Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Síða 11
Fréttir 11Helgarblað 20.–23. júní 2014 í húsi Hirzlunnar, Smiðsbúð 6, Garðabæ, s ími : 564 5040 HJÓLATÖS KU R DOWNTOWN FARTÖLVU- TASKA ULTIMATE 6 STÝRISTASKA MESSENGER BAKPOKI SÖLUAÐILAR Ellingsen, Fiskislóð 1 Kría Hjól, Grandagarði 7 Markið, Ármúla 40 Útilif, Glæsibæ og Smáralind heimkaup.is Skíðaþjónustan á Akureyri BACK- ROLLER CLASSIC Þórey með réttarstöðu grunaðs manns n Aðstoðarkona Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra er starfsmaður B n Þórey er enn að störfum í ráðuneytinu en vill ekki tjá sig n Var tvívegis yfirheyrð við rannsóknina inu, þar sem það hafi verið vistað á skjáborði tölvunnar (desktop), hafi [...] svarað að B hafi verið jafn [...] og allir aðrir yfir þessu máli og viljað sjá hvort eitthvað væri inni í tölvu sinni sem ekki ætti að vera þar. Þá getur sóknaraðili þess að skjalið hafi ekki verið í tölvu B, enda hafi [...] skýrt frá því að hann hefði eytt því.“ Athygli vekur að kyni persón- ufornafna í dómnum á netinu hefur verið breytt. DV ræddi við skrifstofustjóra hjá Hæstarétti sem segir að allur gangur sé á því hvort notuð séu karlkyns- eða kvenkynspersónufornöfn þegar nöfn hafa verið hreinsuð úr dóm- um. Oft sé þess gætt að persón- ufornöfn þeirra sem njóta nafn- leyndar í dómsúrskurðum séu karlkyns burtséð frá því hvort sá sem nafnleyndarinnar nýtur er karl eða kona. Margir mánuðir eru síðan DV greindi frá því að Þórey hefði átt í símasamskiptum við blaðamenn 365 og Morgunblaðsins um mál- efni hælisleitendanna stuttu áður en þeir birtu fréttir um þá. Þessa daga svaraði hún hins vegar ekki ítrekuðum fyrirspurnum DV um málið. Þegar DV sendi Þóreyju tölvupóst hinn 25. nóvember og spurði hvort hún hefði afhent fjöl- miðlunum skjalið svaraði hún: „Ég hef aldrei afhent eða miðlað með neinum hætti persónuupplýsing- um eða öðrum trúnaðargögnum er tilheyra ráðuneytinu.“ Bjarni og Sigmundur þegja Sem fyrr segir starfar Þórey enn í ráðuneytinu þrátt fyrir að vera grunuð um brot í starfi, en til sam- anburðar má nefna að Baldur Guð- laugsson, fyrrverandi ráðuneytis- stjóri, vék úr embætti nokkru eftir að hann fékk réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á inn- herjasvikum. Sú staða sem komin er upp í máli innanríkisráðherra er for- dæmalaus á Íslandi. Aldrei áður hefur ríkissaksóknari mælt fyrir um sakamálarannsókn sem beinist gegn ráðherra og starfsmönnum ráðuneytis. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ítrekað stokkið Hönnu Birnu til varnar. Það sama má segja um nokkra þingmenn flokksins, með- al annars Ragnheiði Ríkharðs- dóttur, þingflokksformann og tengdamóður Þóreyjar Vilhjálms- dóttur. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra hef- ur varið Hönnu Birnu og sagt það fráleita kröfu að hún segi af sér. Hvorki Bjarni né Sigmundur urðu við beiðni DV um stutt viðtal vegna málsins. n Viðbrögðin sættu furðu Þórey hefur ekki sagt satt Þórey Vilhjálmsdóttir er formaður Landssambands íslenskra sjálfstæð- iskvenna og hefur gegnt margháttuðum félagsstörfum, meðal annars setið í stjórn UN Women, íslenskri landsnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna