Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Page 4
4 Fréttir Helgarblað 11.–14. júlí 2014
Allt fyrir bæjarhátíðina,
útileguna og verslunar-
mannahelgina
FAXAFEN 11 • 108 REykjAvík • 534-0534
Ummælin sem
voru ómerkt
Meðalaldur
mæðra hækkar
Árið 2013 fæddust 4.326 börn á
Íslandi, sem er nokkur fækkun
frá árinu 2012 þegar hér fædd-
ust 4.533 börn. Það komu 2.129
drengir í heiminn og 2.197 stúlk-
ur árið 2013, sem jafngildir 969
drengjum á móti hverjum 1.000
stúlkum. Þetta kemur fram í töl-
um sem Hagstofa Íslands birti á
fimmtudag.
Helsti mælikvarði á frjósemi
er fjöldi lifandi fæddra barna á
ævi hverrar konu. Árið 2013 var
frjósemi íslenskra kvenna lægri
en tveir í fyrsta sinn frá 2003, eða
1,932 börn á ævi hverrar konu.
Yfirleitt er miðað við að frjósemi
þurfi að vera um 2,1 barn til þess
að viðhalda mannfjöldanum til
lengri tíma litið. Undanfarin ár
hefur frjósemi á Íslandi verið rétt
um 2 börn á ævi hverrar konu.
Frjósemin nú er nærri helmingi
minni en hún var um 1960, en þá
gat hver kona vænst þess að eign-
ast rúmlega 4 börn á ævi sinni.
Frjósemi á Íslandi hefur
verið hærri en annars staðar í
Evrópu á síðustu árum. Ásamt
Íslandi hefur frjósemi verið yfir
tveimur í Frakklandi, á Írlandi
og í Tyrklandi síðustu ár en ver-
ið að meðaltali 1,6 í 28 löndum
Evrópusambandsins. Lægst var
fæðingartíðnin innan álfunnar í
löndum Suður-Evrópu árið 2012.
Þar var hún 1,28 í Portúgal, 1,32 á
Spáni og 1,34 á Grikklandi.
Meðalaldur mæðra hefur
hækkað jafnt og þétt síðustu ára-
tugi og konur eignast sitt fyrsta
barn síðar á ævinni en áður. Frá
byrjun sjöunda áratugarins og
fram yfir 1980 var meðalaldur
frumbyrja undir 22 árum en eftir
miðjan níunda áratuginn hefur
meðalaldurinn hækkað og var
27,3 ár í fyrra. Algengasti barn-
eignaaldurinn er á milli 25–29
ára sem og 30–34 ára. Á þess-
um aldursbilum fæddust 117
börn á hverjar 1.000 konur árið
2013. Fæðingartíðni mæðra und-
ir tvítugu í fyrra var 7,1 börn á
hverjar 1.000 konur. Það er afar
lágt miðað við þegar hún fór hæst
á árabilinu 1961–1965, en þá
fæddust 84 börn á hverjar 1.000
konur undir tvítugu.
Vilja Lilju sem seðlabankastjóra
Fimm hundruð manns í stuðningsmannahópi á Facebook
Þ
eir sem læka þessa síðu eru
á þeirri skoðun að Lilja Mós-
esdóttir sé hæfasti umsækj-
andinn um stöðu seðla-
bankastjóra sem verður skipað í
20. ágúst nk.,“ segir í lýsingu Face-
book-hópsins „Lilju Mósesdóttur
sem næsta seðlabankastjóra“. Að
því sem DV kemst næst er hún eini
umsækjandi fyrir stöðuna sem hef-
ur stuðningsmannasíðu á Facebook.
Rúmlega fimm hundruð og fimm-
tíu manns höfðu „lækað“ síðuna á
fimmtudag sem teljast má nokkuð
gott miðað við að síðan var stofnuð
síðastliðinn sunnudag. Samkvæmt
tölfræði Facebook er algengasti
aldurshópur stuðningsmanna Lilju á
bilinu fjörutíu og fimm ára til fimm-
tíu og fjögurra ára og koma flestir frá
Reykjavík.
