Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Síða 12
12 Fréttir Helgarblað 11.–14. júlí 2014 Ofsaakstur á Vestur- landsvegi Nítján ára piltur var staðinn að hraðakstri á Vesturlandsvegi, á móts við Suðurlandsveg, á tólfta tímanum á miðvikudagskvöld. Í tilkynningu frá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu kemur fram að bíll hans hafi mælst á 164 kíló- metra hraða, en þarna er 80 kíló- metra hámarkshraði. Pilturinn, sem var allsgáður, var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á staðnum, að sögn lögreglu. Í bíln- um voru þrír farþegar, allir 17 ára. Haft var samband við forráða- menn þeirra sem komu á vett- vang og sóttu farþegana. Eldsupptök enn ókunn Skýrsla vegna brunans í Skeifunni tilbúin í fyrsta lagi eftir hálfan mánuð R annsóknin er bara í hefð- bundnum farvegi. Þeir eru bara að skoða þetta og verða í því fram í næstu viku,“ seg- ir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um hvernig rannsókn á brunanum í Skeifunni á sunnudagskvöld miði. „Það er verið að taka út örygg- ið í húsinu. Svo mjatla þeir sér þarna inn í rólegheitunum og skoða ákveðna þætti,“ segir Jóhann. „Síð- an verður byrjað að rífa þetta og þá verða þeir þar svona í og með. Þannig að þegar búið er að rífa nið- ur bita og fella eitthvað og moka í burtu skoða þeir þetta. Það er verið að einblína á ákveðið svæði þarna í Fannar-húsinu og svo verður þetta bara spilað eftir eyranu, þetta tekur einhverja daga eða vikur.“ Jóhann segir að eldsupptök séu enn ókunn. „Það er verið að reyna að finna það út, svo er verið að skoða hvernig eldurinn dreifði sér um þessar byggingar og hvers vegna.“ Hann segir að nánast sé búið að úti- loka að eldurinn hafi verið íkveikja. „Það er enginn grunur um það, en við erum bara að vinna okkur rólega inn í þetta. Það er náttúrlega mjög erfitt að finna orsakavaldinn.“ Jóhann segir að skýrsla vegna brunans verði tilbúin í fyrsta lagi eft- ir um það bil hálfan mánuð. Á vett- vangi eru tveir tæknideildarmenn ásamt tveimur rannsóknarlögreglu- mönnum sem eru að yfirheyra vitni og starfsmenn hlutaðeigandi fyrir- tækja. n jonsteinar@dv.is Brunarúst Húsin sem urðu eldinum að bráð eru gjörónýt. Eldsupp- tök eru enn ókunn. Mynd Sigtryggur Ari Mikil eyðilegging Líklegt þykir að eldurinn hafi átt upptök sín í húsnæði Fannar. Mynd Sigtryggur Ari Stöðvar úthafs- rækjuveiðar Styttist í þau 5.000 tonn sem er ráðlögð veiði Hafrannsóknastofn- unar Úthafsrækjuveiðar verða stöðvaðar á næstunni að því er fram kemur í tilkynningu sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðu- neytisins. Í tilkynningunni segir að sam- kvæmt upplýsingum frá Fiski- stofu sé rækjuaflinn á fiskveiði- árinu kominn í 4.700 tonn og veiðar verði stöðvaðar þegar afl- inn verður kominn í 5.000 tonn sem er ráðlögð veiði Hafrann- sóknastofnunar. Rækjuverkendur höfðu vonast til að leyft yrði að veiða meira og viðbúið að loka þurfi rækjuverk- smiðjum vegna hráefnisskorts þar sem illa hefur gengið að afla hráefnis erlendis. Bretar gefa björgunarbíl Ríkisstjórn Bretlands hef- ur ákveðið að gefa Slysavarna- félaginu Landsbjörg sérhæfða Foden Drops-vörubifreið. Mun bifreiðin verða staðsett í Vík í Mýrdal og vera í umsjón Björg- unarsveitarinnar Víkverja og verður hún afhent með formleg- um hætti í dag, föstudag. Það er sendiherra Bretlands, Stuart Gill, sem afhendir björgunarsveitun- um bílinn. Mikið hefur mætt á björgunar- sveitum Landsbjargar á Suður- landi á síðustu árum, sérstaklega tengt náttúruhamförum. Mun þessi nýja bifreið vonandi verða til þess að hægt sé að bregðast skjótar við skapist álíka ástand aftur eða til að þvera stórar jökul- ár svæðisins. kjölfar sálfræðiskýrslu n Háskólinn setur Hannes út í horn en Bjarni felur honum