og í mannréttinda- ráði Reykjavíkurborgar. Áður en hún hóf störf sem aðstoðarkona Hönnu Birnu gegndi hún starfi framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Viðbrögð Þóreyjar Vilhjálmsdóttur við umfjöllun um lekamálið hafa vakið athygli í fjölmiðlum undanfarna mánuði. Eftir að DV sendi Þóreyju fyrirspurn um kærur á hendur starfsmönnum ráðuneytisins hinn 10. janúar svaraði hún: „Það er engin kæra á Hönnu Birnu hjá lögreglunni eða ríkissaksóknara.“ Á þessum tíma höfðu þó tvær kærur verið lagðar fram, annars vegar til ríkissaksóknara og hins vegar til lögreglu en sú kæra beindist að Hönnu Birnu sjálfri ásamt öðrum starfsmönnum ráðuneytisins. Í lok janúar var Þórey beðin um að taka þátt í léttu spjalli um fréttir vikunnar í Sunnudagsmorgni, sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV. DV greindi frá því 2. febrúar að hún hefði samþykkt að koma í þáttinn með því skilyrði að ekki yrði rætt um lekamálið. Ekki var orðið við þeirri beiðni svo Þórey afþakkaði boðið. Þórey þurfti hins vegar að svara fyrir lek- ann á trúnaðargögnunum í viðtali á Rás 2 hinn 17. janúar en þá þvertók hún fyrir að hafa sjálf lekið skjalinu á fjölmiðla. Þórey fullyrti jafnframt að hjá ráðuneytinu væri ekki vitneskja um hvaðan minnisblaðið væri komið þrátt fyrir að sjálf hafi hún fengið skjalið sent á tölvupóstfang sitt klukkan 17.17 hinn 19. nóvember. Hún sagði að búið væri að taka fyrir það að lekinn kæmi úr ráðuneytinu, þrátt fyrir að henni hafi mátt vera ljóst að örfáir einstaklingar höfðu vitneskju um skjalið þegar því var lekið, þar á meðal hún. Spurningar til Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki svarað 1 Í ljósi þess að lögreglurannsókn stendur yfir vegna háttsemi sem átti sér stað í innanríkisráðuneytinu á vakt Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, varafor- manns Sjálfstæðisflokksins, og í ljósi þess að hún og pólitískir aðstoðarmenn hennar eru í hópi þeirra átta sem lögregla telur hafa verið í aðstöðu til að fremja brotið, telur Bjarni Benediktsson, sem formaður Sjálfstæðisflokksins, eðlilegt að Hanna Birna gegni embætti meðan á lögreglu- rannsókn stendur? 2 Í ljósi þess að dómsúrskurðir sýna að innanríkisráðherra sagði ósatt í viðtölum og fréttatilkynningar á vef innanríkisráðuneytisins áttu ekki við rök að styðjast, mun ráðherra Sjálfstæðis- flokksins þurfa að axla pólitíska ábyrgð og stíga til hliðar? 3 Ráðherra neitaði að gefa Alþingi upp í vikunni hvort hún eða aðstoðarmenn væru með réttarstöðu grunaðs. Telur formaður Sjálfstæðisflokksins ekki að almenningur eigi heimtingu á því að vita hvort ráðherra eða pólitískir aðstoðarmenn hennar séu með stöðu grunaðs manns í sakamáli? 4 Mun formaður Sjálfstæðis-flokksins beita sér fyrir því að þeim starfsmanni sem er með réttarstöðu grun- aðs manns, í rannsókn á hegningarlaga- brotum í starfi, verði vikið tímabundið frá meðan rannsókn stendur yfir? 5 Finnst Bjarna forsvaranlegt að ráðherra lögreglumála noti vef innanríkisráðuneytisins til að gagnrýna saksóknara lögreglunnar og taka með óbeinum hætti til varna fyrir þann grunaða í sakamáli?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.