Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Page 52
52 Fólk Helgarblað 12.–15. september 2014 Hræddur við postulínsdúkkur Stórleikarinn Channing Tatum viðurkenndi í spjallþætti Ellen DeGeneres á dögunum að hann væri skíthræddur við postulíns- dúkkur. Þar sem leikarinn hefur skorið höfuðið af skröltormi, og borðað það, í þáttunum Running Wild with Bear Grylls, og kom- ið nánast nakinn fram í kvik- myndinni Magic Mike, kom þetta aðdáendum hans heldur á óvart. Ellen hafði að sjálfsögðu heyrt af fælni leikarans og var með ógnvekjandi postulínsdúkkur í myndverinu sem hún dró fram í viðtalinu. Af líkamstjáningu leik- arans að dæma var honum ekki skemmt. Lýsir sig sekan Leikarinn Shia LaBeouf lýsti sig sekan um óspektir á almannafæri fyrir dómi síðastliðinn miðviku- dag. Málið varðar uppátæki hans á Broadway-sýningu í júní síðast- liðnum þar sem hann kveikti sér í sígarettu í miðri sýningu, öskr- aði á leikarana á sviðinu og bölv- aði öryggisvörðunum sem þurftu að bera hann út af sýningunni. LaBeouf hefur að sögn farið í áfengismeðferð frá því atvikið átti sér stað og verður málið látið nið- ur falla ef leikarinn verður edrú í minnst þrjá mánuði og hagar sér vel í sex mánuði. LaBeouf neitaði að tjá sig um málið við fjölmiðla að réttarhöldum loknum. Á von á barni Leikkonan Liv Tyler á von á sínu öðru barni. Fyrir á hin 37 ára gamla leikkona níu ára gamlan son, Milo, með fyrrverandi eig- inmanni sínum, Royston Lang- don. Hún er nú í sambandi með breska umboðsmanninum Dave Gardner sem einnig er góðvin- ur David Beckham. Þess má geta að Gardner lék til að mynda í heimildarmynd um fótbolta- kappann, David Beckham into the Unknown. Tyler er best þekkt fyrir hlutverk sín í Lord of the Rings-þríleiknum, kvik- myndinni Armageddon og The Incredible Hulk. Stjörnur í illdeilum við foreldra sína n Sjónvarpsstjarna beitt ofbeldi af móður n Leikkona segir pabba sinn geðsjúkling Frægð og frami fer ekki endilega saman með heil- brigðu fjölskyldulífi. Raunar hefur frægðin oft á tíð- um skemmt sambönd stjarnanna við foreldra sína, líkt og dæmin sanna. Hér má sjá nokkur dæmi um stjörnur sem hefur sinnast við foreldra sína.  Angelina Jolie Illdeilur Angelinu Jolie við pabba sinn, Jon Voight, eru með þeim frægari í Hollywood. Jafnvel þó svo að áratugalöngum deilum á milli þeirra hafi, að því er ætlað er, lokið árið 2011 lét Jolie pabba sinn ekki vita að hún hygðist láta fjarlægja á sér bæði brjóstin til þess að koma í veg fyrir að hún fengi krabbamein. Hann las um það á netinu líkt og við hin. Þá var Voight heldur ekki boðið í brúðkaup Jolie og Brad Pitt á dögunum.  Kobe Bryant Körfuboltastjarnan Kobe Bryant hefur staðið í illdeilum við foreldra sína, Pamelu og Joe, frá því á síðasta ári þegar hann kærði þau fyrir að hafa selt yfir sjötíu minnisverða hluti frá körfuboltaferlinum hans án samþykkis. Málinu lauk með dómsátt og var foreldrum Bryant gert að biðja son sinn opinberlega afsökunar.  Lindsay Lohan Lindsay Lohan hefur átt í ástar/ haturssambandi við pabba sinn, Michael, í mörg ár. Vandlega er farið yfir deilur þeirra í raunveruleikaþætti Lindsay, OWN, á þessu ári. Árið 2009 tísti leikkonan um pabba sinn á samskiptamiðlinum Twitter: „Pabbi minn er geðsjúklingur og á ekki einu sinni skilið þann titil ...“  Ariel Winter Í nær tvö ár hefur ungstirnið Ariel Winter, sem flestir þekkja úr gamanþáttunum Modern Family, verið undir forræði systur sinnar, Shanelle Gray. Í réttarskjöl- um frá árinu 2012, þegar móðir Winter, Chrisoula Workman, missti forræði yfir henni, kemur fram að Workman hafi beitt dóttur sína bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi.  Leighton Meester Ágreiningur Gossip Girl-leikkonunnar Leighton Meester við móður sína, Constance, hefur verið ljótur í gegnum árin. Árið 2011 hélt Constance því fram að dóttir hennar hefði lofað sér tíu þúsund Bandaríkjadölum á mánuði það sem eftir væri ævinnar. Málið fór meira að segja fyrir dómstóla þar sem dómari dæmdi leikkonunni í vil.  Adele Árið 2013 fór Mark Evans, pabbi stórsöng- konunnar Adele, í viðtal í breska blaðið Daily Mail. Þar hélt hann því fram að hann hefði engan áhuga á peningum dóttur sinnar eða metorði. „Ég vil bara dóttur mína aftur og ég vil vera almennilegur afi sonar hennar.“ Poppstjarnan sleit samskiptum sínum við pabba sinn árið 2011 eftir að hann talaði opinskátt um samband þeirra í blaðaviðtali.  Eminem Í viðtali við MLive. com í sumar sendi Debbie Mathers, móðir rapparans Eminem, syni sínum skilaboð: „Lífið er stutt. Komdu hingað, mamma vill knús.“ Mæðginin hafa staðið í illdeilum frá árinu 2001 þegar Mathers kærði son sinn fyrir ærumeiðingar í lögunum „My Name Is“ og „My Mom“.  Drew Barrymore Leikkonan Drew Barrymore talaði um samband sitt við móður sína í viðtali við Marie Claire á þessu ári. „Samband mitt við móður mína er flókið. Við getum eiginlega ekki verið í lífi hvor annarrar á þessari stundu,“ sagði hún meðal annars. Leikkonan hefur oft talað opinskátt um brothætt samband sitt við móður sína, Jaid, en þess má geta að Barrymore var dæmd sjálfráða aðeins 15 ára gömul.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.