Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Síða 54
54 Skrýtið Páskablað 15.–22. apríl 2014
Julia Roberts og
Nick Nolte
Á tökustað rómantísku gamanmyndar-
innar I Love Trouble árið 1994 lenti Juliu
Roberts og Nick Nolte saman. Í myndinni
léku þau blaðamenn á sitthvoru dagblað-
inu sem kunna illa við hvort annað, raun-
veruleikinn var víst mun verri. Leikurunum
gekk illa að vinna saman og var meira
að segja gripið til þess ráðs að taka upp
senurnar þeirra í sitthvoru lagi. Rimman
hélt síðan áfram löngu eftir að slökkt var
á myndavélunum en Julia Roberts hefur
meðal annars opinberlega lýst Nolte sem
„algjörlega ógeðslegum“. Í viðtali hjá David
Letterman árið 2009 rifjaði hún síðan upp
slæm kynni sín af mótleikara sínum.
Neita að vinna
hver með öðrum
n Stallone kom af stað brjáluðum orðróm um Gere n Dunaway skvetti þvagi á Polanski
L
eikarar eru eins og annað
fólk – þeim kemur ekki alltaf
vel saman. Við gerð kvik-
mynda verja leikarar mörg-
um stundum saman, í litlu
rými og við krefjandi aðstæður. Það
er því í sjálfu sér skiljanlegt að illdeil-
ur komi upp stöku sinnum. Heima-
síðan The Richest hefur tekið saman
tíu leikara pör sem hefur ekki tekist
að leggja til hliðar gömul sárindi og
neita að vinna með hver öðrum. n
Faye Dunaway og Roman Polanski
Þessi illdeila fer hugsanlega í sögubækurnar sem ein sú hatrammasta í Hollywood. Illindin
hófust árið 1974 þegar Polanski leikstýrði Dunaway í meistaraverkinu Chinatown. Þeim lenti
fyrst saman þegar Polanski stóð upp til þess að plokka nokkur hár úr höfði Dunaway sem
hann sagði eyðileggja skotið. Þegar Dunaway reyndi síðar að skilja persónuna sína betur og
vildi fá að vita hvað það væri sem hvatti persónuna áfram svaraði Polanski: „Segðu bara
fjandans orðin, launin ættu að hvetja þig áfram.“ Kornið sem fyllti mælinn var þegar
Polanski neitaði Dunaway um salernishlé við tökur. Hún á þá að hafa skvett fullum
kaffibolla af hlandi framan í leikstjórann. Dunaway hefur aldrei staðfest þessa sögu og
bregst ætíð illa við spurningum blaðamanna um atvikið.
Sylvester Stallone og Richard Gere
Þessum tveimur stórleikurum lenti saman á tökustað við myndina The Lords of Flatbush
en tökur voru vart hafnar þegar rifrildið hófst. Stallone heldur því fram að Gere hafi hellt
yfir hann kjúklingafitu af ásettu ráði og fékk því framgengt að Gere yrði leystur af hólmi
í myndinni. Deilunni lauk ekki þar því Gere hefur ásakað Stallone um að hafa kveikt
hinn illræmda stökkmúsaorðróm. Fyrir nokkrum árum gekk sem sagt hávær orðrómur í
Hollywood um að Richard Gere hefði verið lagður inn á sjúkrahús með stökkmús fasta í
endaþarminum. Sagan fékkst aldrei staðfest.
Bette Davis og Joan
Crawford
Tíminn læknar ekki öll sár, eins og dæmin
sanna, og það á svo sannarlega við hjá þess-
um stórleikkonum. Illdeilur þeirra má rekja
allt til ársins 1935 þegar Joan Crawford gift-
ist mótleikara Bette Davis í kvikmyndinni
Dangerous, Franchot Tone. Davis var að
sögn ástfangin af Tone og sagði Crawford
hafa stolið honum frá sér. Þegar þær tvær
léku síðan saman í kvikmyndinni What
Ever Happened to Baby Jane er Davis sögð
hafa látið koma upp Coca-Cola-sjálfsala í
búningsherbergi Crawford en eiginmaður
hennar á þeim tíma var framkvæmdastjóri
Pepsi. Illindin stóðu allt til hins síðasta en
þegar Joan Crawford lést lét Bette Davis
hafa eftirfarandi eftir sér: „Þú átt aldrei að
segja vonda hluti um þá dánu, aðeins góða.
