Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Side 12
12 Fréttir
M
argir í starfsliði Grunn-
skóla Grindavíkur
eru ósáttir vegna við-
bragða skólastjórnenda
í eineltismálum er varða
kennarann Frímann Ólafsson.
Samkvæmt skýrslum sálfræðinga
lagði hann stúlku í einelti og gerð-
ist sekur um ámælisverða hegðun
gagnvart öðrum nemanda. Þriðja
málið er til athugunar auk þess
sem nokkrir fyrrverandi nemend-
ur við skólann hafa sent bæjaryfir-
völdum yfirlýsingu um að þeir hafi
sjálfir orðið fyrir einelti af hendi
kennarans.
„Málið hefur verið höndlað illa
frá upphafi. Auðvitað hefðu utan-
aðkomandi aðilar átt að ganga í
málið, en ekki stjórnendateymið,
því þar eru svo mikil hagsmuna-
tengsl,“ segir starfsmaður við skól-
ann í samtali við DV. Annar við-
mælandi fullyrðir að í Grindavík
hafi gætt gríðarlegrar meðvirkni
gagnvart skólastjórnendum og Frí-
manni. Líkt og DV greindi frá í apr-
íl var efnt til undirskriftasöfnun-
ar til stuðnings kennaranum auk
þess sem eggjum var kastað í hús
drengs sem kvartað hafði undan
einelti.
Eineltið yfirfærist
„Enginn þorir að segja neitt. Þannig
er staðan. Maður finnur samt að
margir eru ósáttir, enda býr þessi
skóli að mjög góðu starfsfólki. En
þarna er líka gríðarleg meðvirkni
og það er klíka á svæðinu sem hef-
ur haldið skólanum í heljargreip-
um og tekið þá sem ekki eru sam-
mála fyrir,“ segir viðmælandi DV og
bætir því við að með þessum hætti
hafi eineltið að nokkru leyti yfir-
færst á þá sem taka afstöðu gegn
kennaranum. Þá skiptist þeir íbú-
ar Grindavíkur sem láta sig málið
varða í fylkingar og margir standi
með Frímanni.
Í skýrslu Kolbrúnar Baldurs-
dóttur, sálfræðings og sérfræðings
í eineltismálum, er fullyrt að ekki
sé hægt að afgreiða mál Frímanns
og stúlkunnar sem samskipta-
vanda kennara og nemanda. Þrátt
fyrir þetta sagðist Halldóra Kristín
Magnúsdóttir, skólastjóri Grunn-
skóla Grindavíkur, vilja „eyða þess-
um árekstrum“ í bréfi sem hún
sendi foreldrum fyrr á árinu.
Umdeild viðbrögð
Viðbrögð skólastjórnenda við niður-
stöðum sálfræðiskýrslnanna voru
í meginatriðum þau að námshóp-
ar Frímanns voru færðir í aðra stofu
innar á stofugangi í grunnskólan-
um. Þá var tekin ákvörðun um að
þeim nemendum sem ekki treystu
sér til að sækja kennslustundir hjá
Frímanni yrði veitt einkakennsla á
skólaskrifstofu síðustu vikur skóla-
ársins, en loks ákvað Frímann sjálfur
að taka sér veikindaleyfi.
Í sameiginlegri yfirlýsingu Hall-
dóru og Róberts Ragnarssonar bæj-
arstjóra var fullyrt að skólastjórinn
hefði „tekið á þessu flókna og erf-
iða máli í samræmi við stefnu skól-
ans og málsmeðferð verið í samræmi
við stjórnsýslulög, kjarasamning
og góða stjórnunarhætti“. Að öllu
óbreyttu mun Frímann kenna áfram
í haust, en stúlkan sem varð fyrir ein-
eltinu hefur skipt um skóla.
