Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Side 48
48 Lífsstíll Helgarblað 11.–14. júlí 2014 Á hverju ári ferðast metfjöldi ferðamanna til Íslands. Ferðamannastraumurinn hefur þyngst um þriðjung frá því í fyrra og þrefaldast frá árinu 2000. Samkvæmt könnun Ferðamálastofu á viðhorfum túrista kemur stór hluti þeirra gagngert til að kynnast menningu og sögu landsins. Einn angi þeirrar menn- ingar virðist hins vegar vera lítið áberandi: Hin íslenska matarhefð. Allir þekkja indverskan mat, taí- lenskan og ítalskan; flestar þjóðir hafa ákveðna sérstöðu á þessu sviði. En hver er sérstaða Íslands? Ferskleiki á heimsmælikvarða Friðrik Sigurðsson, matreiðslu- meistari og formaður sveinsprófs- nefndar í kokkaskólanum, hefur talsvert rannsakað íslenska eldhús- ið. Hann segir sérstöðuna einkum fólgna í hráefninu; ferskleiki þess sé á heimsmælikvarða. „Við eigum ótrúlega gott hráefni í samanburði við önnur lönd. Ég held að við Ís- lendingar gerum okkur ekki alveg grein fyrir því hvað það hefur mik- il áhrif á matargæðin. Ef við tök- um til dæmis fiskinn sem veiðist hér í kringum landið, í kalda Norð- ur-Atlantshafinu. Þú getur ekki bor- ið hann saman við til dæmis fisk sem veiðist í Kattegat. Hér er miklu hreinni sjór og kaldari. Þessi gæði eru hverfandi í heiminum. Og svo er það auðvitað lambið, sem er enn þá meira og minna villibráð – lifir í út- högum og er slátrað á haustin,“ segir Friðrik og bætir við að aðrar tegund- ir hafi að mestu orðið verksmiðju- framleiðsluaðferðum að bráð og kjöt þeirra – til dæmis svína – sé því sambærilegt og í öðrum löndum. Alþjóðlegir matreiðsluhættir „Matreiðsluhættir eru hins vegar mjög alþjóðlegir hér. Það er erfitt að greina hver sérstaða okkar er hvað þá varðar – og hið sama má raunar segja um norræna eldhúsið. Það má auðvitað nefna gömlu matarmenn- inguna, einkum mat sem hefur ver- ið sýrður upp úr mjólkursýru. Það er það íslenskasta sem við eigum.“ Fáir veitingastaðir, til dæmis í miðbænum, sérhæfa sig í þessari íslensku hefð; mat sem Íslendingar sjálfir leggja sér sjaldnast til munns nema á þorranum. En er ekki hægt að selja túristum þetta? „Ég veit ekki hvort það reyni nægilega mik- ið á það. Það eru svo fáir veitinga- staðir sem tileinka sér þetta. En ég er sannfærður um það að ef þetta er sett í nýjan búning – sett svona módern upp – þá er þetta afskap- lega góður matur. Við þurfum að taka þessa gömlu rétti og uppfæra þá þannig að þeir verði spennandi kostur fyrir erlenda gesti.“ Langsamlega vinsælasta íslenska matvaran og sú sem á erindi við alla heimsbyggðina segir Friðrik vera ís- lenska skyrið. „Skyrið er það mat- væli sem er á hvað mestri uppleið í heiminum öllum.“ Hugmynd framkvæmd Þessi hugmynd Friðriks, um nú- tímavæðingu hins forna íslenska eldhúss, er einmitt komin til fram- kvæmda hjá Íslandsstofu, sem sér um kynningu Íslands utan land- steinanna. „Við byrjuðum á því að kynna okkur hvernig íslensk matar- menning kemur útlendingum fyr- ir sjónir í dag, á vefmiðlum. Það er enn þá svolítið í land að það sem við viljum að standi upp úr og sé í forgrunni, sé það í reynd – til dæm- is þegar þú leitar að Icelandic food á Google. Það fyrsta sem birtist er yfirleitt fólk að smakka hákarl og hrækja honum út úr sér – og það- an af verra,“ segir Guðný Káradótt- ir, markaðsstjóri íslenskra matvæla hjá Íslandsstofu, en í kjölfarið setti stofnunin af stað kynningarátak til að vekja útlendinga til vitundar um íslenskan mat, sér í lagi lambakjöt- ið, þorskinn og skyrið sem Guðný segir saman mynda kórónu ís- lenskrar matarhefðar. „Við erum ekki að slíta ræturnar og losa okkur frá upprunanum. Íslenska eldhúsið – og raunar hið norræna – á ekki að kasta burt hinu gamla heldur vinna með það á nýjan hátt.“ Hliðverðir heillaðir En hvernig ætlar hún að breyta kæstri þorraímyndinni sem Google málar fyrir útlendinga? „Áherslan er á að fá til landsins blaðamenn og þáttagerðarfólk sem fjalla um mat, hráefnið og matarmenninguna. Einnig á kynningar erlendis þar sem íslenskir matreiðslumenn eru með okkur, samanber Taste of Iceland í Boston, Denver og víðar. Einnig höfum við boðið hingað erlendum meistarakokkum til að kynna þeim hráefnið. Við förum gjarnan með blaðamenn bæði á veitingastaði og í heimsókn til framleiðenda. Loks notum við mat á ferðakynningum og sækjum sérstakar matvælasýn- ingar erlendis.“ Veitingastaðir virkjaðir Til þess að sú kynning gangi sem best þurfa góðir veitingastaðir að taka þátt og átta sig á gildi þess að hampa hefðinni, helst með smá nú- tíma tvisti. „Veitingastaðir þurfa, held ég, að vakna til vitundar um það að það hefur „value“ að bjóða upp á og gera jafnvel út á séríslenskt. Það er eitthvað um þetta, til dæmis á Fiskfélaginu og víðar. Þar geturðu keypt margrétta „matarferð“ sem heitir Around Iceland. Þá fær við- komandi alls konar fjölbreytta rétti unna úr íslensku hráefni fengnu frá öllum landshornum,“ segir Guðný en réttunum þar fylgja stuttir matar- menningartímar frá þjónum. Þetta er ekki síst mikilvægt ætli Ísland að laða til sín svokallaða matar- túrista, hvers áfangastaðarval ræðst að miklu leyti af gæði matarins og menningunni í kringum hann. n íslenska eldhússins n Segja kæstri þorraímynd stríð á hendur n Kynningarátak um einstakan íslenskan mat Nútímavæðing Lambakjöt kynnt Friðrik segir að íslenska lambið sé einstakt, í raun sé um villibráð að ræða. Mynd Auðunn níeLsson Hangikjöt í útlöndum Geymsluaðferðir Íslendinga eru um margt sérstæðar. Baldur eiríksson baldure@dv.is nútímaskyr Nútímavæðing íslenska eldhússins tekur á sig ýmsar myndir. Mynd ArnALdur HALLdórsson Áhugasamir blaðamenn Hluti átaks Íslandsstofu gengur út á að kynna íslenskan mat fyrir erlendum blaðamönnum. Mynd sr-pHotos.coM Kynning í Japan Íslandsstofa hefur fengið kokkalands- liðið til að breiða út íslenska fagnaðar- erindið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.