Joan Crawford er dáin – gott.“
William Shatner og George Takei
Deila William Shatner og George Takei nær aftur til Star Trek-áranna. Árið 2008 kvartaði
Shatner yfir því opinberlega að hafa verið sá eini úr Star Trek-leikarahópnum sem ekki
var boðið í brúðkaup Takei. Í nýlegum þætti af Watch What Happens Live talaði Takei um
Shatner og sagði hann sjálfselskan hrokagikk sem léti allt snúast um sjálfan sig. Shatner
skvetti síðan olíu á eldinn þegar hann sagði Takei sjúkan og geðveikan og að öllum væri
sama um hvenær hann kæmi út úr skápnum sem samkynhneigður.
Shannen Doherty
og Alyssa Milano
Shannen Doherty er þekkt fyrir að ganga
illa að þola mótleikkonur sínar frá því hún
lék í þáttaröðinni vinsælu Beverly Hills
90210. Doherty og Alyssa Milano hafa hins
vegar haft óvenju hátt um illdeilur sínar
og verið einstaklega berorðar í garð hvor
annarrar. Doherty er sögð hafa fórnað
hlutverki sínu í farsælu þáttunum Charmed
vegna ósættis síns við Milano. Leikkonurnar
hunsuðu hvor aðra í myndveri og gekk
deilan svo langt að fenginn var óháður
sáttasemjari til þess að reyna að hjálpa
þeim að leysa málin. Hann hefur ekki haft
árangur sem erfiði.
Robert Downey Jr.
og Terrence Howard
Terrence Howard hefur frá ýmsu að segja
aðspurður hvers vegna hann hafi ekki leik-
ið í síðustu tveimur kvikmyndunum í Iron
Man-þríleiknum. Howard segist meðal
annars hafa hjálpað Downey Jr. að landa
hlutverki stálmannsins en þegar kom að
því að gera mynd númer tvö í þríleiknum
hafi sá síðarnefndi samið um að persónu
Howards yrði sleppt. Robert Downey Jr. á
síðan að hafa hirt þær launagreiðslur sem
áttu upphaflega að fara til Howards.
Shirley Maclaine og
Debra Winger
Báðar hafa það orð á sér að vera erfiðar
í umgengni og í stórmyndinni Terms of
Endearment lenti þeim illa saman. Shirley
Maclaine lét hegðun Debru Winger á töku-
stað fara í taugarnar á sér en hegðunina má
rekja til fíkniefnaneyslu. Ágreiningurinn hafi
versnað þegar Winger leysti vind af ásettu
ráði í átt að Maclaine sem brást reið við
og sýndi henni miðfingurinn. Samkeppnin
þeirra á milli harðnaði þegar báðar leikkon-
urnar voru tilnefndar sem besta leikkona
í aðalhlutverki á Óskarsverðlaunahátíð-
inni árið 1984 en það var sem kunnugt er
Shirley Maclaine sem bar sigur úr býtum. Í
þakkarræðunni sagði hún meðal annars:
„ég á þetta skilið“ sem margir tóku sem
persónulegum skilaboðum til Winger.
James Franco og
Tyrese Gibson
James Franco og Tyrese Gibson fóru
í hár saman við tökur á myndinni
Annapolis árið 2006. Haft hefur verið
eftir Gibson að hann vilji aldrei aftur
starfa með Franco og segist viss um að
sá síðarnefndi hafi heldur ekki áhuga á
því. Gibson segir Franco enn fremur hafa
verið dónalegan við hann við tökurnar og
segir hann hafa kýlt sig af fullum þunga
þegar þeir æfðu fyrir boxsenu í myndinni.
Franco heldur því hins vegar fram að
hann sé stöðugt í karakter við tökur og að
Gibson hafi tekið því persónulega.
Lucy Liu og Bill Murray
Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna stórleikarinn Bill Murray var ekki í framhaldsmynd
Charlie‘s Angels. Ástæðan ku vera vegna rifrilda við leikkonuna Lucy Liu. Orðrómurinn
á tökustað var sá að að Murray hafi stöðvað tökur á senu með aðalleikkonunum Drew
Barrymore, Cameron Diaz og Lucy Liu, bent á þær tvær fyrrnefndu og sagt: „Ég skil hvers
vegna þið eruð hér. Þið eruð hæfileikaríkar. En hvað í andskotanum ert þú að gera hér? Þú
getur ekki leikið!“ Lucy brást reið við og steytti hnefann að Bill. Starfsmenn neyddust til að
skilja leikarana að sem hrópuðu skammaryrðum að hvor öðrum. Murray neitaði að vinna
með Liu aftur og var því skipt út fyrir Bernie Mac í framhaldsmyndinni.
Áslaug Karen Jóhannsdóttir
aslaug@dv.is