Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Side 20
Helgarblað 20.–23. júní 201420 Fréttir n Siglingar á norðurslóðum skapa tækifæri n Misjafnar skoðanir um hagkvæmni gámaflutninga n Sérfræðingar segja mikla óvissu ríkja um siglingarnar M álefni norðurslóða hafa verið mikið í umræðunni undanfarið og á mánu- dag hófst enn ein ráð- stefnan, ConneXiton 2014, í Hörpu. Siglingar og þjónusta tengd þeim er einn þeirra þátta sem helst eru nefndir sem tækifæri fyrir Ísland en mikil óvissa ríkir enn um slíkt. Rannsóknir í Finnafirði hefjast á næstu vikum en þar er fyrirhugað að reisa gríðarlega stóra höfn komi þær vel út. Páll Hermannsson flutningahag- fræðingur ritaði nýverið grein þar sem fram kemur að hann telji gáma- flutninga norðurleiðina óraunhæf- an kost sem og að Ísland gæti þjón- ustað umskipun í miklum mæli á þessum slóðum. Páll nefnir hin ýmsu rök því til stuðnings. Hafsteinn Helgason, verk- fræðingur og sviðsstjóri viðskipta- þróunar hjá Eflu, er á öndverðum meiði. Hann er starfandi ráðgjafi fyrir þýska fyrirtækið Bremen Ports sem fjármagnar rannsóknir í Finna- firði ásamt Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppi. Hafsteinn seg- ir mikla möguleika fyrir hendi en hann hefur setið fjölda ráðstefna undanfarin ár um málefni norður- slóða. Sparnaðurinn sé gríðarlegur. David Bull, breskur flutninga- hagfræðingur, segir sparnað vera í flutningum á norðurslóðum við bestu mögulegu aðstæður. Óvissan sé hins vegar mikil og aðstæður erf- iðar. Sérstaklega með tilliti til gáma- flutninga. Rætt er við David í sérboxi sem fylgir greininni. Steingrímur Jónsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og dokt- or í hafeðlisfræði, telur siglingar vissulega mögulegar þótt hann hafi ekki lagt sérstakt mat á hagkvæmni þeirra. Hann segir ljóst að ís muni hopa mikið á næstu áratugum og einhverja mánuði árs verði siglingar yfir pólinn líklega mögulegar. Áfram verði þó ís á þeim slóðum að vetri til um ófyrirséða framtíð. Gámaflutningar óraunhæfir „Ég sé því miður enga glætu í því að reka gámaumskipunarhöfn hér á landi,” segir Páll Hermannsson flutningahagfræðingur en Páll starf- aði einnig sem stýrimaður í tíu ár. Páll ritaði nýlega grein, líkt og fyrr sagði, þar sem hann fer í ítarlegu máli yfir ástæður þess að hann telji gámaflutninga um norðurslóðir óraunhæfan kost. Einnig að of mikið hafi verið gert úr þeim mun sem er á norðurslóðaleiðum og hefðbundn- um siglingaleiðum um Súesskurð og Panama. „Svo að það komi skýrt fram er ég einungis að tala um gámaflutn- inga. Siglingar með aðra farma lúta allt öðrum lögmálum. Þeim farmi er hins vegar sjaldan umskipað. Það getur hins vegar verið að upp komi aðstæður sem ekki eru til í dag. Til dæmis út af markaðs- eða tæknileg- um ástæðum sem kalli á umskipun. Hvað er það fyrsta sem þarf fyrir gámasiglingar? Það er áreiðanleiki. Ég tel engar líkur á því að siglingar norðurleiðina geti gefið áreiðanleika allt árið um kring. Ef menn vilja síðan sigla þann tíma árs sem minnst er um ís, eða yfir sumarið, þá er það frekar magur tími í þessum hefðbundnu siglingum. Það eru árstíðasveiflur í flutningum af þessu tagi og yfir sum- arið er minni