Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Page 36
Páskablað 15.–22. apríl 201436 Fólk Viðtal U ngfrú meðfærileg var hlut- verkið hennar. Þegar þær klæddu sig upp í síðkjóla og bikiní fyrir borgarstjórnar- fund árið 1983. Þá sat Guð- rún Jónsdóttir í borgarstjórn fyrir Kvennaframboðið en hún tók einnig þátt í stofnun bæði Kvennaathvarfsins og Stígamóta. Hún var femínískur aktívisti af lífi og sál. „Það er banalt að segja það en það var eins og ég frelsaðist við allar þessar aksjónir. Þetta færði mér nýja vídd í lífið. Ég sættist við sjálfa mig, sem gerði það að verkum að mér leið mjög vel. Ég var ánægð með lífið og það sem ég var að gera. Mér fannst það bæði gefa mér mikið og um leið fannst mér ég geta lagt eitthvað af mörkum til samfélagsins. Það var einstakt að fá tækifæri til að upplifa það. Eða finnast ég vera í þeirri stöðu. Það var nóg að mér þætti það,“ segir hún hlæjandi, hógværðin uppmáluð – konan sem fékk riddara- kross fyrir framlag sitt til réttindabar- áttu og frumherjastörf í félagsráðgjöf. Við sitjum í stofunni á heimili hennar fyrir austan fjall, í fjölbýlishúsi fyrir eldri borgara, ellimannablokk- inni eins og hún kallar hana, á hlýlegu og persónulegu heimili þar sem blóm í björtum litum, útskorið í gler, hangir í glugganum. Þetta er hennar handverk, eitthvað sem hún hefur verið að dunda sér við á milli þess sem hún flakkar um heiminn, les og spilar bridds. Hún ber ekki með sér að vera 83 ára, klædd í fjólubláan íþróttagalla og hreystin uppmáluð og er hálfhissa á að ég sé komin til þess að heyra sögu hennar. Hún hefur frásögnina og næsta klukkutímann eða svo mæli ég varla stakt orð af vörum, sit bara og hlusta á hana segja frá því helsta sem á daga hennar hefur drifið, án nokkurra málalenginga og án þess að draga nokkurn tímann undan. Gleði og sorg Við byrjum á byrjuninni: „Ég er fædd í kreppuna árið 1931 og uppalin á Vík,“ segir hún. „Mér finnst ég hafa átt óhemju skemmtilega og góða bernsku, en þegar ég hugsa til baka átta ég mig á því hvað foreldrar mín- ir voru blásnauðir og hvað það var þröngt í búi. Það breytir því ekki að það er ekkert nema birta sem fylgir þessum tíma í huga mínum. Minn- ingarnar eru þannig.“ Sumar minningar eru þó erfiðari en aðrar. Aðeins fjórtán ára göm- ul missti Guðrún litla bróður sinn. „Missir er alltaf erfiður. Stundum er sagt að tíminn lækni öll sár en ég held að það sé afskaplega fjarri sanni. Ég missti bróður og seinna missti ég for- eldra sem mér þótti alla tíð mjög vænt um. Þeir dóu sem gamlar manneskjur en það var jafn sárt fyrir því. Við frá- fall þeirra myndaðist tómarúm sem enginn fyllir.“ Hún á enn erfitt með að ræða dauða bróður síns. „Ég var búin að hlakka svo mikið til og hann var svo fallegt barn. Síðan gerðist þetta af því að læknirinn var haugafullur og það var ekki hægt að ná til hans. Hann fór á langan drykkjutúr og á sama tíma fékk bróðir minn lungnabólgu. Pensilínið var komið. Það hefði verið hægt að bjarga honum. Hann var bara nokkurra mánaða gamall.“ Þetta gerðist í júní. Um haustið var fjölskyldan flutt suður. Á fermingarári Guðrúnar. Lífið hélt áfram. „Foreldrar mínir voru af kynslóð sem talaði ekki um tilfinningar. Ég veit að þau syrgðu bæði þótt ekki væri talað um það. Það var plagsiður á þessum tíma. Þú barst Ég þótti algjör karlahatari Guðrún Jónsdóttir var handtekin fyrir mót- mælaaðgerðir þegar hún sat í borgarstjórn. Í annan stað mætti hún prúðbúin í síðkjól og með kórónu úr álpappír á borgarstjórnarfund. Það var aldrei logn- molla í kringum hana. Hún var femínískur aktívisti sem lét ötullega til sín taka í baráttunni fyrir betri heimi og tók þátt í stofnun bæði Kvennaathvarfsins og Stígamóta. Og nú segir hún sögu sína. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is M y n D S IG tr y G G u r A r I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.