Ólga vegna skólaslita
Að því er fram kemur í opnu bréfi
Viktors Scheving Ingvarssonar, föð-
ur stúlkunnar, til menntayfirvalda
mun Halldóra Kristín Magnúsdótt-
ir, skólastjóri Grunnskóla Grinda-
víkur, nýlega hafa fundað með nem-
endum og foreldrum tíunda bekkjar
með Vöndu Sigurgeirsdóttur, sér-
fræðingi í eineltismálum, og tilkynnt
að „um staðfest einelti og ámælis-
verða hegðun hefði verið að ræða“ af
hendi Frímanns. Engu að síður voru
honum færð blóm og gjöf fyrir vel
unnin störf á skólaslitum 10. bekkjar.
Athöfninni var stjórnað af eig-
inkonu Frímanns og deildarstjóra
í skólanum, en hún hóf samkom-
una með því að lesa upp ljóð Einars
Benediktssonar þar sem fram kem-
ur ljóðlínan „Aðgát skal höfð í nær-
veru sálar“. Samkvæmt lýsingum
nemenda og foreldra hélt eiginkon-
an ræðu þar sem hún sagði að flest-
ir nemendur hefðu reynst vel en ekki
allir. Þá voru tíundubekkingar kall-
aðir upp á svið til að færa Frímanni
viðurkenningu, en ekki var haft sam-
ráð við nemendurna um að viður-
kenningin yrði veitt.
Lýsingar nemenda og foreldra á
skólaslitunum eru talsvert dramat-
ískari en þær sem birtast á vef
Grunnskóla Grindavíkur, en þar er
hvorki minnst á ljóðaflutninginn
né ræðuhöldin. Ritstjórar vefsíðu
grunnskólans eru Frímann sjálfur og
systir eiginkonu hans.
Frímann lagði á þegar blaðamað-
ur sló á þráðinn til hans en ekki náð-
ist í Halldóru Kristínu við vinnslu
fréttarinnar. n
Helgarblað 20.–23. júní 2014
Starfsmenn Grunnskólan Grindavíkur eru afar óánægðir með viðbrögðin í eineltismálinu„Það er klíka
á svæðinu
sem hefur haldið
skólanum í heljar-
greipum
Jóhann Páll Jóhannsson
johannp@dv.is
„Höndlað illa frá uppHafi“
Einelti Frímann Ólafsson er sagður hafa
lagt stúlku í einelti og sálfræðiskýrsla
Kolbrúnar Baldursdóttur rennir stoðum undir
ásakanirnar. Mynd Af vEf GrUnnskÓlA GrindAvíkUr
Umdeild viðbrögð Halldóra Kristín
Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskóla
Grindavíkur, hefur brugðist við eineltisásök-
unum með umdeildum hætti. Mynd Af GrindAvik.is
Grunnskóli Grindavíkur Í skýrslu
sérfræðings í eineltismálum er
fullyrt að ekki sé hægt að afgreiða
mál Frímanns og stúlkunnar sem
samskiptavanda kennara og
nemanda. Mynd siGtryGGUr Ari
opnunartímar
Hverfisgata 33
Mánudaga – miðvikudaga
11:30 – 21:00
Fimmtudaga – laugardaga
11:30 – 23:00
Sunnudaga
17:00 – 22:00
Skúlagata 17
Mánudaga – föstudaga
11:30 – 15:00
Lokað um helgar
Kryddlegin Hjörtu
Með hjartað á réttum stað
Ofsaakstur á
Reykjanesbraut
Lögreglan á Suðurnesjum hefur
kært 35 ökumenn fyrir of hraðan
akstur á undanförnum dögum. Sá
sem hraðast ók mældist á 167 kíló-
metra hraða á Reykjanesbraut þar
sem hámarkshraði er 90 kílómetr-
ar á klukkustund. Um var að ræða
erlendan ferðamann sem var á
leiðinni í flug. Má hann eiga von á
150 þúsund króna sekt, samkvæmt
upplýsingum sem finna má á vef
FÍB. Annar mældist á 148 kílómetra
hraða, einnig á Reykjanesbraut-
inni. Hann kvaðst vera að flýta sér að
sækja flugfarþega í Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar. Af þessum 35 ökumönn-
um voru sextán erlendir ferðamenn.