Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Síða 28
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 28 Umræða Páskablað 15.–22. apríl 2014 Það var martröð Ég elska góðan mat Auðvitað er það óþolandi Fólk getur ekkert flutt Dauðhreinsuð blekkingarsaga Anna Lísa Finnbogadóttir missti rúm 70 kíló. – DV M ér finnst ég hafa verið blekktur. Ég er alveg sann- færður um það að staða Sparisjóðsins í Keflavík hafi ekki verið eins góð og hún var sögð vera,“ sagði Karl Sigur- geirsson, tæplega 70 ára skrifstofu- maður á Hvammstanga, um þátttöku sína í stofnfjáraukningu Sparisjóðs Keflavíkur árið 2007. Karl var einn af fjölmörgum einstaklingum sem tóku þátt í stofnfjáraukningu sjóðsins þetta ár en sambærilegar stofnfjáraukn- ingar voru einnig í öðrum sparisjóð- um í landinu. Í aukningunni skuld- setti Karl sig um milljónir króna til að kaupa bréf í Sparisjóðnum í Keflavík. Tilgangur stofnfjáraukninganna var til að auðvelda stórfelldar fjár- festingar eignarhaldsfélagsins Kistu í stærsta hluthafa Kaupþings, Exista. Í júní árið 2007 keypti Kista, sem var næststærsti hluthafi Kaupþings, hlutabréf í Exista fyrir 11,4 milljarða króna og átti í lok þess árs bréf fyrir um 20 milljarða. Þetta fé var meðal annars sótt til stofnfjárhafa eins og Karls. Árið eftir, 2008, var hlutafé Kistu svo auk- ið um 11 milljarða króna og var það fé notað til að greiða niður skuldir fé- lagsins. Myndin af Kistu sem við höfum er því þessi: Nokkrir sparisjóðir samein- ast um fjárfestingu í Exista sem fjár- mögnuð er með stofnfjáraukningu í nokkrum sjóðum. Stofnfjárhafar eins og Karl skuldsetja sig fyrir bréfun- um og búið er að samtengja Exista og Kaupþing við sparisjóðina þannig að sjóðirnir hefðu aldrei getað lifað af fall bankans. Enda hrundu allir sjóðirnir í kjölfar bankahrunsins 2008. Einn af heimildarmönnum DV orðaði skilning sinn á starfsemi Kistu með eftirfarandi hætti í samtali við blaðið: „Kista var aðgöngumiði í partí- ið fyrir sparisjóðina í gegnum Exista. Lögð var gríðarleg pressa á sparisjóð- ina að taka þátt í þessu. Sagt var við þá: Þið eruð ekki að hugsa um hagsmuni sparisjóðanna ef þið takið ekki þátt í þessu. Vissulega högnuðust menn til að byrja með en menn kunnu sér ekki hóf og stoppuðu ekki og fóru of langt í þessu … Menn voru komnir svo langt út fyrir stofnsamþykktir og grunnhug- myndafræði sparisjóðanna.“ Þessi saga sparisjóðanna á Íslandi á árunum fyrir hrun er dramatísk og oft og tíðum tragísk. Meðferð stjórn- enda sparisjóðanna á þeim hafði áhrif á líf fjölmarga í samfélaginu, meðal annars venjulegs fólks eins og Karls sem tók þátt í stofnfjáraukningu þeirra. Sem betur fer þá gerðist það eftir hrunið að stofnfjárhafarnir sem skuldsettu sig fyrir bréfunum í sjóðun- um fyrir hrun þurftu ekki að borga lán- in til baka enda voru veðin fyrir þeim yfirleitt í bréfunum sem keypt voru. Því miður er þessari sögu ekki gerð fullnægjandi skil í nýútkominni skýrslu um fall sparisjóðanna. Jafn- vel þó kostnaðurinn við skýrsluna hafi verið mikill — rúmar 600 milljónir — og ritunartíminn langur — tvö og hálft ár. Skýrslan hefur sína kosti en myndin sem hún dregur upp af misnotkun og falli sparisjóðanna er dauðhreinsaðri en staðreyndir gefa tilefni til. Til dæm- is er lítið fjallað um stofnfjáraukn- ingar sparisjóðanna og umfjöllunin um tengsl stjórnenda Kaupþings við ráðamenn sparisjóðanna er furðulega bragðdauf og laus við skýrar niður- stöður. Raunar las ég niðurstöðukafla skýrsluhöfunda um starfsemi Kistu og var litlu nær um hvaða ályktanir nefndin drægi eftir umfjöllun sína. Meðal þess mest upplýsandi um starfsemi Kistu er eftirfarandi kafli í niðurstöðum nefndarinnar fremst í skýrslunni: „Raunin varð sú að spari- sjóðirnir ábyrgðust lán eða tóku á sig skuldbindingar Kistu. Í því ljósi er söluhagnaðurinn sem eigendur Kistu höfðu af því að selja félaginu hluti í Exista hf. lítill sem enginn, enda báru þeir á endanum áhættu af félaginu upp að því marki sem þeir ábyrgð- ust skuldir þess. Að þessu leyti til var áhættan ekki eingöngu bundin við hlutafé sparisjóðanna í félaginu.