Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Side 53
Helgarblað 20.–23. júní 2014 Menning 53 S igurður Sævarsson tónskáld er listamaður Reykjanes- bæjar en það var ákveðið af nýskipaðri bæjarstjórn Reykjanesbæjar 3. júní síðast- liðinn. Sigurður hóf tónlistar- nám ungur að aldri, og síðar söngnám, í Tónlistarskólanum í Keflavík. Síðan lá leiðin í Nýja tónlistarskólann í Reykjavík þar sem kennarar hans voru Sigurður Demetz Franzson og Alina Dubik. Sigurður nam bæði söng og tón- smíðar við Boston-háskóla og lauk þaðan meistaragráðu í báð- um greinum 1997. Sigurður hef- ur samið fjölda verka bæði stór og smá. Aðaláhersla hans hefur verið á óperur og kórverk. Má þar nefna óperuna Z-ástarsaga, sem frum- flutt var á óperuhátíð Norðuróps 2001 í Reykjanesbæ, óratoríuna Hallgrímspassíu sem frumflutt var í Hallgrímskirkju 2007 og aft- ur í Ytri-Njarðvíkurkirkju og í Hallgrímskirkju á Kirkjulistahátíð 2010. Var hún í kjölfarið hljóðrit- uð og gefin út sama ár. Diskurinn var tilnefndur til Íslensku tónlist- arverðlaunanna sem plata ársins í flokknum sígild og samtímatón- list. Nýjasta verk Sigurðar, O crux, verður frumflutt í haust, bæði hér heima og á Norðurlöndum. n asgeir@dv.is B aldvin Z. er skærasta stjarn- an á íslenskum kvikmynda- himni. Nýjasta mynd hans, Vonarstræti, hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og margir telja hana boða vatnaskil í kvikmyndagerð hérlendis. Í stað þess að baða sig í velgengninni hefur hann sökkt sér í nýtt verk- efni; gerð kvikmyndar sem er með- al annars innblásin af lífi Sigrúnar Mjallar, dóttur fréttamannsins Jó- hannesar Kr. Kristjánssonar, sem lést árið 2010 eftir harða baráttu við eiturlyfjadjöfulinn og þann heim sem honum fylgir. „Við erum að vinna með sögur margra stelpna, en Jóhannes kom að verkefninu og kynnti mig fyrir þessum heimi. Svo erum við með dagbækur; það er alls konar innspírasjón í þessu.“ Vinkonusaga úr viðurstyggilegum veruleika Þótt handritaskrifin séu fyrst að fara af stað núna hefur sagan lengi ver- ið í meltingarvegi Baldvins, saga um heim undir því yfirborði sem við þekkjum; heim ungra sprautufíkla. „Þennan heim þekkja fæstir eða vilja ekki viðurkenna. Sérstaklega stelpn- anna, sá heimur er hreinlega viður- styggilegur. Þetta er vinkonusaga úr þeim veruleika.“ Baldvin segir að þótt þessi mynd, sem ber vinnut- itilinn Contalginbörnin, verði allt öðruvísi en Vonarstræti þá ætli hann að halda í sinn sérstaka leikstjórn- arstíl. „Já, algjörlega. Við byrjuðum að þróa þennan stíl í Óróa. Og ég er með sama tökumanninn og sama klipparann. Ég lagði upp með þessa aðferð þar og við vorum rosalega sátt við niðurstöðuna en ég sá samt hvað hægt hefði verið að gera betur og við héldum áfram að þróa þetta. Þetta er rosalega mikil samvinna á milli okkar þriggja og svo að sjálf- sögðu leikaranna.“ Það er einmitt frammistaða leikara Vonarstrætis sem hvað mesta athygli áhorfenda vakti. Þorsteinn Bachmann þykir vinna leiksigur sem stórskáldið og örlagabyttan Móri og eins hin unga Hera Hilmarsdóttir. Kóperníkusarbylting Baldvins Árið 1511 lagði Kópernikus fram þá tilgátu að jörðin snerist um sólina en ekki öfugt. Í þessari færslu mið- depils alheimsins er hans bylting fólgin. Bylting Baldvins, og kannski íslenskrar kvikmyndagerðar í heild sinni, felst í þessu: „Í gamla daga var þetta oft þannig að leikarinn þurfti að finna ljósið, leikarinn mátti ekki „overlappa“ hinn leikarann og eitt- hvað svoleiðis,“ segir Baldvin sem sjálfur snýr þessu algerlega á hvolf. Í stað þess að leikarinn snúist í kring- um kvikmyndina, snýst kvikmyndin í kringum leikarana. „Mín aðferð er að allir aðrir finni leiðir til að laga sig að leikaranum. Ef leikarinn finn- ur ekki ljósið verður ljósið að finna leikarann. Þannig horfi ég á þetta. En nú er ég farinn að upplýsa öll mín helstu leyndarmál, það er ekki nógu gott,“ segir Baldvin og hlær. Baldvin vill þó meina að hann sé ekki orsök þeirrar stefnubreytingar sem íslensk kvikmyndagerð virð- ist vera að taka heldur sé stíll hans afleiðing aðstæðna sem liggja utan við hann sjálfan; þess jarðvegs sem öll hans kynslóð sprettur úr. „Við erum náttúrlega alin allt öðruvísi upp heldur en kvikmyndakynslóðin á undan okkur. Og kynslóðin sem er að koma á eftir okkur – YouTube- kynslóðin – hún fékk líka allt öðru- vísi kvikmyndafræðilegt uppeldi en mín kynslóð. Ég er af þessari VHS- kynslóð og fékk að horfa á miklu fleiri bíómyndir en þeir sem á und- an komu. Okkar skilningur á mynd- máli er einfaldlega allt öðruvísi.