Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Qupperneq 34
Helgarblað 20.–23. júní 201434 Fólk Viðtal
um Leonardo. Bæði hlutu dúndur-
dóma. „Hvað um Leonardo gerð-
ist á geðveikrahæli og ég lék mann
sem kunni allar óperur. Ég fékk svo
rosalega góða dóma, það var yndis-
legt. Síðan er Ást mjög eftirminni-
legt en það er síðasta verkið sem ég
lék á sviði. Þar lék ég á móti Krist-
björgu Kjeld. Ég var fenginn óvænt
til þess að leika aðalhlutverkið í því.
Það var verið að prófa Ragga Bjarna
fyrir hlutverkið en Raggi sagði: „Ég
er enginn leikari, ég nenni ekki að
standa í þessu, prófið þið bara Magga
Óla,“ segir hann og leikur vin sinn
Ragga aftur með miklum tilþrifum.
„Ég átti að fara með lítið hlutverk
í Ást en svo fékk ég símtal frá Gísla
Erni Garðarssyni leikstjóra þar sem
hann býður mér hlutverkið. „Ég spyr
hvort hann sé brjálaður, ég á móti
Kristbjörgu. Ég er ekki maður til að
leika á móti þessari dívu.“ Engu að
síður sló hann til. „Ég gleymi ekki
fyrstu æfingunni, ég var svo stressað-
ur,“ segir hann. Verkið gekk vonum
framar, var sýnt 95 sinnum fyrir fullu
húsi og hefði getað gengið lengur.
„Ég er mjög þakklátur fyrir að Gísli
hafi gefið mér þennan séns. Það var
mikið upplifelsi að leika á móti Krist-
björgu og við fengum mjög góða
dóma. Meira að segja gaf Jón Viðar
okkur fjórar stjörnur og það þykir nú
aldeilis gott.“
Klíkuskapur í leiklistinni
Þrátt fyrir að Maggi hafi fengið frá-
bæra dóma fyrir Ást þá hefur hann
ekki fengið hlutverk á sviði síðan.
„Það er svo skrýtið að þótt maður
standi sig vel í leikhúsinu, þá er ekki
þar með sagt að maður fái hlutverk.
Það er soddan klíkuskapur í þessu.
Svo er það auðvitað þannig þegar
maður eldist að þá eru færri hlutverk
í boði, maður verður að skilja það.“
Magnús gekk ekki hinn hefð-
bundna leiklistarmenntaveg og seg-
ist hafa fundið vel fyrir því innan
leiklistarheimsins. Honum hafi verið
tekið öðruvísi vegna þess.
„Það var líka vegna þess að ég var
í skemmtanabransanum og það þótti
ekki nógu fínt. Bessi vinur minn sál-
ugi fékk að finna svolítið fyrir þessu.
Hann var bara svo góður leikari, það
var ekkert hægt að ganga framhjá
honum. Þetta var miklu erfiðara ef
maður var í skemmtanabransanum.
Ég man þegar Gísli Halldórsson leik-
ari, blessuð sé minning hans, fékk
mig inn í Þjóðleikhúsið, til þess að
leika í Rómelus eft-
ir Dermat. Ég og Sig-
urveig Jóhannsdótt-
ir, sem er látin, vorum
fengin þarna inn. Gísli
sagði við okkur að við
ættum ekki að láta
það á okkur fá en það
myndi örugglega anda
köldu í bakið á okkur
þarna.“
Handtekinn í jóla-
sveinabúning
Magnús vann í mörg
ár sem umbrotsmað-
ur, sem þá hét setjari,
á dagblöðum. Fyrst á
Morgunblaðinu eins
og áður sagði, síð-
an á Vísi og þá DV.