verkefni n Naut aðstoðar Jóns Steinars H annes Hólmsteinn Giss- urarson prófessor hefur verið leystur undan stjórn- unarskyldum við Háskóla Íslands gegn vilja sínum. Ákvörðun um þetta var tekin nokkru eftir að sálfræðistofan Líf og sál skil- aði af sér skýrslu um samskipta- vanda í deildinni. Niðurstöður skýr- slunnar voru afgerandi en þar eru langvarandi samstarfsörðugleikar að miklu leyti raktir til framgöngu og framkomu Hannesar Hólmsteins. Starfsmönnum stjórnmálafræði- deildar var boðið í viðtal við Einar Gylfa Jónsson sálfræðing og mikill meirihluti þeirra kvartaði undan yf- irgangi af hálfu Hannesar. Í niður- stöðum skýrslunnar er staðhæft að yfirstjórn háskólans beri lagaleg skylda til að bregðast við framkomu prófessorsins, enda sé ástandið í stjórnmálafræðideild óviðunandi. Jón Steinar aðstoðaði Í kjölfar kynningar á efni skýrslunn- ar var samið við Hannes um breytta starfstilhögun og að dregið yrði úr kennslu hans við deildina. Hann sótti hart að fá að gegna áfram stjórnunar- skyldum við háskólann og samkvæmt heimildum DV voru haldnir átaka- fundir í háskólanum þar sem Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, kom fram sem lögmaður Hannesar. Þeir Jón Steinar fengu kröfum sínum ekki framgengt. Skýrslu sálfræðistofunnar var skilað í lok janúar, en stofunni var falið verkefnið að frumkvæði stjórn- enda félagsvísindasviðs í samráði við rektor. Deilur Hannesar og Jóns Steinars við háskólann stóðu svo yfir í margar vikur. Hinn 7. júlí bár- ust loks þau tíðindi úr fjármálaráðu- neytinu að Hannesi hefði verið falið 10 milljóna króna verkefni; að meta erlenda áhrifaþætti bankahrunsins á vegum Félagsvísindastofnunar Há- skóla Íslands. Forstöðumaður stofnunarinnar staðfestir í samtali við DV að Hann- es hafi sjálfur átt frumkvæði að verk- efninu, en samningurinn um það var undirritaður hinn 7. júlí, nokkru eftir að þrefinu við háskólann lauk. DV hafði samband við Jón Steinar sem sagðist ekki vera inni í málinu. Hann vildi ekki ræða við blaðamann og kallaði DV sorpblað. „Vinnuregla með svona plögg“ Margir starfsmenn stjórnmálafræði- deildar eru óánægðir með að sál- fræðiskýrslan hafi ekki verið birt þeim. Aðeins örfáir hafa hana undir höndum auk þess sem nokkrir aðilar hafa fengið að lesa hana af tölvuskjá. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs, vill ekki tjá sig um málið við DV. „Þetta er bara al- menn vinnuregla með svona plögg,“ segir hann aðspurður hvers vegna skýrslan hafi ekki verið gerð opin- ber. „Ég get heldur ekki tjáð mig um starfstilhögun einstakra starfs- manna.“ DV reyndi þá að ná tali af Kristínu Ingólfsdóttur rektor en var tjáð að hún væri erlendis. Viðvarandi vandi Algengt er að háskólaprófessorar falist eftir því á síðari hluta starfsfer- ilsins að vera leystir undan stjórn- unarskyldum. Hins vegar er óvenju- legt að slíkt sé gert gegn vilja þeirra. „Að prófessorar séu látnir skrifa und- ir breytingar á starfsskyldum gegn þeirra vilja er algjörlega einstakt,“ segir einn af viðmælendum DV. Annar starfsmaður í háskólanum fullyrðir að Hannes hafi í raun verið skikkaður til að skrifa undir þennan samning. „Þannig er í raun bara verið að viðurkenna hvernig staðan er. Það eru allir orðnir dauðleiðir á þessu, sérstaklega yngra fólk og fólk sem kemur erlendis frá. Hann komst upp með þessa framkomu einu sinni, en nú eru tímarnir að breytast.“ Þeir sem DV hefur rætt við segja Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is Starfsskyldum breytt í „Allir orðnir dauð- leiðir á þessu, sér- staklega yngra fólk og fólk sem kemur erlendis frá. Vond útreið Hannes Hólmsteinn fær harða útreið í skýrslu sálfræðings um samskiptavanda í stjórnmálafræðideild. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.