“ Tökur 2016 Búist er við að tökur Contalginbarn- anna hefjist 2016 og hún fari í sýn- ingar ári síðar. Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp munu framleiða myndina, en þeir unnu einnig með Baldvini að gerð Óróa og Vonar- strætis og virðast vera að græða ágætlega á þeirri síðarnefndu. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa tæplega 40 þúsund Íslendingar séð hana í bíó og er hún söluhæsta mynd ársins. n Kóperníkusar- bylting Baldvins Gerir mynd innblásna af sorgarsögu dóttur Jóhannesar Kr. Baldur Eiríksson baldure@dv.is Vonarstræti Myndin hefur slegið rækilega í gegn og fengið einróma lof gagnrýnenda. Vinsæll Baldvin Z. sló í gegn með Vonarstræti og vinnur nú að gerð nýrrar kvikmyndar. Mynd RóBERT REynisson Listamaður Reykjanesbæjar Byrjaður á næstu óperu fylgdi þessu einhver kvöð,“ seg- ir Gunnar glettinn en hann segir dagana 16. og 17. júní 2014 renna seint úr minni sér. „Auðvitað er maður bara þakklátur að hljóta nafnbót sem þessa.“ Á vef Reykjavíkurborgar er Gunnari lýst með eftirfarandi hætti: „Gunnar Þórðarson er litríkt og afkastamikið tónskáld, snjall gít- arleikari, hljómsveitarstjóri, útsetj- ari og upptökustjóri. Hann er einn afkastamesti tónlistarhöfundur Ís- lendinga og hefur samið bæði dæg- urlög og sígilda tónlist – eftir hann liggja yfir 650 lög sem hafa verið gefin út á hljómplötum og auk þess hefur hann samið tónlist við kvik- myndir, söngleiki og leikverk.“ Frumstæð vinnubrögð Gunnar segir að þrátt fyrir vel- gengni Ragnheiðar sé hann og verði ávallt lagahöfundur. „Ég hef alltaf gaman af því að búa til lög og hef setið dálítið við og samið undanfarna daga. Það kemur alltaf eitthvað til manns.“ Spurður um hver leyndar- dómurinn sé á bak við laga- smíðarnar segir Gunnar lítið um galdra í spilunum. „Þetta er allt mjög frumstætt. Ég sit bara og spila þangað til mér líkar eitthvað. Þá tek ég það út og vinn frekar með það. Þeir fiska sem róa eins og sagt er.“ Þrátt fyrir stífa vinnutörn undanfarið segist Gunnar ætla að stoppa stutt áður en hann held- ur áfram með listsköpunina. „Frí? Nei ég tek mér kannski örstutt frí en síðan er það bara áfram veg- inn.“ n n Gunnar Þórðarson hlaut tvenn Grímuverðlaun n Borgarlistamaður Reykjavíkur 2014 Verðlaunahafar á Grímunni 2014 sýning ársins 2014 Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson í sviðsetningu Íslensku óperunnar Leikrit ársins 2014 Stóru börnin eftir Lilju Sigurðardóttur í sviðsetningu Lab Loka Leikstjóri ársins 2014 Egill Heiðar Anton Pálsson fyrir Gullna hliðið í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar Leikari ársins 2014 í aðalhlut- verki Hilmir Snær Guðnason fyrir Eldraunina í sviðsetningu Þjóðleikhússins Leikkona ársins 2014 í aðalhlut- verki Margrét Vilhjálmsdóttir fyrir Eldraun- ina í sviðsetningu Þjóðleikhússins Leikari ársins 2014 í aukahlut- verki Bergur Þór Ingólfsson fyrir Furðulegt háttalag hunds um nótt í sviðsetningu Borgarleikhússins Leikkona ársins 2014 í auka- hlutverki Nanna Kristín Magnúsdóttir fyrir Óska- steina í sviðsetningu Borgarleikhússins Barnasýning ársins 2014 Hamlet litli eftir Berg Þór Ingólfsson í sviðsetningu Borgarleikhússins Leikmynd ársins 2014 Egill Ingibergsson fyrir Gullna hliðið í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar Búningar ársins 2014 Helga Mjöll Oddsdóttir fyrir Gullna hliðið í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar Lýsing ársins 2014 Björn Bergsteinn Guðmundsson og Petr Hloušek fyrir Furðulegt háttalag hunds um nótt í sviðsetningu Borgar- leikhússins Tónlist ársins 2014 Gunnar Þórðarson fyrir Ragnheiði í sviðsetningu Íslensku óperunnar Hljóðmynd ársins 2014 Vala Gestsdóttir og Kristinn Gauti Einarsson fyrir Litla prinsinn í sviðsetn- ingu Þjóðleikhússins söngvari ársins 2014 Elmar Gilbertsson fyrir Ragnheiði í sviðsetningu Íslensku óperunnar dansari ársins 2014 Brian Gerke fyrir F A R A N G U R í svið- setningu Íslenska dansflokksins danshöfundur ársins 2014 Valgerður Rúnarsdóttir fyrir F A R A N G U R í sviðsetningu Íslenska dansflokks- ins Útvarpsverk ársins 2014 Söngur hrafnanna eftir Árna Krist- jánsson. Leikstjórn Viðar Eggertsson. Framleiðandi Útvarpsleikhúsið á RÚV sproti ársins 2014 Tyrfingur Tyrfingsson – leikskáld fyrir Bláskjá í sviðsetningu Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.