Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Side 27
Viðtal 27Helgarblað 2.–4. mars 2012 bara verið notuð of stíft. Ég er ekki viss um að það sé ólöglegt.“ Tapaði á hruninu „Ég átti hlutabréf í bönkunum þrem- ur og tapaði því öllu,“ segir Pétur að- spurður hvort hann hafi sjálfur tap- að á hruninu. „Það voru um sjötíu milljónir. Næstum helmingurinn af eignunum. Það þýðir það að ég vissi ekki í hvað stefndi. Ég reyndar taldi mig ekki mega selja sem formann efnahags- og viðskiptanefndar.“ Taldir þú þig innherja? „Nei, ég vissi raunar ekki neitt en það kynni að hafa litið illa út. Ég ótt- aðist þetta bara ekki meira en þetta. Þarna sögðu matsfyrirtækin að það væri bara allt í lagi með allt. End- urskoðendur komu með reikninga sem voru glimrandi góðir um mitt ár. Þetta virtist alveg í lagi þótt ýmis- legt væri ef til vill að. Að bankarnir færu á hausinn – það datt engum í hug. Þegar Glitnir fór þá sögðu allir hérna á Alþingi að það væri nú gott að Kaupþing stæði. Það er nú traust- ur og sterkur banki, sögðu menn. Það verða bara þessir tveir bankar, Landsbankinn og Glitnir sem fara. Þetta sögðu menn daginn áður en Kaupþing féll.“ Pétur bætir við að hann sé ekki viss um að Kaupþing hefði átt að falla. Þar sé ábyrgð Dar- ling, fjármálaráðherra Bretlands, mikil. Sjálfið minnkar „Einkalífið kemur málinu bara ekki við,“ svarar Pétur spurningum um hvort hann haldi einkalífinu með- vitað út úr umræðunni. „Aðalfórnin í starfinu er að eftir því sem maður verður frægari því meira minnkar sjálf manns. Þú ert til dæmis ekki að tala við mig sem persónu. Þú ert að tala við mig sem fígúru,“ segir Pétur. Er það þá ástæða þess að þú ræð- ir ekki þína einkahagi við fjölmiðla? „Meðal annars, já en ég er bara að segja að mesta fórnin í þessu starfi er frægðin. Stjörnur sem fremja sjálfsmorð eða eitthvað slíkt gera það oft vegna þess að egóið er horfið. Þau fatta allt í einu að sjálf- ið er farið. Það tala allir við þau sem fígúrur. Það er raunar hætt að vera til sem manneskjur.“ Pétur segist mjög meðvitaður um þetta og hann geri það sem hann geti til að spyrna við að hans eigið sjálf hverfi, eins og hann orðar það. Hann segist þó finna að það minnki stöðugt. „Ég er mjög vakandi yfir þessu og átta mig mjög vel á því að þú ert ekkert að tala við mig sem pers- ónu, þú kemur til að taka viðtal við stjórnmálamanninn, fígúruna. Svo kemur þú núna og ætlar að fá einka- lífið upp á borðið til að flaka mig al- veg. Ég segi nei takk.“ Finnst þér þú ekki skulda al- menningi aðgang að þínu einkalífi? „Nei, ég er bara ekki tilbúinn í það.“ Pétur segist finna fyrir minnk- andi sjálfi. Fólk hringi í hann á nótt- unni og hann geti varla farið á veit- ingastað lengur. Fólki finnist eins og það eigi hann. „Það henti einhver eggi í hausinn á mér. Ég hugsa að sá sami hafi ekki hent eggi í mig pers- ónulega, vegna þess að honum sé illa við mig persónulega. Það atvik er bara hluti af því hvað þingmenn verða miklar fígúrur. Þeir hætta að vera til.“ Krabbameinið kemur engum við Blaðamaður spyr Pétur út í frétt- ir af því að hann hafi fyrir nokkru greinst með krabbamein. Þeirri spurningu er svarað svipað og öðr- um spurningum um hans pers- ónulega sjálf. Veikindi hans komi engum við. „Ég hef aldrei skilgreint mig sem sjúkling. Ef ég drepst þá skal ég láta þig vita,“ segir hann og hlær en minnir blaðamann um leið á eigin dauðleika. „Á meðan ég stend mig í starfinu þá er þetta ekk- ert mál. Þegar ég get það ekki leng- ur þá hætti ég bara. Þú átt sjálfur eftir að drepast líka.“ Fjölskyldumál verða pólitísk Málefni fjölskyldu Péturs hafa þó blandast í stjórnmálaumræðuna. Frægt er þegar Pétur sagði á fundi að dóttir hans misnotaði bótakerf- ið. „Það var virkilega ógeðslegt mál. Ég sagði konu það í trúnaði og hún óð með það í DV. Blaðið birti virki- lega meiðandi umfjöllun um dóttur mína. Ég mun ekki fyrirgefa DV það.“ Það er samt mál þar sem fjöl- skylda þín og stjórnmálin bland- ast saman. „Það eru einmitt svona mál sem fá mann til að vilja hætta í pólitík. Menn skyldu passa sig á að hrekja fólk ekki úr stjórnmálum með þessu.“ Þingmenn fórna sjálfinu„Sennilega yrði ég kall- aður til sem sér- fræðingur ef ég væri ekki á þingi „Þú ert til dæmis ekki að tala við mig sem persónu. Þú ert að tala við mig sem fígúru. Miklir hagsmunir Pétur segir mikla hagsmuni að baki stjórn- málaflokkunum. „Sumir flokkar mega ekki segja styggðarorð um Alþýðusambandið, aðrir geta ekk- ert sagt um Samtök atvinnulífsins og þriðji flokkurinn má ekkert segja um sjávarútveg.“ Myndir SigTryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.