Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Page 32
32 2.–4. mars 2012 Helgarblað
Hvenær og hvar ertu fædd?
„Ég fæddist á Akranesi þar sem
pabbi var skólastjóri og mamma
húsmóðir á Hagkaupsslopp með
rúllur í hárinu. Ég stundaði mikla
ánamaðkarækt í blómabeðunum á
meðan óþekktarormarnir Arnar og
Bjarki, sem mamma passaði, spörk-
uðu bolta á milli sín. Ég man ekki
mikið frá Akranesi en ég fæddist þar
árið 1972 með naflastrenginn vaf-
inn þrjá hringi í kringum hálsinn.
Það ku vera lukkumerki.“
Hvar ertu uppalin?
„Fjölskyldan flutti fyrst frá Akranesi
þegar ég var fimm ára og uppeldi
mitt fór svo fram í Svíþjóð, aftur á
Akranesi, Reykjavík, aftur í Svíþjóð,
Bandaríkjunum, Mexíkóborg, Pu-
erto Angel, Reykjavík, Kópavogi,
Spáni, aftur í Kópavogi og þá taldi
ég mig að fullu uppalda og yfirgaf
foreldrahús.“
Hvernig var skólaganga þín?
„Alls konar og fjölbreytt og oft var
hún meira að segja menntandi. Ég
slapp þó í gegnum skólakerfi ým-
issa landa án þess að læra að draga
almennilega til stafs svo að hand-
skriftin mín er með afburðum ljót,
sem mér finnst mjög leiðinlegt þeg-
ar ég þarf að árita bækur en skiptir
að öðru leyti engu máli. Ég sakna
þess líka að hafa ekki lært að
prjóna, svona eins og börn
læra í íslenskum skólum. Ég
hef séð hvað prjónaskapur
er mörgum konum mikil
huggun í harðræði lífsins. “
Áttu þér eftirminnilegan
afmælisdag?
„Flest afmælin mín eru
í einhverri þoku
en hin síðari
ár hef ég átt
mörg góð
því mín
heittelsk-
aða hefur
gert mér
dagamun
með ýmsum
hætti. Oft í
útlöndum.“
Hvernig sástu fyrir þér lífið um
fertugt sem barn og unglingur?
Hverjir voru draumar þínir þá?
„Sem barn hélt ég að ég yrði njósn-
ari fyrir utanríkisþjónustuna en svo
viku þær væntingar fyrir draumi um
að verða rithöfundur. Mest langaði
mig samt að verða hamingjusöm og
góð manneskja og það er í sífelldri
vinnslu og gengur vel, finnst mér.“
Hvernig hafa
draumarnir breyst?
„Rithöfundardraumurinn er enn
til staðar og hefur ræst að nokkru.
Njósnaradraumurinn hefur alveg
gufað upp en ég er samt alltaf sold-
ið veik fyrir James Bond og svoleiðis
týpum.“
Hvað ætlar þú að gera
í tilefni afmælis þíns?
„Ég ætla að kaupa lífræna am-
eríska nautasteik og elskan
mín ætlar að skella henni
á grillið fyrir gestina okk-
ar hér úti í St. Augustine
í Flórída. Ég er að hug-
leiða meðlætið með
steikinni sem verður
örugglega salat og eitt-
hvert suðurríkjagums.
Svo vona ég að þau syngi
fyrir mig úti í garði.“
kristjana@dv.is
Lilja Sigurðardóttir rithöfundur er fertug í dag, 2. mars.
Njósnaradraumurinn
hefur alveg gufað upp
1. mars Justin Bieber tónlistarmaður varð 18 ára
Fæddur árið 1994. Um Justin Bieber: Justin er kanadískur tón-
listarmaður sem sló fyrst í gegn á YouTube. Markvert: Lag hans
Baby komst á topp-tíu lista um allan heim.
2. mars Mikhail Gorbatsjev er 81 árs
Fæddur árið 1931. Um Gorbatsjev: Stjórnmálamaður og leiðtogi sem
barðist fyrir opnara samfélagi og umbótum.