Hann skemmti mik-
ið inni á milli og varð
til dæmis gríðarlega
vinsæll sem jóla-
sveinn yfir hátíðarn-
ar en þeir félagar,
hann og Þorgeir Ást-
valds, léku jólasveina
í mörg ár. „Þegar ég
var að vinna á DV
spurði Kristján Unnarsson, sem þá
var fréttastjóri, hvort ég væri ekki
til í að fara niður á Alþingi í jóla-
sveinabúningnum og gefa þing-
mönnunum epli. Friðþjófur Helga-
son ljósmyndari myndi koma með
og mynda það. Ég hélt það nú og
bað Þorgeir að koma með. Alþingis-
menn voru að fara í jólafrí en þegar
við komum á staðinn þá höfðu
þingslitin eitthvað tafist og þing-
mennirnir komu ekki út. Ég fer að
berja aðeins á hurðina og þá kemur
þingvörðurinn og spyr hvað í and-
skotanum við séum að gera. Við
svörum því að við séum jólasveinar
og ætlum að heilsa upp á þingmenn-
ina. Þá segir þingvörðurinn að við
séum bara fullir og séum engir jóla-
sveinar og skellti hurðinni á okkur.
Ég segi við Þorgeir að við látum ekk-
ert bjóða okkur þetta og við förum
bakdyramegin. Þar kemur þingvörð-
urinn aftur brjálðaur og segir að við
séum fullir og engir helvítis jóla-
sveinar. Síðan skellir hann hurðinni.
Stuttu seinna koma allt í einu tve-
ir lögreglubílar og átta jólasveinar.
Þorgeir tekur á sprettinn og hleyp-
ur en þeir náðu mér og ég var hand-
tekinn og farið með mig upp á stöð.
Ég segi við þá að þetta sé örugglega
það besta sem gat gerst því þetta yrði
allt á forsíðunni á DV á morgun því
að ljósmyndarinn var þarna og tók
myndir af öllu saman. Það varð mik-
ið fár úr þessu, þetta spurðist hratt
út og var fyrsta frétt í fréttatímanum.
Síðan kom forsíðan daginn eftir og
fyrirsögnin: Jólasveinar handteknir á
Alþingi. Myndir af mér í jólasveina-
búning þar sem er verið að draga
mig burt í handjárnum,“ segir hann
og skellir upp úr. „Þetta var ótrúlegt.“
Gjaldþrotið tók á
Magnús hefur aldrei fyrr en nú haft
leikarastarfið sem aðalstarf. Eftir
að hann hætti á dagblöðunum átti
hann og rak prentsmiðjur í fjölda ára
og vann við þá iðn sem hann lærði.
„Fyrst var ég með prentsmiðju
með pabba úti á Seltjarnarnesi, síð-
an keypti ég prentsmiðju í Kópavogi.
Við vorum með hana í þónokkurn
tíma en þá keyptum við prentsmiðju
í Hafnarfirði og það hefðum við
aldrei átt að gera. Það fór í gjaldþrot.
Það var mjög leiðinlegt allt saman
en ég hélt vinnunni minni áfram
til að byrja með. Þetta var allt mjög
leiðinlegt og tók á en ég vil ekki velta
mér upp úr fortíðinni. Hún er bara
þarna og maður getur ekki breytt
henni,“ segir hann og augljóst er að
honum þykir ekki gaman að ræða
þessa hluti. Hjónin misstu næstum
því húsið sitt sem þau höfðu alið
börnin sín upp í. „Þegar hrunið kom
þá hækkuðu lánin upp úr öllu valdi.
Allt í einu voru afborganir af láninu
helmingi hærri og við gátum ekki
borgað það enda höfðum við bæði
misst vinnuna. Sem betur fer héld-
um við þó húsinu. Ég barðist fram í
rauðan dauðann fyrir því,“ segir hann
og ítrekar að honum leiðist að dvelja
við fortíðina. „Ég horfi bara fram á
veginn núna og er mjög ánægður
með lífið enda á ég fjögur börn og átta
barnabörn,“ segir hann brosandi.
Missti 70 kíló
Þeir sem muna eftir Magga á hátindi
ferilsins muna eftir því að hann var
talsvert gildnari á árum áður. Fyrir
nokkrum árum síðan tók hann lífs-
stíl sinn í gegn eftir að læknir hafði
sagt honum að ef hann myndi ekki
gera neitt myndi hann enda með
sykursýki. „Ég var 170 kíló og grennt-
ist niður í 100,“ segir hann og bend-
ir á magann á sér. „Hef reyndar bætt
aðeins á mig aftur en ég mátti alveg
við því, ég var orðinn alltof horaður,
ég er fínn eins og ég er núna.“
Læknirinn sem um ræðir skoð-
aði Magnús eftir að hann endaði á
spítala þegar hann veiktist alvar-
lega. „Þar var þannig að þegar ég
keypti prentsmiðjuna í Kópavogi þá
var hún mjög sóðaleg. Við vorum að
taka hana í gegn og ég var að rífa dúk
af og það var mygla undir. Myglan
hefur farið í lungun á
mér. Ég var að leika í sýn-
ingu í Þjóðleikhúsinu og
var tekin út af í hlé vegna
þess að það skildi enginn
það sem ég var að segja.
