Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Qupperneq 17
Helgarblað 20.–23. júní 2014 Fréttir 17 Jörðin gleypti þau n Týndir eru skilgreindir eftir ákveðnum flokkum n Reikna út líkur á að fólk finnist n Formlegri leit ekki hætt fyrr en búið er að finna viðkomandi Á fimmtudag voru lögreglu- menn í sérsveit ríkislög- reglustjóra að störfum í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð. Lögreglumennirnir leita að Ástu Stefánsdóttur, 35 ára lögfræðingi, sem saknað hefur verið í tíu daga. Sambýliskona Ástu, Pino Becerra Bolaños, fannst látin á miðviku- daginn í síðustu viku, hinn 10. júní 2014. Ljóst er að hún lést eftir 30 metra fall fram af fossi í gljúfrinu. Engir leitarflokkar björgunar- sveitanna voru formlega að störf- um í Bleiksárgljúfri á fimmtudag, en björgunarsveitarmenn stóðu vakt við gljúfrið og liðsinntu sér- sveitarmönnunum. Leit hófst að þeim Ástu og Pino þriðjudaginn eftir hvítasunnuhelgina þegar þær skiluðu sér ekki til vinnu. Þær höfðu verið í sumarbústað á svæð- inu, en Ásta þekkir svæðið vel þar sem fjölskylda hennar á sumar- bústaðinn. Báðar voru þær vanar göngukonur og miklar útivistar- konur. Um liðna helgi var ákveðið að draga úr leit að Ástu og er hún talin af. Þrátt fyrir þá ákvörðun hófst leitin að nýju þegar að Bleiksárgljúfur var kembt í fjórða sinn. Fjölskyldur Ástu og Pino eru harmi slegnar og fjölskylda Ástu hefur beðist undan viðtali vegna málsins. Bræður Pino eru hér á landi og hyggjast fara heim til Kanaríeyja með jarðneskar leifar hennar á næstu dögum þar sem haldin verð- ur jarðarför. Pino hafði verið búsett á Íslandi frá því í mars síðastliðn- um, en hún var íþróttafræðingur og starfaði á sínu sviði hér á landi, meðal annars við hlaupaþjálfun og Boot-camp þjálfun. Ásta starfar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og voru þær báðar búsettar í Reykjavík. Leit stendur enn yfir Á rið 2007 var lýst eftir tveimur þýskum ferðamönnum sem höfðu ætlað að ferðast um Skaftafell, Langasjó, Lónsör- æfi eða svæði norðaustan við Vatnajökul. Annar þeirra var hinn 24 ára gamli Matthias Hinz og hinn hét Thomas Grundt, 29 ára. Talið er að þeir hafi lagt af stað í klifurleið- angur frá tjaldbúðum sínum, sem fundust á Svínafellsjökli. Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn leituðu mannanna, þar á meðal sér- þjálfaðir fjallabjörgunarmenn. Aðstæður á jöklinum eru mjög erfiðar, sérstaklega til leitar, og enn hefur ekkert til mannanna tveggja spurst. Leitarmenn sigu ofan í sprungur, fóru eftir mögulegum klifurleiðum og slóðum út frá tjöld- um mannanna. Haft var eftir björg- unarsveitarmanni að sprungurn- ar hefðu sumar verið svo djúpar að ekki sást til botns. Jafnvel er talið að mennirnir hafi ætlað sér að fara upp á Hvannadalshnjúk en leiðin sem þeir gætu hafa farið er hins vegar afar erfið. Haustið 2010 fannst klifurlína skorðuð á milli kletta og fóru vanga- veltur af stað um að þetta væri hluti af búnaði Þjóðverjanna. Leiðin er afar torfærin og yfir henni er snjó- hengja, sem hrynur úr á sumrin. Þeir voru á ferð í ágúst, en þegar lín- an fannst var leiðin örugg þar sem frost var orðið verulegt á hnjúkn- um. Þetta er eina vísbendingin sem fundist hefur síðan gert var hlé á leitinni. Minnisvarða hefur ver- ið komið fyrir á Svínafellsjökli til minningar um