Máli sínu til stuðnings segja síðu-
haldarar að aðrir umsækjendur með
hagfræðimenntun hafi „sýnt það
með störfum sínum að þeir eru hluti
af því kerfi sem hrundi haustið 2008
og var svo endurreist á nánast sama
grunni með aðstoð“. Samkvæmt
þeim er Lilja flekklaus af þessu og
hafi enn fremur komið með „af-
gerandi hugmyndir um það hvern-
ig mætti mæta vandanum þannig
að almenningur þyrfti ekki að bera
allan þungann og velferðarkerfinu
yrði hlíft“.
Telja má ólíklegt að stuðnings-
hópurinn fái ósk sína uppfyllta. Lilja
er meðal þeirra sem ólíklegust er að
verði ráðin seðlabankastjóri. Líkleg-
ast hefur verið talið að Ragnar Árna-
son hagfræðiprófessor fái stöðuna
þar sem hann hefur bestu pólitísku
tenginguna við Sjálfstæðisflokkinn
og hefur setið í bankaráði Seðla-
bankans. n hjalmar@dv.is
Hagfræðidoktor Rúmlega fimm
hundruð manns hafa lýst yfir stuðningi við
að Lilja Mósesdóttir verði næsti seðla-
bankastjóri. Hún er með doktorsgráðu í hag-
fræði frá University of Manchester Institute
of Science and Technology. Mynd Sigtryggur Ari
„Við höfum rétt
til að segja frá“
n Dómur kveðinn upp í meiðyrðamáli Gunnars gegn Pressunni n 16 ummæli af 21 standa
M
álalyktir eru nú ljós-
ar í meiðyrðamáli sem
Gunnar Þorsteinsson,
oftast nefndur Gunnar í
Krossinum, höfðaði gegn
Pressunni. Gunnar stefndi Pressunni
ásamt blaðamanninum Steingrími
Sævari Ólafssyni og að auki tveimur
konum, þeim Sesselju Engilráð Barð-
dal og Ástu Sigríði Knútsdóttur, sem
eru talskonur hóps kvenna sem sök-
uðu Gunnar um kynferðisbrot gegn
sér. Dómur var kveðinn upp í gær,
fimmtudag.
Málalyktir urðu þær að héraðs-
dómur dæmdi dauð og ómerk fimm
þeirra ummæla sem Gunnar höfðaði
mál út af, sem birtust í fréttum á vef
Pressunnar á tímabilinu 23. nóvem-
ber til 2. ágúst 2011. Í heildina gerði
Gunnar kröfu um að 21 ummæli
yrðu dæmd dauð og ómerk. Kröfu
Gunnars um miskabætur var hafnað,
en Gunnar krafðist 15 milljóna króna
í miskabætur vegna ummælanna.
Ánægð með dóminn
„Ég er mjög ánægð með þennan
dóm og við erum það. Ég lít á þetta
sem sigur. Meiðyrðin voru látin niður
falla, þannig að við erum bara mjög
ánægð með þennan úrskurð,“ sagði
Sesselja. „Þetta er búin að vera mik-
il vinna og taka mikinn tíma. Það er
reyndar súrt að þurfa að sitja uppi
með feitan og stóran kostnað,“ en
Sesselja segir að hún ásamt öðrum
sem Gunnar stefndi þurfi að greiða
nokkrar milljónir króna í lögfræði-
kostnað.
„Þetta er sigur fyrir mig. Fjöldi
ummæla er ómerktur og það var til-
gangurinn með þessum málaferl-
um, að ná því fram og ég hef náð því
fram,“ sagði Gunnar þegar hann gekk
út úr dómsal eftir uppkvaðninguna.
Ekki öll ummælin voru dæmd
ómerk. „Nei, vissulega ekki, en það
sem skiptir meginmáli er að þarna
voru menn að fara með fleipur. Og
það hefur dómurinn réttað í og úr-
skurðað og ég er afskaplega ánægð-
ur með það,“ sagði Gunnar í samtali
vði DV.