Ég var kominn með yfir
fjörutíu stiga hita,“ segir
hann.
Í kjölfarið var hann
sendur heim og lagðist
þar upp í rúm. Sonja var
ekki heima þegar hann
kom. „Þegar hún kom
heim lá ég út úr heimin-
um og var með fossandi
blóðnasir. Sem betur
fer kom hún á þessum
tíma því hefði hún kom-
ið 20 mínútum seinna
þá hefði ég líklega
dáið,“ segir hann.
„Ég var settur í allsherj-
ar rannsóknir og lækn-
irinn segir við mig að ef ég
gerði ekkert í mínum mál-
um þá yrði ég kominn með
áunna sykursýki eftir 10–12
mánuði. Ég tók mig strax
á og með hjálp konunn-
ar minnar breytti ég öllu
mataræði. Hún skammtaði
mér á diskinn. Í stað þess að
áður fékk ég mér kannski tíu
kjötbollur þá setti hún tvær
á litla undirskál. Konan mín
var margbúin að segja við
mig að ég þyrfti að taka mig
á en ég hlustaði ekkert. Hún
var meira segja búin að setja
miða á ísskápinn því hún vissi ég
færi oft í ísskápinn á nóttunni,“ segir
hann hlæjandi.
Átakið tókst vel og hann náði
fljótt af sér 20 kílóum. „Ég breytti
öllu, fór að hreyfa mig, hætti að
drekka allt gos og hætti að drekka
áfengi,“ segir hann og viðurkennir
að það hafi breytt miklu. Hann hafi
ekki áttað sig á því hversu mikið böl
áfengið var í lífi hans.
„Þegar ég var í bransanum þá
drakk maður mikið og það fylgdi
þessu mikið rugl. Vín ruglar mann
svo. Konan mín var alltaf að benda
mér á að ég ætti að fara að íhuga
minn gang. Þá var ég rétt að ná að
jafna mig á milli helga áður en ég
byrjaði aftur. Hún er svo yndis-
leg við mig og hefur kennt mér svo
margt. Það er henni að þakka að ég
hætti þessu.“ Hann fór þó ekki í með-
ferð til þess að hætta að drekka. „En
það var stutt í það. Ég verð bara að
viðurkenna það, ég var í rauninni
alki. En það er búið.“ Hann náði
tökum á drykkjunni og drekkur í
dag afar sjaldan. „Kannski eitt vín-
glas með mat eða einn bjór en það
er ekki þetta sukk eins og var einu
sinni,“ segir hann.
Fann upp Hafnarfjarðar-
brandarana
Lífið er léttara eftir að kílóin fóru.
„Það var erfitt að leika, ég var alltaf
bullandi sveittur,“ segir hann.