traffík,” segir Páll. Lestað og losað í mörgum höfnum Í grein sinni nefnir Páll þrjár megin- ástæður þess að gámaflutningar um norðurpólinn séu óraunhæfir. Auk áreiðanleika, líkt og áður kom fram, fari siglingar á milli heimsálfa fram að mestu á mjög stórum skipum sem þurfi að lesta og losa á mörgum viðkomustöðum. Flest skip stoppi í um tíu höfnum. Oft þegar mæld- ur sé tími norðursiglinga sé miðað við nyrstu stórskipahafnir beggja megin, eða Yokohama í Japan og Rotterdam eða Hamburg í Evrópu. Mjög skip lesta á Guangdong- svæðinu í Kína á ferðum sínum frá höfnum eins og Yokohama. Þau losi og lesti síðan í Evrópuhöfn- um svo sem Le Havre í Frakklandi. Því sé nær að nota þær hafnir til viðmiðunar þótt einnig sé lestað í höfnum eins og Rotterdam og fleiri evrópskum stórskipahöfnum. Þá segir Páll að eigi að sigla norður leiðina þurfi að fjárfesta í gríðarlega dýrum skipum sem eru tvöfalt dýrari en hefðbundin skip sem fari um Súesskurð. Rekstrar- kostnaður sé einnig mun meiri. Páll bendir á að skipastærð sé ekki einungis verkfræðilegt viðfangsefni heldur þurfi að fylla þessi skip svo rekstur þeirra borgi sig. Risaskip hafi verið byggð nú þegar sem voru of stór, dýr og óhagkvæm og því ekki endurnýjuð. Skipastærð hafi tak- mörk og minni skip komu í staðinn. Í öðru lagi nefnir Páll að um fyrir- sjáanleg framtíð sé næg flutnings- geta um Súsesskurð, sem hægt sé að stækka, en þörfin á nýrri siglingaleið hefur verið nefnd sem ástæða fyr- ir norðursiglingum. Þá verði búið að stækka Panamaskurðinn um helming innan tveggja ára auk þess sem aðrir skurðir á suðurleið séu á teikniborðinu. Segir Ísland úr leið Í þriðja lagi nefnir Páll að Ísland henti illa þeim tveimur helstu sigl- ingaleiðum sem séu í umræðunni þegar kemur að norðursiglingum. Önnur sé norðausturleiðin með ströndum Rússlands þar sem Ísland liggi hreinlega of fjarri auk þess sem flestir hafi afskrifað þá leið. Vegna þess að Rússar rukki há gjöld og leiðin beri aðeins 5.000 TEU-ein- inga skip sem sé ekki nógu stór til að hagkvæmt sé að sigla þeim á milli Asíu og Evrópu þegar kemur að gámaflutningum. Á hinni leiðinni, Norðurskautsleiðinni, sem liggi yfir miðjan pólinn sé Tromsö í Noregi eða Jan Mayen betri staðsetning ef ferðinni er heitið til Evrópu. Að lokum nefnir Páll að umskip- unarhafnir af þessum toga séu mjög dýrar og þar sé sjálfvirkni beitt til hins ýtrasta og því ekki um neina atvinnuskapandi stóriðju að ræða tengdri höfninni sjálfri. Önnur umskipun einnig óraunhæf Þótt grein Páls fjalli um gámaflutn- Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is „Ég tel engar líkur á því að siglingar norður- leiðina geti gefið áreiðanleika allt árið um kring Mörg tækifæri, Mikil óvissa Páll Hermannsson Páll ritaði ítarlega grein um gámaflutninga yfir norðurpólinn sem hann telur óraunhæfan kost. Mynd nærMynd Gámaflutningar um norðurpól Eru mögulegir en ólíklegt að þeir séu raunhæfur kostur samkvæmt þeim sérfræðingum sem rætt var við. Finnafjörður Svona gætu hafnarmannvirki í Finnafirði litið út. Rannsóknir hefjast á næstunni en framkvæmdir gætu í fyrsta lagi hafist í lok árs 2018.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.