Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Side 45
Lífsstíll 45Helgarblað 11.–14. júlí 2014 Fæðubótarefni úr macarót � 100% náttúruleg vara með lífræna vottun Inniheldur hvorki soja (ísó�avóna), mulin hörfræ né hormóna U m boðsaðili: Vistor hf. Hefur góð áhrif á: - Orku og úthald - Beinþéttni - Kynferðislega virkni - Frjósemi og grundvallar- heilbrigði Revolution Macalibrium Macarót fyrir karlmenn www.facebook.Revolution-Macalibrium www.vistor.is ®Revolution Macalibrium Fæst í apótekum og Heilsuhúsinu Haltu krökkunum uppteknum n Góðar hugmyndir fyrir börnin í fríinu Flest skólabörn á Íslandi eru í sumarfríi um þessar mundir. Þó að fríið sé líklega kærkomið þá á sumum til að leiðast það til lengdar og foreldrar eiga stundum í vandræðum með að finna eitthvað skemmtilegt að gera annað en að horfa á sjónvarp eða vera í tölvunni. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir fyrir krakkana og það góða er að þær eru flestar auð- veldar í framkvæmd og ódýrar. viktoria@dv.is Útilega heima í stofu Dragðu fram tjaldið og tjaldaðu því inni í stofu. Hægt er að búa til skemmti- legan varðeld með því að raða spýt- um og kveikja á kerti (ef fullorðinn er með) eða vasaljósi. Ekki er nú verra að draga fram svefnpoka og annan staðalbúnað og hafa gaman. Eigið boltaland Fylltu uppblásnu sundlaugina með boltum. Það er gaman að vera með sitt eigið boltaland. Veiddu í garðinum Búðu til skemmtilega veiðiá með álpappír. Settu svo vatn í og leyfðu börnunum að leika sér. Bílabraut Búðu til skemmtilegar bíla- brautir inni með því að nota teip á gólfið. Svampaturn Klipptu niður frauðplast og litaðu í skemmtilegum litum. Skemmtilegt er að raða frauðplastinu upp og byggja turn. Ódýrt og sniðugt. Keilubraut Gerðu skemmtilega keilubraut með því að nota strokleð- ur sem keilur og skopparabolta fyrir keilukúlu. Fyrir þau yngstu Festu tóma eldhúsrúllu upp á vegg með límbandi. Hafðu skál undir og eitthvað til þess að dunda sér við að setja í gegnum rúlluna. Þetta skemmtir þeim yngs tu. Límlistaverk Búðu til límlistaverk. Settu lím á disk, lok, þykkan pappír eða annað. Notaðu svo matarliti til þess að búa til listaverk í límið. Gott er að nota tannstöngla til verksins. Skemmtileg dýr Farið út og tínið lauf, ber og ann- að sem gæti nýst til þess að búa til falleg skordýr. Hreyfumst hægar í augum hunda Heilar dýra líkt og hunda skynja hreyfingu á annan veg en mann- fólk. Raunar skynja hundar allt sjónrænt mun hraðar en menn samkvæmt nýrri rannsókn. Það er stærð og efnaskipti dýra sem getur sagt til um hversu hratt þau skynja tíma. Tímaskynj- un dýra tengist taugakerfi þeirra og hversu fljótt taugakerfið er að skynja upplýsingar og bregðast við umhverfinu. Minni dýr sem þurfa að geta forðast rándýr með skjótum hætti sjá þannig atburði gerast mun hægar vegna þess hve hratt taugakerfi þeirra er að með- taka aðstæður. Hundar skynja upplýsingar í umhverfinu 25 prósent hraðar en menn, sem veldur því að tíminn líður í raun hægar frá þeirra sjón- arhorni og menn hreyfast þar af leiðandi hægar. Framleiða Game of Thrones-vín Þó að þættirnir Game of Thrones snúi ekki aftur fyrr en árið 2015 þurfa aðdáendur þáttanna ekki að örvænta, því vín í nafni þátt- anna er á leið á markað. Vínlínan ber nafnið Wines of Westeros og mun innihalda tólf víntegund- ir sem bera hvert um sig nöfn líkt og The Tyrell, The Wildling, The Night's Watch og fleira í takt við sérkenni þáttanna. „Rauðvínstegundirnar eru öll miðuð að fjölskyldum sem eru kappsamar og kröftugar. Hvítvín- stegundirnar eru aftur á móti lævísari, skarpari og dularfyllri,“ sagði Jane Burhop hjá fyrirtækinu Common Ventures sem framleið- ir vínið. Fjarstýrð getnaðarvörn Stýrir hormónaflögu með fjarstýringu N ýsköpunarfyrirtæki í Massachussetts í Bandaríkj- unum hefur tekið getnað- arvarnaþróun á annað stig. Fyrirtækið er að setja saman fjar- stýrða getnaðarvörn sem endist í sextán ár. Flögu er komið fyrir í líkama þínum sem leysir daglega frá sér hormón. Notandinn getur slökkt á tækinu eftir þörfum með fjarstýringu. Þannig þarf ekki leng- ur endurteknar læknisheimsókn- ir til þess að fá ávísaðar getnað- arvarnir, né sérstakar aðgerðir til þess að fjarlægja langtímagetnað- arvarnir líkt og stafinn. Þegar þetta kemur á markað mun það auka frelsi og þægindi kvenna til muna, en aftur á móti fylgja þessu einnig skuggahlið- ar. Tæknibúnaður er viðkvæm- ur fyrir svokölluðu „hakki“ þar sem tölvuglöggir gætu brotist inn í búnaðinn og breytt stillingun- um. Unnið er að forvörnum fyrir slíku en áætlað er að hin fjarstýrða getnaðarvörn komi á markað árið 2018. n Fjarstýring Getur slökkt á getnaðarvörninni eftir þörfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.