstyrjaldar, þar sem eiturgas, skotgrafir og fjöldaslátrun á vígvellinum voru helstu kennimerk- in. Í aðdraganda styrjaldarinnar áttu fjölmiðlar stóran þátt í að skapa þá spennu, sem síðar leystist úr læðingi. Í einu frægasta skáldverki 20. aldar, Veröld sem var, lýsir rithöfundurinn Stefan Zweig fjölmiðlaumræðunni í aðdraganda þessa stríðs sem talið er að hafi kostað um 30 milljón- ir manna lífið. Hér ræðir Zweig eft- irköst morðsins á ríkiserfingja Aust- urríkis, Franz Ferdinand, í Sarajevó (Bosníu) lok júní árið 1914, en sá at- burður er talinn hafa verið neistinn sem kveikti bálið í Evrópu: „Um það bil viku seinna fóru blöðin að láta all- dólgslega og voru samstilltari í því en svo, að það gæti verið einskær tilvilj- un […] maður gat ekki varist þeirri til- hugsun að með áróðri þessum væri verið að undirbúa einhverjar póli- tískar aðgerðir, en engum datt í hug stríð.“ Síðar segir Zweig frá sam- tali sínu við gamlan vínbónda, sem fullvissaði hann um að sumarið 1914 yrði mjög gott: „Ef tíðin helst svona, þá verður vínuppskeran með allra bezta móti. Þetta sumar verður lengi í minnum haft,“ á bóndinn að hafa sagt við Zweig. Bóndinn reyndist kannski sannspár, en það var ekki vegna vín- uppskerunnar. Í þessu samhengi má einnig nefna að hinn frægi banda- ríski rithöfundur Ernest Hemingway skrifaði bókina „ Vopnin kvödd“ (A Farewell to Arms) um reynslu sína í fyrri heimsstyrjöld sem sjúkraliði á vígstöðvunum á Ítalíu. Frægar myndir frá Normandí Í síðari heimsstyrjöld léku fjölmiðlar enn stærra hlutverk og fjöldi blaða- og fréttamanna var við störf á átakasvæð- unum, sem teygðu sig um alla heims- byggðina í sex ár. Margar frægustu stríðsmyndir 20. aldar voru teknar í þessum hrikalega hildarleik, til dæm- is myndir ungverska ljósmyndarans Roberts Capa frá landgöngu Banda- manna í Normandí í Frakklandi. Hann lést síðar þegar hann steig á jarðsprengju í Víetnam árið 1954. Einn frægasti fréttamaður þessara átaka, bandaríski blaðamaðurinn Ernie Pyle, féll á lítilli eyju í Kyrrahaf- inu þegar Bandaríkjamenn börðust við Japani um eyjuna Okinawa. Pyle féll fyrir kúlum Japana. Í Víetnamstríðinu féllu yfir 70 blaða- og fréttamenn, flestir þeirra bandarískir. Í öllum átökum síðan því stríði lauk hafa fréttamenn, ljós- myndarar og myndatökumenn fall- ið. Bandaríski herinn lærði hins vegar ákveðna lexíu á Víetnamstríð- inu, það er að leyfa fréttamönnum í framtíðinni ekki að valsa um vígvöll- inn án nokkurra afskipta. Í fyrri Flóa- bardaga, sem braust út árið 1990 þar sem „Bandalag hinna viljugu“ barðist gegn Saddam Hussein var strangt eft- irlit með fréttamönnum og þeir voru allan tímann með hersveitunum, en þetta er á ensku kallað „embedded journalism“ og var gagnrýnt mjög. Þetta takmarkaði athafnafrelsi blaða- mannanna mikið. Síðan þá hef- ur þetta nánast verið reglan og gert blaðamönnum erfitt fyrir. Má segja að með þessu sé blaðamönnum haldið í eins konar herkví annars stríðsaðil- ans. Gagnrýnandi Pútíns Ljóst er að blaða- og fréttamenn leggja sig í gríðarlega hættu við störf sín á átakasvæðum, eða við umfjöllun um önnur mál, sem til dæmis tengj- ast málum á borð við eiturlyf, spill- ingu eða jafnvel bara stjórnmál. Eitt besta dæmið um blaðamann sem fékk að gjalda fyrir með lífi sínu að hafa afhjúpað spillingu og grimmdar- verk er rússneska blaðakonan Anna Politkovskaja, sem nefnd var hér lítil- lega fyrr í greininni. Hún fannst skot- in til bana í stigagangi að