félagana. C harles Egill Hirt týndist í sum- arbyrjun ársins 1993 og leitað var að honum stanslaust í sjö daga á Snæfellsnesi. Leitin var mjög umtöluð enda var margt undarlegt sem kom í ljós við leitina. Charles tók rútu til Ólafsvíkur, spurði til vegar upp á Snæfellsjök- ul og gekk upp Krókabrekkur, fyrir ofan Ólafsvík. Þar spurði hann aft- ur til vegar og var bent á í hvaða átt jökullinn væri. Sama kvöld var aug- lýst eftir manninum í fjölmiðlum og þau sem höfðu leiðbeint honum í síðara skiptið sögðu að lýsingin passaði við manninn sem þau höfðu hitt. Kölluð var út björgunar- sveit og um kl. ellefu voru 20 menn tilbúnir til leitar og aðrir þrjátíu á leiðinni. Þetta gerðist í júní svo bjart var allan sólarhringinn. Þyrla frá Landhelgisgæslunni var kölluð út og morguninn eftir kom spor- hundur á svæðið. Í lok annars dags leitarinnar voru 140 manns við leit en ekkert fannst, og jafnvel hund- ar fundu ekki neitt. Leitað var með- fram Hvalsá, en hundarnir leiddu björgunarmenn þangað án þess að nokkuð kæmi í ljós. Undarlegt var hins vegar að ökuskírteini Charles fannst und- ir gangstéttarhellu við hús á Grundarbraut á þriðja degi og lyfta þurfti hellunni til að ná því. Fundurinn gaf þó engar frekar vís- bendingar og á fjórða og fimmta degi var leit haldið áfram án ár- angurs. Á degi sex og sjö var leit haldið áfram en ekkert fannst og því var formlegri leit hætt. Að- standendur mannsins leituðu þó áfram og unnu rannsóknarvinnu án þess að hún bæri nokkurn ár- angur. Það var svo árið 1998 að mað- ur sem hafði tekið þátt í leitinni gekk fram á líkamsleifar manns sem hann taldi vera Charles og til- kynnti fundinn til lögreglu. Rann- sóknir staðfestu að þetta var hann og seinna kom í ljós að svæðið sem hann fannst á hafði verið skipulagt sem leitarsvæði en aldrei var far- ið þangað til leitar. Önnur svæði þóttu líklegri og þá var einnig ekki vitað að lykt gæti borist með vatni, sem leiddi hundana að Hvalsá. Hefði verið gengið ofar með henni, hefði maðurinn líklega fundist við skipulagða leit. Hurfu á Svínafellsjökli Fannst látinn fimm árum seinna Fórust á sjó Í umfjöllun þessari hefur verið einblínt á einstaklinga sem týnst hafa á landi og vegna slysfara. Þar með eru ótaldir þeir einstak- lingar sem látist hafa í sjóslys- um á undanförnum árum og hafa ekki fundist. Á undanförnum árum hafa nokkrir einstaklingar drukknað við störf sín á sjó og þrátt fyrir ítarlega leit björgunar- sveita og samstarfsmanna hafa þeir ekki fundist. Á síðustu fimm árum hefur skipulagðri leit verið hætt meðal annars að sjómanni sem féll útbyrðis úr Skinney SF 020 í júlí árið 2013, að sjómanni sem saknað var eftir að bátur hans fékk á sig brot og hvolfdi við Skrúð í Fáskrúðsfirði í desember 2009. Í desember 2012 var mikil leit gerð að sjómanni af togaranum Múlabergi en leit var hætt tveim- ur dögum síðar og var maðurinn talinn af. Í janúar 2012 fórust þrír íslenskir sjómenn við Noregs- strendur eftir alvarlegt sjóslys. Að- eins einn af áhöfninni lifði af slys- ið, Eiríkur Ingi Jóhannsson, og var bjargað úr sjónum. Leit var hætt að mönnunum nokkru síðar og eru þeir allir taldir af. Pétur Þorvarðarson við Langafell í Haukstaðaheiði (eða Vopnafjörð) Matthias Hinz og Thomas Grundt við Svínafellsjökul
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.