„Ég veit ekki hverju hann er að
hrósa sigri yfir. Í réttarhöldunum
fengu allar þessar konur sem að
við stóðum með að koma fram fyr-
ir dómstóla. Og þær fengu allar að
segja sinn vitnisburð um sín brot,
hver á fætur annarri, þannig að ég
lít á þetta sem sigur. Og ég lít á þetta
sem sigur fyrir alla þolendur. Það er
þannig,“ segir Sesselja aðspurð hvað
henni finnist um ummæli Gunnars
um að dómurinn sé sigur fyrir hann
sjálfan.
Báðir aðilar telja sig
sigurvegara
Báðir málsaðilar líta á sig sem sigur-
vegara eftir úrskurðinn. Ljóst er að
lítill hluti ummælanna sem Gunnar
kærði er dæmdur ómerkur og einnig
eru honum ekki dæmdar miskabæt-
ur fyrir ummælin. Í dómnum segir
að mörg þeirra ummæla sem Gunn-
ar taldi að í fælust staðhæfingar um
að hann hafi brotið af sér, innihalda
í raun einungis fullyrðingar um að
Gunnar hafi verið ásakaður af hópi
kvenna, sem er rétt, og að umfjöllun-
in hafi byggt „á umtalsverðri rann-
sóknarvinnu blaðamanna“.
Um þau ummæli sem hins vegar
voru dæmd ómerk segir í dómn-
um að „liggur fyrir að hvorki hafa af
hálfu stefnda Steingríms né með-
stefndu Ástu og Sesselju verið lögð
fram gögn né heldur leidd fram vitni
sem gátu staðreynt með fullnægjandi
hætti sannleiksgildi þess sem þarna
er haldið fram“.
Það má því leiða líkum að því
að sigurinn liggi hjá varnaraðilum
í þessu máli, sé litið á innihald um-
mælanna sem bæði fá að standa
sem og þeirra sem dæmd voru, auk
þess sem að ekki var fallist á kröfu
Gunnars um miskabætur.
Óvissa með framhald málsins
Gunnar sagðist vera óviss með fram-
haldið. „Ég veit það ekki, ég þarf að
ráðfæra mig við minn ágæta lögmann
og mína fjölskyldu, svo sjáum við
hvað framhaldið verður.“
Sesselja sagði í viðtali við DV stuttu
eftir dóminn að hún ætti eftir að ræða
dóminn ásamt kvennahópnum og
lögfræðingi þeirra. „Ég tek alltaf stöðu
gegn ofbeldi. Það er bara þannig. Það
hafa allir rétt á að segja frá, ef að ein-
hver hefur meitt viðkomandi,“ sagði
Sesselja aðspurð hvað hópurinn
hyggist gera í framhaldinu og bætti
við að henni finnist ekki að fólk eigi að
þurfa að þegja yfir brotum. „Við erum
fólk og við höfum réttindi til að segja
frá,“ sagði Sesselja. n
Jón Steinar Sandholt
jonsteinar@dv.is
n „... gegn þeirri refsiverðu háttsemi
sem Gunnar hefur gerst sekur um ...“.
n „Talskona kvenna veit um 16
fórnarlömb: Vísbendingum rignir inn –
Spannar 25 ára tímabil“.
n „Talskona kvenna sem saka Gunnar
Þorsteinsson í Krossinum um kynferð-
islegt ofbeldi segist vita samtals um
16 fórnarlömb. Í samtali við Pressuna
segist hún hafa fengið vísbendingar frá
konum sem saka Gunnar um kynferðis-
legt ofbeldi yfir 25 ára tímabil“.
n „Í samtali við Pressuna segir Ásta
að fyrir utan þær fimm konur sem hún
heldur utan um viti hún um 9 aðrar sem
saka Gunnar um kynferðisofbeldi“.
n „Vitni að meintri kynferðislegri áreitni
Gunnars...“.