íbúð sinni í Moskvu á haustdögum árið 2006. Sex árum síðar, 2102, var svo loksins fyrr- verandi lögreglumaður fundinn sekur um morðið og dæmdur til ellefu ára vistar í refsibúðum. Anna var mikil baráttukona fyrir mannréttindum og harður gagnrýn- andi stjórnar og stefnu Vladi mírs Pútín, forseta Rússlands. Í bók sinni Rússland Pútíns fór hún til dæm- is hörðum orðum um framferði rúss- neska hersins í átökunum í Tsjetsjeníu, þar sem hryllileg mannréttindabrot voru framin. En hún gagnrýndi líka meðferð rússneska hersins á sínum eigin hermönnum, þar sem gegndar- laust ofbeldi viðgengst. Wikileaks-myndbandið Annað frægt dæmi er morðið á banda- rískum blaðamanni, William Stewart, árið 1979 í borgarastyrjöldinni í Nik- aragva, þar sem skæruliðar Sandinista börðust gegn spilltum einræðisherra, Anastiosio Somosa, sem Bandaríkja- menn studdu dyggilega. Liðsmenn þjóðvarðliðs Somosa myrtu Stewart um miðjan dag á götu úti. Í kjölfar- ið drógu Bandaríkjamenn mjög úr stuðningi sínum við Somosa, sem var hrakinn frá völdum síðar þetta ár. Þá vakti það einnig gríðarlega athygli þegar Kastljós Ríkisútvarpsins afhjúpaði morð bandarískrar áhafnar Apache-árásarþyrlu á fjölda óbreyttra borgara og tveggja starfsmanna Reuters-fréttastofunnar í Bagdad árið 2007. Flugmenn þyrlunnar töldu ljósmyndavél annars starfsmanna Reuters vera eldflaugavörpu og réð- ust á hópinn, með ógurlegum vopn- um þyrlunnar. Meðal annars létust tvö börn í þessari árás. Reuters hafði án árangurs reynt að fá myndskeiðið afhent, en bandarísk yfirvöld neituðu. Það var gert opinbert af Wikileaks-síð- unni, sem Ástralinn Julian Assange er á bak við. Einnig tengist íslenski blaða- maðurinn Kristinn Hrafnsson þessu, sem einn nánasti aðstoðarmaður Assange. Tugir blaða- og fréttamanna féllu í átökunum í Írak, sem hófust með innrás Bandaríkjanna árið 2003 og hægt er að kalla „seinni Flóabar- daga.“ Að þremur árum liðnum, árið 2006, höfðu fallið fleiri blaðamenn í Írak, en í Víetnamstríðinu. Myrtur í Mogadishu Morðið á bresk-sænska blaðamann- inum Martin Adler í Sómalíu vakti einnig mikla athygli og var meðal annars heimildamyndin War Report- er gerð um það mál og er hana að finna Vimeo-vefsíðunni. Martin vann fyrir sænska Aftonbladet og hafði gríðarlega reynslu af því að vinna á átakasvæðum og í myndinni koma fram orð sem lýsa má sem hans einkunnarorðum: „Ég þarf að fara á staði þar sem enginn hefur farið og ég þarf að tala við fólk sem enginn annar hefur talað við.“ Sumarið 2006 var hann staddur Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Nýjasta tilfellið Anja Niedringhaus, heimsþekktur ljósmyndari fyrir Associated Press, var skotin til bana þann 4. apríl síðastiliðinn af afgönskum lögreglumanni. Samstarfsfélagi hennar særðist. Anja hafði meðal annars starfað í Kúveit, Írak, á Gaza-ströndinni og í Líbíu. Hún var 48 ára þegar hún lést. MYNd ReuteRs Dauðfsöll fréttamanna Fjöldi fréttamanna og starfsmanna fjölmiðla sem látist hafa á árunum 2003–2013 2003: 58 2004: 87 2005: 62 2006: 103 2007: 112 2008: 69 2009: 100 2010: 78 2011: 86 2012: 106 2013: 99 Heimild: CPJ.org Í fremstu vÍglÍnu n Fjöldi blaða- og fréttamanna lætur árlega lífið n Eru einnig fangelsaðir n Sýrland hættulegast Valdið gegn sannleikanum Grísk blaðakona fær að finna til valdsins í mótmælum í Aþenu. Á hverju ári látast tugir blaða- og fréttamanna við störf sín eða eru hnepptir í fangelsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.