Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Síða 32
Helgarblað 12.–15. september 201432 Fólk Viðtal H ann er glaðlegur. Stutt í brosið. Situr með hvítan kaffibolla með kolsvörtu kaffi í fyrir framan sig. Hvítt og svart. Segja má að breytingin á lífi hans sumarið þegar hann var 13 ára hafi verið; jú, eins og hvítt og svart. Þetta var skellur. Áfall. Sjokk. Áfall sem hann sagði ekki frá. Hann brosti framan í heim- inn. Þetta bros náði hins vegar ekki til augnanna. Hann setti upp grímu; lék ákveðið hlutverk næstu árin. Það var vor og fyrsta starfið tryggt: Hann átti að vinna sem pikkoló á Hótel Sögu um sumarið. Spennan var mikil. „Mér fannst þetta vera stjarn- fræðilega gaman. Ég er félagsvera og mér fannst gaman að hitta alla þessa útlendinga. Vinnan sem slík var ekkert rosalega erfið en mér fannst ég vera í ábyrgðarstöðu. Það voru gerðar væntingar til mín; ég var andlit hótelsins, stóð og opnaði dyrnar og bauð fólki góðan daginn. Ég lærði ýmislegt um mannleg samskipti. Það var mjög gaman fyrsta mánuðinn en svo myndaðist þessi dökki blettur; þetta varð „hell on earth“ eins og maður segir. Þetta var djöfull að bera.“ Fann fyrir skömm Henry leggur áherslu á að 13 ára unglingur spái almennt ekki í hluti eins og kynferðislega áreitni. „Ég man ekki eftir því að það hafi ver- ið talað um kynferðislega áreitni, nauðganir eða nokkurn skapað- an hlut á þessum tíma. Ég viður- kenni að ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð þegar þetta byrjaði; ég vissi ekki hvernig ég átti að taka á þessu. Ég vissi í rauninni ekkert um þetta. Ég fann samt fyrir skömm.“ Henry segir að þeir hafi verið fleiri strákarnir sem unnu á Hót- el Sögu sem Karl Vignir misnotaði þetta sumar fyrir rúmum 30 árum. Hefði einhver trúað þessu? Henry hætti að vilja fara í vinnuna á morgnana en fólk skildi ekki af hverju. Nei, hann sagði ekki frá. „13 ára barn á mjög erfitt með að koma þessu frá sér. Svo var það eitt – hefði einhver trúað mér?“ Þögn. „Mér fannst Karl Vignir vera „Þetta var djöfull að bera“ 13 ára strákur fékk sumarvinnu sem pikkoló á Hótel Sögu fyrir rúmum 30 árum. Spennandi sumar breyttist í martröð þegar yfirmaður hans, Karl Vignir Þorsteinsson, misnotaði hann kynferðislega. Henry Ragnarsson vann í sínum málum mörgum árum síðar. Hann segir mikilvægt að þeir sem eru misnotaðir segi frá þótt þeir finni jafnvel fyrir skömm eins og hann gerði. Henry sagði sögu sína í Kastljósi fyrir rúmu ári. Karl Vignir játaði í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um hann að hafa níðst um áratugaskeið á fjölda barna og var handtekinn í kjöl- farið. „Drifkraftur minn hefur verið að hjálpa öðrum og láta vita að það er líf eftir slysin. Þetta er náttúrlega algjör viðbjóður í alla staði en það sést til sólar einn daginn.“ Henry hefur áhuga á að stofnað verði félag sem væri hugsað fyrir þá sem lenda í sömu sporum og hann. „Mér fannst hann búa yfir þeim hæfileika að geta talað sig inn á alla. Henry Ragnarsson „Mér finnst að ef ein- hverjum er nauðgað ætti hjálpin að koma til viðkomandi og ætti hún öll að vera á einum stað svo sem læknisskoðun, áfallahjálp og sálfræðiaðstoð; viðkomandi ætti hugsan- lega að vera lagður inn ef hann er í þannig ástandi vegna áfalls.“ MyndiR SigtRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.