“ Áhætta sparisjóðanna af Kistu var því sannarlega mikil. Þó skýrsluhöfundur ýi að því að svo kunni að hafa verið að tengsl Guðmundar Inga Haukssonar, spari- sjóðsstjóra í SPRON, við stjórnendur Kaupþings kunni að hafa verið ein af ástæðunum fyrir því að hagsmun- ir sparisjóðanna voru tengdir við Ex- ista og Kaupþing í gegnum Kistu þá er þessi umfjöllun ekki afgerandi. Guð- mundur Ingi var fyrrverandi forstjóri Kaupþings og sat í stjórn hjá Exista vegna eignarhlutar Kistu í félaginu. Umtalsverð viðskipti voru svo á milli sparisjóðanna og Exista, og eins við stjórnendur Kaupþings, enda var búið að flétta hagsmuni sjóðanna og bank- ans rækilega saman. Þann 30. sept- ember 2008, í bankahruninu sjálfu, lánaði SPRON til dæmis þrjá milljarða til Exista. Forsvarsmenn íslensku bankanna sáu „fé án hirðis“ í sparisjóðunum og vildu komast yfir það, sérstaklega þegar harðna tók á dalnum í efna- hagskerfinu, líkt og gert var í tilfelli sumra tryggingafélaga. Auk Kistu þá urðu aðilar tengdir Glitni líka stórir eigendur í sparisjóðnum Byr og tóku við 12 milljarða arðgreiðslu frá sjóðn- um eftir stofnfjáraukningu í lok árs 2007. Þessir aðilar, eins og til dæmis FL Group og tengd félög, voru meðal stærstu skuldara Byrs. Þegar búið var að mjólka bankakerfið fóru viðskipta- mennirnir inn í sparisjóðina í leit að fé. Við efnahagshrunið var ekki lengur hægt að segja að sparisjóðakerfið væri aðskilið frá bankakerfinu. Þessi blekkingar- og spillingarsaga er hins vegar ekki sögð í skýrslunni um sparisjóðina og er því miður ósögð að mestu leyti. Skýrslan um sparisjóð- ina er því miður takmörkuð og dauð- hreinsuð. Hún verður ekki sams kon- ar grundvallarrit um fall þeirra líkt og skýrslan um hrun viðskiptabankanna. Auðvitað er þetta synd. Ég segi eins og Karl: Mér finnst ég hafa verið blekkt- ur. n Kristján sloppinn Kristján Arason, fjárfestir og handboltakappi, er nú sloppinn undan þeirri kröfu Kaupþings að hann greiði persónulega 500 milljónir króna vegna brasks hans með hlutabréf í Kaup- þingi þegar hann var þar fram- kvæmdastjóri. Kristján færði hlutafé sitt inn í það fræga félag 7 hægri ehf. með samþykki Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra bank- ans. Bréfin urðu verðlaus þegar bankinn féll. Eftir áralangt þref hefur Hæstiréttur úrskurðað að Kristján beri ekki ábyrgð og er hann þar með sloppinn með sín- ar persónulegu eigur. Gleymdur bjargvættur Framsóknarmenn í Reykjavík hafa tekið út miklar áhyggjur eftir að Óskar Bergsson gekk úr skaft- inu og hætti við að leiða flokk- inn í Reykjavík. Horft hefur verið til stórkanóna á borð við Guðna Ágústsson, sem er ekki spenntur. Þá mæna framsóknarmenn til Lilju Alfreðsdóttur sem þykir líkleg til að marka sig- urbraut líkt og faðir hennar, Al- freð Þorsteinsson, gerði. Þó er ekki hinn augljósi kandídat, Björn Ingi Hrafnsson, nefndur en hann leiddi flokkinn til sigurs á sínum tíma. Gaman- samur framsóknarmaður sagði að Björn Ingi nýttist flokknum betur á Eyjunni. Jónas mættur Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, hefur verið að fóta sig smám saman í félagsmálum sjó- manna eftir að hann var dæmd- ur fyrir að hafa valdið sjóslysi á sínum tíma. Hann er í sinni gömlu stöðu hjá sjómannafélaginu og sinnir hagsmunamálum sjómanna af festu. Þá er hann kominn í stjórn Hrafnistu, dvalarheimila aldraðra sjómanna, sem þykir virðingar- staða og er aðeins veitt þeim sem eru mikils metnir af sjómönnum. Fingraför Mikaels Mikael Torfason, aðalritari 365, hefur svo sannarlega sett mark sitt á fréttastofur stöðvanna. Fréttablaðið þyk- ir orðið mun árásarhneigðara en nokkru sinni og Vísir fer á köflum hamför- um. Frétt Vísis og Fréttablaðsins og sorphirðumenn að reyna að brjótast inn hjá fótboltakapp- anum Heiðari Helgusyni er rakin beint til stefnu Mikaels. Og upp- námið þegar sorphirðumenn umkringdu fyrirtækið er ekki það fyrsta á ferli ritstjórans sem er sagður hinn brattasti vegna athyglinnar. Ellen Guðmundsdóttir féll á 11 ára áfengisbindindi. – DV Íbúar á Þingeyri uggandi vegna flutnings Vísis. – DV „Mér finnst ég hafa verið blekktur. