Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Qupperneq 37
Helgarblað 13.–16. júní 2014 Fólk Viðtal 37 fólk. „Heimalandið togaði samt alltaf í mig því þarna úti – í velferðarríkinu Noregi – mátti ekki vinna neina yf- irvinnu. Ég vildi vinna miklu meira. Ég lék reyndar á þá seinasta veturinn og vann alltaf tvöfalda vinnu, frá átta um morguninn til tólf á kvöldin.“ Alltaf á sömu kennitölu Þegar yfirmennirnir komust að því að þeir væru með kokk í vinnu hjá sér sem væri búinn að þverbrjóta alla vinnulöggjöf í Noregi, þá var ekkert annað í stöðunni en að gefa honum langt frí á móti – á fullum launum. „Ég notaði tækifærið til að ferðast um alla Evrópu, sá ótrúlega mikið, maður. Þetta var ótrúlega skemmti- legur tími.“ Að fríinu loknu lá leiðin heim. Þá ákvað hann að fara út í eigin rekstur. „Ég stofnaði veitingafyrirtækið Ár- berg sem var einkum í veisluþjón- ustu. Og ég hef verið með sömu kennitölu síðan þá. Það er ekki hægt að segja um marga í veitingabrans- anum, get ég sagt þér.“ Var á móti blönduðum samböndum Á þessari kennitölu var rekstur í öll- um regnbogans litum, frá asískum veitingastað til ráðuneytismötu- neyta, þar til hann fékk nóg árið 2005, hætti í veitingabransanum og fór að vinna í fiskbúð Hafliða. Þar kynntist hann ástinni, Ana- lisa Basallo Monticello. Hún vann hjá Hafliða og hann varð fljótlega hrifinn. En hún var filippeysk og hann fordómafullur. „Ég var alltaf á móti svona blönduðum sambönd- um. Ég sagði alltaf að það ætti ekk- ert að vera að blanda þessu saman.“ En sú togstreita minnkaði eft- ir að hrifningin jókst og á endan- um réð hann ekki við sig og byrj- aði að stíga í vænginn við hana. „Svo þurfti ég bara að éta þetta ofan í mig. Maður stjórnar þessu ekki sjálfur. Ástin, hún hefur engin landamæri.“ En hans eigin fordómar voru bara fyrsta fyrirstaðan. „Það tók eitt ár að landa henni; hún var svo kaþólsk og stygg. En það tókst á endanum. Ég var alltaf að bjóða henni út. Á endanum sagði hún já og þá hélt ég að hún væri bara að djóka í mér en þá hafði hún bara verið svona feimin.“ Turtildúfurnar voru ekkert að tvínóna við hlutina og eftir tvö stefnumót ákváðu þau að gifta sig. „Já, já, þetta þarf að vera á tæru í kaþólsku,“ segir Magnús og hlær. Veitingafíknin lét á sér kræla Eftir nokkur ár hjá Hafliða fór veitinga- fíknin að láta á sér kræla að nýju. „Ég er að keyra út fisk þegar ég sé þetta húsnæði hérna, líst vel á, tek það á leigu og opna Sjávarbarinn 2007.“ Analisa hellti sér út í reksturinn með honum. Þegar húsnæðið við hliðina losnaði tók Magnús það líka á leigu, þau opnuðu fyrst fiskbúð sem gekk illa og þá fékk hann hug- myndina að Texasborgurum. „Vinur minn var alltaf að segja við mig: „Af hverju ekki hamborgarastaður?“ og ég hugsaði já, af hverju ekki? Ég hafði fengið fullt af hópum sem hættu við að borða þegar þeir komust að því að það var bara fiskur á matseðlin- um. Núna þegar fólk kemur á Sjávar- barinn þá geta þeir bara fengið ham- borgara yfir og öfugt.“ Sá tækifæri á Grandanum Á þessum tíma var lífið úti á Granda ekki upp á marga fiska, en Magnús sá möguleika svæðis- ins. „Eini sem var kominn hérna var Sægreifinn niðri við höfn, ég opnaði síðan 2007 – og Búllan var reyndar líka. Á þessum tíma varð ákveðin vakning hvað hafnar- svæðið varðar. Það átti að fara að rífa grænu húsin á svæðinu og þar átti að vera stokkur, það var stokk- ur á aðalskipulaginu. En svo áttaði fólk sig, og sérðu þetta núna,“ segir Magnús og vísar til téðrar grósku í ferðaþjónustu á svæðinu. Núna er Grandi að ganga í gegnum endur- nýjun lífdaga eins og hafnarsvæðið áður og uppbyggingin hefur hjálp- að rekstrinum heilmikið. „Ég var einn hérna, ef frá eru skilin Kaffi- vagninn og Grandakaffi. Ég reyndi að hafa opið á kvöldin líka en það gekk ekkert sérstaklega vel. Núna eru hér söfn, veitingastaðir, ís- lenski sjávarklasinn og ísbúð og lífið glæðist dag frá degi. Svo er að koma hérna risastórt hvalasafn við hliðina á Krónunni, þú verður að skúbba það, maður. Þeir eru bún- ir að setja alveg rosalega mikið af peningum í þetta. Þetta er að gjör- breytast og mórallinn hérna er frá- bær. Við viljum bara fá fleiri. Það er svakalega mikil umferð hérna um Grandagarðinn allan daginn og á kvöldin. Það hjálpar að hafa fleiri staði.“ Vildi frekar bjarga hjónabandinu Magnús og Analisa hafa verið gift í níu ár núna og hún hjálpar hon- um stundum með reksturinn en vinnur sjálf annars staðar. „Fyrstu fimm árin vorum við saman hérna dag og nótt. Það gekk ekki alveg; það bara sprakk. Það er allt í lagi að segja frá því. Við bara unnum saman alltof mikið. Hún fór þá bara að vinna í eldhúsum annars staðar. Ég vildi frekar bjarga hjónabandinu en rekstrinum,“ segir Magnús en blessunarlega hefur hvoru tveggja blómstrað síðan. Hlakkar til að vakna á morgnana Magnús lætur sér aftur á móti ekki nægja að reka tvo veitingastaði heldur framleiðir hann og stýrir eigin matreiðsluþætti á ÍNN og er nýbúinn að skrifa matreiðslubók- ina „Eldhúsið okkar – Íslenskar hversdagskræsingar“. En er Magnús ekki að stórgræða á þessu öllu saman? „Hann er ekki fæddur enn sá vitleysingur sem heldur að hann geti grætt mikið á veitingarekstri. En ég hlakka alltaf til að vakna á morgnana og það eru ekki allir sem geta sagt það. Það er mitt ríki- dæmi.“ n Á brúðkaupsdaginn „Ástin, hún hefur engin landamæri,“ segir Magnús sem áður var á móti blönduðum hjónaböndum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.