Markvert: Gorbatsjev hlaut friðarverðlaun Nóbels 1990.
Stórafmæli
Afmælisbarnið
E
f ég segi nú alveg satt þá er nú búið
að gera mikið grín að mér,“ segir
Elvar Örn Ægisson sem verður þrí-
tugur á laugardaginn. „Er þetta nú
samt svo mikið verra en hvað annað?“
spyr hann hlæjandi. „Ég er allavega
ennþá 29 ára gamall. Þetta rennur ekki í
garð fyrr en á laugardaginn.“
Elvar er elstur þriggja bræðra og
starfar með þeim yngsta, Steinari Val, á
renniverkstæði föður þeirra, Ægis Kára
Bjarnasonar. Þar vinnur karlinn sjálfur
sem og móðir þeirra, Herdís Eyjólfs-
dóttir.
Elvar segist ekki hræðast að verða
þrítugur. „Ég hlakka samt ekkert til að
fara í þennan félagsskap í næstu viku.
Það verður pottþétt gert grín að manni.
En maður eldist alltaf. Til þess er leik-
urinn gerður,“ segir Elvar Örn sem ætlar
að halda upp á tímamótin með stæl um
helgina.
„Það verður haldið upp á þetta með
pomp og prakt. Það verður bara grín og
gleði. Maður verður að halda sér ung-
um,“ segir Elvar Örn. „Maður verður með
fjölskyldunni og félögunum. Það verður
að kveðja þennan góða áratug með stæl.“
Elvar er trúlofaður Katrínu Ösp Hall-
dórsdóttur, f. 23.01. 1984, og saman eiga
þau eina dóttur, Írisi Lind Elvarsdóttur,
f. 06.01. 2009. Faðir Elvars er Ægir Kári
Bjarnason, eigandi Renniverkstæðis
Ægis, f. 01.04. 1954, og móðir hans er
Herdís Eyjólfsdóttir, f. 04.08. 1957. Elvar
á tvo bræður, Rúnar Rafn Ægisson, f.
15.01. 1986, sem býr ytra, og Steinar Val
Ægisson, f. 23.11. 1987.
„Það verður bara grín og gleði“
Elvar Örn Ægisson verður þrítugur þann 2. mars.
Falleg feðgin
Elvar með dóttur
sinni, Írisi Lind.
„Mest langaði mig
samt að verða
hamingjusöm og góð
manneskja og það er í
sífelldri vinnslu og
gengur vel, finnst mér.
Vildi verða
njósnari
Væntingarnar véku
fyrir rithöfunda-
draumi, segir Lilja
Sigurðardóttir.
Falleg
boðskort
Prentsmiðjan og hönnunarstofan
Reykjavík Letterpress er staðsett
á Lindargötunni og sérhæfir sig í
fallegri prentun fyrir ýmiss konar
tilefni. Falleg boðskort gefa til
kynna velvild gestgjafans og vekja
eftirvæntingu. Það eru Hildur Sig-
urðardóttir og Ólöf Birna Garðars-
dóttir, grafískir hönnuðir, sem eru
eigendur Reykjavík Letterpress en
þær stunda „letterpress“-prentun
af mikilli ástríðu eins og sjá má.
Gómsætur
kaffikokteill
Ef þig langar að vera aðeins öðru-
vísi á afmælisdaginn er um að
gera að bjóða upp á kaffikok-
teilinn Espresso Martini. Hann
er bæði gómsætur og svo þarftu
ekki að hafa miklar áhyggjur af
því að nokkur maður fari heim of
snemma úr veislunni. Það ætti að
vera nokkuð líflegt í kringum þig.
Innihald
n Einn hluti kaffilíkjör
n Tveir hlutar vodka
n Tveir hlutar espressókaffi
Aðferð
Hellið kaffilíkjörnum, vodkanu og
espressókaffinu í kokteilhristara sem
er fullur af klökum. Hristið gríðarlega
vel. Hellið svo í kælt kokteilglas og berið
fram. Drykkinn skal bera fram með smá
froðu.