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Leiðari S íðasta verk Alþingis fyrir páska var að fjalla um rann- sóknarskýrslu Alþing- is um sparisjóðina. Skýr- slan er efnis mikil og rekur aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sjóðanna. Sögu sparisjóð- anna má rekja aftur til 18. aldar en fyrsti sparisjóðurinn var stofnaður í Þýskalandi. Hugmyndafræðin var sú að hinir efnaminni í samfélaginu ættu kost á ódýru lánsfé. Þeir þættir sem voru taldir aðskilja sparisjóði frá viðskiptabönkum var að sparisjóðir hefðu fleiri markmið en hámörkun hagnaðar – til dæmis að styrkja sam- félag og atvinnulíf á nærsvæði sínu. Sparisjóðir þróuðust með samfé- laginu fram á 20. öld en það var fyrst undir lok hennar að frjálshyggjan fór að hafa allveruleg áhrif á lagasetn- ingu, t.d. frjálsa för fjármagns sem var innleidd hér á landi með EES- samningnum. Lagaumhverfi spari- sjóðanna á Íslandi breyttist mjög á tíunda áratug 20. aldar og árið 2001 var sparisjóðunum veitt lagaheim- ild til hlutafélagavæðingar sem var gagnrýnt af mörgum, t.d. fulltrúum Vinstri grænna. Margir sparisjóð- ir breyttu sér í hlutafélög í kjölfar- ið, sérstaklega þeir stærri, glötuðu í kjölfarið sérstöðu sinni og samein- uðust viðskiptabönkunum jafnvel. Aðdragandi hrunsins sýnir vel hvernig sparisjóðirnir soguðust nið- ur í sama hyl og viðskiptabankarn- ir. Lánsfjármagn var sótt á markað án þess að menn vissu eiginlega í hvað þeir ætluðu að lána í, sjóð- irnir misstu hið mikilvæga jarð- samband sitt og ráðist var í óskyn- samlegar fjárfestingar, himinháar fjárhæðir voru greiddar út í arð og önnur markmið en að ná hámarks- arði virtust hafa gleymst. Ýmsar lagabreytingar voru hins vegar gerð- ar eftir hrun til að skýra og skerpa ramma fjármálafyrirtækja og koma í veg fyrir að fjármálafyrirtækin gætu blásið út eigin efnahag án raunveru- legra verðmæta. Mörgum hefur orðið tíðrætt um að sparisjóðirnir séu barn síns tíma, stofnaðir á 18. öld, en eigi ekkert er- indi við 21. öldina. En eru markmið sparisjóðanna úrelt? Mætti ekki einmitt þróa markmiðin um banka með samfélagslegt hlutverk áfram í takt við 21. öldina og hugmynda- fræði sjálfbærrar þróunar? Um allan heim kallar almenning- ur eftir siðlegum bönkum, ekki síst eftir efnahagshrunið. Siðlegir bankar byggja á gagnsæi; að viðskiptavinir viti til hvers konar starfsemi er lánað. Siðlegir bankar hafa allar þrjár grunn- stoðir sjálfbærrar þróunar að leiðar- ljósi en það eru velferð umhverf- is, efnahags og samfélags. Víða um heiminn hafa sprottið upp slíkir sið- legir bankar, til að mynda á Norður- löndunum, en þrír slíkir bankar unnu umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2010. Í Evrópu hafa margir spari- sjóðir unnið markvisst að því að þró- ast yfir í siðlega banka og taka þannig umhverfismálin upp ásamt samfé- lags- og efnahagsþróun. Upphafleg hugsun sparisjóð- anna var að auka velferð samfé- lagsins og efnahagslega velferð. Fall þeirra fólst í því þegar þeir viku af þessari leið. Lærdómurinn af þessu er ekki sá að hugsjón sparisjóðanna sé barn síns tíma heldur einmitt að það er kominn tími til að endur- vekja hana og þróa í takt við nýja tíma. Þar geta stjórnvöld lagt sitt af mörkum með því að sníða lagara- mmann þannig að þetta sé ein- faldara fyrir þá sem eru reiðubún- ir að taka stökkið. Ég er nokkuð viss um að það er eftirspurn eftir slíkum bönkum. n Gefum gömlum gildum nýtt líf„Um allan heim kallar almenning- ur eftir siðlegum bönkum, ekki síst eftir efnahags- hrunið. Katrín Jakobsdóttir formaður VG Kjallari Mynd SIGTryGGur ArI Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir Alþingi karllægan vinnustað. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.