Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Page 6
Helgarblað 20.–23. júní 20146 Fréttir Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 GAMMA keypti íbúða- hótel á Hverfisgötu Formaður Félags fasteignasala segir æ erfiðara fyrir almenning að kaupa íbúðir E ignarhaldsfélag í eigu sjóðs- stýringarfyrirtækisins GAM Management, eða GAMMA eins og það er kallað, eignað- ist í maí íbúðahótel á Hverfis- götu 59. Afsalið vegna kaupa fyrir- tækisins á fasteignunum, samtals 8 eignum, er dagsett hinn 19. maí síðastliðinn. Félagið sem eignað- ist íbúðahótelið heitir Eclipse fjár- festingar slhf. GAMMA heldur því áfram að kaupa upp eignir í miðbæ Reykjavíkur af miklum móð og sýna fasteignaupplýsingar mikið af nýleg- um uppkaupum hjá fyrirtækinu. Íbúðahótelið sem rekið er í hús- næðinu heitir Hverfisgata Apart- ments. Seljandinn er eignarhaldsfé- lag sem heitir Hverfill ehf. Lífeyrissjóðirnir fjárfesta GAMMA er sjóðstýringarfyrirtæki sem er meðal annars í eigu stofnanda þess, Gísla Haukssonar, og Agnars Tómasar Möllers. Á bak við félag- ið eru ýmsir fagfjárfestar eins og til dæmis lífeyrissjóðir en eignarhaldið á eignunum sem eru í stýringu hjá GAMMA er ekki gagnsætt þótt fyr- ir liggi hverjir það eru sem eiga fyr- irtækið sjálft. GAMMA stefnir í að verða risi á fasteignamarkaðnum í Reykjavík og nágrannabyggðum. Sjóðir fyrirtækisins eru með um 32 milljarða króna í stýringu. Úr 140 íbúðum í 1.200 DV greindi frá því vorið 2013 að fé- lagið hefði keypt um 140 íbúðir í mið- bæ Reykjavíkur, Vesturbænum og Hlíðunum, fyrir um 4 milljarða króna. Í samtali við DV sagði Gísli Hauks- son, framkvæmdastjóri GAMMA, að fasteignasjóður félagsins væri nánast fullfjárfestur. „Hann er nánast full- fjárfestur. Svo gott sem. Þetta er bara lítill og nettur sjóður sem fjárfesti sér- staklega mikið í fyrra.“ GAMMA hefur hins vegar haldið áfram að kaupa upp íbúðir enda hef- ur það sýnt sig að mat eigenda og stjórnenda fyrirtækisins á fasteigna- markaðnum í Reykjavík var rétt: Markaðurinn var undirverðlagður. Fasteignaverð og leiguverð í Reykja- vík hefur rokið upp frá því fyrirtæk- ið hóf stórfelldar fjárfestingar sínar í íbúðum árið 2012. Ekki liggur fyr- ir hversu margar íbúðir GAMMA á í dag en þær gætu verið um 500. Um undirverðlagninguna á mark- aðnum sagði Gísli í mars í fyrra: „Við hefðum ekki farið út í þetta nema af því við töldum að markaðurinn væri hagstætt verðlagður. Ég hef mikla trú á fasteignamarkaðnum. En þetta er samt aðallega hugsað sem öflugt leigufélag. Við höfum verið á þeirri skoðun að leiguverð hafi verið lágt á Íslandi þannig að það hefur ekki borgað sig fyrir eigendur íbúða að leigja þær út. Leiguverð hefur verið að þokast upp. Sjóðurinn er að horfa allavega fimm ár fram í tímann.“ Í mars gaf Gísli Hauksson það út að GAMMA ætlaði sér að eignast um 1.200 íbúðir alls í Reykjavík og ná- grenni og stofna sérstakt leigufélag utan um eignirnar. GAMMA leigir út íbúðirnar sem fyrirtækið kaupir. Arion fjármagnaði kaupin Í tryggingabréfi sem hvílir á hús- eigninni á Hverfisgötu kemur fram að Arion banki hafi fjármagnað við- skiptin. Á íbúðunum hvílir 100 millj- óna króna tryggingabréf frá Arion. Í september 2013 keypti GAMMA 56 íbúðir í þremur fjölbýlishúsum í Vindakór í Kópavogi sem einnig voru fjármagnaðar með láni frá Arion banka. Seljandinn var Íbúða- lánasjóður. Á þeim eignum hvílir 1.730 milljóna króna tryggingabréf frá Arion. Arion hefur því fjármagn- að viðskipti GAMMA oftar en einu sinni. Yfirlit yfir fasteignaeign Eclipse fjárfestinga sýnir nýleg uppkaup á fleiri eignum, til dæmis íbúðum á Meistaravöllum, Snorrabraut, Æsu- felli, Rjúpufelli og Flúðaseli. GAMMA hefur því í auknum mæli fært sig frá miðsvæði Reykjavíkur og til úthverfa og nærliggjandi sveitarfélaga. Áhyggjur vegna leiguverðs Í viðtali við DV í mars í fyrra sagði Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og formaður Félags fasteignasala, að hún hefði verulegar áhyggjur af því að uppkaup GAMMA á fasteignum í Reykjavík gætu haft þau áhrif að verð á fasteignamarkaði myndi hækka. „Við höfum verulegar áhyggjur af þessu, við fasteignasalar, að þetta gæti haft veruleg áhrif á verðmynd- un á markaði. Og hvernig mun al- menningi ganga að standa undir slíku leiguverði?