„Ég held mér við í dag með því að
synda. Ég er mikill sundmaður og
syndi í hálftíma á dag. Ég er reynd-
ar með ónýtt hné og þarf að fara í að-
gerð, fara á verkstæði. Þetta er eins
og með bílana, maður verður að láta
hugsa um sig.“
Magnús hefur reynt ýmislegt í
seinni tíð og segist alltaf vera á fullu,
þannig kunni hann best við sig. Til
dæmis ætlaði hann í framboð í sveit-
arstjórnarkosningum í Hafnarfirði
2005. „Það var nú eiginlega meira
djók en alvara. Ég ætlaði að verða
bæjarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
Hafnarfirði,“ segir hann. „Enda kom
ég Hafnarfirði á kortið með Hafnar-
fjarðarbröndurunum,“ segir hann
hlæjandi. „Það var þegar við Ottó
Tynes vorum á Vísi þá bjuggum við
til svona mölbúasögur sem fjölluðu
fyrst um Akureyringa. Það varð allt
vitlaust og fullt af áskrifendum sem
hringdu og sögðu upp blaðinu. Þá
segir Óli við mig: Maggi, þú býrð í
Hafnarfirði, við færum þetta bara yfir
á Hafnfirðinga.“ Við gerðum það og
það voru nú ekki allir á eitt sáttir, sér-
staklega ekki gamlir Hafnfirðingar
sem kölluðu mig AA sem stendur
fyrir aðfluttan andskota,“ segir hann
og skellir upp úr. „En ég vil meina að
við höfum komið bænum á kortið
með þessum bröndurum.“
Mikill vinur Davíðs Oddssonar
Ekkert varð af framboðinu en Magn-
ús hefur þó alltaf verið mikill sjálf-
stæðismaður. „Ég hef alltaf verið svo
mikill vinur Davíð Oddssonar síðan
við vorum saman í leiklistarskólan-
um hjá Ævari Kvaran. Þar lékum við
saman í atriði þar sem Davíð var Óli-
ver Twist og ég var Fagin. Þar þurfti
hann að krjúpa og beygja sig fyrir
mér,“ segir hann hlæjandi. Þeir Dav-
íð hafa haldið vinskap í gegnum árin
þó að hann sé minni í dag. „Við vor-
um lengi saman í klúbb sem hittist
á nýársdag á Naustinu. Við vorum
margir saman; ég og Davíð, Gulli í
Karnabæ, Baldvin Jónsson og fleiri
góðir,“ segir hann. „Davíð var frábær
í leiklistarskólanum, þar hafði hann
hæfileikana, hann var alveg rosa-
lega skemmtilegur og fyndinn.“ Sam-
bandið hefur rofnað á efri árum þótt
honum sé alltaf hlýtt til síns gamla
vinar. Hann stefnir þó ekki á frama
í stjórnmálum. „Nei, það er ekki fyr-
ir mig. Ég held að það geti bara verið
mannskemmandi,“ segir hann.
Nóg að gera
Þrátt fyrir að vera hættur að vinna þá
er samt nóg að gera hjá Magnúsi og
hann er að sigla inn í nýtt ævintýri. „Ég
tala mikið inn á teiknimyndir og svo
tek ég að mér hin og þessi hlutverk. Ég
hef til dæmis leikið í 10–15 myndum
fyrir Kvikmyndaskólann. Það er alltaf
gaman að vinna með ungu fólki. Síð-
an er ég að skrifa núna Dagbók Bjössa
bollu. Það er svolítið skemmtilegt. Svo
er ég með leikrit í vinnslu líka sem mig
langar að leika þegar ég verð sjötugur,
ég vona að ég nái þeim aldri. Leikritið
heitir Rommý og gerist á elliheimili en
það hefur verið sett upp áður hérlend-
is. Þá léku Gísli Halldórsson og Sigríð-
ur Hagalín í því.
Endurvakti bolluna
Svo er hann búinn að endurvekja vin
sinn, Bjössa bollu, og stefnir á fullt
með hann í sumar. „Við Þorgeir Ást-
valdsson ætlum að fara með hann
um landið ef einhver vill sjá hann. Ég
hugsaði með mér að fyrst ég væri að
gefa út þessa bók að nú væri tíminn
til að endurvekja hann, ég get ekki
leikið hann endalaust,“ segir hann
brosandi. „Það er svo skemmtilegt
með Bjössa að hann er með húmor
sem krakkar elska. Sama hvaða ára-
tug það er.“ n
„Ég var
170 kíló
og grenntist
niður í 100
Fjölskyldan Hér eru Maggi og Sonja með börnin sín: Rósmund, Hörð,
Sonju Möggu og Hjalta Frey.
Frændurnir Hér eru frændurnir Stefán Karl Stefánsson og Maggi saman í myndinni Regínu. Maggi kom Stefáni út í leiklistarbransann og segist hafa séð í honum að hann væri með sömu leiklistarbakteríuna og hann sjálfur.
Sumargleðin Það var líf og fjör í Sumargleðinn
i og henni vel tekið
hvert sem hún fór. Svo mikið var fjörið að R
aggi Bjarna setti vínbann á
Sumargleði-meðlimi.