“ Spurð um hvernig hún sjái þessa þróun á uppkaupum GAMMA í dag segir Ingibjörg að skoðun hennar hafi ekki breyst. Hún segir að verð á fasteignum í miðbæ Reykjavík- ur sé orðið mjög hátt. „Almenning- ur, pöpullinn, á æ erfiðara með að komast inn á fasteignamarkaðinn og eignast íbúðir. Það eru bara ein- hverjir fjárfestar sem eiga að eignast húsnæðið okkar með húð og hári. Ég sé ekki að þetta sé heilbrigður leigumarkaður.“ n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Ég sé ekki að þetta sé heilbrigður leigumarkaður Stórtækir Stjórnendur GAMMA, meðal annars Gísli Hauksson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, hafa verið umsvifamiklir á fasteignamarkaði í Reykjavík síðastliðið ár. Mynd Arnþór BIrkISSon 100 milljónir Arion banki lánaði félagi GAMMA 100 milljónir vegna fjárfestingarinnar í íbúðahótelinu á Hverfisgötu. Kostnaður jókst um 65 milljónir E ndanlegur kostnaður við rann- sóknarskýrslu Alþingis um fall sparisjóðanna liggur ekki enn fyrir og ekki er víst hvenær vinnu við skýrsluna verður endan- lega lokið. Hann hefur hækkað um 65 milljónir króna síðan skýrslan var gefin út og er nú rúmlega 672 millj- ónir króna. Ekki er gert ráð fyrir fjár- veitingum í hana á núverandi fjár- lagafrumvarpi. Í skýrslunni, sem kom út í apríl, er kostnaður sagður vera 607 milljónir króna og var þá miðað við þær tölur sem lágu fyr- ir í mars. Þar af voru 355 milljón- ir í launakostnað og 178 milljónir í sérfræðikostnað. Í sameiginlegan kostnað nefndarinnar með rann- sóknarnefnd um Íbúðalánasjóð fóru 67 milljónir króna. Þetta eru þó ekki endanlegar tölur, eins og áður kemur fram, og uppgjöri er ekki enn lokið því ekki er búið að ganga frá gögnum til Þjóðskjalasafnsins. Um slíkt gilda strangar reglur en umfang skýrsl- unnar er mikið, enda voru spari- sjóðirnir margir og vinnan tímafrek. Einn starfsmaður er enn að störfum við frágang á heimildum og skjölum sem notuð voru við rannsóknina og ekki er ljóst hversu lengi hann verð- ur að störfum. Kostnaðurinn mun þó líklega ekki hækka jafn mikið og hann hefur gert á síðustu mánuðum, því nú eru flestir reikningar búnir að skila sér og sem fyrr segir er aðeins frágangurinn eftir. Í skýrslunni kom einnig fram að þessi rannsóknarnefnd hafi, eins og aðrar sambærilegar nefndir, far- ið fram yfir tímamörkin sem henni voru sett og upphaflega kostnað- aráætlun. Því er ljóst að betur þarf að huga að þessum þáttum þegar nefndir sem þessar eru skipaðar. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinns- son, sagði sjálfur í janúar síðastliðn- um í samtali við Vísi, að þingsálykt- unin hafi verið „alltof opin, hún var ekki nægilega markviss og hún var ekki nógu skýr“. n rognvaldur@dv.is Endanlegur kostnaður rið rannsóknarskýrslu Alþingis liggur enn ekki fyrir rannsóknarnefnd Ekki er búið að ljúka uppgjöri vegna skýrslunnar og enn er verið að vinna að frágangi hennar. Telur túlkun Sveins ranga Kolbrún Benediktsdóttir, sak- sóknari í málinu gegn Friðriki Brynjari Friðrikssyni, telur að álit Sveins Andra Sveinssonar um að Hæstiréttur hafi fallist á niðurstöð- ur dómskvaddra matsmanna um atvik sé ekki rétt. Hún segir dóm Hæstaréttar „í samræmi við kröfur ákæruvaldsins um að héraðsdóm- ur yrði staðfestur“. Friðrik Brynjar var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Karli Jónssyni að bana að- faranótt 7. maí 2013 á Egilsstöðum. „Ég skil [dóminn] þannig að ekki sé tekin bein afstaða til þess hvort atburðarásin sé „rétt“. Það er hins vegar mitt mat að fram hafi komið hjá hinum erlenda mats- manni, þegar hún gaf skýrslu fyr- ir dómi, að líkur bentu til þess að stuttur tími hafi liðið frá því að Karli voru veittir áverkar í stofunni og þar til hann var dreginn út. Ég færði rök fyrir því í Hæstarétti og vísaði í ákveðin atriði í framburði matsmannsins,“ segir Kolbrún. Hún segir enn fremur að þegar Sveinn Andri segir að þegar rétt- armeinafræðingur hafi talað um að allt að 20–30 mínútur hafi get- að liðið frá því að Karli hafi ver- ið veittir áverkar og þar til hann var dreginn út hafi réttarmeina- fræðingurinn hins vegar bara verið að svara því hve langur tími hefði getað liðið frá því að áverkarn- ir voru veittir og þangað til hann var dreginn út. Kolbrún segist að öðru leyti vísa til þess sem fram kemur í forsendum dómstólanna. „Það er fyrst og fremst byggt á því að framburður ákærða sjálfs hafi verið óstöð- ugur og tekið mikl- um breytingum. Auk þess liggur fyrir að framburður ákærða fyrir dómi geng- ur ekki upp að mati neinna sérfræðinga, hvort sem þeir eru starfsmenn lögreglu eða dómkvaddir matsmenn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.